Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 32
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Hér kemur æðislegur for-réttur fyrir frúna á konu-daginn. Salat með hörpu- skel. Með henni er baunastappa og gott salat. Þessi uppskrift miðast við fjóra. Blandað salat með hörpuskel 12 hörpuskeljar Baunastappa 1 hvítlauksrif 2 vorlaukar 1 msk. smjör 250 g frosnar baunir 1 dl kjúklingakraftur ½ tsk. salt ¼ tsk. pipar Skerið hvítlauk og vorlauk smátt. Steikið í smjöri þar til hann mýkist, ekki brenna. Bætið við baunum og látið malla í smá- stund. Hellið þá kraftinum yfir og látið suðuna koma upp. Notið töfrasprota til að mauka allt saman þannig að þetta verði eins og mjúk kartöf lumús. Haldið heitu þar til skelin er tilbúin. Salat 1 fennika 1 skallottlaukur 1 msk. ferskur graslaukur, smátt skorinn 2 msk. ferskt dill 1 granatepli 1 msk. sítróna Skerið fennel í þunnar sneiðar með ostaskera eða mandólíni. Leggið í ískalt vatn til að mýkja það. Skerið skallottlauk, graslauk og dill smátt. Hreinsið granateplið. Setjið smávegis salat á disk og fennel og granatepli þar yfir ásamt bauna- stöppunni. Hörpuskelin er pensluð með olíu og steikt á pönnu við háan hita þar til hún hefur fengið fallegan lit báðum megin. Bætið þá smávegis smjöri á pönnuna og saltið með sjávarsalti. Hörpuskelin þarf mjög stuttan tíma á pönnunni, bara eina til tvær mínútur. Leggið hörpuskelina ofan á baunastöppuna og berið strax fram. Pottréttur með nautakjöti Það getur verið hressandi á köldum vetrardögum að gera góðan pottrétt sem er einstak- lega góður en þarf smá tíma í eldun. Þessi réttur er súpergóður en nautakjöt passar honum best. Besta við réttinn er að það fer allt í einn pott sem er þægilegt. Með réttinum má hafa rauðvín svona af því að það er konudagur á morgun. Allir geta eldað þennan rétt og karlar ættu að elda fyrir konuna og gera henni glaðan dag. Uppskriftin getur dugað sex til átta manns. 1,5 kíló gott nautakjöt, skorið í bita 10 skalottlaukar, skornir til helminga 4-6 gulrætur, skornar í stóra bita 1,5 kg kartöflur 8 hvítlauksrif 1 stórt lárviðarlauf 500 g hakkaðir tómatar í dós 1 lítri nautakjötssoð 2 msk. balsamedik 2 msk. hveiti Salt og pipar Hitið ofninn í 150°C. Notið þykkbotna pott með loki sem má fara í ofn. Setjið edikið og tómatana í pottinn. Hrærið hveitinu saman við. Bragðbætið með salti og pipar. Bætið því næst öllu öðru sem á að fara í réttinn og sjóðið. Lækkið hitann og setjið lokið á pottinn. Látið malla smá stund en setjið síðan í ofninn og eldið áfram í tvær og hálfa klukkustund. Takið lárviðar- laufið frá og bragðbætið aftur með salti og pipar áður en borið er á borð. Súkkulaðiterta með ást og umhyggju Hér er uppskrift að mjög góðri súkkulaðitertu sem hægt er að gleðja ástina sína með á morgun. Enginn fær nóg af súkkulaði og þessi er alveg sérstaklega góð. Það eru einungis fjögur innihaldsefni. Berið kökuna fram með jarðar- berjum og bláberjum. 80 g smjör 225 g suðusúkkulaði 6 eggjarauður 6 eggjahvítur 115 g sykur Hitið ofninn í 135°C. Smyrjið kökuform og setjið örlítið kakó yfir. Bræðið smjörið og setjið súkkulaðið út í en gætið að því að lækka hitann alveg niður. Hrærið saman. Setjið blönduna í skál og bætið eggjarauðum út í og þeytið allt saman. Þeytið eggjahvít- ur í annarri skál þar til þær verða léttar og fínar. Bætið sykrinum saman við á meðan þeytt er. Bætið hvítunum smám saman við súkku- laðiblönduna. Hellið deiginu í bökunarformið. Bakið kökuna í 45 mínútur eða þar til hún losnar frá börmum. Kælið kökuna og berið síðan fram með berjum. Einnig má hafa þeyttan rjóma með eða ís. Fyrir konur á konudaginn Konudagurinn er á morgun. Þá er upplagt að gera sér glaðan dag og útbúa góðan kvöldverð fyrir konuna. Hér kemur þriggja rétta veisla sem ætti að gleðja alla og gera daginn eftirminnilegan. Dásamlega góð konudagsterta sem er æðisleg í eftirrétt. MYNDIR/GETTY Ljúf- fengur og bragðgóður pottréttur sem yljar í kuld- anum. Hörpuskel er einstaklega góð en hana má ekki elda nema í mjög stutta stund. Nánari upplýsingar veitir Júlíus á julius@fastus.is Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is WELLION GALILEO GLU/KET KETÓNAMÆLIR Blóðsykur- og ketónamælir í einu og sama tækinu Ketó-mataræðið (Ketogenic Diet) er búið að festa sig í sessi hjá stórum hóp Íslendinga. Margir hafa náð að léttast mikið og aukið vellíðan með ketóna lífstíl. Mataræðið er notað af mörgum sem úrræði gegn ýmsum kvillum og fyrir fólk sem vill léttast og lifa heilbrigðu líferni. Wellion ketóna- og glúkósamælirinn er samþykktur af heilbrigðisstarfsfólki og er notaður á mörgum háskólasjúkrahúsum víða um Evrópu. fastus.is Wellion ketónamælir: • Wellion GLU/KET mælir • 10 x Glúkósa strimlar • 1 x skotbyssa fyrir fingur • 10 x stungunálar • Veski fyrir mælinn • Auðlesinn bæklingur með myndum til útskýringa. Verð: 6.900 kr Verð: 3.100 kr Wellion ketónastrimlar: • 10 x Ketónastrimlar 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.