Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Qupperneq 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Qupperneq 13
3.11. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 an málefnin sitja á hakanum. Fyrir vikið er ástandið ekki gott; þetta er meira en bara hefðbundnar pólitískar skærur, það fylgir þessu meiri óhugnaður.“ Slétt ár er nú í næstu forsetakosningar og eins og leikar standa telur Ólafur Trump eiga góða möguleika á endurkjöri. „Demókratar þurfa að gæta sín, þeir eiga á stórhættu að tapa kosningunum, sérstaklega ef þeir tefla fram Elizabeth Warren eða Bernie Sanders. Það eru þrír hópar sem þeir þurfa að ná á sitt band; millistéttarflökkukjósendur á flokka- grensunni, hvíti verkalýðurinn, sem Trump tók síðast, og blökkufólkið, sem Hillary Clin- ton náði ekki á kjörstað 2016. Joe Biden er lík- legastur til að ná til þessara hópa en á móti kemur að hann hefur rekið mjög slappa kosn- ingabaráttu til þessa. Biden flutti ræðu þegar elsti sonur minn útskrifaðist úr Yale fyrir fimm árum og náði þá mjög vel til unga fólks- ins, eins var hann frábær í kappræðum þegar hann var varaforseti Obama. Honum virðist af einhverjum ástæðum hafa farið aftur.“ Kann að draga kastljósið að sér Spurður hvort hann sjái aðra frambjóðendur eiga möguleika nefnir Ólafur helst Pete Buttigieg. „Hann stendur fyrir gildi sem eiga er- indi og hefur verið að sækja í sig veðrið, stóð sig til dæmis vel í seinustu kappræðum. Ég veit hins vegar ekki hvort Bandaríkjamenn eru tilbúnir að gera samkynhneigðan mann að forseta.“ Hann segir það enn fremur há demókrötum að þeir séu enn að vanmeta Trump. „Hvað sem um hann má segja er hann mjög slyngur áróð- ursmeistari og kann að draga kastljósið að sér.“ En nóg um Donald Trump og aftur að Ólafi Jóhanni. Eftir meira en þrjá áratugi í eldlínu viðskiptanna í Bandaríkjunum, fyrst hjá Sony og síðan Time Warner, þar sem hann var lengi aðstoðarforstjóri, yfirgaf hann síðarnefnda fyrirtækið eftir að stærsta fjarskiptafyrirtæki heims, AT&T, tók það yfir í fyrra og nafninu var breytt í WarnerMedia. Hvað hefur hann verið að sýsla síðan? Búinn að vera atvinnulaus „Ég er búinn að vera atvinnulaus,“ svarar Ólafur og glottir í kampinn. „Eins og tíðkast skrifaði ég undir samning þess efnis að ég myndi ekki ráða mig til samkeppnisaðila í eitt og hálft ár og sá tími rann nýlega út. Ég get því farið að líta í kringum mig. Satt best segja er ég þó hvorki kominn með fiðring né frá- hvarfseinkenni og konan mín segir að ég hafi aldrei haft meira að gera en undanfarna mán- uði. Ég slysaðist inn í þennan bransa árið 1986, er með gráðu í eðlisfræði og ætlaði aldrei út í viðskipti, en hafði alltaf mjög gaman af því sem ég var að gera og starfið var aldrei kvöð, ann- ars hefði ég verið löngu hættur. Ég held líka að ég hafi höndlað álagið ágætlega. Það þýðir ekki að vera með neitt kæruleysi þegar maður ber ábyrgð á velferð tugþúsunda starfsmanna, að ekki sé talað um ábyrgðina gagnvart eig- endunum, sem einkum voru lífeyrissjóðirnir. Svona starf krefur mann um mikla orku og við þessar breytingar á eignarhaldi fyrirtækisins fannst mér upplagt að láta staðar numið og taka mér umþóttunartíma. Hvort það verður að eilífu á eftir að koma í ljós.“ Hann brosir. Þegar frekar er á Ólaf gengið viðurkennir hann að ólíklegt sé að hann taki að sér sambæri- legt starf og hann gegndi hjá Time Warner. „Það breytir ekki því að ég hef mikinn áhuga á þessum bransa, fjölmiðlum og afþreyingariðn- aði, og hef þegar fengið tilboð og fyrirspurnir. Ég ætla hins vegar að gefa mér góðan tíma til að velta þessu fyrir mér enda liggur ekkert á. Ég kann ágætlega við að geta stjórnað mínum eigin tíma og síma og hef notið þess að þurfa ekki að dansa eftir öðru lagi en mínu eigin. Það er til dæmis afskaplega notalegt að setjast bara niður á kaffihúsi á miðjum degi – og velta vöngum.