Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.11. 2019 LÍFSSTÍLL Ég hef gert mikið af þessugegnum tíðina; að ferðast ogtaka ljósmyndir,“ segir Þor- kell Þorkelsson ljósmyndari, eða Keli eins og hann er jafnan kallaður. „Stundum fer ég einn og stundum með öðrum, eins og í ferðum fé- lagsskapar sem við köllum því óformlega nafni Ferðaklúbbinn heimsmyndir. Þetta er dálítið eins og vinnuferðir sem hafa í senn verið skemmtilegar og krefjandi en menn nota þær til að afla efnis í mismun- andi tilgangi. Við höfum fyrst og fremst verið á framandi slóðum sem eiga það sameiginlegt að vera myndrænar og skemmtilegar. Þarna hafa menn fengið útrás sem þeir fá ekki í þessum venjulegu ut- anlandsferðum og traust vinátta gjarnan myndast enda liggur áhugi allra á sama sviðinu.“ Í hópnum eru bæði atvinnu- og áhugaljósmyndarar og kvikmynda- tökumenn. Þessar ferðir hafa verið farnar árlega undanfarin sex ár og tilgangurinn er að taka myndir og kynnast annarri hlið á veröldinni í leiðinni. Leiðangursmenn eru að jafnaði fjórir til tíu, karlar og konur, og eru í samstarfi við Viktor Sveins- son hjá ferðaskrifstofunni Farvel sem skipuleggur ferðirnar. Vakna um miðjar nætur Og enginn setur tærnar upp í loft í þessum ferðum. „Ég er mikill harð- stjóri og rek menn eldsnemma á fætur og jafnvel um miðjar nætur ef á þarf að halda,“ segir Keli sposkur. Bæði getur það tengst ljósmynda- legum þáttum eins og birtuskil- yrðum og eins einstaka athöfnum eða viðburðum sem menn vilja ekki fyrir nokkurn mun missa af á hverj- um stað fyrir sig. Enda þótt klúbburinn leggi áherslu á að mynda á framandi slóð- um segir Keli aldrei vaðið út í neina óvissu. Öryggið sé alltaf sett á odd- inn. Um síðustu páska lagði klúbbur- inn leið sína til eyríkisins Mada- gaskar í Indlandshafi undan aust- Ljósmyndir/Þorkell Þorkelsson Lífið er fiskur hjá Vezo- ættbálkinum á Madagask- ar, frá blautu barnsbeini. Vezo-menn eru glaðlyndir og kætast yfir litlu. Þessi ungi maður horfir björtum augum til framtíðar. Lifa fyrir daginn í dag Þorkell Þorkelsson ljósmyndari fór fyrr á þessu ári til Madagaskar ásamt félögum sínum og heill- aðist af heimamönnum á þessari merkilegu eyju, sem hann segir afslappaða og vinalega. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Bátur kemur að landi árla morguns. Fiskimennirnir taka daginn snemma á Madagaskar. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari hefur ferðast vítt og breitt um heiminn. Morgunblaðið/Hari 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.