Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Qupperneq 6
Árni Sæberg VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2019 Það hefur svo margt breyst á Íslandisíðustu áratugina að manni hættir tilað gleyma hvernig hlutir voru. Það er eins og samfélagið hafi alltaf verið nokk- urn veginn svona og flestir hafi lifað í sátt og samlyndi. Tíminn hefur líka tilhneigingu til að græða sár og fá okkur til að gleyma. Þess vegna ættu allir að horfa á þættina Svona fólk sem Hrafnhildur Gunnarsdóttir gerði og sýndir hafa verið á RÚV síðustu vikur. Þeir segja merkilega sögu baráttu fólks fyrir mannréttindum og glímu við for- dóma og hatur. Þeir eru þörf áminning um margt. Til dæmis að viðhorf okkar tíma séu ekki endilega alltaf rétt og að við þurfum að vera með þau í stanslausri endurskoðun. Það var sérstaklega áhrifaríkt að horfa á þriðja þáttinn: Pláguna, sem lýsti stöðunni þegar alnæmi kom upp. Það er sennilega hollt að velta því fyrir sér hver viðbrögðin hefðu verið ef þetta hefði lagst á einhvern annan þjóðfélagshóp. Þessi plága gerði það þó að verkum að það var ekki lengur hægt að horfa framhjá því að á Íslandi væri stór hópur samkynhneigðs fólks. Það er líka mögulega erfitt fyrir þá sem yngri eru að trúa því að það séu ekki svo mörg ár síðan samkynhneigðir þurftu að búa í felum og leyna tilfinningum sínum. Eyða jafnvel allri ævinni í einhvers konar skáp til að forðast fyrirlitningu samborgara sinna og mögulega fá að halda vinnunni. Það eru heldur ekki nema nokkur ár síð- an sú regla var sett að prestar hefðu „sam- viskufrelsi“ til að neita því að gefa fólk af sama kyni saman. Af því að mögulega stríddi það gegn trú þeirra manna sem valið hafa sér það starf að boða kærleika og blessun. Það þarf ekki að fara mörg ár aftur í tím- ann til að sjá orð á borð við „kynvillingar“ í íslenskum fjölmiðlum. Það þótti líka bara fullkomlega eðlilegt að taka viðtöl við menn í sértrúarsöfnuðum, eða jafnvel þjóðkirkj- unni, sem gátu ekki notað neitt annað orð til að reyna að niðurlægja fólk. Tryggja að það færi ekki framhjá þessu fólki að það væri óeðlilegt og ekki guði sæmandi. Það væri öfuguggar og ætti ekki að monta sig af þessu óeðli í skrúðgöngum. Svo gerðist það í vikunni að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, bað samkyn- hneigða afsökunar. Það tók öll þessi ár. Og það er varla hægt að segja að sú afsök- unarbeiðni hafi verið flutt af mikilli ákefð eða sannfæringu. „Ég get alveg beðið fólk afsökunar á því að kirkjan hafi komið svona fram og sært fólk og valdið þeim bæði sársauka og vandræðum og erfiðleikum. Ég er fús til þess að biðjast afsökunar á því.“ Þetta gerð- ist í sömu viku og biskupinn útskýrði minnkandi traust til þjóðkirkjunnar sem „siðrof“ sem mætti rekja til þess að minni áhersla væri lögð á biblíusögur í skólunum núna. En gæti ekki verið að framkoma þjóðkirkjunnar sjálfrar, í málum á borð við samkynhneigð, hefði haft sitt að segja? Breytt viðhorf okkar hafa kannski orðið til þess að við lítum þessa framkomu öðrum augum en við gerðum og finnst kirkjan mögulega ekki alveg hafa unnið fyrir neinu sérstöku trausti? Agnes má þó eiga það að hún baðst af- sökunar fyrir hönd kirkjunnar. Það eru hins vegar margir fleiri í hennar stétt og víðar í samfélaginu sem mættu mögulega líta í eig- in barm og velta því aðeins fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að gera slíkt hið sama. ’Það eru heldur ekki nemanokkur ár síðan sú reglavar sett að prestar hefðu „sam-viskufrelsi“ til að neita því að gefa fólk af sama kyni saman. Af því að mögulega stríddi það gegn trú þeirra manna sem valið hafa sér það starf að boða kærleika og blessun. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Samviskubit þjóðar TÆKNI FYRIR H ATVINNUMANNSIN EI ILI www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi LauraStar er létt og meðfærilegt og þú ert fljótari að strauja en nokkru sinni fyrr. VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva og Apple tölva Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.