Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 63
Í fyrstu meðferð hverfa allra minnstu æðarnar og þær stærri dragast saman, í næstu skipti er haldið áfram þar til hægt er að loka æðunum alveg. Guðrún Jóhanna Friðriksdótt­ir hjá snyrtistofunni Haf­bliki sérhæfir sig í háræða­ slitsmeðferð með hljóðbylgjum. Hún segir að fólk eigi ekki að þurfa að sætta sig við háræðaskemmdir það sem eftir er. „Margir sem koma til mín eru búnir að gefa upp vonina og halda að það sé engin lausn. Flestir hafa prófað ýmsar meðferðir eins og til dæmis laser­ meðferð og halda að það sé eina lausnin en það er langur vegur frá því,“ segir Guðrún. „Ég er með tæki sem notar hljóð­ bylgjur sem vinna 100% á vanda­ málinu. Tækið er með margar sérhæfðar stillingar, eina fyrir blóðblöðrur, aðra fyrir háræða­ stjörnur, háræðaflækjur og svo framvegis. Háræðaskemmdir geta verið svo margslungnar.“ Yfirleitt þarf fólk að fara þrisvar í gegnum ferlið til að háræðarnar lokist alveg og fjórar til sex vikur þurfa að líða á milli meðferða. „Í fyrstu meðferð hverfa allra minnstu æðarnar og þær stærri dragast saman, í næstu skipti er haldið áfram þar sem frá var horfið þar til hægt er að loka æðunum alveg,“ útskýrir Guðrún. „Stundum þarf f leiri en þrjár með­ ferðir á háræðastjörnur því það er oft mikill kraftur í þeim. En þá er frítt að koma í meðferð eftir þriðja skiptið svo ég geti klárað að loka æðunum alveg. Eftir það koma þær ekki aftur og líkur á að fá nýjar háræðaskemmdir minnka. Það léttir á öllu kerfinu að vera laus við skemmdirnar. Það kemur samt ekki í veg fyrir að nýjar háræða­ skemmdir myndist ef fólk fer ekki varlega í sólinni eða miklu frosti eða ef hormónaójafnvægi verður. Hljóðbylgjurnar leita uppi blóð­ próteinið í skemmdum háræðum og þurrka það upp. Þannig er ég bara að meðhöndla skemmdar háræðar en ekkert annað í kringum þær.“ Árangurinn vel sjáanlegur Steinn Karlsson er einn þeirra sem hafa fengið lausn á sínum vanda hjá Guðrúnu á Snyrtistofunni Haf­ bliki. Hann var með mjög miklar háræðaskemmdir í andliti sem eru nú næstum allar horfnar en konan hans þakkaði Guðrúnu fyrir að hafa yngt manninn sinn um mörg ár. „Ég þurfti að fara í frekar mörg skipti og var lengi í einu. Þetta er ekki sérlega þægilegt en árangur­ inn er alveg vel sjáanlegur. Því er ekki hægt að neita,“ segir Steinn. Hann segist strax hafa séð mun eftir fyrstu meðferð á þeim svæðum sem Guðrún vann að í það skipti. „Ég var kominn með mjög miklar háræðaskemmdir og eins og Guðrún orðaði það við mig þá er ég mesta og stærsta lista­ Hljóðbylgjur eru varanleg lausn við háræðaskemmdum Háræðaskemmdir í andliti valda fólki oft miklum ama. Háræðaslitsmeðferð með hljóðbylgjum hefur reynst góð lausn á vandamálinu en hljóðbylgjurnar ná til svæða sem ekki er hægt að meðhöndla með lasermeðferð. Guðrún Jóhanna Friðriksdóttir segir hljóðbylgj- urnar leita uppi blóðpróteinið í skemmdum háræðum og þurrka það upp. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Steinn er eins og nýr maður eftir meðferðina. Steinn var með mjög mikið af háræðaskemmdum í andliti. verkið sem hún hefur gert fram að þessu. Þannig að hjá mér tók þetta nokkra mánuði. Maður þurfti tíma til að jafna sig inn á milli. Ég var smá rauður og aumur rétt á eftir en það var fljótt að jafna sig. Guðrún ráðlagði mér að nota krem talsvert á eftir og ég var duglegur við það fyrsta árið,“ segir Steinn. Steinn segist hafa rekist á aug­ lýsingu um meðferðina og ákvað að forvitnast um hana. „Ég kíkti til Guðrúnar og við bara drifum okkur í þetta. Meðferðin var ólík því sem ég hafði ímyndað mér. Það þarf þolinmæði þegar slitið er svona mikið. En Guðrún var búin að segja mér að árangurinn yrði góður, hún myndi ekki hætta fyrr og hún gerði það ekki. Enda er árangurinn ótvíræður enn þá rúmu ári seinna.“ FÓLK KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 2 2 . F E B R ÚA R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.