Morgunblaðið - 29.11.2019, Page 116
Sýningin Augnablik, sem opnuð
verður í dag í Litla Gallerý í Hafnar-
firði kl. 18, veitir þversnið af verk-
um Jóns Baldurs Hlíðberg sl. 30 ár.
Fuglar, fiskar, fornverur og örlítil
upplifun af flóru landsins eru meðal
þess sem njóta má á sýningunni,
sem stendur til 27. desember og er
opin alla virka daga kl. 12-18 og um
helgar 12-16.
Þversnið af verkum
Jóns Baldurs sl. 30 ár
FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 333. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
„Ég er ánægð með keppnisárið
sem er að baki,“ segir Guðbjörg
Jóna Bjarnadóttir sem á dög-
unum var útnefnd frjáls-
íþróttakona ársins. Guðbjörg
Jóna er aðeins 17 ára gömul,
verður átján ára á aðfangadag
jóla, en hefur þegar skipað sér í
flokk með efnilegustu sprett-
hlaupurum Evrópu. » 98
Guðbjörg Jóna ánægð
með keppnisárið
ÍÞRÓTTIR MENNING
Haldin verður Jónsvaka Helgasonar í
Veröld – húsi Vigdísar, á sunnudag
kl. 14 í tilefni nýrrar útgáfu af ljóða-
safni hans og að 120 ár eru liðin frá
fæðingu Jóns. Þar ræða meðal ann-
ars Bergsveinn Birgisson, Kristján
Þórður Hrafnsson, Sigríður Hall-
dórsdóttir og Þórunn Björnsdóttir
um Jón, skáldskap hans og fræði
auk þess sem hljómsveitin Hundur í
óskilum leikur
lög við texta
Jóns. Jón
Helgason,
prófessor í
Kaupmanna-
höfn, var eitt
dáðasta skáld
tuttugustu
aldar á
Íslandi.
Jónsvaka Helgasonar
í Veröld á sunnudag
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sýningin „Þú vaknar að morgni“ með
60 verkum Ragnheiðar Jónsdóttur
myndlistarkonu stendur nú yfir í
Villa Frida, gamla Borgar-
bókasafninu í Þingholtsstræti. „Hér
hefur verið mikið líf og fjör frá opn-
un,“ segir listakonan, sem er með op-
ið klukkan 12-18 í dag, á morgun og
sunnudag, þegar sýningunni lýkur.
Húsið í Þingholtsstræti varð fyrst
á vegi Ragnheiðar þegar hún var 17
ára og byrjaði í Verslunarskólanum
og fór jafnframt í myndlistarnám á
kvöldnámskeiði í Handíðaskólanum á
Grundarstígnum. Það var byggt 1916
og gengur nú í endurnýjun lífdaga.
„Ég hef alltaf verið heilluð af þessu
húsi,“ segir hún og bætir við að það sé
sem sniðið fyrir verk sín. „Skemmt-
unin er að geta sýnt stór verk, það er
svo spennandi,“ segir hún, en á sýn-
ingunni eru meðal annars stórar kola-
teikningar og grafíkmyndir yfirfærð-
ar með ljósmyndatækni á álplötur.
„Þetta eru í raun eftirmyndir af graf-
íkverkum,“ áréttar hún.
Ragnheiður var í fararbroddi ís-
lenskra grafíklistamanna í áratugi en
hefur einbeitt sér að kolateikningum
undanfarin 30 ár. „Ég gerði síðustu
grafíkmyndina 1998 og fékk gull-
verðlaun fyrir á alþjóðlegri sýningu í
Egyptalandi,“ rifjar hún upp. „Það
var síðasta serían sem ég gerði,“
heldur hún áfram og leggur áherslu á
að hún hafi alltaf þrykkt allt sjálf.
Ásgrímur Jónsson myndlistar-
maður og Ingvar Hannesson á Skip-
um við Stokkseyri, móðurafi Ragn-
heiðar, voru systrasynir. Hún segist
fyrst hafa séð myndir eftir Ásgrím
heima hjá afa og ömmu á Skipum og
þótt mikið til koma. Það hafi ýtt undir
myndlistaráhugann. „Ég byrjaði
snemma að teikna eins og flestir
krakkar og áhuginn óx með aldr-
inum.“ Hún þakkar það ekki síst góð-
um kennurum í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar, Gunnari Vagnssyni og
Skarphéðni Jóhannessyni.
Opin augu
Nokkrir myndlistarmenn stofnuðu
félagið Íslenska grafík 1954 en það
lognaðist fljótlega út af. Eftir að Ein-
ar Hákonarson kom heim frá námi
fékk hann Hörð Ágústsson, skóla-
stjóra Handíðaskólans í Skipholti, til
þess að innrétta verkstæði fyrir æt-
ingar 1968. Ragnheiður segir að á
námskeiðum þar hafi Einar hreinlega
kveikt í nokkrum ungum myndlist-
armönnum. „Ári seinna end-
urreistum við Íslenska grafík undir
hans forystu og við héldum fyrstu
grafíksýningu okkar í Unuhúsi við
Veghúsastíg 1970.“
Síðan hefur mikið vatn runnið til
sjávar og nú er Ragnheiður komin í
höllina í Þingholtsstræti. „Þegar ég
kom inn í þetta glæsilega hús vegna
sýningarinnar breytti ég um þema,“
segir hún. „Ég fann tenginguna, hótel
jörð. Hvað um okkur? Er ekki tími til
kominn að við opnum augun og ger-
um eitthvað. Það er orðið svo graf-
alvarlegt mál hvernig allt er að fara á
hvolf í heiminum. Allar þessar nátt-
úruhamfarir, öll þessi reiði, öll þessi
þjáning, öll þessi mótmæli og hryll-
ingur. Ég gjörbreytti um stefnu.“
Síðasta myndin er frá fyrstu kola-
teikningasýningu hennar 1990 og
heitir „Síðasta blómið“. Við hlið henn-
ar er eftirfarandi vísa eftir Ragnheiði
með fyrrnefnt í huga:
Þú vaknar að morgni – hvað vekur ugginn?
Veraldarbröltið – eða var það skugginn –
sem hvelfist um heiminn – hímir í horni –
hrellir – boðar nýjustu spá –
örfoka auðnir – elda – og vá.
Of seint er að æpa og öskra út í tómið:
„Var einhver – að drepa – síðasta blómið?“
„Með þessari vísu lýkur sýning-
unni,“ segir listakonan.
Síðasta blómið á hótel jörð
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Villa Frida Myndlistarkonan Ragnheiður Jónsdóttir sýnir kolateikningar og grafíkmyndir á álplötum.
Sýningu Ragnheiðar Jónsdóttur í Villa Frida lýkur um helgina
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
svartur
föstudagur
hefst á morgun föstudag
af völdum vörum
Gildir á meðan birgðir endast
litríkur
70%
Sparadu allt ad- -
rúmföt
öll
35%
Sparadu-
matarstell
passion
70%
Sparadu- miklu meira
... og svo
mottur
allar
30%
Sparadu-
Handklæði
öll
40%
Sparadu-
umage ljós
öll
30%
Sparadu-
www.ilva.is