Morgunblaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 24
VIÐTAL Kristján Jónsson kris@mbl.is Handknattleiksþjálfarinn Gunnar Magnússon átti sviðið í íþróttafréttum gærdagsins. Gunnar greindi frá því að hann myndi ljúka störfum hjá Haukum næsta sumar og taka við karlaliði Aftur- eldingar. „Ég er á mínu fimmta ári hjá Haukum. Í þessu starfi er viss kúnst að finna rétta tímapunktinn til að söðla um og erfitt að segja til um hvenær hann er. Ég tók í raun þá ákvörðun síðasta sumar að þetta tímabil yrði mitt síðasta með Haukaliðið. Ég velti því aftur fyrir mér í október og nóvember og komst að sömu niðurstöðu. Þetta er góður tíma- punktur fyrir mig og félagið að láta staðar numið eftir fimm ár,“ sagði Gunnar þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Starfsumhverfi þjálfara í íþróttunum er ekki það öruggasta sem fyrirfinnst á atvinnumarkaði og ákvörðun sem þessa ná ekki allir að taka á eigin forsendum. „Í því felast ákveðin forréttindi að geta kvatt fé- lagið og leikmennina í góðu. Sérstaklega við þess- ar aðstæður þegar liðinu gengur vel og allt er í blóma. Maður er ungur ennþá og á nóg eftir í þjálfun. Ég kem þá frekar aftur seinna og þjálfa hjá Haukum. Mér hefur fundist algerlega frábært að starfa hjá Haukum. Þess vegna vil ég skilja vel við og halda dyrunum opnum þannig að maður gæti snúið aftur síðar frekar en að vera of lengi í einu því menn lenda oft í því í þessu starfi að brenna inni. Sjálfur hef ég aldrei verið lengur en fimm ár í starfi sem þessu og tel það vera ágætt viðmið.“ Gott starf unnið í Mosó Gunnar þjálfar meistaraflokk karla hjá Hauk- um en er einnig íþróttastjóri handknattleiks- deildar. Hjá Aftureldingu bíður hans að þjálfa meistaraflokk karla en einnig yfirþjálfarastarf fyrir yngri flokka. „Starf mitt hjá Aftureldingu verður mjög svip- að og hjá Haukum. Ég mun taka þátt í að móta af- reksstefnu félagsins og byggja upp yngriflokka- starfið. Í Mosfellsbænum er mikill metnaður og ég kannast við marga sem koma að starfinu hjá Aftureldingu. Það hjálpar til. Ég veit að þar hefur verið unnið gott starf und- anfarin ár. Fyrir mig er spennandi að vera áfram í metnaðarfullu umhverfi. Þegar maður hefur verið hjá Haukum í fimm ár er ekki auðvelt að fara í annað lið en metnaðurinn er mikill í Mosfells- bænum og við munum reyna að halda áfram því góða starfi sem þar hefur verið unnið af Einari Andra Einarssyni og fleirum. Þegar maður veit að tekið er við góðu búi þá hefur það mikið að segja,“ sagði Gunnar. Velti þessu fyrir sér í sumar Þegar Gunnar hafði gert upp hug sinn og náð samkomulagi við Mosfellinga vildi hann hafa þau mál uppi á borðum þótt enn sé seinni helmingur tímabilsins eftir. „Ég var ekkert að opinbera til að byrja með að ég gæti hugsað mér að hætta hjá Haukum næsta sumar. En ég hef verið í góðu sambandi við Þor- geir (Haraldsson) og Aron (Kristjánsson). Þeir hafa verið vel upplýstir allan tímann og hafa skiln- ing á þessu. Mörgum finnst það vera skrítinn tímapunktur að semja um þjálfun hjá öðru liði á næsta tímabili þegar þetta tímabil er aðeins hálfn- að. Mér finnst hins vegar mikilvægt að vera heið- arlegur gagnvart leikmönnum og öllum sem eru í kringum liðið hjá Haukum. Allt einstaklingar sem ég hef átt frábært samstarf við. Að ekki sé eitthvert leynimakk á bak við tjöldin sem kæmi í ljós eftir tímabilið. Ég vil frekar hafa hlutina uppi á borðum og fara ekki á bak við einn eða neinn. Auk þess þarf maður að taka ákvarð- anir með einhverjum fyrirvara því þetta er jú mín atvinna. Eru þetta helstu ástæður þess að ég gekk frá mínum málum á þessum tímapunkti og til- kynnti það.