Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2019 O ft hefur verið nefnt að kosninga- barátta í Bandaríkjunum vegna forsetakosninga stendur árum saman. Hér heima þykir stjórn- málamönnum gott að halda áhuga kjósenda vakandi í fáein- ar vikur. Hið íslenska fordæmi Bretar eru líkari okkur en Bandaríkjamönnum því að þar eru kosningar boðaðar með skömmum fyrirvara. Þeir ætla nú að kjósa 12. desember, 12 dögum fyrir jól. Íslenskir stjórnmálamenn teldu slíkt varla heppilegt enda þá allra veðra von hér og menn óupplagðari í þras á aðventu en á öðrum tíma. Í tilefni þessara kosninga Breta eru efni til þess að horfa nákvæmlega 40 ár aftur í tímann þegar vetrar- kosningar skullu á hér árið 1979. Fráfarandi forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, fordæmdi það að þjóðinni væri „otað út í kosningar“ á slíkum tíma, enda stæðu líkur til þess að fólk ætti erfitt með að nýta kosningarétt sinn og bölvað fyrir fram- bjóðendur að ná til fólks. Rétt er að hafa það í huga, að þótt enn sé kvartað hástöfum yfir lélegum samgöngum hefur í þeim orðið bylting til batnaðar á þessum fjórum áratugum. Það var Alþýðuflokkurinn, einn stjórnarflokkanna, sem sprengdi ríkisstjórnina haustið 1979. Ekki þó leið- togar eða ráðherrar flokksins heldur ungir „uppreisn- armenn“ í flokknum. Formaður Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal utanríkisráðherra, var reyndar staddur erlendis þegar atburðarásin hófst og hún reyndist óstöðvandi, þótt flokksformaðurinn hraðaði sér heim. Nú gætu menn spurt sig hvernig það mátti vera að nokkrir ungir þingmenn, allir utan stjórnar, ákváðu að formanninum forspurðum að splundra rík- isstjórninni. Ástæðan er einkum sú að þessir sömu „uppreisnar- menn“, undir forystu Vilmundar Gylfasonar, höfðu verið aðalhöfundar kosningasigursins sem Alþýðu- flokkurinn vann rúmu ári áður, þegar hann fékk 22% atkvæða og tvöfaldaði þignmannafjöldann. Vegna vetrarkosninganna og hrakspár um veður var ákveðið að kjördagarnir skyldu verða tveir að þessu sinni, 2. og 3. desember 1979. Sú fyrirhyggja reyndist þó óþörf því að vetrarblíð- viðri einkenndi kosningadagana. Óvænt úrslit Margt í úrslitunum fór þó öðruvísi en ætla mátti dag- ana þegar kosningarnar brustu á. Sjálfstæðisflokk- urinn vann vissulega á en ekkert í líkingu við einstæðar skoðanakannanir og þær væntingar sem hann hafði. Flokkurinn hafði haft 32,7% fylgi í kosningunum 1978 og voru það verstu kosningar hans fram að því. Hver var meginástæða þess? Ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks ákvað óvænt að veita opinberum starfsmönnum verkfallsrétt. Vinstristjórn- in sem sat 1971-74 hafði lofað samtökunum þessu en ekki staðið við þau loforð. Tveggja flokka stjórn Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks gaf engin slík loforð en efndi þó hin sviknu loforð vinstristjórnarinnar sem á undan fór. Bréfritara er minnisstætt þegar einn af forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins sagði fundarmönnum á þeim bæ að ástæðulaust væri að ætla að samtökin myndu nota fyrsta tækifæri til að beita verkfallsvopn- inu gegn þáverandi ríkisstjórn, svo þakklátir væru leiðtogar þeirra stjórninni fyrir að efna loforð sem vinstristjórnin sveik. Þá stóð upp kunnur lögfræðingur og kröftugur félagi í flokknum og sagði á þessa leið: „Já, mikil er trú þín kona (þótt karl sért). En ég skal nefna þér fordæmi sem er nær öruggt