Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 108

Morgunblaðið - 29.11.2019, Side 108
108 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Loftslagsbreytingar Menn hafa reynt að gera sér grein fyrir veðurfari fortíðar og framtíðar. Veður fortíðar má að hluta til lesa úr sögulegum heim- ildum, jarðfræðifyrirbærum, ár- hringum trjáa, jöklaborkjörnum og 14C-hlutfalli í lífrænum efnum. Veðrið er hluti af vistkerfinu, nátt- úrunni, talsvert áhrifamikill hluti, og tengist það andrúmsloftinu, hita þess, raka og hreyfingu. Orðið veð- ur vísar til veðurástandsins á ákveðnum stað á hverju augna- bliki. Hugtakið loftslag merkir hins vegar meðalástand lofthjúps- ins í langan tíma og er þá litið ald- ir fram eða aftur í tímann. Þess vegna tölum við um loftslagsbreyt- ingar en ekki veðurbreytingar. Við tölum bæði um breytingar og sveiflur. Breyting er til ákveðinnar áttar, til dæmis hlýnandi, en alltaf má búast við sveiflum á milli ára, óvenju köld eða óvenju hlý ár verða örugglega áfram af og til … Loftslagsbreytingar eru að hluta til náttúrulegar, en augljóst er að þær breytingar sem nú ganga yfir jörðina eru að mestu af manna- völdum. Neikvæð áhrif gróð- urhúsalofttegunda í andrúmslofti eru svokölluð gróðurhúsaáhrif sem leiða til loftslagsbreytinga, hækk- unar hitastigs á jörðinni og breyt- inga á úrkomu og veðrakerfum jarðar. Talið er að þurru svæðin á jörðinni verði þurrari, röku svæðin rakari. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um 0,12°C á áratug frá 1951. Sumir neita að viðurkenna að loftslagsbreytingar eigi sér stað eða séu af mannavöldum, eða þeir telja að tæknin muni bjarga mál- unum. Þessum sáðmönnum efans fer þó fækkandi. Hlýnuninni fylgir bráðnun jökla, hækkun sjávar- borðs, súrnun hafs og aukin tíðni aftakaveðra. Öfgar í veðri verða augljósar, fellibyljir verða tíðari og á eftir tímabili með metúrkomu getur komið tímabil mikla þurrka (þetta eru breytingar, loftslags- breytingar). Á eftir methlýju sumri getur komið kuldaár (það eru sveiflur). Sumt af þessu er þegar farið að koma í ljós. Þetta mun hafa veruleg áhrif á mat- vælaframleiðslu heimsins. Því mið- ur verða áhrifin aðallega neikvæð umhverfis miðbaug, þar sem þurrkurinn, og þar af leiðandi ör- birgðin, er mest. Það snertir okkur Íslendinga hins vegar að í framtíð- inni mun hlýna meira á norð- urslóðum en við miðbaug, vegna þess að ísinn, sem hefur end- urkastað miklu orkumagni, geislum, mun bráðna og sjórinn gleypir meiri orku. Náttúrulegar breytingar og sveiflur í veðurfari eiga sér áreiðanlega margar orsak- ir. Nefndar eru afstöðubreytingar á milli sólar og jarðar, sólgos, ferð- ir jarðar gegnum geimrykský, sveiflur í sólgeislun, eldgos, óregla í orkubúskapi lofthjúpsins og breytingar á hafstraumakerfinu. Hér hafa verið nefnd helstu loft- mengunarefnin. Einungis nokkur þeirra tilheyra svonefndum gróð- urhúsalofttegundum, en það eru efni sem hafa hitunaráhrif á loft- hjúp jarðar, gróðurhúsaáhrif. Sól- arljósið hitar bæði lofthjúpinn og yfirborð jarðar. Jarðvegsyfirborðið hitar svo lofthjúpinn enn frekar. Andrúmsloftið sleppir inn sólar- geislunum (stuttbylgjum) en yfir- borð jarðar endurkastar inn- rauðum geislum (langbylgjum) til baka og þeir komast ekki út gegn- um koltvísýringslagið. Þetta leiðir til hækkunar hitastigs á