Morgunblaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 1
 Norðaustanátt verður sennilega ríkjandi til jóla, að því er blika.is spáði í gær. Frá Snæfells- nesi og suður og austur um í Öræfi verður nær úrkomulaust næstu tíu daga, golustrekkingur, vægt frost og stjörnubjart. NA- og A-lands, frá Skaga og austur og suður fyrir miðja Aust- firði, verður óvenju úrkomusamt. Mikið mun snjóa, sérstaklega frá Tjörnesi og austan Möðrudalsfjall- garðs. Stutt verður í slyddu í byggðum Austfjarða. Veður skiptist í tvö horn næstu daga Spá Áfram snjó- koma á NA-landi. M I Ð V I K U D A G U R 1 8. D E S E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  297. tölublað  107. árgangur  Skyrgámur kemur í kvöld 6 dagartil jóla jolamjolk.is FINNST FRJÓTT ÍMYNDUNARAFL AÐLAÐANDI OPINBERUM LAUNÞEGUM FJÖLGAR BÚIÐ AÐ BORGA INN Á FLEIRI VÉLAR VIÐSKIPTAMOGGINN VIÐSKIPTAMOGGINNJÓN B.K. RANSU 26 Tveir menn slösuðust um borð í harðbotna léttbáti nýja Herjólfs í sumar er báturinn var sjósettur í fyrsta skipti. Annar mannanna hefur ekki verið vinnufær eftir at- vikið. Í skýrslu siglingasviðs rann- sóknanefndar samgönguslysa segir að bátnum hafi verið siglt of hratt miðað við aðstæður og skort hafi þekkingu og þjálfun á honum. Enginn af áhöfn léttbátsins hafði hlotið sérstaka þjálfun í notkun á hraðskreiðum léttbátum. Fram kemur í skýrslu RNS að samkvæmt upplýsingum frá skip- stjóra hafi hluti áhafnar lokið nám- skeiði bæði fyrir líf- og léttbáta og hraðskreiða léttbáta eftir atvikið og að til standi að senda fleiri á námskeið. Fleiri mál til skoðunar Slys á fólki um borð í þremur harðbotna RIB-hvalaskoðunarbát- um eru nú til athugunar hjá sigl- ingasviði rannsóknanefndar sam- gönguslysa. Um er að ræða bátana Ömmu Siggu, Ömmu Siggu II og Kjóa, en allir eru bátarnir gerðir út frá Húsavík. Fram kemur í fundargerð nefndarinnar frá síð- asta föstudegi að drög að loka- skýrslu hafi verið send aðilum til umsagnar. »2 Slys á fólki um borð í harð- botna bátum rannsökuð Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Á Skjálfanda Hvalaskoðunarbátur- inn Amma Sigga II á siglingu. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ákveðinn biðleikur hafi falist í því að halda stýrivöxtum óbreyttum á síðasta vaxtaákvörðunarfundi árs- ins í liðinni viku. Bankinn vilji ekki missa vaxtatækið úr höndunum með því að lækka vextina of skarpt og að nú hafi þótt heppilegt að staldra við. Þá séu væntingar um að aukinn slag- kraftur í umsvifum ríkisins muni hafa örvandi áhrif þegar kemur inn á nýtt ár. Í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMoggan- um í dag segir Ás- geir að viðskipta- bankarnir hafi að undanförnu endurverðlagt áhættuna í lánasöfn- um sínum og það hafi í einhverjum tilvikum kallað á vaxtahækkanir. Bagalegt sé að það tosist á við til- burði Seðlabankans til að lækka vaxtastig í landinu. „Ef vextir til heimila og fyrirtækja eru að hækka vegna hækkandi vaxtamunar þá gætum við þurft að bregðast við því,“ segir Ásgeir og bendir á að enn hafi bankinn borð fyrir báru í þeim efnum. Hann segir ekki tímabært að lækka eiginfjár- kvaðir á bankana sem þó munu hækka nú um áramótin. Hann við- urkennir þó að með sameiningu Seðlabanka og Fjármálaeftirlits aukist líkur á að samhæfa megi verk- efni sem snúi að peningastefnunni og fjármálastöðugleika. Nú um áramót fær Seðlabankinn í hendur ný verkfæri til þess að grípa inn í starfsemi bankakerfisins ef horfi í óefni. „… ef ríkið selur bankana, sem er æskilegt enda óheppilegt að ríkið sé með alla þessa fjármuni bundna í bankastofnunum, þá munum við ekki sýna neina linkind. Það er lærdómur sem við höfum dregið, að miklu fyrr yrði gripið inn í en reyndin var áður.“ Frekari lækkun kemur til greina  Seðlabankastjóri segir bankann munu bregðast við ef niðursveiflan verður meiri en nú sést í kort- unum  Aðrar leiðir séu þó færar til að örva hagkerfið  Skattalækkanir hafi örvandi áhrif á hagkerfið MViðskiptaMogginn Ásgeir Jónsson Jólahlé var gert á fundum Alþingis í gær og þingfundum frestað til 20. janúar. Atkvæði voru greidd um fjölda mála sem urðu að lögum. Þar á meðal lög um lengingu fæðingarorlofs. Leita þarf aftur til ársins 1995 til að finna fleiri mál sem afgreidd voru á þingi fyrir áramót. »2 Alþingi komið í jólafrí eftir starfsamt haustþing Morgunblaðið/Eggert  Þórdís Kol- brún Reykfjörð Gylfadóttir, iðn- aðar- og nýsköp- unarráðherra, lagði fram minn- isblað í ríkis- stjórn í sept- ember um flutningskerfi raforku. Í um- ræddu minn- isblaði er farið yfir lykilverkefni í flutningskerfi raforku og stöðu þeirra: „Verulegar tafir hafa orðið á mikilvægum framkvæmdum í flutningskerfi raforku og er staða þeirra ekki í samræmi við vilja Al- þingis … Fyrir því eru ýmsar ástæður sem m.a. má rekja til nú- verandi regluverks þegar kemur að leyfisveitingarferlum vegna fram- kvæmda, sem og málshraða innan lykilstofnana.“ Þórdís Kolbrún vill einfalda regluverkið. „Það eru mikil tæki- færi í því að samþætta leyfisveiting- arferlið sem er í einu orði sagt tæt- ingslegt og óskilvirkt. Við eigum að skoða það að sameina skipulags- þætti, umhverfismat framkvæmda og framkvæmdaleyfi í einn og sama farveginn strax í upphafi. Ekki til að draga úr kröfum eða aðkomu al- mennings heldur einfaldlega til að draga úr tvíverknaði og tímasóun,“ segir ráðherra. »4 „Tætingslegt og óskilvirkt“ Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.