“ Ekki laus við útþrá Gunnar fæddist árið 1977 en hefur verið meist- araflokksþjálfari um langa hríð. Hefur stýrt karlaliðum hjá Víkingi, Víkingi/Fjölni, HK, ÍBV og Haukum auk þess að hafa verið í þjálfarateymi karlalandsliðsins í mörg ár og stýrt kvennaliði Fylkis/ÍR. Gunnar hefur unnið bikara með fé- lagsliðum og til verðlauna með landsliðinu. Þar sem íslenskir handboltaþjálfarar hafa gert strandhögg erlendis síðasta áratuginn sérstak- lega vaknar sú spurning hvort útþráin blundi ekki í Gunnari? „Jú, það blundar svo sem í manni að fara í stærri deildir í Evrópu eins og þá dönsku eða þá þýsku. Maður skoðar reglulega hvað er í boði og þegar maður hefur metnað fyir þjálfuninni kitlar sú tilhugsun að reyna sig úti í heimi. Einhvern tíma í framtíðinni væri það spennandi en hug- urinn er heima næstu árin. Það er alveg ljóst. Ég er þriggja barna faðir og með stóra fjölskyldu. Ekki er hlaupið að því að rífa fjölskylduna upp,“ sagði Gunnar en hann segist aldrei hafa verið í þeirri stöðu að fara í samningaviðræður við erlend félög. Fyrst og fremst hafi verið þreifað á honum að utan í gegnum tíðina. „Ég var auk þess með langan samning við Hauka og var ánægður í því starfi. Að þjálfa Haukaliðið er í raun draumastarfið í handbolt- anum hér heima.“  Tekur við Aftureldingu næsta sumar  Heppilegt að söðla um eftir fimm ár Herforinginn Gunnar Magnússon leggur á ráðin með sínum mönnum í KA-heimilinu á Akureyri í vetur. Ekkert leynimakk hjá 24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 Heimsbikar félagsliða Undanúrslit í Doha: Flamengo – Al-Hilal ................................ 3:1 De Arrascaeta 49., Henrique 78., sjálfs- mark 82. – Al-Dawsari 18.  Flamengo mætir Liverpool eða Monter- rey í úrslitaleik á laugardaginn en Al-Hilal leikur um bronsverðlaunin. Leikur um 5. sætið: Al-Sadd – Esperance Túnis..................... 2:6 England Deildabikarinn, átta liða úrslit: Aston Villa – Liverpool ............................ 5:0 Þýskaland Augsburg – Fortuna Düsseldorf ........... 3:0  Alfreð Finnbogason lék ekki með Augs- burg vegna meiðsla. Werder Bremen – Mainz ......................... 0:5 Union Berlín – Hoffenheim..................... 0:2 Dortmund – RB Leipzig .......................... 3:3 Staðan: RB Leipzig 16 10 4 2 45:19 34 Mönchengladb. 15 10 1 4 31:18 31 Dortmund 16 8 6 2 40:22 30 Schalke 15 8 4 3 26:18 28 Bayern M. 15 8 3 4 41:21 27 Freiburg 15 7 4 4 24:18 25 Leverkusen 15 7 4 4 22:20 25 Hoffenheim 16 7 3 6 23:27 24 Wolfsburg 15 6 5 4 17:15 23 Augsburg 16 6 5 5 27:28 23 Union Berlin 16 6 2 8 19:22 20 E.Frankfurt 15 5 3 7 24:23 18 Mainz 16 6 0 10 25:38 18 Hertha Berlín 15 4 3 8 21:29 15 Werder Bremen 16 3 5 8 23:40 14 Düsseldorf 16 3 3 10 16:35 12 Köln 15 3 2 10 14:30 11 Paderborn 15 2 3 10 18:33 9 Holland Bikarkeppnin, 32 liða úrslit: Excelsior – Eindhoven............................ 0:2  Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Excelsior. KNATTSPYRNA KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Blue-höllin: Keflavík – Grindavík ............ 18 Origo-höllin: Valur – Haukar ................... 18 Smárinn: Breiðablik – Skallagrímur .. 19.15 DHL-höllin: KR – Snæfell................... 19.15 Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Origo-höllin: Valur – Haukar .............. 20.15 Í KVÖLD! HANDBOLTI Danmörk Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Aalborg – GOG .................................... 24:25  Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon er frá vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoð- arþjálfari liðsins.  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark fyrir GOG, eins og Arnar Freyr Arn- arsson. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 13 skot. Svíþjóð Varberg – Alingsås ............................. 25:31  Aron Dagur Pálsson skoraði þrjú mörk fyrir Alingsås. 1. deild kvenna ÍR – Fjölnir ........................................... 57:64 Hamar – Keflavík b ................... (frl.) 104:98 Grindavík b – Njarðvík ........................ 51:90 Staðan: Fjölnir 12 9 3 893:765 18 Keflavík b 12 8 4 898:855 16 Tindastóll 12 8 4 813:781 16 ÍR 12 7 5 756:676 14 Njarðvík 12 7 5 789:676 14 Hamar 12 2 10 710:865 4 Grindavík b 12 1 11 640:881 2 Svíþjóð Norrköping – Borås ............................ 