Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Page 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Page 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2019 Leiftrandi skemmtilegir frumkvöðlar Myndin Vasulka áhrifin varfrumsýnd í Bíó Paradís ívikunni og geta nú Íslend- ingar fengið að kynnast þessum merku vídeólistamönnum, Íslend- ingnum Steinu og manni hennar, hinum tékkneska Woody Vasulka. Myndin hefur ver- ið fimm ár í vinnslu en hug- myndin kviknaði löngu fyrr. „Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Hrabba, var búin að þekkja Steinu Vasulka frá því hún nam kvikmyndagerð í San Francisco snemma á tíunda áratugnum. Það þekktu allir þarna Steinu og ákvað Hrabba þá einn góðan veðurdag að banka upp á hjá þeim hjónum. Upp frá því fylgdist hún með því sem þau voru að gera. Þau eru frumkvöðlar í vídeólist og voru með þeim fyrstu sem fóru að fikra sig áfram með þann miðil. Fljótlega kviknaði sú hugmynd hjá Hröbbu að gera um þau heimildarmynd,“ segir Margrét Jónasdóttir, framleiðandi myndar- innar. Hrafnhildur leikstýrir en myndin er framleidd af Sagafilm og Krumma Films. Í grasrótinni í New York Árið 2013, löngu eftir fyrstu heim- sóknina til Vasulka-hjónanna, var Hrafnhildur á ferð um Santa Fe og hitti þau þá aftur en á þeim tíma voru hjónin nánast gleymd og grafin listaheiminum. „Síminn var hættur að hringja og enginn vildi sýna verk þeirra lengur. Ég tók upp vélina og byrjaði að mynda,“ segir Hrafnhildur og þar með var boltinn farinn að rúlla. Árið 2015 fór hún til Margrétar hjá Sagafilm og kynnti fyrir henni hugmyndina að gera um þau heim- ildarmynd. „Ég þekkti þau ekkert, né list þeirra, en sá fljótt hversu merkileg þau voru. Þau höfðu unnið með gras- rótinni í New York snemma á átt- unda áratugnum. Þau stofnuðu lista- gallerí sem heitir The Kitchen árið 1971 í gömlu yfirgefnu hóteli á Mer- cer Street í New York þar sem þau sýndu verk sín. The Kitchen er enn starfrækt og þar hafa margir þekkt- ustu listamenn heims stigið fyrstu skref sín með verk sín, eins og Philip Glass, Brian Eno, meðlimir Talking Heads, Robert Mapplethorpe, Lau- rie Anderson og Cindy Sherman,“ segir Margrét. „Þau þekktu Andy Warhol og mynduðu hann. Í upphafi var Steina fiðluleikari og Woody kvikmynda- gerðarmaður en Steina var að æfa sig á kameruna og æfði sig mest í mjög óvenjulegu leikhúsi sem hét La Mama, the Theatre of the Ridicul- ous. Þar voru helstu klæðskiptingar New York-borgar að æfa sig og þar myndaði hún heilmikið. Svo gerðu þau heilmiklar tilraunir í vídeólist- inni á þessum tíma,“ segir hún. „Þau eru ekki bara frumkvöðlar í list heldur alveg leiftrandi skemmti- leg og miklir húmoristar. Og svaka- lega skapandi og hugmyndarík.“ Ásókn helstu listasafna Þegar Hrafnhildur byrjar á mynd- inni eru hjónin að skoða lífsverk sitt og velta fyrir sér hvað þau ættu að gera við það. Mikið efni var til en þau hjón höfðu geymt allt sem þau höfðu gert á yfir hálfri öld. „En á meðan við erum að mynda, á þessum fimm árum, eru þau endur- uppgötvuð af listaheiminum,“ segir Margrét og segir þau loks, á gamals aldri, hafa fengið sér umboðsmann en Kristín Scheving, Listasafn Ís- lands og Berg Contemporary tóku þau upp á sína arma. „Nöfn þeirra fóru að birtast í listatímaritum og á sölusýningum víða um heim og áhugi vaknaði á þeim á ný. Nú bítast öll stærstu söfn heimsins um að eiga verk eftir þau og fjárhagsáhyggjum þeirra hefur eitthvað létt. MoMA og Tate hafa meðal annars hug á því að eignast verk eftir þau,“ segir hún. „Þau eru svo langt á undan samtíð sinni að listasöfnin eru fyrst núna að skilja hvað þau voru að gera. Það er allt í einu núna mikil ásókn í verkin þeirra.“ Bónorð við fyrstu kynni Myndin er unnin upp úr um þúsund klukkustundum af myndefni sem komu úr einkasafni Vasulka- hjónanna, þar sem meðal annars mátti finna áður óséð myndefni af Andy Warhol, Jimi Hendrix, Miles Davis, Jethro Tull, Jackie Curtis, Candy Darling, Patti Smith og fleir- um. „Nú hafa öll verk þeirra verið flutt yfir á stafrænt form en þau áttu líka svo mikið myndefni úr partíum og frá daglega lífinu, auk vídeólista- verkanna. Hrafnhildur kom heim með um þúsund klukkustundir af myndefni sem við réttum Jakobi Halldórssyni klippara. Hann var um ellefu mánuði að vinna úr þessu og er afraksturinn 85 mínútna kvikmynd. Myndin er fyrst og fremst saga Steinu og Woody en í myndinni er farið yfir þeirra feril allt frá því þau hittast árið 1959 í Prag í Tékkó- slóvakíu sem þá hét, og til dagsins í dag. Tékkóslóvakía var þá undir kommúnistastjórn,“ segir Margrét. „Í listaskóla í Prag voru þau kynnt fyrir hvort öðru á göngum skólans. Það fyrsta sem Woody segir við hana er: „Viltu giftast mér og koma mér út úr þessu landi?“ Hún svarar strax: „Já, ef þú gerir við vespuna mína.“ Og þau bara giftust og þar með var örlagaþráðurinn spunninn.“ Steina og Woody Vasulka hafa verið uppgötvuð á ný og bítast listasöfn heims um að eignast verk eftir þau. Ljósmynd/Úr einkasafni Vasulka áhrifin, eða The Vasulka Effect, er ný íslensk heimilda- mynd um vídeólista- mennina og hjónin Steinu og Woody Va- sulka. Myndin tvinnar saman líf og list þessara heimsfrægu og óvenju- legu listamanna. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Steina og Woody Vasulka eru brautryðjendur í vídeólist á heimsvísu. Þau eru bæði ís- lenskir ríkisborgarar en hafa verið búsett um árabil í Banda- ríkjunum. Snemma á áttunda áratugnum bjuggu þau í New York og tóku virkan þátt í þró- un hinnar alþjóðlegu vídeóbylt- ingar. Árið 1971 stofnuðu þau The Kitchen í Greenwich Vil- lage, á Manhattan, þekktustu og virtustu margmiðlunar- miðstöð veraldar. Þau bjuggu um skeið í Buffalo, þar sem þau gegndu prófessorsstöðu í prakt- ískum margmiðlunarfræðum. Árið 1980 fluttu þau suður til Santa Fe í Nýju-Mexíkó, þar sem þau búa enn og starfa. Þann 16. október 2014 var Va- sulka stofa opnuð í Listasafni Ís- lands. List þeirra hefur nýlega verið enduruppgötvuð og hafa stór listasöfn sýnt þeim áhuga. Steina og Woody á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Margrét Jónasdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.