Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Side 8
Elsku Nautið mitt, þú ert búið að spila allan tilfinningaskalann núna und-
anfarið og ert að henda út því erfiða eins og rusli, þú sérð miklu skýrar hverju á að halda og
hverju á að henda. Að sjálfsögðu er hræðslan aðeins að blekkja þig því hún tengist þessum
mikla tilfinningaskala þar sem þú ferð eins hátt upp og hægt er en getur líka dottið niður aft-
ur. Og þá þarftu að segja ég hef ekkert að óttast því lífið er að vinna með mér, og með þessu
fer hræðslan líka í ruslapokann góða.
Þú ert mikið elskuð persóna og þolir svo illa svik af hvaða tagi sem það er og ef þér finnst
einhver hafa svikið þig, settu þá huga þinn við fjóra góða kosti sem sú manneskja hefur, þá
hættir hún að hafa þessi áhrif á þig, því ætti enginn að vera með herbergi í heilanum þínum
og allt tilheyrandi nema þú leyfir það sjálfur, svo út í ruslið með þessa tilfinningu líka.
Á þennan hátt eflirðu mátt þinn og dug og hefur lykilinn að lífinu hjá sjálfum þér, því ef þú
leyfir öðrum að hafa þinn lykil í þeirra vasa þá missirðu stjórnina og ert ekki við stýrið í eigin
lífi.
Þú ert búinn að stimpla inn í lífið með hugsunum og myndum og alveg ósjálfrátt hvað þú
vilt fá út úr lífinu og þar sem hugsanir eru orka, þá eyðast þær aldrei, svo það er ekkert sem
hindrar þig í því að láta stóru draumana þína rætast.
Þetta er svipað og að taka selfie eða sjálfsmynd, vera ánægður með hana og ýta á senda
því þá er hún komin út í alheiminn. Ekki vera viðkvæmt í ástinni, hún hefur allavega hólf og
liti og þú munt sjá hana í litum ef þú bara opnar augun aðeins meira.
Venus fylgir þér eins og skugginn og hvað er betra en það?
Með Venus á hælunum
NAUTIÐ | 21. APRÍL - 20. MAÍ
Elsku steingeitin mín, það er alveg sama hvað gerist, alltaf munt þú
standa teinrétt, þú ert með svo yndislega og stundum erfiða þrjósku, en það er svo sannar-
lega hún sem kyndir ofninn þinn og kemur þér áfram. Næstu þrír mánuðir eru svo mikil-
vægur tími og umbyltir svo mörgu og þó að þú sért varfærin í flestu muntu taka töluverða
áhættu sem er vandlega hugsuð.
Það verða breytingar á högum þínum til batnaðar og þú munt sérstaklega sjá þetta þeg-
ar febrúar kemur. Þú munt berjast fyrir þínu fólki og vernda alla af fullum krafti. Það er
svo margt sem er að hafa svo mikil áhrif á þig til langframa í lífinu og það eru engin mis-
tök að gerast, heldur merkilegar breytingar sem sýna þér að lífið hafi upp á svo margt að
bjóða.
Örlögin eru svolítið þannig að þótt þú eyðir um efni fram þá skiptir það engu máli, því
heppnin er með þér, treystu innsæi þínu, þú hefur næmt auga fyrir því hvað aðrir eru að
gera eða hugsa og það hefur bjargað þér mörghundruð sinnum.
Það er verið að vísa þér réttu leiðina að takmarki þínu og það er engin leið réttari en
önnur að takmarki þínu, svo haltu bara áfram. Þú átt eftir að stöðva leiðindi sem eru ná-
lægt þér og það gerir þú með einlægni og hjartahlýju og mikilli sannfæringu, en þú þarft
að taka fyrsta skrefið til þess að friður komist á.
Ef þú ert á lausu, leyfðu þér þá að daðra alveg meðvitað, því þú ert að draga að þér eitt-
hvað merkilegt í ástinni og ástin er aldrei auðfundin ef þú ert ekki tilbúin. Hugsaðu ástina
til þín, eða það sem þig vantar því hugsanir eru töfrar og orð eru álög.