jörðinni. Þetta orkuferli köllum við gróður- húsaáhrif vegna þess að innrauðir endurkastsgeislar komast heldur ekki til baka út í gegnum glerið eða plastið á gróðurhúsum og loft- hitinn hækkar. Af 100 einingum sólarorkunnar sem berast til jarð- ar gleypir lofthjúpurinn 20 ein- ingar og yfirborð jarðar gleypir 50 einingar. Samtals 70 einingar fara því til hitunar en 30 (22+8) ein- ingar speglast til baka af lofthjúpi og jörð. Án skýjahulunnar væri yf- irborðshiti jarðar um fjórum gráð- um hærri en nú er. Þegar landnámsmenn settust að á Íslandi fyrir 1.100 árum var tiltölulega hlýtt á landinu og land- nemarnir ræktuðu til dæmis bygg. Frá byggökrunum stafa staðanöfn eins og Akranes og Akureyri. Síð- an kom langt kuldatímabil sem náði allt að aldamótunum 1900 og á þeim tíma var byggrækt vonlaus. Undanfarið hefur hlýnað talsvert á Íslandi eftir stutt kuldatímabil frá 1970. Nú er svo komið að hitastig á landinu er að jafnast á við land- námshitann og menn eru aftur farnir að rækta bygg. Á Íslandi er hitinn takmarkandi vaxtarþáttur við vöxt gróðurs. Augljóslega munu óumflýjanlegar loftslags- breytingar fyrst um sinn hafa já- kvæð áhrif á Íslandi. Með hækkun hita mun ræktun og matvælafram- leiðsla ganga betur. Með meiri hlýnun munu neikvæð áhrif birtast í veðursveiflum, innflutningi ágengra tegunda og auknum sjúk- dómavanda hjá plöntum og dýrum. Eftirfarandi mun meðal annars gerast á Íslandi vegna loftslags- breytinga: Jöklar hopa, jökulár, sem margar eru nýttar til raf- orkuframleiðslu, vaxa í fyrstu en minnka síðan, landið mun grænka og skógarmörk færast ofar, af- rakstur ræktarlands mun aukast, samsetning flökkustofna fugla og fiska mun breytast, sjávarborð hækkar og landris verður mæl- anlegt. Sú veröld sem var, er önn- ur en sú veröld sem er og hún er enn ólíkari þeirri veröld sem verð- ur. Draga má úr gróðurhúsaáhrif- unum annaðhvort með því að losa minna af gróðurhúsalofttegundum eða binda meira magn af þeim úr loftinu. Vegna þess að losun koltví- sýrings er mikilvirkust í myndun gróðurhúsalofttegunda vinna þjóð- ir heims að lausn þess vanda með því að draga úr losun eða auka bindingu koltvísýrings. Sem ríki þurfum við Íslendingar að standa við skuldbindingar á heimsvísu um að draga úr losun á koltvísýringi. Losun Íslands jafngildir því að hver Íslendingur sleppti árlega 14 tonnum af CO2 út í andrúmsloftið. Losunarkvóti er nú að verða eins konar verslunarvara, menn og fyrirtæki geta verslað með los- unarheimildir. Einnig eru menn að reyna að draga úr brennslu jarð- efnaeldsneytis, kola, bensíns og ol- íu, en það er langstærsti koltvísýr- ingsgjafinn. Nýir orkugjafar hafa því miður ekki komið í stað olíu, gass og kola, heldur einungis mætt aukinni orkunotkun enn sem kom- ið er. Eins og áður segir þarf að skipta yfir í endurnýjanlega orku í formi vatns, vinds, jarðhita eða sólarljóss og draga úr mengun frá stóriðju, auka rafvæðingu í sam- göngum og ráðast í endurheimt votlendis, landgræðslu og skóg- rækt. En auk þess að draga úr los- un er líka hægt að binda koltvísýr- ing úr andrúmsloftinu. Skógarnir eru mikil auðlind og eru mikilvirk- ustu lofthreinsitækin. Hafa hita- beltisskógar verið nefndir lungu jarðar og vísindamenn hafa bent á að miklum árangri mætti ná með því að stöðva eyðingu hitabelt- isskóga. Kolefnisbinding