Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2019, Síða 29
tion. Sennilega er það öruggasta
leiðin til að tryggja kvikmynd fram-
haldslíf að láta hana gerast um jólin.
Rétt eins og að semja jólalag. Lifði
ekki aðalpersónan í About a Boy
kóngalífi af stefgjöldum föður síns
sem samið hafði vinsælt jólalag?
Á hrekkjavökunni (er hún ekki um
þessar mundir?) henda menn svo að
sjálfsögðu í uppáhaldshrollvekjuna
sína. Raunar er merkilegt að fólk geti
horft aftur á sömu hrollvekjuna og
haldið áfram að bregða, eins og það
komi af fjöllum. En sumum bregður
að vísu alltaf þegar sagt er „bö“. Það
er bara þannig, eins og þeir segja í út-
varpinu. Sé Brynjar Níelsson alþing-
ismann fyrir mér í þessum aðstæðum;
hrekkur hann ekki alltaf í kút þegar
brauðristin lýkur störfum?
Er það ekki bara nostalgía?
Svo við komum aftur að greininni í
BBC er þar vísað í rannsókn sem
Cristel Antonia Russell og Sidney J.
Levy, prófessorar í markaðsfræðum
við Háskólann í Arizona í Bandaríkj-
unum, gerðu fyrir fáeinum árum, en
þar er því haldið fram að við horfum
aftur og aftur á sömu kvikmyndirnar
til að fá staðfestingu á því hversu
mikið við höfum vaxið og þroskast.
Inn í þá jöfnu hlýtur þó að ryðjast
helsta ástæðan fyrir því að við horf-
um aftur og aftur á sömu kvikmynd-
irnar – tær og ómenguð nostalgía.
Hver verður ekki barn eða ungling-
ur á ný þegar horft er á The Outsid-
ers, Heitt kúlutyggjó, Ferris Buell-
er’s Day Off eða The Breakfast
Club? Alltént um stund. Sjálfur var
ég af gefnu tilefni að renna mynd-
böndum með bresku rokkabillípönk-
hljómsveitinni Tenpole Tudor í vik-
unni, eins og menn gera, og baðaði
mig ekkert í neinum sérstökum
þroska á meðan. Sumt efni er ein-
faldlega þeirrar gerðar að það kippir
manni aftur í tímann.
Og verður nokkrum meint af því?
3.11. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
SJÁLF Fransk/breska leikkonan og
söngkonan Charlotte Gainsbourg
hefur öðlast nýtt líf í New York
undanfarin fimm ár, að því er hún
greinir frá í The Guardian. Í Frakk-
landi kveðst hún alltaf verða dóttir
Serge Gainsbourg og í Bretlandi
dóttir Jane Birkin. „Hérna í New
York er ég ég sjálf,“ segir hún og
bætir við að hún gleðjist í hvert
sinn sem einhver ber kennsl á hana
– enda sé það vegna þess að hún sé
Charlotte Gainsbourg en ekki bara
dóttir foreldra sinna.
Vill vera hún sjálf
Leikkonan Charlotte Gainsbourg.
AFP
BÓKSALA 23.-29. OKTÓBER
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Um tímann og vatnið Andri Snær Magnason
2 Innflytjandinn Ólafur Jóhann Ólafsson
3 Hvítidauði Ragnar Jónasson
4 Boðorðin Óskar Guðmundsson
5 Fjötrar Sólveig Pálsdóttir
6 Ströndin endalausa Jenny Colgan
7
Björgvin Páll Gústavsson
– án filters
Sölvi Tryggvason/Björgvin Páll
8
Kiddi klaufi
– Randver kjaftar
Jeff Kinney
9 Kopareggið Sigrún Eldjárn
10 Kokkáll Dóri DNA
1
Kiddi klaufi
– Randver kjaftar frá
Jeff Kinney
2 Kopareggið Sigrún Eldjárn
3
Kjarval – málarinn sem
fór sínar eigin leiðir
Margrét Tryggvadóttir
4 Lestarráðgátan Martin Widmark
5 Langelstur að eilífu Bergrún Íris Sævarsdóttir
6
Rannsóknin á leyndar-
dómum eyðihússins
Snæbjörn Arngrímsson
7 Nærbuxnanjósnararnir Arndís Þórarinsdóttir
8
Vigdís – bókin um fyrsta
konuforsetann
Rán Flygenring
9 Viltu knúsa mig? Eoin McLaughlin/Polly Dunbar
10 Risaeðlugengið Lærs Mæhle
Allar bækur
Barnabækur
Bókasöfnin eru æðislegur vinnu-
staður á þessum tíma árs. Jóla-
bækurnar hrúgast inn og það
jafnast fátt á við að sjá staflann af
nýjustu skáldsögunni nýfrágeng-
inn og tilbúinn til útláns fyrir lán-
þegana sem bíða spenntir eftir
að sogast inn í heim sögupersón-
unnar. Margir hverjir segja að
jólaundirbúningurinn sé í raun
ekki hafinn fyrr en búið sé að
lesa alla vega eina jólabók.