Stendur alltaf teinrétt
STEINGEITIN | 21. DESEMBER 19. JANÚAR
Elsku Bogmaðurinn minn, þetta er þinn tími, en honum fylgir endalok og upp-
haf, og ekkert upphaf getur átt sér stað án endaloka og þessu fylgir bæði álag og spenna, svo
mundu bara að taka lífinu létt.
Þú getur átt erfitt með að láta að stjórn eða hlýða fyrirskipunum, en þín sterka tilfinninga-
greind heillar alla í kringum þig og þú nærð þínum markmiðum á eigin forsendum. Þessi hæfi-
leiki er miklu merkilegri en nokkur háskólagráða því það virðist ekki skipta máli hvort þú lærir
mikið eða dembir þér í lífið því þú hefur persónutöfra til að koma þér í hvaða aðstæður sem er og
úr hvaða aðstæðum sem er. Þetta tímabil býður upp á töfra, dýpt og fjör, svo láttu það eftir þér að
leika þér meira og halda í barnið í sjálfum þér.
Þetta er innihaldsríkur tími og þú vinnur vel og þroskast í þínum hugmyndum og átt eftir að
finna leið til að halda uppi meiri aga og venjum í því sem þú vilt ekki leika þér að í lífinu. Þetta fær
fólk til að líta upp til þín og þú verður svo sáttur í eigin skinni.
Þú tekur jólunum svo létt og þetta verður einn skemmtilegasti tími ársins, en ef þér finnst eitt-
hvað vera að stöðva þig er það vegna óþarfa leiða eða pirrings sem þú hefur sent á undan þér sem
getur leitt til þess að þér mæti erfiðleikar, árekstrar eða meiðsli sem geta stoppað þig í augna-
blik. Svo láttu alls ekki reiðina ná tökum á þér, lærðu að gera til dæmis eins og hinn dásamlegi
Bogmaður Tina Turner sem þróaði ákveðna hugleiðslu, lærði aflmiklar möntrur sem komu henni
í gegnum erfiðustu aðstæðurnar í sínu lífi.
Þessi mánuður gefur þér agann og kraftinn til að blómstra, sama hvað gengur á í kringum þig,
skilyrðislaus ást er besta gleðin hvort sem þú þiggur hana eða gefur.
Töfrar, dýpt og fjör
BOGMAÐURINN | 23. NÓVEMBER 20. DESEMBER
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.12. 2019
Elsku vatnsberinn minn, þú ert að fara inn í tímabil þar sem þú gerir allt
óttalaust, það er dásamlegt að sjá þú lætur ekkert stoppa það sem andi þinn eða vilji vill og
það þarf mikið til að stoppa þig á þessu ferðalagi.
Það er eins og þú sért að setja nýjar hefðir í kringum þig og skapa fjöldann allan af fal-
legum sögum og tengingum sem þú getur verið stoltur af. Fylgdu eftir einhverri af þínum
nýstárlegu hugmyndum því þú munt græða mikið á því. Þú átt eftir að finna að þú upplifir
dágóða skammta af lífi og láni og þar sem þú ert bæði trygglyndur og með hjarta úr gulli
þarft þú að baða þig í jákvæðri ást, sem þýðir að ást sem tengist of mikilli spennu og stressi
er ekki rétt fyrir þig.
Þitt skemmtilega og skrautlega eðli mun hrífa fólk, þótt það vilji það ekki, því þú hefur svo
marga fylgjendur og ert svo sannarlega áhrifavaldur. Að sjálfsögðu muntu verða særður af
einu og öðru smávægilegu, það kallast lífið, en mörg af þeim sárum eru sjálfum þér að kenna
því þú þarft að koma þér í burtu frá þeim sem bíta þig.
Það er eins og þú sért að byggja svo stóran bálkost fyrir áramótabrennuna, og hann verður
stærri en þú hefur þorað að vona og í kortunum þínum virðist svo merkilegum atburðum
fagnað þegar líða tekur á janúar og febrúar byrjar.
Þú ert nú þegar búinn að gera einhverja samninga og ákveða sterkar tímasetningar, hvort
sem þú ert að byggja hús, taka að þér verkefni eða ljúka prófum og þó allt verði ekki ná-
kvæmlega eins og þú sást fyrir þér fer allt vel á síðustu sekúndunum, svo alls ekki stressa
þig, hafðu trú og það er góð setning úr biblíunni, trúin mun gera þig heilan.
