Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Qupperneq 4
Bæjarar hanga á besta orlofstímanum
Það orð fer af Þjóðverjum aðþeir séu nákvæmari og skipu-lagðari en annað fólk. Í því
ljósi þarf ekki að koma á óvart að þar
um slóðir hafi fyrir margt löngu verið
sett á laggirnar kerfi til að tryggja að
allir landsmenn færu ekki í sumarfrí
á sama tíma. Tilgangurinn var öðru
fremur að hlífa innviðum í landinu
enda ófært að allir landsmenn þystu
út á þjóðbrautina á sama tíma, nú eða
hoppuðu um borð í lestirnar eða flug-
vélarnar. Kerfið var einnig hugsað til
að dreifa gistinóttum á hótelum yfir
sumarmánuðina og álaginu á ferða-
þjónustuna almennt og freista þess
þannig að hámarka tekjumöguleik-
ana í greininni. Þetta kom fram í
breska blaðinu The Guardian sem
fjallaði um málið í vikunni.
Sögðu þvert „nein“
Allt hljómar þetta skynsamlega en
eigi að síður er nú risin hörð deila
milli ríkjanna sextán um tilslökun og
möguleg skipti innan kerfisins.
Þannig er nefnilega mál með vexti
að þegar kerfinu var komið á
tryggðu ríkin Bæjaraland og Baden-
Württemberg sér það sem flestum
þykir hentugasti og besti tíminn til
að fara í sumarfrí, það er frá júlí-
lokum og fram í byrjun september.
Mun þetta hafa verið gert til að
tryggja að börn í þessum tveimur
ríkjum gætu hlaupið undir bagga
með bændum og búaliði á háanna-
tímanum í sveitinni.
Þess má geta að velmegun er al-
mennari í þessum tveimur ríkjum en
flestum hinna.
Á fundi menntamálaráðherra
ríkjanna sextán fyrir skemmstu voru
Bæjarar og Baden Württem-
berg-búar spurðir hvort tilslökun
kæmi til álita en munu hafa sagt
þvert „nein“, sérstaklega stóðu Bæj-
arnir harðir á sínu en sem kunnugt er
hafa þeir gjarnan litið á sig sem þjóð
innan þjóðarinnar. Skilaboðin frá
þeim eru skýr: Ekki verður verslað
með besta frítímann í dagatalinu!
Þetta segja yfirvöld í Bæjaralandi
þrátt fyrir að fram hafi komið að ein-
hver stuðningur sé við breiðari or-
lofsglugga í ríkinu. Þannig hafa
sumir Bæjarar vaxandi áhuga á að
heimsækja nágrannaríki, eins og
Frakkland og Bretland, utan há-
annatíma, að ekki sé talað um Ísland
og önnur Norðurlandaríki í júní – til
að upplifa lengstu daga ársins.
Sökuð um sjálfselsku
Hleypti þetta að vonum illu blóði í
hin ríkin fjórtán sem hafa hótað að
sniðganga gamla samkomulagið og
fara bara í frí þegar þeim hentar og
sýnist enda þykir þeim ósanngjarnt
að þau þurfi að búa við skiptikerfið
meðan Bæjaraland og Baden Württ-
emberg standi broshýr og keik fyrir
utan. Hefur Hamborg meðal annars
borið tvíríkinu sjálfselsku á brýn.
Hamborgarar hafa raunar tekið af
skarið og sagst ætla að ákveða fram-
vegis einir og óstuddir hvenær þeir
fara í frí – sem er mjög djarft teflt.
Þið munið að við erum að tala um
Þýskaland hérna. Hafa Hamborg-
arar skorað á fleiri ríki að gera slíkt
hið sama og munu Neðra-Saxland,
Nordhrein-Westfalen og Berlín vera
að velta fyrir sér að fylgja fordæm-
inu. Fyrir liggur að það hefur lengi
farið í fínustu taugarnar á fólki í hin-
um ríkjunum fjórtán að Bæjarar og
Baden Württemberg-búar skelli sér
í frí þegar allir aðrir Þjóðverjar eru
búnir með sitt orlof og mættir aftur í
vinnuna.
Skiptikerfið hleypur á fimm árum,
þannig að við erum að tala um árin
2024 til 2028+ í þessu sambandi.
Sem þýðir að stæði þessi slagur milli
sveitarfélaga hér á landi þá myndu
viðræður væntanlega hefjast haustið
2023, jafnvel ekki fyrr en undir jól
það ár. En aftur, hér erum við að
tala um Þýskaland.
Sjálf sambandsstjórnar-
stefnan í uppnámi
Stór orð hafa fallið að undanförnu
vegna þessa umdeilda máls. Þannig
hefur borgarstjórinn í Berlín, Mich-
ael Müller, látið hafa eftir sér að
sjálf sambandsstjórnarstefnan sé í
uppnámi af þessum sökum en sem
kunnugt er þá er gjarnan litið á hana
sem erkilíkan fyrir samhljóm og
samvinnu á þessum slóðum og bygg-
ir Evrópusambandið í grunninn
gróflega á henni.
Í samtali við sjónvarpsstöðina
Deutschlandfunk gagnrýndi Müller
eigingjarna nálgun ríkjanna tveggja
og harmaði „ítrekaðar árásir“ þeirra
á sambandsstjórnarstefnuna og
sagði þau ekki hafa neinn skilning á
því að innan kerfis, eins og sumar-
leyfiskerfisins, þyrftu menn bæði að
kunna að „halda og sleppa“. Hann
leggur til að rammi ríkjanna tveggja
verði þrengdur milli loka júlí og upp-
hafs september.
Ekki er líklegt að það verði niður-
staðan enda hafa útreikningar hag-
fróðra manna leitt í ljós að mikið
fjárhagslegt tjón geti hlotist af því
fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Tal-
að hefur verið um allt að 120 millj-
ónir evra á dag í því sambandi.
Berlínarbúar baða sig
sumarið 2018 á
Wannsee-svæðinu.
AFP
Þjóðverjar eru komnir í
hár saman vegna
sumarleyfa en gamalt
kerfi gerir Bæjurum og
Baden Württemberg-
búum kleift að fara allt-
af í frí á „besta“ tím-
anum meðan hin ríkin
fjórtán þurfa að skipta
sumrinu á milli sín.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Ung stúlka leikur sér í ánni Isar í München síðasta sumar.
AFP
HEIMURINN
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.12. 2019
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar