Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2019 Elsku Nautið mitt, þetta verður svo dásamlegur tími til að tjá skoðanir þínar og láta ljós þitt skína, auðvitað eru ekki allir sammála því sem þú hefur til málanna að leggja og þar af leiðandi er þín eina hindrun að láta skoðanir eða álit annarra stoppa þig. Að sjálfsögðu þarftu stundum að líta í spegilinn og tala við þig augliti til auglitis, en tal- aðu þig upp og talaðu þig til því þú ert að hlusta svo sterkt á sjálfið og sjálfan þig núna. Þú ert náttúrulega eina manneskjan sem þú getur ekki skilið við, þú getur skilið við ástina, vinnuna eða fjölskylduna, en þú vaknar og sofnar með sjálfum þér alla ævi. Það er bein leið fyrir framan þig og þú færð mjög skýra sýn á hvernig þú vilt raða lífs- sögu þinni saman, láttu það ekki hafa áhrif á þig þó þú dettir stöku sinnum niður í þreytu- köst eða andleysi því það virðist samt vera eitthvað sem þú þarft að breyta eða gera fyrir þig til þess að fá jafnari styrk. Þetta er eitthvað sem er svo beint fyrir framan þig og það er svo lítið sem þú þarft að breyta til að halda styrknum, jafnvel eitthvað svo einfalt eins og þú þurfir bara að drekka meira vatn. Innsæi þitt verður svo opin orka að þú munt finna á þér eins og þú værir spá- maður, sem þú ert, nákvæmlega hvað þú átt að gera í sambandi við sjálfan þig og aðra. Það verður fullt tungl í Nautsmerkinu 12. nóvember, sem er mögnuð orka hins milda og fagra Venusar yfir þessu tímabili sem færir þér gjafir ástarinnar og dregur fram ástríður og fegurð, en ekki hugsa um fortíðina né velta þér upp úr hinu gamla, því það er svo sann- arlega búið og núna er núið. NAUTIÐ | 21. APRÍL 20. MAÍ Núna er núið Elsku Krabbinn minn, það eru kaflaskipti í lífi þínu; þú getur klappað þér á bak- ið og sagt við sjálfan þig að þú sért búinn að vera ansi duglegur því það er eitthvað svo margt sem þú getur verið þakklátur fyrir að hafa stigið skrefi lengra en þú þorðir og tekið áhættu. Þú átt eftir að láta svo margt eftir þig liggja og það eru enn að bætast við huga þinn ný markmið og nýir kaflar í þessari metsölubók sem lífið er, en þú þarft að byggja þig upp eins og sért fyrir- tæki, sem þú svo sannarlega ert. Síbreytilegir og spennandi möguleikar eru að koma inn í líf þitt og það eina sem þú þarft að hafa á hreinu er að þú verður að hafa ákveðið rými og passa upp á sjálfan þig. Það eru að verða svo miklu meiri gæði í lífi þínu og því sem þú elskar og þú nærð þessum merka árangri að leiðrétta kjör þín og koma öllu í betra jafnvægi. Þér verður boðið í mörg merkileg partí eða samkomur og þú verður einhvern veginn miðpunktur athyglinnar, leyfðu þér að finnast það skemmtilegt, því þú átt það svo sannarlega skilið. Þú ert á hraðbraut og getur ekki alveg stjórnað hversu hratt þú ferð, svo þú þarft að skoða á hvaða hraða umferðin er, en slakaðu bara á og leyfðu því að gerast sem gerist. Það er svolítið skemmtileg stjórnsemi í þér og það er fallegt orð, því ef enginn stjórnar gerist ekki neitt, en þú þarft að sleppa tökunum á sumu og bara treysta.is. Það býr í þér svo flottur sál- fræðingur og þú ert eins og ráðagóði róbótinn en gleymir sjálfur að fara eftir eigin ráðum. Sýndu ástina meira í orðum en bara í formi athafna og gjafa, vertu svolítið á tánum, elskaðu hvað þú ert orðheppinn og eldsnöggur að fatta hvað þú eigir að gera, því þú átt eftir að hlæja, elska meira og meta allt lífið betur og betur og eins og þú sjáir að þú sért að sigla inn í farsæla höfn. KRABBINN | 21. JÚNÍ 20. JÚLÍ Miðpunktur athyglinnar Elsku Tvíburinn minn, hjá þér er að myndast svo sterkur kraftur og sannar tilfinningar að það er eins og þú hafir náð í skottið á þér, þú skilur sjálfan þig betur og þar með treystir þú öðrum af heilum hug og hugrekki og munt svo sérstaklega átta þig á því hvað lífið er að segja þér. Þú ávinnur þér virðingu og vinsældir með einlægni og fordómalausum orðum og mikilli mildi. Á þessu tímabili sem þú ert að fara inn í mun þér líða svo vel andlega, þú lýkur því sem þú þarft að og finnst eins og þú sért frjáls frá leiðindaálagi. Þú hefur svo miklu sterkari stjórn á því sem er að gerast, en ert ekkert að hlaupa á undan þér eins og þú getur átt til. Það er að bætast í og þróast svo sterk ást, hvort sem það býður upp á það að þú sért að verða ástfanginn eða þú sjáir betur að þú sért ástfanginn. Það eina sem getur truflað þessa tíðni er stress eða ótti, það er nú ansi lítið orð og þú átt ekki að láta það orð verða að steini í götu þinni til þess að taka á móti fegurð og að njóta. Það eru að opnast fyrir þér möguleikar á breytingum og nýjum kafla í lífi þínu, þótt það sé ekki akkúrat að gerast í þessum mánuði er samt rosalega merkilegt afl að færa þér nýja og betri von og sterkari möguleika til að efla það sem þig langar til, þetta fer fram úr björtustu vonum þínum. Að sjálfsögðu er alls konar að gerast í fjölskyldu þinni og í kringum þig sem getur haft lamandi áhyggjur, en um þetta getur þú engu breytt, svo hættu að fylla huga þinn af þannig áhyggjum sem bara draga þig niður. Það lenda allir að lokum á fótunum og þess vegna skaltu ekki eyða mínútu í óþarfa áhyggjur, þú finnur og veist að þú ert sigurvegari. TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ Fram úr björtustu vonum Elsku Ljónið mitt, þú ert að hafa áhrif á svo marga með einhverri nýtilkominni bjartsýni eða kannski hefur þessi bjartsýni alltaf verið til staðar, en þú svo sannarlega nýtir þér og notar svo margt í þessum sterka bjartsýnisanda sem þú fyllist af. Það er nefnilega fátt merki- legra en bjartsýni, því þegar þú sérð það fyrir þér að allt muni enda vel, sama hvað það er, þá ertu að senda þá orku út í alheiminn og hann hjálpar þér að láta það rætast. Þú ert með eins magnaðar rætur og Snæfellsjökullinn og hann er einn af fáum orkustöðvum í heiminum sem eru magnari alls, en hann getur líka magnað upp neikvæðni. Svo yfir þennan mán- uð er það orðið bjartsýni sem breyta mun þínum högum, gerðu hlutina strax, gerðu þá bara núna því það er enginn annar tími til hvort sem er. Það er mjög algengt að þér finnist þú vera kominn á ystu nöf, en akkúrat þá vaknar þitt rétta eðli og sjálfsbjargarkrafturinn til að sperra sig upp og hrista makkann. Góðir samningar, eða gömul loforð sem þú hefur gefið eða þér verið gefin verða efnd og gengið verður frá málunum. En þú skalt alls ekki loka þig af og einangra þig, því þar kemst ljós bjartsýninnar ekki að. Þú átt eftir að fá mörg verkefni, eða finna út hvernig þú færð meiri fjármuni, í því gætu þessir samningar verið fólgnir. Þú skalt samt sem áður alveg sleppa því að láta þig vaða inn einhverja ástartengingu sem þú hefur margoft fundið á þér í huganum að sé vitleysa, en það kemur stundum fyrir elsku Ljónið mitt að þú fáir þráhyggju fyrir einhverju eða einhverjum, en þráhyggja er ekkert tengd ástinni. Þú verður ánægður með útkomu sem tengist heilsu þinni og vellíðan og þegar þú skilur og skynjar þetta sérðu ástina skýrar í hverju sem hún gæti verið