73:83  Elvar Már Friðriksson skoraði 14 stig, tók þrjú fráköst og gaf níu stoðsendingar á tæpum 34 mínútum hjá Borås. NBA-deildin Detroit – Washington....................... 119:133 Toronto – Cleveland......................... 133:113 Milwaukee – Dallas .......................... 116:120 Oklahoma City – Chicago ................ 109:106 Houston – San Antonio .................... 109:107 Memphis – Miami............................. 118:111 Phoenix – Portland........................... 110:111 Staðan í Austurdeild: Milwaukee 24/4, Philadelphia 20/8, Boston 17/7, Miami 19/8, Toronto 18/8, Indiana 18/9, Brooklyn 14/12, Orlando 12/14, Char- lotte 12/17, Detroit 11/16, Chicago 10/19, Washington 8/17, Cleveland 6/21, New York 6/21, Atlanta 6/21. Staðan í Vesturdeild: LA Lakers 24/3, LA Clippers 20/8, Dallas 18/8, Denver 17/8, Houston 18/9, Utah 15/ 11, Sacramento 12/14, Oklahoma City 12/ 14, Phoenix 11/15, Portland 11/16, Minne- sota 10/15, San Antonio 10/16, Memphis 10/ 17, New Orleans 6/21, Golden State 5/23. KÖRFUBOLTI Suður-Ameríkumeistarar Flam- engo leika til úrslita í heimsbikar félagsliða í fótbolta eftir 3:1-sigur á Asíumeisturum Al-Hilal Saudi í undanúrslitunum á Khalifa- vellinum í Katar í gærkvöldi. Bras- ilíska liðið er að taka þátt í keppn- inni í fyrsta skipti og getur því orð- ið heimsmeistari félagsliða í fyrsta sinn í sögunni. Úrúgvæski landsliðsmaðurinn Giorgian De Arrascaeta og Bruno Henrique skoruðu fyrstu tvö mörk Flamengo og þriðja markið var sjálfsmark. Á laugardag freistar Flamengo þess til að verða fyrsta liðið utan Evrópu til að landa heimsbikar- meistaratitlinum síðan Corinthians vann 1:0-sigur á Chelsea í úrslitum 2012. Evrópumeistarar Liverpool og Norður-Ameríkumeistarar Mon- terrey mætast í síðari undanúrslita- leiknum í kvöld. AFP Markaskorari Bruno Henrique skoraði annað mark Flamengo í Katar. Brassarnir í úrslit Ljubomir Vranjes, þjálfari sænska handknattleiksliðsins Kristianstad sem Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson leika með, hefur verið ráðinn þjálfari karla- landsliðs Slóveníu. Hann mun stýra slóvenska liðinu á Evrópumótinu sem hefst 9. janúar en þar eru Slóvenar einmitt í riðli með Svíum og Vranjes, sem var lengi í sig- ursælu landsliði Svía, þarf því að stýra sínu nýja liði gegn löndum sínum. Slóvenar leika í F-riðli keppninnar í Gautaborg, þar sem Vranjes er fæddur og uppalinn, og mæta Pólverjum í fyrsta leik 10. janúar en síðan Svíum og Svisslendingum. Vranjes, sem heldur áfram þjálfun Kristianstad þrátt fyrir þetta aukaverkefni, var lengi leikstjórnandi sænska landsliðsins og varð Evrópumeistari með liðinu 1998, 2000 og 2002 og heimsmeistari 1999. Hann hefur áður stýrt landsliðum Ungverjalands og Serbíu og þjálfað Veszprém í Ungverjalandi og Flensburg í Þýskalandi. Hann vann Meist- aradeild Evrópu með Flensburg árið 2014. vs@mbl.is Vranjes á heimavelli á EM Ljubomir Vranjes Hinn íslenskættaði Hans Óttar Lindberg er elstur og reyndastur í 19 manna landsliðshópi Dana sem Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari tilkynnti í gær fyrir Evr- ópukeppnina í næsta mánuði. Heimsmeistaralið Dan- merkur mætir Íslandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Malmö í Svíþjóð laugardaginn 11. janúar. Hornamaðurinn Hans Óttar, sem á íslenska foreldra, er orðinn 38 ára gamall og hefur leikið með landsliðinu í sextán ár þar sem hann hefur orðið heims- og Evrópu- meistari. Hann missti hinsvegar af Ólympíuleikunum 2016 þegar Danir fengu gull undir stjórn Guðmundar Þ. Guðmundssonar. Hans er orðinn næstleikjahæsti lands- liðsmaður Dana frá upphafi og sá fimmti markahæsti en hann hefur spilað 265 landsleiki og skorað í þeim 743 mörk. Hans Óttar hefur leikið með Füchse Berlín í Þýskalandi frá 2016 og er samningsbundinn félaginu til 2021. Hann hefur spilað í Þýskalandi frá 2007 og lék fyrstu níu árin þar með Hamburg. vs@mbl.is Hans er elstur og reyndastur Hans Óttar Lindberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.