Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.12.2019, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.12. 2019 08.00 Strumparnir 08.25 Blíða og Blær 08.45 Dagur Diðrik 09.10 Stóri og Litli 09.20 Mæja býfluga 09.30 Dóra og vinir 09.55 Lukku láki 10.20 Latibær 10.45 Ævintýri Tinna 11.10 Ninja-skjaldbökurnar 11.35 Friends 12.00 Nágrannar 12.20 Nágrannar 12.40 Nágrannar 13.00 Nágrannar 13.20 Nágrannar 13.45 Hið blómlega bú 14.15 Aðventan með Völu Matt 14.40 The Great Christmas Light Fight 15.25 Masterchef USA 16.10 Leitin að upprunanum 16.55 60 Minutes 17.43 Víglínan 18.28 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Sportpakkinn 19.10 Aðventumolar Árna í Árdal 19.20 Hvar er best að búa? 19.55 The Great British Bake Off 21.00 Keeping Faith 21.55 Prodigal Son 22.45 Shameless 23.40 Watchmen ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4  93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Að austan 20.30 Eitt og annað 21.00 Nágrannar á Norð- urslóðum (e) 21.30 Heimildarmynd Endurt. allan sólarhr. 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Omega 21.00 Tónlist 20.00 Mannamál (e) 20.30 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta (e) 21.00 Lífeyrirssjóðirnir í 50 ár 21.30 Lífeyrirssjóðirnir í 50 ár Endurt. allan sólarhr. 15.00 Top Chef 16.00 Malcolm in the Middle 16.20 Everybody Loves Raymond 16.50 Jólagestir Björgvins 2018 18.45 Með Loga 19.45 Jólastjarnan 2019 20.20 Four Weddings and a Funeral 21.10 Billions 22.10 Perpetual Grace LTD 23.05 Rillington Place 24.00 The Walking Dead 06.55 Bæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Tríó. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Samtal. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Hall- grímskirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 12.40 Veðurfregnir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Víðsjá. 15.00 Skyndibitinn. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Úr tónlistarlífinu: Skál- holt II. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Völuspá. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Orð um bækur. 20.35 Gestaboð. 21.30 Fólk og fræði. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 00.05 Næturútvarp Rásar 1. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Begga og Fress 07.29 Lalli 07.36 Tulipop 07.39 Sara og Önd 07.46 Minnsti maður í heimi 07.47 Hæ Sámur 07.54 Söguhúsið 08.01 Letibjörn og læmingj- arnir 08.08 Stuðboltarnir 08.19 Alvin og íkornarnir 08.30 Ronja ræningjadóttir 08.55 Disneystundin 08.56 Tímon & Púmba 09.18 Sígildar teiknimyndir 09.25 Sögur úr Andabæ – Leyndarmál Aðaland- arkastalans 09.45 Krakkavikan 10.05 Njósnarar í náttúrunni 11.00 Silfrið 12.10 Lestarklefinn 13.05 Menningin – samantekt 13.35 John Williams – Hátíðartónleikar 15.05 Líkamstjáning – At- vinnuviðtal 15.40 Draumur um draum 16.40 Heimilistónajól 17.10 Aldrei of seint 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Jóladagatalið: Jóla- kóngurinn 18.50 Landakort 19.00 Fréttir 19.30 Veður 19.40 Íþróttir á sunnudegi 20.00 Landinn 20.30 Fyrir alla muni 21.00 Dagarnir sem blómin blómstra 22.00 Börn náttúrunnar 23.25 Ást af hæstu gráðu 14 til 16 Tónlistinn Topp40 Eini opinberi vinsældalisti Íslands er sendur út á K100 alla sunnudaga. Siggi Gunnars telur niður 40 vinsælustu lög landsins. 