“ Það er heldur ekki eins og hann sitji auðum höndum. Allan starfsferil sinn hefur Ólafur gefið sér tvo til þrjá tíma á morgnana til að skrifa, áður en fullur vinnudagur tók við á skrifstofunni. Nú getur hann skrifað í róleg- heitum lengur á morgnana og kann því alls ekki illa. „Núna get ég líka fylgt skrifunum betur eftir; ætli ég skuldi útgefendum mínum það ekki? Sakramentið er til dæmis að koma út í Bandaríkjunum núna í desember. Bókin hef- ur verið að fá prýðilega dóma, auk þess sem bóksalar hafa áform um að vekja sérstaka at- hygli á henni, eins og þeir gera jafnan við valda titla. Ég hlakka til að fylgja útgáfunni eftir.“ Atvinnumaður í fótbolta? Það má heldur ekki gleyma hobbíi allra hobbía. „Ég hef spilað innanhússfótbolta þrisvar sinn- um í viku með félögum mínum í meira en tvo áratugi. Núna get ég hæglega verið upp undir tvo tíma í senn og hef verið að segja við strák- ana að þetta sé það næsta sem ég hafi komist atvinnumennsku í íþróttinni. Hina dagana, þeg- ar ég er ekki að spila, þarf ég að jafna mig eftir átökin. Kallast það ekki endurheimt á fagmáli?“ Hann hlær. Núna hefur Ólafur líka meiri tíma til að vera heima á Íslandi; var hér til dæmis í tvo mánuði síðasta sumar. „Það var mjög notalegt. New York er ávanabindandi en ég gæti vel hugsað mér að verja meiri tíma á Íslandi á næstu árum, Anna og börnin ekki síður. Yngri sonur okkar hefur búið á Íslandi undanfarin tvö ár og verður áfram í vetur en hyggur á framhalds- nám í Bandaríkjunum á næsta ári. Það sem ræður mestu um dvalarstað okkar núna er skólavist örverpisins, sem er fimmtán ára og á öðru ári í „high school“. Hún er mjög ánægð í skólanum og mun klára þar. Hún vinnur hins vegar á Íslandi á sumrin og líkar vel.“ Talandi um nám kemur Ólafur því sjónar- miði sínu á framfæri að það hafi verið óráð að stytta framhaldsskólanám á Íslandi úr fjórum árum í þrjú. „Maður tekur út mikinn þroska í menntaskóla og þessi ár eru fljót að líða. Það munar um þetta eina sem búið er að klípa af. Sjálfur stundaði ég námið af kappi í MR en sökkti mér um leið í bókmenntir og var mikið með félögunum. Þetta hefði verið mun flókn- ara hefðu árin bara verið þrjú.“ Hefur engan áhuga á öllu þessu Jæja, tíminn flýgur og mál til komið að segja amen eftir efninu. Við endum samtalið þar sem við hófum það – á ensku knattspyrnunni. „Það er alltaf jafngaman að tala um hana,“ segir gestgjafinn og ljómar af ákafa. Hvað sagði Bill heitinn Shankly? minni ég hann á: Knatt- spyrna er ekki spurning um líf og dauða – hún er spurning um svo miklu meira! Við skellum upp úr og Ólafur rifjar í þessu samhengi upp skemmtilega sögu úr eigin ranni. Einu sinni kom sumsé ókunnug kona að máli við Önnu eiginkonu hans og tjáði henni að hún ætti harðduglegan mann; sem skrifaði bækur og stjórnaði fyrirtækjum jöfnum höndum en hefði samt tíma fyrir fjölskylduna. „Þakka þér fyrir það,“ svaraði Anna með hægð. „En þér að segja hefur hann engan sér- stakan áhuga á öllu þessu.“ „Nú?“ hváði konan. „Á hverju hefur hann þá áhuga?“ Þið vitið svarið. „Ég fór meira að segja með hann inn í runna,“ sagði Eggert ljósmyndari þegar þeir Ólafur Jóhann komu gal- vaskir inn úr myndatökunni í garð- inum. „Það er ágætt,“ bætti Ólafur sposkur við. „Maður lítur alltaf best út þegar eitthvað skyggir á mann!“ Morgunblaðið/Eggert ’ Svona starf krefur mann ummikla orku og við þessarbreytingar á eignarhaldi fyrir-tækisins fannst mér upplagt að láta staðar numið og taka mér umþóttunartíma. Hvort það verð- ur að eilífu á eftir að koma í ljós.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.