Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 8
Atkvæðagreiðsla um tillögu Eflingar – stéttarfélags um boðun samúðarverkfalls hjá skólum sem eiga aðild að Samtökum sjálfstæðra skóla Rafræn atkvæðagreiðsla hefst kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 25. febrúar 2020. Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 12.00 á hádegi laugardaginn 29. febrúar 2020. Þann 25. febrúar nk., kl. 12.00 á hádegi, hefst rafræn atkvæðagreiðsla um boðun samúðarverkfalls félagsmanna í Eflingu-stéttarfélagi sem starfa hjá skólum sem eiga aðild að Samtökum sjálfstæðra skóla (SSSK). Samúðarverkfall er boðað til stuðnings kröfum félagsmanna Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg í þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir vegna endurnýjunar kjarasamnings félagsins sem rann út þann 31. mars 2019. Samúðarverkfallið tekur til félagsmanna Eflingar sem vinna hjá skólum sem eiga aðild að Samtökum sjálfstæðra skóla (SSSK) og beinist því verkfallið einkum að eftirfarandi: • Vinagarður, Reykjavík (rekstraraðili: KFUM og KFUK á Íslandi) • Leikskólinn Sjáland, Garðabæ (rekstraraðili: Sjáland ehf.) • Leikskólinn Sælukot, Reykjavík (rekstraraðili: Sælutröð) • Leikskólinn Vinaminni, Reykjavík (rekstraraðili: Leikskólinn Vinaminni ehf.) • Leikskólinn Lundur, Reykjavík (rekstraraðili: Lundur ehf.) • Skerjagarður, Reykjavík (rekstraraðili: Skerjagarður ehf.) • Fossakot, Reykjavík (rekstraraðili: LFA ehf.) • Korpukot, Reykjavík (rekstraraðili: LFA ehf.) • Laufásborg, Reykjavík (rekstraraðili: Hjallastefnan ehf.) • Askja, Reykjavík (rekstraraðili: Hjallastefnan ehf.) • Barnaskóli Hjallastefnunnar Reykjavík, Reykjavík (rekstraraðili: Hjallastefnan ehf.) • Skóli Ísaks Jónssonar, Reykjavík (rekstraraðili: Skóli Ísaks Jónssonar ses.) • Regnboginn, Reykjavík (rekstraraðili: Dignitas ehf.) • Mánagarður, Reykjavík (rekstraraðili: Félagsstofnun stúdenta) • Sólagarður, Reykjavík (rekstraraðili: Félagsstofnun stúdenta) • Leikgarður, Reykjavík (rekstraraðili: Félagsstofnun stúdenta) • Ársól, Reykjavík (rekstraraðili: Skólar ehf.) • Suðurhlíðarskóli, Reykjavík (rekstraraðili: Kirkja aðventista) • Barnaheimilið Ós, Reykjavík (rekstraraðili: Barnaheimilið Ós) • Tjarnarskóli, Reykjavík (rekstraraðili: Tjarnarskóli ehf.) • Waldorfskólinn Lækjarbotnum, Kópavogi (rekstraraðili: Waldorfskólinn í Lækjarbotnum) Samúðarverkfallið er ótímabundið og hefst þann 9. mars nk. kl. 12:00 á hádegi. Atkvæðisrétt eiga félagsmenn Eflingar sem vinna í þeim skólum sem eru aðilar að SSSK sbr. framangreinda upptalningu. Fái einnhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki aðgang að atkvæðagreiðslunni, getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu Eflingar fram til loka kjörfundar og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram nauðsynleg gögn. Sjá nánari upplýsingar á www.efling.is Reykjavík, 22. febrúar 2020. Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík - Sími 569-6000 - www.os.is Ný áætlun Uppbyggingarsjóðs EES um endurnýjanlega orku, umhverfis- og loftslagsmál í Póllandi Opnunarráðstefna og samstarfsfundir 3. og 25. mars í Varsjá Opnunarráðstefna 3. mars í Varsjá Michał Kurtyka - ráðherra loftslagsmála í Póllandi Małgorzata J. Jedynak - ráðherra þróunarsjóðs og byggðamála í Póllandi Lilja Alfreðsdóttir - menntamálaráðherra frá Íslandi, Olav Myklebust - sendiherra Noregs í Póllandi Samstarfsfundur um umhverfis- og loftslagsmál 3. mars í Varsjá milli fyrirtækja frá Póllandi, Íslandi og Noregi Samstarfsfundur um endurnýjanlega orku, hitaveitur og vatnsafl 25. mars milli fyrirtækja frá Póllandi, Íslandi og Noregi Áætlunin um endurnýjanlega orku, umhverfis- og loftslagsmál í Póllandi, er sú stærsta sem Ísland tekur þátt í á alþjóðavettvangi er varðar baráttu við loftslagsmál. Mikil tækifæri eru fyrir fyrirtæki frá Íslandi í þessum málaflokkum og fundirnir því mikilvæg