Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 64
Leikararnir í Exit eru tilbúnir í næstu þáttaröð. Sjónvarpsþættirnir Exit sem hafa vakið mikla athygli hér á landi verða fleiri. Þættina má sjá á vefsíðu RÚV. Norð- menn segja að um hálf milljón manna hafi horft á fyrsta þáttinn fyrstu dagana eftir frumsýningu og eru þeir kallaðir sjokk- þættirnir. Norska ríkissjónvarpið, NRK, hafði ekki áður fengið jafnmikið niðurhal á nokkrum þætti. Yfir ein milljón manna hefur séð þættina í Noregi. Nú er búið að ákveða framhaldsseríu. Þættirnir eru að sjötíu prósentum skrifaðir eftir því sem raunverulega gerðist meðal fjármálamanna á góðæristímabilinu fyrir hrun. Næstu þættir verða einnig byggðir á sönnum atburðum en höfundurinn hefur setið við og tekið viðtöl við fjármála- víkinga til að byggja framhaldið á. Sömu leikarar verða í seríu tvö. Konur fá þó meira vægi í framhaldinu. Framleiðendur telja að margir bíði eftir næstu seríu og segja að það eigi eftir að koma fólki á óvart hversu langt er hægt að ganga þegar nægir peningar eru til taks. Búist er við að nýju þættirnir fari í loftið í byrjun næsta árs. Framhald af Exit Hægt verður að skreyta tungumála- tré á Borgarbókasafni. MYND/GETTY Í dag klukkan 13.30 býður Borgar-bókasafnið, í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi og skóla- og frístundasvið Reykja- víkurborgar, öllum áhugasömum á tungumálabasar í Gerðubergi. Tilgangurinn er að fagna alþjóða- degi móðurmálsins og leyfa öllum þeim tungumálum sem töluð eru í umhverfinu okkar að blómstra. Það verða skemmtilegar tungu- málasmiðjur í hverju horni þar sem meðal annars verður hægt að skrifa bréf til vina og ættingja í öðrum löndum, skreyta tungumálatré með fallegum orðum á öllum heimsins tungumálum, föndra origami og kynnast mismunandi leturgerðum. Bókasafn Móðurmáls verður á staðnum og sér um skiptibóka- markað í samstarfi við Borgarbóka- safnið. Allir eru hvattir til að koma með barna- og unglingabækur á öllum tungumálum sem geta öðlast framhaldslíf og veitt öðrum gleði á nýjum heimilum. Móðurmálum verður fagnað Shirley Temple og Bill Robinson stíga sögulegan dans. MYND/GETTY Fyrir 85 árum, þann 22. febrúar árið 1935, var kvikmyndin Little Colonel frumsýnd. Myndin, sem byggð er á skáldsögu með sama nafni frá árinu 1985, skartar barnastjörnunni vinsælu Shirley Temple í aðalhlutverki ásamt þeim Lionel Barrymore og Bill Robinson. Í myndinni er sagt frá feðginum sem endurbyggja stirt samband sitt á árunum eftir bandarísku borgarastyrjöldina. Það gekk á ýmsu við tökur á myndinni og segir sagan að Shirley hafi verið svo minnug á línurnar að hún hafi eitt sinn hvíslað texta að gleymnum Barrymore sem fauk svo illilega í að starfsmaður sem var viðstaddur sá sig knúinn til þess að taka Temple og fara með hana inn í annað herbergi á meðan hann jafnaði sig. Myndin vakti mikla athygli á sínum tíma enda er sögulegt atriði í henni þar sem Shirley Temple og Bill Robinson, sem var dökkur á hörund, dönsuðu saman stepp dans í stiga. Var þetta í fyrsta skiptið sem fólk hvort af sínum kynþætti dansaði saman í kvikmyndasögu Bandaríkjanna. Atriðið þótti svo framsækið að það var raunar klippt út úr myndinni fyrir sýningar á henni í suður- ríkjum Bandaríkjanna. Sögulegur steppdans í stiga Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l Sími 554 5022 TILBOÐ SÚPA OG FJÓRIR RÉTTIR Kjúklingur í luxui sósu Núðlur með grænmeti Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu Svínakjöt í satey sósu Tekið með heim 1.890 kr. (á mann) Borðað á staðnum 2.200 kr. (á mann) Frábær hóptilboð Sjáðu öll tilboðin okkar á www.kinahofid.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.