vegna skógræktar og landgræðslu er frá- dráttarbær í kolefnisjöfnuði þjóð- anna. Íslendingar, sem búa í nær skóglausu landi, ættu að hafa möguleika á að auka bindingu með aukinni skógrækt fremur en þau þjóðlönd sem þegar eru skógi klædd. Skógrækt hefur því verið efld á Íslandi, meðal annars undir merkjum kolefnisbindingar. Reiknað er með að hver hektari skóglendis á Íslandi bindi árlega í kringum 6-10 tonn af koltvísýringi. Bindingin er hins vegar háð mög- um þáttum svo sem trjátegund, landgæðum, veðurfarsskilyrðum og öðrum þáttum sem hafa áhrif á vaxtarhraða skógarins. Sem fyrr segir eru hérlendis gerðar til- raunir með að dæla koltvísýringi niður í jarðskorpuna og binda hann þar í bergi. Eftir á að koma í ljós hversu mikilvirk sú aðgerð verður í að laga kolefnisjafnvægi landsins. Tilraunir hafa sýnt að niðurdælingin virðist geta valdið smávægilegum og sennilega hættulausum titringi í jarðlögum. Augljóst er að enda þótt mann- kynið bregðist strax við til að draga úr loftslagsbreytingum þá er tregða kerfisins mikil og breyt- ingin heldur áfram í langan tíma eftir að gripið hefur verið til að- gerða. Ekki er hægt að ætlast til þess að þjóðir heims hætti al- gjörlega losun gróðurhúsaloftteg- unda strax og því reyna menn að draga hóflega og smám saman úr olíunotkun. Um 87% af orkunotkun heims er mætt með notkun jarðefnaeldsneytis. Þar eru kol og olía ríkjandi. Um 50% af kol- anotkun heims fara fram í Kína sem eykur mengun bæði staðbund- ið þar í landi og einnig á heims- vísu. Nú er markmiðið að halda kolefnislosun það lágri að með- alhiti jarðar hækki ekki nema 2°C frá því sem það var árið 1990. Að þessu miðar COP21-samningur 195 þjóðríkja frá 2015, Parísarsam- komulagið svokallaða. Augljóst er að í náinni framtíð þarf ekki aðeins smávægilegar breytingar í lofts- lagsmálum heldur miklar byltingar í orkumálum. Parísarsam- komulagið er mjög metnaðarfullt og boðar í raun endalok olíu- aldarinnar. Ríki, sveitarfélög og al- menningur verða að taka sameig- inlega á við að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og jafnframt finna og þróa aðra orkugjafa. Það er merkilegt við Parísarsam- komulagið að þjóðirnar gáfu hver um sig loforð um aðgerðir heima fyrir sem endurskoða skal á fimm ára fresti. Einnig er athyglisvert að þjóðríkin ætla að veita árlega 100 milljarða dollara til að auð- velda þróunarríkjum þátttöku. Það vekur þó ugg að flugsamgöngur, skipaflutningar og stóriðja eru ut- an við samkomulagið. Líklega verður tekið á þeim þáttum hnatt- rænt en ekki í hverju landi fyrir sig. Þá er einnig áhyggjuefni ef stórar þjóðir draga sig út úr Par- ísarsamkomulaginu líkt og Banda- ríkin gerðu 2017. Veröld sem verður Út er komin bókin Náttúruþankar eftir feðginin Bjarna E. Guðleifsson og Bryn- hildi Bjarnadóttur. Bókin fjallar um ýmis fyrirbæri í náttúru og umhverfi, stór og smá, og lýst er áhrifum ým- issa mannlegra athafna á náttúruna, svo sem gróðureyðingu, lofts- lagsbreytingum og orkunýtingu. AFP Bjarni Eyjólfur Guðleifsson Brynhildur Bjarnadóttir Loftslagsvá Þjóðarleiðtogar og sendierindrekar stilla sér upp á Loftslagsráðstefnunni í París 2015. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pronto bolli og undirskál Verð 1.690 kr. / 1.190 kr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.