Allt fer vel
VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR
Desember
Elsku Fiskurinn minn, þú ert að fara inn í tímabil sem þú ert að drepast
úr stressi yfir, en þetta verður eitthvað svo heillandi og skemmtilegt, býður upp á ferðalög
til að upplifa lífið í regnbogans litum. Þú ert búinn að upplifa góðan tíma að undanförnu þó
að hugsanir og hugur hafi sveiflast á ógnarhraða; ef þú horfir til baka hefur allt bjargast
miklu betur en hugur þinn sagði til um.
Þú átt svo gott með að ímynda þér vesen og vitleysu, að allt sé komið í strand og ekkert
jákvætt sé að koma, en það eru bara hugsanir sem eru að stilla eða velja vitlausa mynd.
Þetta er líka vegna þess að þú vilt gera allt svo vel og passa upp á að gera engum óleik, en
það er svo erfitt að gera öllum til geðs því það veldur þér innri pirringi.
Þú ert kannski búinn að taka að þér of mörg verkefni, það er í eðli þínu, en þú klárar
það sem þú þarft að klára. Annað á eftir að bíða betri tíma og skiptir engu máli. Þú keyrir
þig að sjálfsögðu svolítið hratt í gegnum þennan mánuð, það verður svo skemmtilegt og eft-
irminnilegt en þú þarft líka að muna að þú þarft að sofa.
Það koma til þín bjargvættir, svona merkilegir karakterar sem hjálpa þér við það sem þú
hefur mest stress yfir og þá sérðu líka að það var ónauðsynlegt en oft samt svolítill drif-
kraftur þinn.
Svo vertu bara meðvitaður um það sem ekki skiptir máli og sigldu áfram eins og flug-
fiskur, þá verður sjálfstraustið í fyrsta gír. Það er mikilvægt fyrir þig að næra og byggja
upp ástina og langtímasambönd henta alltaf best fyrir þig í þeim málum, því það er eitt-
hvað að gerast.
Áfram eins og flugfiskur
FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS
Elsku hrúturinn minn, þú ert að fara inn í tímabil þar sem þú munt svo sannar-
lega vera í essinu þínu. Mikið af því sem þú varst búinn að ákveða að myndi gerast í kringum þig
er að koma til þín. Þú ert líka búinn að leggja svo hart að þér til að sjá sólskinið að það mun skína
til þín úr öllum áttum. Að sjálfsögðu getur þú einblínt og sett sem aðalatriðið í þínu fallega
heilabúi eitthvað sem er leiðinlegt eða pirrar þig, en ég verð að segja að það algjörlega þinn eigin
valkostur.
Þessi tími mun fæða af sér jákvæðni, bæði í huga og líkama og þar af leiðandi styrkingu á
sjálfstrausti, sem er með því mikilvægasta sem þú þarft að hafa með þér í þessu ferðalagi sem
kallast lífið.
Það verður almennt meiri friður, því þú hefur það vit að bíta í tunguna á þér og sleppa því að
segja það sem er í raun og veru alveg ónauðsynlegt. Þetta hefur stundum verið akkilesarhæll
þinn en núna hefur þú styrk, vit og blessun til að láta sumt ósagt.
Seigla og ákveðni til að klára allt það sem þú ætlaðir að gera mun gefa þér svo mikla hamingju
því að enginn er í raun og veru ánægður nema eftir gott dagsverk, svo vertu stoltur af sjálfum
þér.
Þegar jólin eru að nálgast flækistu að sjálfsögðu í spennunni sem tengist öllu því ímyndaða
stressi sem við látum oft verða að veruleika og skemmum mínúturnar, klukkutímana og daginn
sem okkur er gefinn. Hugsaðu eina mínútu í einu því þegar höfuðið fer á flakk um hvað er að ger-
ast eða hvernig það verður ertu ekki að skapa rétta eða góða tíðni. Þú ert að taka svo mörg gæfu-
spor í lífi þínu, elskan mín, taktu vel eftir hverju spori.
Eina mínútu í einu
HRÚTURINN | 21. MARS 20. APRÍL