fólgin. LJÓNIÐ | 21. JÚLÍ 21. ÁGÚST Gerðu hlutina strax Tímabil gleði og hamingju er að hefjast hjá þér. Elsku Vogin mín, þú ert að fara í bjarta og góða tíma, þótt örli á því að þú hafir áhyggjur af afkomu þinni, og að sjálfsögðu viltu vera bara kvíðalaus og hafa eng- ar áhyggjur, en þvílíkt leiðindalíf væri það nú? Það er svo margt að breytast og verða svo miklu betra og þú ert með marga verndarengla í kringum þig, því þú kemur þér alltaf út úr öllum klípum. Þú finnur að þú ert sterkari og öruggari í því sem þú ert að vinna að og ert að finna fleiri sálufélaga og svo magnaður andi er að koma yfir persónur í kringum þig, svo magn- aður að þú verður hissa á því hvernig þetta raðast saman. Þú átt eftir að sveiflast á ljóshraða en samt fer það í taugarnar á þér að þú ljúkir ekki öllu sem fyrir þig er lagt og ert með töluvert af fullkomnunaráráttu, sem er svo fallegt orð og ég öfunda þig af. Stilltu huga þinn á þau verkefni sem þú elskar, settu tvö af þeim í efsta sæti, hvort sem það er fjölskyldan, vinnan eða annað, og leyfðu öllu öðru að vera aukaatriði. Þú átt eftir að ferðast töluvert og lenda í hressandi ævintýrum, þú elskar náttúruna, fjöllin og ævintýrin og ert akkúrat að fara inn í þá tíma þegar þú tekur þessi tækifæri sem að þér eru rétt og þú skipuleggur enn fleiri ævintýri. Ástin er aðalatriðið í lífinu þínu og þú hefur þá útgeislun að geta náð þér í hvaða ástar- gyðju eða goð sem þú kærir þig um, notaðu þessa útgeislun og kraft til að laða til þín það sem þú hefur verið að hugsa um. Ástarplánetan Venus heldur bókstaflega í höndina á þér, en svo er það þitt að skilja og meta hvað ást er. VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER Með marga verndarengla Elsku Meyjan mín, þú ert með öll réttu spilin á hendi, hefur styrk og stað- festu til að framkvæma það sem hugur þinn býður þér, en núna þarftu að velja öryggi og setja blessaða skynsemina í efsta sætið. Þetta getur hljómað eins og að vera í excel eða setja sig í ramma, sem er líka akkúrat það sem orkan þín þarf núna, hafa venjur, skapa sér reglusemi og standa alveg kyrr í smástund og sjá að þú ert á dásamlegum stað. Þú þarft einhvern veginn að anda þig inn í jafnvægið og friðarorkuna og súrefni er líka það mikilvægasta sem til er, svo þú skalt leyfa þér að taka inn nóg súrefni og vera bara al- veg róleg, því smátt og smátt eða hratt og örugglega er allt að verða tærara í kringum þig. Þér mun líða svo vel á heimili þínu hvar svo sem það er eða hvort það eru að koma breytingar, sérstaða þín í svo mörgu er að eflast og fólkið í kringum þig mun finna að andi þinn, útlit og hugur hafa breyst. Þú ert að fara inn í svo góða líðan og ert á stoppistöð, lestin er að koma og þú ert með hárréttan skiptimiða fyrir þetta ferðalag. Þú finnur svo skýrt að þú ert með tökin á því sem vantaði upp á, sérð fólk sem áður fór mikið í taugarnar á þér í öðru ljósi og í þessum aðstæðum verður þú sterkari og enginn getur dregið þig niður. Hver mánuður sem eftir er af þessu ári sýnir þér hvers þú ert megnug og þarna kemurðu elskan mín bæði þér og öðrum á óvart, það er líka eins og and- rúmsloftið sé þannig að þú getir bæði slökkt á tilfinningalegum tengslum eða margfaldað þau. Orkan þín verður töfrum líkust þegar líða tekur á þennan spennandi vetur og margt sem þú hræddist að myndi kæfa þig verður að einhverju sem þú verður stolt af! MEYJAN | 22. ÁGÚST 22. SEPTEMBER Með réttu spilin á hendi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.