að gangi nú eftir: Ég gaf syni mín- um hvellhettubyssu í jólagjöf gegn áköfum mótmælum konu minnar, móður hans. Hún hélt því fram að gjöfin myndi eyðileggja fyrir okkur jólin. Ég sagði að þetta væri það sem strákur þráði mest alls og hann hefði lof- að því að snerta ekki vopnið fyrr en á gamlárskvöld ef vonir hans rættust, enda yrði hann þá svo yfir sig glað- ur og þakklátur að hann myndi ekki gera okkur slíkan óleik á sjálfri friðarhátíðinni. Strákurinn sem í hlut á er prýðilegur í alla staði og honum má að jafnaði treysta út í æsar. En það er skemmst frá því að segja að hann eyðilagði jólin og gott betur.“ Þakkir í öfugu hlutfalli Hin milda ríkisstjórn þurfti ekki lengi að bíða verkfalls opinberra starfsmanna. Með því náðist að knýja í gegn „kjarabætur“ sem ekki voru neinar forsendur fyrir og þær flutu um allt samfélagið eins og sjálfgefið var. Rík- isstjórnin áttaði sig á að hún hefði gert glappaskot og reyndi að milda mistökin með langvarandi fundahöld- um með „aðilum á vinnumarkaði“ um að gefa afslátt af því sem knúið hafði verið fram. Þeim viðræðum stýrðu ráðgjafar sem þó var vitað að væru ekki samherjar rík- isstjórnarinnar. Sumir aðilanna viðurkenndu að í óefni stefndi en það væri ekki vinnandi vegur fyrir þá að hlaupa frá þessum kjarabótum. Og auðvitað kom í ljós það sem var sjálfgefið í upphafi að slíkt gengi aldrei og voru þá sett lög, örfáum mánuðum fyrir kosningar, til þess að koma einhverju viti í vitleysuna. Og þá hófst ný barátta gegn ríkisstjórninni undir slagorðinu „samn- ingana í gildi“. Og vissulega var staða ríkisstjórnarinnar veik, því hún hafði jú verið annar aðilinn að samningunum sem kveiktu bálið. Stjórnin féll því með skelli. Sjálfstæðis- flokkurinn fór verr út úr kosningum en hann hafði áður gert og meirihluti hans í borginni tapaðist jafnframt. Nauðungarstjórn Ólafur Jóhannesson myndaði ríkisstjórn í kjölfarið, nauðugur þó með þeim öflum sem hrósað höfðu sigri vorið 1978, sem Ólafur og margir aðrir töldu illan sig- ur. Það tók 73 daga að mynda þá stjórn, sjö dögum lengri tíma en það tók að mynda stjórn Gunnars Thoroddsen rúmu ári síðar. Eins og fyrr sagði reyndist stjórn Ólafs, sem hann vildi helst ekki mynda, sundurlynd óheillastjórn og því uppskrift að óefni í efnahagsmálum. Það var því ekki að undra að fylgi Sjálfstæðis- flokksins yxi hratt eins og kannanir sýndu. Kannski voru kannanir um fylgi flokka ekki jafnþróaðar þá og nú er, en ekki er þó sérstök ástæða til að segja þær óvenjulega skakkar. Það er ekki endilega hægt að gefa sér að þær kannanir væru rugl sem sýndu sjálfstæðismenn, sem voru í stjórnarand- stöðu gegn sundurlyndri stjórn með allt niðrum sig, hugsanlega geta nálgast fylgi sem nægði þeim til að mynda meirihlutastjórn einir. Slíkt hafði engum flokki tekist nema Framsóknarflokki Tryggva Þór- hallssonar eftir mikinn sigur. En það reyndist Phyr- rusarsigur því að sá meirihluti fékkst með sláandi minnihluta atkvæða í skjóli kosningakerfis og ýtti því við öðrum flokkum um að ná saman um leiðréttingu, þótt það tæki sinn tíma. Þingkosningar í desember hér og í Bretlandi með 40 ára millibili ’ En hvers vegna lenti Sjálfstæðisflokk- urinn í bullandi vörn með áætlun sem seinna var sannað að gengi upp? Það var m.a. vegna þess að samheldnin innan flokks- ins var ekki jafn góð og hann vildi vera láta. Reykjavíkurbréf01.11.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.