16 til 19 Pétur Guðjóns Góð tónlist og spjall á sunnudags síðdegi. Pétur fylgir hlustendum heim úr fríinu á sunnudögum, nú eða skemmtir þeim sem eru svo heppnir að geta verið lengur í fríi. Söngkonan Adele sneri aftur á Twitter með mikilvæg skila- boð. Adele skrifaði til samlanda sinna í Bretlandi „Ekki gleyma að skrá ykkur á kjörskrá“ og lét tengil fylgja með færslunni. Kosningar verða í Bretlandi 12. desember næstkom- andi og telur söng- konan mikilvægt að sem flestir nýti kosningarétt sinn. Adele póstaði síðast á Twitter um miðjan desember á síðasta ári til að vekja athygli á málstað sem aðstoð- aði fórnarlömb Grenfell-brunans. Adele snýr aftur á Twitter eftir árs fjarveru Þrassgoðin í Slayer koma framá sínum allra seinustu tón-leikum í Forum-höllinni í Los Angeles núna aðfaranótt sunnudags, að okkar tíma. Löngu er uppselt á þennan málmsögulega viðburð en næstsíðustu tónleikarnir voru á sama stað á föstudagskvöldið, þann- ig að blóðið er líklega enn að renna þegar þú færð þetta blað í hendur, lesandi góður. Slayer var stofnuð í Huntington Park, Kaliforníu, árið 1981 og varð snemma leiðandi afl í þrassheimum með plötum á borð við Reign in Blood, South of Heaven og Seasons in the Abyss. Síðasta plata sveit- arinnar, Repentless, kom út árið 2015. Tveir stofnmeðlimir eru enn að og munu kveðja dygga sveit aðdáenda um helgina; gítarleikarinn Kerry King og söngvarinn og bassaleik- arinn Tom Araya. Gítarleikarinn Jeff Hanneman, sem samdi flest þekktustu lög Slayer, andaðist árið 2013 og trymbillinn Dave Lomb- ardo, stundum kallaður Ginger Ba- ker málmsins, kom síðast fram með bandinu sama ár. Í þeirra stað komu gítarleikarinn Gary Holt og trymb- illinn Paul Bostaph. Vangaveltur hafa verið um að Lombardo myndi koma við sögu á lokatónleikunum en hann skaut þær niður á dögunum; kvaðst vera upptekinn við annað en hann lemur nú húðir í Suicidal Tend- encies og fleiri sveitum. Ekki hefur verið rætt um að Slay- er verði formlega leyst upp en fyrir liggur að fjórmenningarnir hafa ekki áform um að gefa út fleiri plötur, þannig að hvað er þá eftir? Umboðs- maður bandsins til margra ára, Rick Sales, kvaðst í samtali við Los Ang- eles Times á dögunum ekki gera ráð fyrir að mönnum ætti eftir að snúast hugur. „Ég virði þessa ákvörðun og ef menn ætla að gera þetta þá er þetta rétta leiðin.“ Margir samferðamenn Slayer hafa hlaðið bandið lofi upp á síðkast- ið. „Farið í friði! Grimmdin og óbeisluð fegurðin sem Slayer hefur lagt tónheimum til mun lifa að eilífu. Þegar við hugsum um tónlist gleym- um við því stundum að þetta er list og þessir gaurar máluðu hana öðrum litum,“ sagði Charlie Benante, trym- bill Anthrax, við Arts Weekly. Og Chuck Billy, söngvari Testa- ment, tók í svipaðan streng í sama blaði: „Slayer hefur haft áhrif á svo mörg málmbönd gegnum tíðina. Þeir eru ríkjandi meistarar sem hafa haldið áfram að skapa þessa öfga- fullu Slayer-tónlist og halda málm- flagginu hátt á lofti. Það verður til- finningaþrunginn dagur fyrir okkur öll þegar Slayer kveður. Upp með hornin!“ Gefum rokkljósmyndaranum Stephanie Cabral lokaorðið: „Helvít- is Slayer! Ég er hrygg yfir því að þjóðsöngur minnar kynslóðar sé á enda.“ Kerry King stígur á svið í hinsta sinn í nótt. AFP MÁLMGOÐIN Í SLAYER RIFA SEGLIN Þjóðsöngur minnar kynslóðar á enda Tom Araya á tónleikum í Grand Garden Arena í Las Vegas á miðvikudaginn. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.