Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 24
ÞAÐ ER EKKERT AUÐVELT AÐ VERA ALLIR SAMAN ALLAN DAGINN SVONA LENGI. ÞAÐ ER ALVEG ERFITT AÐ VERA SAMAN Í ÞRJÁ DAGA Í VEIÐI EN ÞETTA VORU TVÆR VIKUR. Örn Marinó Að verða eitt með Almættinu er mark-mið margra. Sumir leita í hugvíkkandi efni, meinlætalifnað og íhugun. Aðrir fara f lóknari leiðir og stunda laxveiði með tilheyrandi hörmungum.“ Á þessum orðum hefst kvikmyndin Síðasta veiðiferðin sem frumsýnd verður í byrjun mars víða um land. Merkja má töluverða eftirvænt- ingu eftir myndinni sem fjallar um árlega laxveiðiferð karlahóps norður í land, enda laxveiði vin- sælt sport hér á landi, og veiði- hóparnir fjölmargir. Þó að sögu- þráður myndarinnar sem skartar þjóðþekktum leikurum verði ekki tíundaður hér má segja að þar fjari svo hratt undan að erfitt reynist að horfa upp á. Ekki síst þegar hand- ritshöfundarnir og leikstjórarnir, þeir Þorkell og Örn Marinó, sem saman kalla sig Markels-bræður, sverja og sárt við leggja, að allt hafi þetta gerst – og muni gerast aftur. Um er að ræða fyrstu leiknu mynd- ina undir þeirra stjórn en áður hafa þeir framleitt fjölda heimildar- mynda. Við mælum okkur mót árla morguns í upphafi vikunnar enda nóg um að vera hjá kvikmynda- gerðarbræðrunum nú þegar stytt- ist í frumsýningu. Þeir félagar eru jafnframt á leið á kvikmynda hátíð í Berlín þar sem þeir eiga fund með alþjóðleg u k vik my ndagerðar- fólki um endurgerð myndarinnar. Erlenda endurgerð telja þeir ansi líklega. „Þetta er mynd sem gengur í nán- ast hvaða þjóðfélagi sem er enda eru karlmenn jafnvitlausir hvert sem þú ferð,“ segir Þorkell í léttum tón en bætir við: „Og alveg jafn frá- bærir líka.“ Það er stutt í grínið og hláturinn hjá þeim félögum enda umræðu- efnið mynd sem ætlað er að kitla hláturtaugarnar þó að sjálfsögðu, eins og í öllu gríni, fylgi því einhver alvara. „Karlarnir engjast svona um eins og maðkur á öngli og vilja bara fá smá „break“. Veiðiferðirnar eru í raun þeirra útgáfa af húsmæðra- orlofi og ég veit ekki betur en það hafi verið stofnuð nefnd í kringum það hugtak.“ Femínískt brautryðjendaverk Eru karlmenn undir svo miklu álagi? Þorkell: „Já, það er þessi pressa á að standa sig. Annaðhvort brotn- arðu eða þú ferð í veiði. Og brotnar þar.“ Örn Marinó: „Veiðitúr er eins konar rússíbani. Þú ferð f ljótt upp og ert bara í frjálsu falli megnið af tímanum. Svo ertu aðeins farinn að stíga upp rétt áður en þú ferð heim.“ Þorkell: „Þú verður eiginlega að fara upp á við á leiðinni heim.“ Örn Marinó: „Ég hef alveg heyrt af fólki sem lítur á veiði sem holla útiveru. Ég hef ekki hitt svoleiðis fólk, en heyrt af því.“ Veiðið þið saman? Örn Marinó: „Jú, við erum búnir að veiða saman í 25 ár, eiginlega á hverju ári.“ Þorkell segir einn leikara mynd- arinnar, Hjálmar Hjálmarsson, hafa kallað hana femínískt braut- ryðjendaverk og hann verði að sam- sinna því þó svo aðalleikararnir séu allir karlkyns og söguþráðurinn hverfist í kringum þá. Þorkell: „Þetta er í raun míkró mynd af samfélaginu þar sem karl- mennirnir eru sífellt að reyna að halda andliti en það eina sem þeir vilja er að fá aðeins að slaka á. Kon- urnar sem koma fram í myndinni eru aftur á móti alltaf handhafar valdsins. Ég er búinn að segja þetta lengi, fólk fer alltaf að hlæja enda sér það bara yfirborðið. Þegar við svo vorum með forsýningu fyrir norðan þar sem myndin er tekin upp kom presturinn á Húsavík að máli við mig og hafði orð á þessu, hún sá þetta strax.“ Sannar veiðisögur Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnar- son segjast hafa mætt ákveðnum efasemd- um þegar þeir kynntu efni kvikmyndar sinnar, Síðustu veiðiferðarinnar, enda fjalli hún um miðaldra karlmenn í krísu. Þó svo myndin fjalli um miðaldra karla segir Þorkell hana í raun vera femínískt brautryðjenda- verk enda séu þær konur sem fram koma í henni undan- tekninga- laust hand- hafar valdsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Drógu frekar úr en hitt Eru karlar ekki málaðir frekar dökk- um litum í myndinni? Örn Marinó: „Nei, þetta er bara frekar raunsætt.“ Þorkell: „Það má frekar segja að við höfum dregið úr. Það verður líka að vera til efni í næstu myndir.“ Örn Marinó: „Ef við færum nú að segja frá öllu því sem komið hefur fyrir, bæði fyrir okkur sjálfa og aðra, þá myndi enginn trúa þessari mynd. Raunveruleikinn er alltaf langt á undan skáldskapnum.“ Þorkell: „Við hefðum ekki einu sinni hugmyndaflug í að koma með þessar sitúasjónir sjálfir – þetta er svo súrrealískt. Þegar dagfars prúð- asta fólk sleppir fram af sér beislinu. Það virðist oft vera þannig að menn komist í eins konar villimannagír þegar þeir komast út fyrir borgar- mörkin. Við vorum einmitt að ræða þetta við leikarana og flestir þeirra hafa verið að veiða og þekkja þetta af eigin raun. Þá var einn sem lýsti þessu þannig að þegar komið væri upp Ártúnsbrekkuna færi gríman að molna og héldi áfram þar til komið væri á veiðislóðir.“ Örn Marinó: „Þá er bara allt opið inn.“ Brjóta reglu með myndinni Veiðifélagar þekkjast þá væntanlega mjög vel? Örn Marinó: „Já, það er þannig og suma þeirra er alveg nóg að hitta bara einu sinni á ári.“ Þorkell: „Já, alveg plenty!“ Og það er regla, þangað til þessi mynd kemur út, að það sem gerist í veiði- túrnum verður eftir í veiðitúrnum.“ Örn Marinó: „Við erum líka búnir að læra það að þegar maður kemur heim og ætlar að fara að segja veiði- sögur endar maður einn að tala út í tómið. Það hefur enginn áhuga á að hlusta á þetta.“ Hefur allt gerst – oft Í upphafi myndarinnar kemur fram tilkynning um að hún sé byggð á sannsögulegum veiðiferðum og þó að blaðamaður sé nú nýbúinn að fá forskot á sæluna og horfa á Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 2 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.