Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 2
250 konur og 148 karlar brautskrást. Veður Norðaustan og austan 13-20 m/s, en hægari vindur austan- lands. Snjókoma eða él um landið norðanvert, slydda eða snjókoma syðst í fyrstu, en annars þurrt að mestu. Hiti kringum frostmark. SJÁ SÍÐU 42 Gosi frumsýndur í Borgarleikhúsinu Ævintýrið um Gosa verður frumsýnt á fjölum Borgarleikhússins á morgun. Trésmiður rekst á talandi viðardrumb og ákveður að gera úr honum brúðu sem vill verða alvöru strákur. Gosi á oft erfitt með að átta sig á muninum á því að segja satt og ósatt. Eins og alkunna er stækkar nef hans í hvert sinn sem hann skrökvar. Hann lítur á það sem ókost, en ef til vill væri það heppilegt fyrirkomulag nú á dögum. Sjá síðu 44 FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Goðalandi, Fljótshlíð, föstudaginn 20. mars 2020 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um breytingar á 27. gr. samþykkta félagsins. 3. Önnur mál. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skulu hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins. Reykjavík, 20. febrúar 2020. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. MENNTAMÁL Alls verða 398 nemar í grunn- og framhaldsnámi braut- skráðir frá Háskóla Íslands í dag. Fer athöfnin fram í Háskólabíói klukk- an 13. Er þetta nokkur fækkun frá því í fyrra þegar 445 brautskráðust. Alls hafa 156 brautskráðst af félagsvísindasviði, 78 af hugvísinda- sviði, 69 af verkfræði- og náttúruvís- indasviði, 54 af menntavísindasviði og 41 af heilbrigðisvísindasviði. Töluvert fleiri konur brautskrást nú en karlar, eða 250 á móti 148. Athöfnin hefst með ávarpi Jóns Atla Benediktssonar rektors og í lok hennar flytur Jóna Þórey Péturs- dóttir, forseti Stúdentaráðs ávarp. – khg Tæplega 400 brautskráðir Nemendur í Norður Atlantshafsbekknum koma frá Íslandi, Færeyjum, Græn- landi og Danmörku. Svava segir góðan anda í bekknum. MYND/GUÐRÚN INGA SAMFÉ L AG „Þetta er ótrúlega skemmtilegt og eiginlega bara alveg frábært,“ segir Svava Þóra Árnadótt- ir nemandi í Norður-Atlantshafs- bekknum. Nemendur bekkjarins stunda nám á framhaldsskólastigi og er námið hluti af þróunarverk- efni sem Verzlunarskóli Íslands tekur þátt í ásamt framhaldsskólum í Danmörku, Færeyjum og á Græn- landi. Sex Íslendingar stunda nú námið og fer fyrsta ár námsins fram í Dan- mörku. „Síðan förum við til Færeyja á næsta ári og verðum eina önn, svo förum við til Íslands eina önn og tökum svo lokaárið á Grænlandi,“ segir Svava. Íslensku nemendurnir, sem eru 15 og 16 ára, f luttu til Danmerkur í haust þar sem þeir búa á stúdenta- görðum og sjá um sig sjálf að mestu leyti. Svava segir góðan anda ríkja í bekknum en að erfitt hafi verið að flytja frá fjölskyldu og vinum á Íslandi. „Við búum í litlum íbúðum við hliðina á skólanum og með nútíma- tækni er svo auðvelt að vera í sam- bandi við alla heima á Íslandi. Við erum öll hérna að gera það sama og erum í sömu aðstæðum svo við styðjum hvert annað og fáum líka mjög góðan stuðning frá skólanum,“ bætir Svava við. Þegar hún f lutti til Danmerkur kunni hún ekki mikla dönsku en nú segist hún vera orðin reiprenn- andi í tungumálinu. „Ég lærði auð- vitað dönsku í skóla á Íslandi og stóð mig bara vel, en kunnáttan var