Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 4
TÖLUR VIKUNNAR 16.02.2020 TIL 22.02.2020 130 milljónum dala nam arðgreiðsla álversins í Straumsvík til móður- félagsins Rio Tinto árið 2017. 40 prósent félagsráðgjafa sýna einkenni kulnunar í starfi sam- kvæmt nýrri rannsókn. 14 eigendur húsa í Stekkjahverfi kærðu deiliskipulag borgar- innar fyrir Elliðaárdal. 14,5 milljónir er talan sem fyrrver- andi framkvæmdastjóra Eyþings voru dæmdar í bætur vegna starfsloka hjá sveitarfélaginu. 87 prósent félagsmanna í aðildar- félögum BSRB samþykktu verk- fallsboðun í atkvæðagreiðslu . 40” BREYTTUR MEGA CAB HÖRKUTÓL SEM ENDIST GLÆSILEGT ÚTLIT, NÝJAR ÚTFÆRSLUR OG FJÖLMARGAR TÆKNINÝJUNGAR Í BOÐI. EIGUM TIL CREW CAB BIG HORN, LARAMIE, SPORT OG LIMITED ÚTFÆRSLUR TIL AFGREIÐSLU STRAX. EINNIG MEGA CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM . BJÓÐUM UPP Á 35”, 37” OG 40” BREYTINGAR RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.967.745 KR. ÁN VSK. RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK. ramisland.is UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 RAM 3500 Íslenski dansf lokkurinn frumsýnir verkið Rythm of Poison þann 28. febrúar. Í ráði er að bæta þremur fer­ fætlingum í dansflokkinn meðan á sýningu verksins stendur. Ekki er gerð nein krafa um að hundarnir séu dansmenntaðir. Þó verði smáhundar útilokaðir frá þátttöku og því aðeins leitað að meðalstórum og stórum hundum, öryggisins vegna. Mads Bryde Andersen prófessor f lutti erindi á aldarafmæli Hæstarétt­ ar Íslands. Andersen er umdeildur í danska fræðasam­ félaginu en hann hefur gagnrýnt bæði dómaframkvæmd MDE og aðild Danmerkur að honum. Hann hefur meðal annars talað fyrir því að Danir afturkalli aðild sína að Mannréttindasáttmála Evrópu til að komast undan áhrifum dómstólsins. Avi Feldman rabbíni segir íslenska gyðingasöfnuð­ inn afar þakk­ látan fyrir gjöf svissneskra hjóna, sem færðu söfnuðinum Torah. Hann segir Torah biblíu, hand­ skrifaða á fornhebresku, á perga­ ment sem hvert samfélag gyðinga verði að eiga. Gyðingar lesi og læri úr Torah og það tryggi þeim anda­ gift, gildi og leiðsögn. Þrjú í fréttum Hundar, prófessor og rabbíni Flestir fara til að starfa í byggingariðnaði, heilbrigðismálum eða ferðaþjónustu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ATVINNUMÁL EURES, vinnumiðlun Evrópusambandsins, fagnaði 25 ára afmæli fyrir skemmstu og Íslendingar hafa tekið þátt frá upp­ hafi í gegnum EES­samninginn. Tilgangurinn með stofnun EURES var að gera fólki kleift að nýta sér frjálsa för til vinnu. Á Íslandi hefur samstarfið helst nýst þegar kreppir að í efnahagslífinu. „Notkun EURES­vinnumiðlunar jókst töluvert í kringum banka­ hrunið og er að aukast aftur núna,“ segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, en stofn­ unin hefur umsjón með verkefninu hér á landi. EURES nær til allra Evrópusam­ bands­ og EFTA­landanna. Fram kom á þingi í tilefni afmælisins að 100 þúsund störf væru auglýst á hverjum degi í gegnum samstarfið, eða 75 á hverri mínútu. Þá hefðu 450 þúsund manns hlaðið upp starfs­ ferilskrám sínum þar og 1.000 ráð­ gjafar væru til aðstoðar. Stærstur hluti starfs þeirra snýst um að upp­ lýsa fólk um aðstæður á hverjum stað og kveða niður bábiljur sem oft eru til staðar. Samstarfið er ekki hagnaðardrif­ ið eins og aðrar vinnumiðlanir sem starfa á alþjóðlegum mörkuðum. Engu að síður nær EURES yfir á bil­ inu 30 til 40 prósent af evrópskum vinnumiðlunarmarkaði. Áhersla er lögð á að samstarfið sé fyrir alla, bæði faglærða og ófaglærða. Vinnumálastofnun heldur ekki nákvæmar tölur yfir hversu marg­ ar ráðningar raungerast, af hvaða þjóðerni fólk er og svo framvegis. Snýst aðkoma stofnunarinnar fyrst og fremst um auglýsingu og ráðgjöf en fólk hefur svo sjálft samband við vinnuveitendur. Karl segir að f lestir sem héðan fari í gegnum EURES fari til Pól­ lands, sem er þá líklega að stærstum hluta fólk af pólskum uppruna. Sama gegnir um Eystrasaltslöndin. „Við sjáum að helmingur þessa fólk kemur ekki aftur á atvinnuleysis­ skrá eftir þetta tímabil,“ segir hann. Einnig fara margir til Norður­ landanna og hafa fjölmörg störf verið auglýst í Noregi. Eftir banka­ hrunið fóru fjölmargir Íslendingar þangað, sérstaklega í byggingatengd störf og heilbrigðisstörf. Það eru enn tvær stærstu greinarnar auk ferða­ þjónustu. Flest störf sem eru auglýst hjá Vinnumálastofnun eru einnig aug­ lýst í gegnum EURES­kerfið. Flestir sem koma til Íslands er ungt fólk frá hinum Norðurlöndunum, sérstak­ lega til að starfa í ferðaþjónustu. En einnig frá Þýskalandi og víðar. Á þingi EURES kom fram að í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evr­ ópusambandinu muni hreyfan­ leiki vinnuafls í álfunni minnka að einhverju leyti, en Bretland hafði vissa yfirburðastöðu þegar kom að því að laða til sín faglært vinnuafl. Samstarf milli annarra landa hefur þó gengið einstaklega vel, til dæmis á milli Þýskalands og Spánar. Sumir hafa haft áhyggjur af því að hreyfanleikinn valdi svoköll­ uðum spekileka (e. brain drain) frá löndum Austur­ og Suður­Evrópu til norðurs og vesturs. Að skattfé fari í að mennta fólk sem þjóni síðan öðrum löndum. Mælingar EURES sýna hins vegar að flestir, sem flytja til að vinna, dvelji aðeins í fjögur til fimm ár og snúi síðan aftur heim. Margir starfi skemur en aðeins 20 prósent f lytji alfarið. Flestir snúa því fljótt aftur heim, með verðmæta reynslu og fé milli handanna. Fé sem stundum er nýtt til að koma á fót starfsemi í upprunalandinu. kristinnhaukur@frettabladid.is EURES-notendum fjölgar í kjölfar versnandi efnahags Flestir sem nota EURES hérlendis til atvinnuleitar í Evrópu fara til Póllands, líklega mest fólk af pólskum uppruna. Á Íslandi hefur EURES-samstarfið helst nýst þegar kreppir að í efnahagslífinu eins og núna er raunin. Til Íslands kemur aðallega ungt fólk frá Norðurlöndunum til þess að starfa í ferðaþjónustu. Íslendingar hafa tekið þátt í EURES-samstarfinu frá upphafi árið 1994. 2 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.