Því miður hef ég sjálf ekki ver-
ið nógu dugleg að lesa undan-
farið og ekki enn náð að lesa
neina af nýju bókunum. Ég hef
ekki keypt bækur fyrir sjálfa mig í
einhver ár núna heldur látið
bókasafnið mitt, Bókasafn Kópa-
vogs, þjónusta mig hvað þetta
varðar. Ég hef þó haft það fyrir
reglu að ég vil
leyfa lánþegunum
að njóta bókanna
fyrst og það endar
þannig að þegar
langt er liðið á
nýtt ár er ég löngu
búin að gleyma að
ég ætlaði að lesa
hina eða þessa bókina.
Ég hef hins vegar alltaf lesið
mikið, alveg frá því ég var lítil
stelpa, og margar bækur koma
upp í hugann þegar ég rifja upp.
Ég fann bókakassann hans pabba
þegar ég var um
10-12 ára og las
allar bækurnar um
Árna í Hraunkoti
og foreldrar mínir
gáfu mér alltaf bók
í jólagjöf á mínum
yngri árum. Ég er
af þeirri kynslóð þegar Madditt
og Beta, Elías og Heiða og fjöl-
skyldan í Firðinum eftir Guðrúnu
Helgadóttur voru vinsælar og
Þorgrímur Þráinsson og Andrés
Indriðason komu síðan sterkt inn
á unglingsárunum.
Sú bók sem hafði
þó mest áhrif á
mig frá þessum ár-
um og gerði mig
fullorðna að mér
fannst var bókin Á
hverfanda hveli. Ég
samsamaði mig lengi vel við
Scarlett og fannst ég jafn klikkuð
og hún.
Eftir tvítugt las ég bækurnar
hans Böðvars Guðmundssonar
um förina vestur seint á 19. öld
og landnámið á Nýja Íslandi og
fannst þær virkilega áhugaverðar.
Þetta tímabil sögunnar heillar
mig og sögur
kvenna frá þessum
tíma eru áhrifarík-
ar, en á sama tíma
oft sorglegar. Því
má ég til með að
nefna bókina um
Agnesi Magnús-
dóttur, síðustu
konuna til að vera tekin af lífi á
Íslandi, og bækurnar um Karitas
eftir Kristínu
Marju Bald-
ursdóttur í lokin.
Ég mæli eindregið
með þeim og þær
eru meðal fárra
bóka sem ég hef
lesið sem ég vildi
helst ekki að tækju
enda. Ég er þakklát fyrir að rit-
höfundar skrifi um líf, örlög og
hlutskipti kvenna fyrr og síðar,
bæði fyrir okkur í dag og kom-
andi kynslóðir.
LÍSA Z. VALDIMARSDÓTTIR ER AÐ LESA
Jólabækurnar hrúgast inn
Lísa Z. Valdi-
marsdóttir er
forstöðumað-
ur Bókasafns
Kópavogs.
Árið 2016 gerði vefsíðan FiveThirtyEight könnun meðal lesenda
sinna í þeim tilgangi að koma sér upp lista yfir þær 25 kvikmyndir
sem fólk horfir oftast á aftur – og aftur. Tæplega tólf hundruð
manns tóku þátt og röðuðu Stjörnustríð (sem raunar eru margar
myndir), Galdrakarlinn í Oz og Tónaflóð, ellegar Sound of Music,
sér í þrjú efstu sætin. Allt eru þetta sígildar myndir sem höfða ekki
endilega til nostalgíunnar í fólki; líklega er það
meira sagan og framsetningin sem heillar. „Fíl-
gúdd-faktorinn“ góði er hár í þeim öllum, myndi
maður ætla.
Sjálf hendir blaðamaður BBC myndum á
borð við When Harry Met Sally, Lost In
Translation, Almost Famous og Pretty Woman
inn í hringinn og fullyrðir að hún kunni
hverja einustu línu í síðastnefndu
myndinni utanbókar, talaða og
sungna. Gaman væri að búa til
svona lista yfir íslenskar kvik-
myndir, nema hann sé þegar til.
Stjörnur, galdrar og tónar
Logi geimgengill
í Stjörnustríði.