byrjun. Frekari upplýsingar og skráning má sjá á os.is MANNRÉT TINDI Umboðsmaður Alþingis ítrekar við stjórnvöld að virða sjálfsákvörðunarrétt fatlaðs fólks þegar teknar eru ákvarðnir sem hafa áhrif á hagsmuni þess og daglegt líf. Réttargæslumaður fatlaðs fólks leitaði til umboðs- manns fyrir hönd manns sem taldi sig ekki hafa óskað eftir dvöl á hjúkrunarheimili. Kvartað var undan starfsháttum fjölskyldu- sviðs sveitarfélags og umsóknum þess um færni- og heilsumat fyrir einstaklinginn, og dregið í efa að hann hefði óskað eftir dvöl á hjúkr- unarheimili. Að mati umboðsmanns var meðferð málsins hjá sveitar- félaginu ekki í samræmi við lög. Sveitarfélaginu hefði borið að tryggja að upplýst væri hvað lægi að baki umsókn viðkomandi um hjúkrunarheimili, en engin gögn lægju fyrir um samskipti hans við sveitarfélagið eða frekari gögn sem vörpuðu ljósi á hvenær hefði verið komist að þeirri niðurstöðu að dvöl á hjúkrunarheimili væri æskileg. Tók umboðsmaður fram að dvöl á hjúkrunarheimili geti haft miklar breytingar í för með sér fyrir fólk til langframa og vísaði til þeirrar áherslu sem lögð væri á sjálfsákvörðunarrétt fatlaðs fólks í lögum og alþjóðasamningum. Nauðsynlegt sé að fyrir liggi með skýrum hætti hvort viðkomandi hafi óskað eftir slíkri ráðstöfun og hvaða upplýsingar hann hafi fengið og þar með samþykkt. Á vef Umboðsmanns Alþingis segir að hann hafi vakið athygli heilbrigðisráðherra á álitinu og að athugað verði hvort gera þurfi lagabreytingar til að „tryggja betur sjálfsákvörðunarrétt fatlaðs fólks í lögum og stuðla að því að þeir sem sækja um dvöl á hjúkrunarheimili fái fullnægjandi fræðslu um áhrif þess á réttarstöðu sína og daglegt líf.“ – aá Sjálfsákvörðunarréttur fatlaðra virtur Umboðsmaður vill að skoðað verði hvort breyta þurfi lögum til að tryggja betur rétt fatlaðra. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR DÓMSMÁL Landsréttur þyngdi í gær refsingu rúmlega sjötugrar konu og dæmdi hana til fimm ára fangelsis- vistar fyrir tilraun til manndráps. Konan var sakfelld fyrir að hafa stungið tengdason sinn með hnífi í nóvember árið 2018. Héraðsdómur hafði dæmt konuna til fjögurra ára fangelsisvistar. Í dómi Landsréttar segir að ekk- ert hafi komið fram sem réttlæti að henni skuli ákveðin minni refsing en sem svarar til þeirrar fimm ára lágmarksrefsingar sem lög kveða á um fyrir brot af þessu tagi. Konan hefur ávallt neitað sök. Samkvæmt málavaxtalýsingu hafi hún verið að gæta barnabarna sinna meðan dóttir hennar var erlendis. Til snarpra orðaskipta hafi komið milli hennar og sam- býlismanns dótturinnar. Samkvæmt því sem fram kemur í dóminum átti verknaðurinn sér stað eftir að fólkið gekk til náða, en brotaþoli kveðst hafa vaknað við að tengdamóðir hans var komin inn í svefnherbergi til hans með hníf. Fram kemur að blað hnífsins hafi verið tæplega tuttugu sentimetra langt. Áður en tengdasyninum tókst að koma konunni út úr herberginu, hafi hún lagt til hans með hnífnum. Urðu af leiðingarnar þær að hann hlaut þriggja til f jögurra senti- metra breitt stungusár við fjórða og fimmta rifjabil fram hjá brjóst- kassa og inn í breiðasta bakvöðv- ann. Olli áverkinn meðal annars skaða á tveimur litlum slagæðum með verulegri blæðingu. Konan krafðist sýknu, meðal annars á grundvelli þess að hún hafi ekki haft ásetning til að valda manninum tjóni. Jafnframt að hana skorti sakhæfi og var þar vísað til andlegs ástands hennar. Svo sem fyrr segir varð niður- staða Landsréttar að konan skyldi sæta fangelsi í fimm ár. Jafnframt var konan dæmd til að greiða brota- þola rúmar 800 þúsund krónur í bætur. – aá Tengdamóðir fékk fimm ára dóm fyrir hnífsstungu Landsréttur þyngdi dóm yfir rúmlega sjötugri konu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Áður en tengdasyninum tókst að koma konunni út úr herberginu, hafi hún lagt til hans með hnífnum. 2 2 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.