Morgunblaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 116

Morgunblaðið - 29.11.2019, Blaðsíða 116
Sýningin Augnablik, sem opnuð verður í dag í Litla Gallerý í Hafnar- firði kl. 18, veitir þversnið af verk- um Jóns Baldurs Hlíðberg sl. 30 ár. Fuglar, fiskar, fornverur og örlítil upplifun af flóru landsins eru meðal þess sem njóta má á sýningunni, sem stendur til 27. desember og er opin alla virka daga kl. 12-18 og um helgar 12-16. Þversnið af verkum Jóns Baldurs sl. 30 ár FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 333. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Ég er ánægð með keppnisárið sem er að baki,“ segir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem á dög- unum var útnefnd frjáls- íþróttakona ársins. Guðbjörg Jóna er aðeins 17 ára gömul, verður átján ára á aðfangadag jóla, en hefur þegar skipað sér í flokk með efnilegustu sprett- hlaupurum Evrópu. » 98 Guðbjörg Jóna ánægð með keppnisárið ÍÞRÓTTIR MENNING Haldin verður Jónsvaka Helgasonar í Veröld – húsi Vigdísar, á sunnudag kl. 14 í tilefni nýrrar útgáfu af ljóða- safni hans og að 120 ár eru liðin frá fæðingu Jóns. Þar ræða meðal ann- ars Bergsveinn Birgisson, Kristján Þórður Hrafnsson, Sigríður Hall- dórsdóttir og Þórunn Björnsdóttir um Jón, skáldskap hans og fræði auk þess sem hljómsveitin Hundur í óskilum leikur lög við texta Jóns. Jón Helgason, prófessor í Kaupmanna- höfn, var eitt dáðasta skáld tuttugustu aldar á Íslandi. Jónsvaka Helgasonar í Veröld á sunnudag Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sýningin „Þú vaknar að morgni“ með 60 verkum Ragnheiðar Jónsdóttur myndlistarkonu stendur nú yfir í Villa Frida, gamla Borgar- bókasafninu í Þingholtsstræti. „Hér hefur verið mikið líf og fjör frá opn- un,“ segir listakonan, sem er með op- ið klukkan 12-18 í dag, á morgun og sunnudag, þegar sýningunni lýkur. Húsið í Þingholtsstræti varð fyrst á vegi Ragnheiðar þegar hún var 17 ára og byrjaði í Verslunarskólanum og fór jafnframt í myndlistarnám á kvöldnámskeiði í Handíðaskólanum á Grundarstígnum. Það var byggt 1916 og gengur nú í endurnýjun lífdaga. „Ég hef alltaf verið heilluð af þessu húsi,“ segir hún og bætir við að það sé sem sniðið fyrir verk sín. „Skemmt- unin er að geta sýnt stór verk, það er svo spennandi,“ segir hún, en á sýn- ingunni eru meðal annars stórar kola- teikningar og grafíkmyndir yfirfærð- ar með ljósmyndatækni á álplötur. „Þetta eru í raun eftirmyndir af graf- íkverkum,“ áréttar hún. Ragnheiður var í fararbroddi ís- lenskra grafíklistamanna í áratugi en hefur einbeitt sér að kolateikningum undanfarin 30 ár. „Ég gerði síðustu grafíkmyndina 1998 og fékk gull- verðlaun fyrir á alþjóðlegri sýningu í Egyptalandi,“ rifjar hún upp. „Það var síðasta serían sem ég gerði,“ heldur hún áfram og leggur áherslu á að hún hafi alltaf þrykkt allt sjálf. Ásgrímur Jónsson myndlistar- maður og Ingvar Hannesson á Skip- um við Stokkseyri, móðurafi Ragn- heiðar, voru systrasynir. Hún segist fyrst hafa séð myndir eftir Ásgrím heima hjá afa og ömmu á Skipum og þótt mikið til koma. Það hafi ýtt undir myndlistaráhugann. „Ég byrjaði snemma að teikna eins og flestir krakkar og áhuginn óx með aldr- inum.“ Hún þakkar það ekki síst góð- um kennurum í Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Gunnari Vagnssyni og Skarphéðni Jóhannessyni. Opin augu Nokkrir myndlistarmenn stofnuðu félagið Íslenska grafík 1954 en það lognaðist fljótlega út af. Eftir að Ein- ar Hákonarson kom heim frá námi fékk hann Hörð Ágústsson, skóla- stjóra Handíðaskólans í Skipholti, til þess að innrétta verkstæði fyrir æt- ingar 1968. Ragnheiður segir að á námskeiðum þar hafi Einar hreinlega kveikt í nokkrum ungum myndlist- armönnum. „Ári seinna end- urreistum við Íslenska grafík undir hans forystu og við héldum fyrstu grafíksýningu okkar í Unuhúsi við Veghúsastíg 1970.“ Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú er Ragnheiður komin í höllina í Þingholtsstræti. „Þegar ég kom inn í þetta glæsilega hús vegna sýningarinnar breytti ég um þema,“ segir hún. „Ég fann tenginguna, hótel jörð. Hvað um okkur? Er ekki tími til kominn að við opnum augun og ger- um eitthvað. Það er orðið svo graf- alvarlegt mál hvernig allt er að fara á hvolf í heiminum. Allar þessar nátt- úruhamfarir, öll þessi reiði, öll þessi þjáning, öll þessi mótmæli og hryll- ingur. Ég gjörbreytti um stefnu.“ Síðasta myndin er frá fyrstu kola- teikningasýningu hennar 1990 og heitir „Síðasta blómið“. Við hlið henn- ar er eftirfarandi vísa eftir Ragnheiði með fyrrnefnt í huga: Þú vaknar að morgni – hvað vekur ugginn? Veraldarbröltið – eða var það skugginn – sem hvelfist um heiminn – hímir í horni – hrellir – boðar nýjustu spá – örfoka auðnir – elda – og vá. Of seint er að æpa og öskra út í tómið: „Var einhver – að drepa – síðasta blómið?“ „Með þessari vísu lýkur sýning- unni,“ segir listakonan. Síðasta blómið á hótel jörð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Villa Frida Myndlistarkonan Ragnheiður Jónsdóttir sýnir kolateikningar og grafíkmyndir á álplötum.  Sýningu Ragnheiðar Jónsdóttur í Villa Frida lýkur um helgina ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 svartur föstudagur hefst á morgun föstudag af völdum vörum Gildir á meðan birgðir endast litríkur 70% Sparadu allt ad- - rúmföt öll 35% Sparadu- matarstell passion 70% Sparadu- miklu meira ... og svo mottur allar 30% Sparadu- Handklæði öll 40% Sparadu- umage ljós öll 30% Sparadu- www.ilva.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.