Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 112

Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 112
Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 25.-30. nóvember Af yfir 1000 vörum 90% Afslátt ur Allt að LOKADA GAR ÚTSÖLU OPIÐ 10 -18 FÖS TUDAG OG LAUG ARDAG POKI Fyrstu 1 00 viðsk iptvinir dagsins fá óvæn tan glaðning ;) GJAFA 112 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2019 Lífið er fótbolti hjá vinkon-unum Gerðu og Ninnu, 12og 13 ára vinkonum íBreiðholtinu. En lífið er líka áskorun. Sérstaklega þegar árið er 1980 og þú þráir ekkert heitar en að æfa fótbolta en einu æfingarnar sem eru í boði í Breiðholtinu eru fyrir stráka. Með þessum hætti mætti lýsa sögusviðinu í bók Brynhildar Þór- arinsdóttur, Ungfrú fótbolti. Sagan gerist á upphafsárum kvennaboltans og það segir líklega ýmislegt um stöðuna þegar Gerða og Ninna telja það trúlegt að á sama tíma og kvennalandslið Íslands í fótbolta verði stofnað muni liðsmenn þess ferðast með fljúgandi bílum. Gerða og Ninna eru stað- ráðnar í að láta drauma sína rætast. Þær spila götufótbolta af miklum móð með vinum sínum í hverfinu, stelpum og strákum, milli þess sem þau leggja í ævintýraför um hálfbyggðu húsin í þessu nýjasta hverfi borgarinnar. Ungfrú fótbolti er baráttusaga og tvinnast barátta vinkvennanna sam- an við kosningabaráttu Vigdísar Finnbogadóttur, sem kjörin er for- seti þetta örlagaríka sumar. Stöll- urnar þrjár eiga það því sameigin- legt að fara inn á keppnisvöll karlanna, líkt og Brynhildur orðaði það sjálf í viðtali við Morgunblaðið á dögunum. Brynhildi tekst að fanga tíðarand- ann með einstökum hætti og það leyfir undirrituð sér að fullyrða þrátt fyrir að hafa ekki verið komin til sögunnar fyrr en í lok níunda áratugarins. Kók í gleri drukkið með lakkrísröri, kúlur sem keyptar voru fyrir glerið, sjónvarpslaus fimmtudagskvöld og stressið sem fylgir því að ýta á „rec“ á kass- ettutækinu þegar uppáhaldslagið hljómar loksins í útvarpinu á án efa eftir að framkalla nostalgíu hjá þeim sem eldri eru, en Ungfrú fótbolti nær einmitt til breiðs aldurshóps. Ungfrú fótbolti er dæmi um íslenskar barna- og unglingabók- menntir eins og þær gerast bestar. Íslenskur veruleiki er teiknaður upp með einstökum hætti og með því að fara nær 40 ár aftur í tímann verður ennþá áhugaverðara að fylgjast með heimilislífinu í Breiðholtinu þar sem einungis stelpur geta passað börn en strákar eru sendir í sveit þar sem þeir fá að keyra traktora. Gerða og Ninna átta sig á áskor- ununum sem þær standa frammi fyrir en þær láta ekkert stoppa sig, þó svo að það þýði að þær þurfi að takast á við stærðarinnar verkefni líkt og að spila með meistaraflokki, sem reynist vera stór plús eftir allt saman. Fátt kemst að annað en fótbolti í frásögninni, eðlilega, en frásagnir Brynhildar eru hver annarri skemmtilegri og líflegri, hvort sem um er að ræða fámennan götubolta í Birkiseli eða keppnisleik á Melavell- inum. Þess á milli er atburðarásin hröð og spennan magnast eftir því sem líður að kjördegi, þrátt fyrir að niðurstaðan sé öllum ljós. Kosninga- baráttan og barátta vinkvennanna fyrir tilverurétti sínum á fótbolta- vellinum tvinnast saman og það er dásamlegt að fylgjast með Gerðu og Ninnu fá kraft og sjálfstraust til að taka pláss og skora á hefðirnar. Fyrirmyndir eru mikilvægar í frá- sögninni og sést það einna best þeg- ar vinkonurnar eiga erfitt með að sjá sjálfar sig fyrir sér sem atvinnu- konur í fótbolta þar sem einu fyrir- myndir þeirra eru karlar, Ásgeir Sigurvinsson og félagar. Vigdís hef- ur sjálf sagt að þegar hún ólst upp þekktist orðið fyrirmynd ekki en henni þykir vænt um það í dag þeg- ar stelpur koma til hennar og segja henni að hún sé þeim fyrirmynd. „Úr því að ég gat það þá getur þú það.“ Nákvæmni Brynhildar er mikil og vísar hún til að mynda í fréttir frá sumrinu 1980 og öll ummæli sem höfð eru um Vigdísi eru sönn. Gerða og Ninna geta allt, það er að minnsta kosti tilfinning lesanda. Bókin yljar manni svo sannarlega um hjartarætur, minnir á hversu langt við erum komin í jafnréttisbar- áttunni, en það er ekki langt síðan við vorum á byrjunarreit. Á sama tíma er ekki fullur sigur unninn. Morgunblaðið/Hari Best „Ungfrú fótbolti er dæmi um íslenskar barna- og unglingabókmenntir eins og þær gerast bestar,“ segir rýnir. Ungmennabók Ungfrú fótbolti bbbbn Eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Mál og menning, 2019. Innb., 293 bls. ERLA MARÍA MARKÚSDÓTTIR BÆKUR Fyrirmyndar-fótboltastelpur Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.