Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Síða 8
Elsku Fiskurinn minn, þú ert að sjá lífið í svo góðu ljósi, ert að sýna svo mörgum þolinmæði, umhyggju og heilun að þú ert eins og engill eða kennari hér á jörð- inni. Að sjálfsögðu bera tilfinningarnar þig stundum ofurliði og þér líður eins og þú hafir ekki stjórn á neinu, en þá eins og á augabragði getur allt breyst. Þú ert að fara inn í ævintýralegt tímabil og þarft að sýna þakklæti fyrir það sem þú hefur, það eru svo marg- ir að skoða þig og spekúlera í þér, sem þér gæti fundist pínulítið óþægilegt. Ástartíðnin þín er mjög tær, þú finnur að þú hefur svo mikið að gefa og getur elskað ótakmarkað. Ég hef sagt það áður við þig að það er harðbannað að sitja í aftursætinu á farartækinu þínu, þú þarft að sitja fram í og stýra sjálfur, þannig nærðu bestum árangri. Þetta þýðir ekki þú þurfir að stjórna öllu í kringum þig, heldur ert þú sjálfur farartækið og því þarf að stjórna. Allt er að ganga vel hjá þér og ganga upp og það eina sem getur drepið þig er eitraðar hugsanir sem þú býrð til sjálfur; umhyggja, næmni og óeigingirni munu kveikja ljós fyrir þig í myrkrinu og það er svo mikilvægt þú notir tónlist og annan fjölbreytileika sem teng- ist list eða einhvers konar upplifun, til dæmis er það list að vera kokkur, hafa góða út- varpsrödd eða skipuleggja heimilið. Þú verður akkúrat á þeirri tíðni eða í þeirri orku á næstunni sem þú vilt vera, svo nýttu þér sköpunargáfu þína út í ystu æsar og vertu eins frumlegur og þér einum er lagið. Fiskar | 19. FEBRÚAR 20. MARS Nýttu sköpunargáfuna Elsku Hrúturinn minn, það er búin að vera mikil spennuafstaða í orkunni þinni síðastliðinn mánuð og stundum hefur þér fundist þér líða svo afskaplega vel, en líka al- veg ömurlega, svo þú verður hjartað mitt að vera meðvitaður um litlu hlutina og lifa í mínút- unni, því hugur þinn hefur verið á ljóshraða og allt einhvern veginn að gerast í einu. Þú ert að taka mjúka lendingu og tekur miklu sterkar á móti hinu góða í nóvember, svolítið eins og þú fáir extra ró, setjir meira traust út í alheiminn og á annað fólk og þetta reddast verður uppáhaldssetningin þín, því það er nákvæmlega það sem mun gerast. Þú ert að bíða eftir einhvers konar niðurstöðum eða pappírum sem innihalda svör og þetta er allt á leiðinni til þín. Þegar þér finnst sérstaklega allt vera komið í einhvern haug, þá hverfur sá haugur á svip- stundu og þú nærð að halda þessari góðu ró. Krafturinn í lífi þínu verður mikill og þótt þú hafir sterkar og miklar skoðanir skaltu frekar nota orð þín til að hrósa en að hrekkja. Þú ert svo orðheppinn, elskan mín, og það sem þú setur út í alheiminn þennan mánuðinn kemur til baka til þín margfalt eins og búmerang. Þú skalt alls ekki vorkenna þér yfir neinu, því þú ert að fá stórar gjafir og dásamlegan styrk sem tengist vinnu, verkefnum eða bara lífinu. Leggðu þig allan fram við að vera róm- antískur, hvort sem þú ert í sambandi eða vilt bara heilla einhvern upp úr skónum, því það mun svo sannarlega takast ef þú gefur þeim sem þú elskar tvöfalt meiri tíma, því tíminn er það verðmætasta sem þú átt og gefur. Þú ert á fljúgandi uppleið í lífi þínu, taktu vel eftir kraftaverkunum sem eru að gerast allt í kringum þig. Hrúturinn | 21. MARS 20. APRÍL Á fljúgandi uppleið 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2019 Elsku Sporðdrekinn minn, þú ert að fara inn á merkasta tíma ársins því þetta er þinn afmælismánuður, svo það verður mikið af tilfinningum, upphafi og endalokum rétt eins og áramótin gefa okkur. Þú munt hugsa um það sem þú vilt sleppa úr lífi þínu og skoða vel hvað þú vilt opna fyrir á þessum lífsáramótum þínum. Þú hefur afl til að hreinsa til í kringum þig og henda því út sem hefur verið að sliga þig. Það verður mikið að gerast á þessum tíma sem þú ert að skauta inn í og nú er mikilvægt að þú ákveðir að einfalda líf þitt, og það verður líka það sem þú gerir. Að sjálfsögðu þarftu í þessu ferli að horfast í augu við það sem þér finnst hindra þig, þarft að vita hver ertu og hvað viltu? Því að lífsorkan og Alheimurinn þarf að skilja og skynja hvað þú vilt til þess að geta fært þér það. Þessi merkilegi mánuður mun hrista þig og hressa við, þú tengir þig betur við gamla vini og ferð einhvern veginn aftur til fortíðar og einfaldleikans. Þú skynjar betur hvað skiptir máli og hvað ekki og munt sjá að það er fólk sem er aðalatriðið og einlægni er svarið við öllu, svo ef þér líður illa þarf fólk að vita það og þannig skilur það þig betur. Ástin verður logandi heit í þessum mánuði því að fullt tungl í Nautinu er á döfinni og þar tengist hinn fagri Venus, sem getur líka leitt til uppgjörs, en þú þarft svo sannarlega vita hvað þú vilt, því hamingjan býr heima