tak- mörkuð. Svo þegar ég kom hingað og byrjaði að tala þá gat ég eiginlega ekki sagt neitt en verð betri og betri með hverjum deginum,“ segir hún. Þá segist Svava afar spennt fyrir því að búa bæði í Færeyjum og á Grænlandi. „Í Færeyjum munum við búa hjá fjölskyldum og það verður örugglega aðeins öðruvísi en örugg- lega heilmikið ævintýri,“ segir hún. „Svo held ég að það verði mjög áhugavert að búa á Grænlandi. Allir sem ég hef hitt segja að það sé mjög fallegt og ég held að það verði æðis- legt að vera þar og fá að upplifa allt aðra menningu,“ segir Svava. Námið er krefjandi en krakkarnir læra hefðbundin fög eins og stærð- fræði, náttúrufræði og eðlisfræði en þeir fá einnig tækifæri til að læra ýmislegt sem ekki er í boði hér, eins og norðurskautstækni. Guðrún Inga Sívertsen, þróunarstjóri Verzlunar- skólans, segir námið geta opnað margar dyr fyrir nemendur. „Þau fá danskt stúdentspróf á þremur árum sem er mjög gott upp á þeirra framhaldsnám og svo læra þau ýmsar spennandi námsgreinar, það að standa á eigin fótum og auð- vitað nýtt tungumál,“ segir hún. Opið er fyrir umsóknir í námið og hvetja bæði Svava og Guðrún áhugasama til að sækja um. „Við verðum með kynningarfund næsta þriðjudag þar sem við kynnum námið og svörum öllum spurning- um sem upp koma,“ segir Guðrún. Fundurinn fer fram í húsakynnum Verzlunarskóla Íslands klukkan 16. birnadrofn@frettabladid.is Stúdentspróf í fjórum löndum á norðurhveli Sex íslenskir framhaldsskólanemar stunda nám í Norður-Atlantshafsbekkn- um. Námið fer fram í Danmörku, Færeyjum, á Grænlandi og Íslandi. Við út- skrift hljóta nemendurnir danskt stúdentspróf sem veitir þeim gott tækifæri. Svo þegar ég kom hingað og byrjaði að tala þá gat ég eiginlega ekki sagt neitt en verð betri og betri með hverjum deginum Svava Þóra Árnadóttir, nemandi AUSTURLAND Kosin verður sveitar- stjórn í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi 18. apríl. Fimm listar hafa tilkynnt framboð, Fram- sóknarf lokkurinn, Miðf lokkur- inn, Sjálfstæðisf lokkurinn, VG og Austurlistinn, nýr listi félags- hyggjufólks. Fljótsdalshérað er langsamlega stærst þessara sveitarfélaga og þar fékk Héraðslistinn mest fylgi árið 2018, 31 prósent. Héraðslistinn gengur inn í Aust- fjarðalistann ásamt Seyðisfjarðar- listanum sem hefur nú hreinan meirihluta, 53 prósent. Á Djúpa- vogi og Borgarfirði var ekki kosið eftir hefðbundnum f lokkspólit- ískum línum. Gauti Jóhannesson, sveitar- stjóri Djúpavogs, leiðir lista Sjálf- stæðismanna. Flokkurinn fékk 27 prósent í Fljótsdalshéraði og rúm 31 prósent á Seyðisfirði í síðustu kosningum. Stefán Bogi Sveinsson, oddviti Framsóknarmanna í Fljótsdals- héraði, segir að uppstillingarnefnd sé nú að störfum og stilli líklega upp í kringum mánaðamót. Einn- ig að hann hafi gefið kost á sér til að leiða listann. Framsóknar- f lokkurinn fékk síðast 26 prósent í Fljótsdalshéraði og sextán prósent á Seyðisfirði. VG bauð ekki fram undir eigin merkjum 2018 en Miðf lokkurinn fékk rúm 17 prósent í Fljótsdals- héraði og stefnir á að stilla upp lista um mánaðamótin. Hannes Karl Hilmarsson, oddviti, segist ætla að gefa kost á sér áfram. – khg Framboðslistar taka á sig mynd Stefán Bogi Sveinsson. 2 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.