Fréttablaðið - 22.02.2020, Side 64

Fréttablaðið - 22.02.2020, Side 64
Leikararnir í Exit eru tilbúnir í næstu þáttaröð. Sjónvarpsþættirnir Exit sem hafa vakið mikla athygli hér á landi verða fleiri. Þættina má sjá á vefsíðu RÚV. Norð- menn segja að um hálf milljón manna hafi horft á fyrsta þáttinn fyrstu dagana eftir frumsýningu og eru þeir kallaðir sjokk- þættirnir. Norska ríkissjónvarpið, NRK, hafði ekki áður fengið jafnmikið niðurhal á nokkrum þætti. Yfir ein milljón manna hefur séð þættina í Noregi. Nú er búið að ákveða framhaldsseríu. Þættirnir eru að sjötíu prósentum skrifaðir eftir því sem raunverulega gerðist meðal fjármálamanna á góðæristímabilinu fyrir hrun. Næstu þættir verða einnig byggðir á sönnum atburðum en höfundurinn hefur setið við og tekið viðtöl við fjármála- víkinga til að byggja framhaldið á. Sömu leikarar verða í seríu tvö. Konur fá þó meira vægi í framhaldinu. Framleiðendur telja að margir bíði eftir næstu seríu og segja að það eigi eftir að koma fólki á óvart hversu langt er hægt að ganga þegar nægir peningar eru til taks. Búist er við að nýju þættirnir fari í loftið í byrjun næsta árs. Framhald af Exit Hægt verður að skreyta tungumála- tré á Borgarbókasafni. MYND/GETTY Í dag klukkan 13.30 býður Borgar-bókasafnið, í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi og skóla- og frístundasvið Reykja- víkurborgar, öllum áhugasömum á tungumálabasar í Gerðubergi. Tilgangurinn er að fagna alþjóða- degi móðurmálsins og leyfa öllum þeim tungumálum sem töluð eru í umhverfinu okkar að blómstra. Það verða skemmtilegar tungu- málasmiðjur í hverju horni þar sem meðal annars verður hægt að skrifa bréf til vina og ættingja í öðrum löndum, skreyta tungumálatré með fallegum orðum á öllum heimsins tungumálum, föndra origami og kynnast mismunandi leturgerðum. Bókasafn Móðurmáls verður á staðnum og sér um skiptibóka- markað í samstarfi við Borgarbóka- safnið. Allir eru hvattir til að koma með barna- og unglingabækur á öllum tungumálum sem geta öðlast framhaldslíf og veitt öðrum gleði á nýjum heimilum. Móðurmálum verður fagnað Shirley Temple og Bill Robinson stíga sögulegan dans. MYND/GETTY Fyrir 85 árum, þann 22. febrúar árið 1935, var kvikmyndin Little Colonel frumsýnd. Myndin, sem byggð er á skáldsögu með sama nafni frá árinu 1985, skartar barnastjörnunni vinsælu Shirley Temple í aðalhlutverki ásamt þeim Lionel Barrymore og Bill Robinson. Í myndinni er sagt frá feðginum sem endurbyggja stirt samband sitt á árunum eftir bandarísku borgarastyrjöldina. Það gekk á ýmsu við tökur á myndinni og segir sagan að Shirley hafi verið svo minnug á línurnar að hún hafi eitt sinn hvíslað texta að gleymnum Barrymore sem fauk svo illilega í að starfsmaður sem var viðstaddur sá sig knúinn til þess að taka Temple og fara með hana inn í annað herbergi á meðan hann jafnaði sig. Myndin vakti mikla athygli á sínum tíma enda er sögulegt atriði í henni þar sem Shirley Temple og Bill Robinson, sem var dökkur á hörund, dönsuðu saman stepp dans í stiga. Var þetta í fyrsta skiptið sem fólk hvort af sínum kynþætti dansaði saman í kvikmyndasögu Bandaríkjanna. Atriðið þótti svo framsækið að það var raunar klippt út úr myndinni fyrir sýningar á henni í suður- ríkjum Bandaríkjanna. Sögulegur steppdans í stiga Opið alla daga vikunnar frá kl. 11:00 - 22:00 Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l Sími 554 5022 TILBOÐ SÚPA OG FJÓRIR RÉTTIR Kjúklingur í luxui sósu Núðlur með grænmeti Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu Svínakjöt í satey sósu Tekið með heim 1.890 kr. (á mann) Borðað á staðnum 2.200 kr. (á mann) Frábær hóptilboð Sjáðu öll tilboðin okkar á www.kinahofid.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.