hjá þér. SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 22. NÓVEMBER Einlægni svarið við öllu Elsku Steingeitin mín, haltu bara ótrauð áfram á þinni göngu því velgengnin er allt í kringum þig. Þú þolir ekki að þurfa að treysta á aðra og vilt svo sannarlega hafa fjár- hagslegt afl og vald til þess að sjá um þá hluti sem þarf og þess vegna þarftu að nota og nýta þér hugrekki þitt og finna leið sem samt blasir við þér, til þess að afla og hækka peninga- orkuna, sem er jú bara orka sem þú átt skilið. Þú munt vakna einn morguninn og vita hvernig þú ferð að þessu og hittir einnig fólk sem mun koma með eins konar skilaboð til þín og þeir eru eins englar í dulargervi, svo taktu bet- ur eftir þessum stundum dulbúnu merkjum. Þú ert að skapa þér mikinn og góðan frama með hverju skrefi sem þú tekur, ekki vera neitt hrædd við það þótt einhver sé að pota í þig með leiðindi og stjórnsemi gagnvart þér, reyndu bara að hugsa sem minnst um það og haltu áfram á þinni braut. Margir eru að skipta um heimili eða skoða nýjar staðsetningar í lífi sínu og það er eins og þú hafir kraft til að gera margt og með kjarki þínum og dugnaði áttu eftir að hafa svo mikil áhrif á umhverfi þitt og aðra, því með orðum þínum og sjálfstæðum skoðunum heillarðu fólk með þér. Þú skalt efla kraftinn sem tengir þig ástinni, eiga frumkvæði, taka áhættu og ef ástin er nú þegar í lífi þínu þarftu að gera meira en þú gerir nú þegar. Þú ert svo mikið mikilvægari en þú sérð sjálf og ert að fá persónulegan ávinning sem eflir karakter þinn og fær þig til að framkvæma, klára og sigra! STEINGEITIN | 21. DESEMBER 19. JANÚAR Haltu áfram á þinni braut Elsku Bogmaðurinn minn, þú hefur sterka köllun í lífi þínu og til þess að sjá næstu skref þarftu bara að dekra við sjálfstraustið og ef þú skoðar það orð þýðir það að sjálf- sögðu að treysta sjálfum sér. Þú átt eftir að njóta þess svo sannarlega að prófa nýja hluti, kynnast öðru fólki og nýju umhverfi. Það er svo margt að banka hjá þér og þú verður sjálfur að fara til dyra og opna fyrir lífið, þú fæddist hér á jörðu til þess að hafa gaman og það er köllun þín. Húmor þinn og hömluleysi gefur þér kjark til að koma þér úr hvaða aðstæðum sem er og inn í nýjar og betri tengingar. Það er mikill undirbúningur og spenna fyrir þessum dásamlega vetri og þú finnur að þú ert að eflast og tekur hverja áskorunina á fætur annarri. Og þú átt eftir að virkja bæði líkama og sál og færð kraft til að búa til hina bestu útgáfu af þér. Það eru margir sem stóla á þig, að þú reddir og bjargir hlutunum, láttu það ekki pirra þig heldur gerðu frekar aðeins meira en þú þarft fyrir aðra því í því er miklu meiri gróði fólginn en þú sérð í augnablikinu, svo haltu því ótrauður áfram. Nóvember, desember og janúar eru þínir mögnuðustu mánuðir og þau verkefni sem þú ert nú þegar byrjaður á eða ert að fara að byrja á munu eflast og dafna þótt þú sjáir kannski ekki útkomuna alveg strax en þú sérð tilganginn skýrt á næstu 90 dögum. Í ástinni eru margir að finna maka sinn, þú þarft bara að vita að ástin á að vera auðveld og á að smella saman á hárréttum tíma og þú ert trygglyndur og trúr í ástarsamböndum, en hættu alveg að nöldra og þá mun ástin gera líf þitt betra. BOGMAÐURINN | 23. NÓVEMBER 20. DESEMBER Með sterka köllun Elsku Vatnsberinn minn, það er einhvern veginn allt að gerast, þú ert með opnar rásir og tilfinningarnar streyma í allar áttir. Það er mikil spenna í vinnunni og það er eins og þú getir andað að þér hátíðni sem jafnvel gæti gert þig stressaðan. Þú verður samt að vita að þú vinnur best undir álagi og elskar í raun að vera í eldlín- unni vegna þess að hugur þinn er svo bráðskarpur og þér leiðist lognmolla. Það er visst vinnufrelsi hjá þér og þú getur valið að vinna töluvert sjálfstætt og hafa skapandi og sterkar skoðanir um lífsbrautina. Ástin er í öllum hornum en þér líður best að hafa öryggi, svo passaðu þig á eldinum sem tengist ástríðum því hann gæti brennt þig. Það getur verið gott að segja bara fyrirgefðu og þú verður að ná að tengja hið and- lega við það veraldlega og elska það sem gefur þér frelsi og vængi til að fljúga eins og fuglinn. Þú átt eftir að sýna mikinn heiðarleika og styrk sem nærir sál þína og í því muntu finna mikla hamingju og hugarró. Ekki taka tilboðum sem virðast fölsk eða lofa of góðu, því ef það sem býðst þér virðist of gott til að vera satt er það oftast lygi. Láttu enga óþolinmæði pirra þig þótt þér finnst ekki það sem þú vilt gerast á réttum tíma því að markmiðin þín verða að veruleika næsta mánuðinn og þú ert með hjarta úr gulli og anda úr stáli. VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR Ástin í öllum hornum Nóvember

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.