Morgunblaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is KRISTALSLJÓSAKRÓNUR í Glæsibæ Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristals- ljósakrónur, veggljós, matarstell, kristalsglös til sölu. BOHEMIA KRISTALL, Glæsibær. Sími 7730273 Til sölu Raðauglýsingar Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra Sveitarstjórn Rangárþings eystra samþykkti þann 12. desember sl. að auglýsa eftirfarandi deiliskipulagstillögur, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lambafell – Deiliskipulagstillaga Um er að ræða nýtt deiliskipulag, um 6,0 ha að stærð, fyrir hluta jarðarinnar Lambafell L163699 og Lambafell lóð 8 L200484. Skilgreind verður ein ný lóð, Lambafell 2 þar sem áformað er að reisa hótel með allt að 60 herbergjum fyrir allt að 130 gesti ásamt gestamóttöku, veitingasölu, aðstöðu fyrir starfsmenn auk heilsulindar. Lambafell lóð 8 verður stækkuð og útbúnir tveir byggingarreitir. Á byggingarreit B-01 er gert ráð fyrir 25 smáhýsum til útleigu með heildarbyggingarmagni allt að 350 m2 og gistirými fyrir allt að 50 manns. Á byggingarreit B-02 stendur gamla bæjarhúsið sem verður nýtt sem þjónustumiðstöð. Einnig verður heimild fyrir stækkun gamla íbúðarhússins um allt að 50 m2. Að auki er gert ráð fyrir allt að 50 m2 aðstöðuhúsi og baðaðstöðu. Ofangreinda deiliskipulagstillögu er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 18. desember 2019. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 29. janúar 2020. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli. F.h. Rangárþings eystra Guðmundur Úlfar Gíslason Skipulags- og byggingarfulltrúi Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Hreyfisalur- inn er opinn milli kl. 9.30-11.30. Jóga 60+ með Grétu kl. 12.15 og 13.30. Aðventusöngsund við píanóið með Helgu kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15. Bókaspjall með Hrafni kl. 15. Nánari uppl. í síma 411-2702. Árbæjarkirkja Opið hús, félagsstarf fullorðinna, í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13 til 15. Barna- og unglingakór Árbæjarkirkju ætlar að syngja með okkur jólalög og eiga með okkur notalega stund í aðdrag- anda jóla. Fáum okkur heitt súkkulaði og smákökur og þeir sem eiga, endilega koma í jólapeysu. Allir hjartanlega velkomnir. Árskógar 4 Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15. Brids kl. 12. Bónusbíllinn fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Innipútt og rafpíla kl. 13-14. Þáttur úr STIKLUM kl. 14.14-14.45. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. Sími 535-2700. Dalbraut 18-20 Samverustund í borðsal kl. 14 með sr. Davíð Þór frá Laugarneskirkju. Handavinnusamvera með Rannveigu kl. 9.30 í vinnu- stofu. Jólastemmning og huggulegheit. Dalbraut 27 Boctsía kl. 14 í parketsal. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Ljóða- hópur kl. 10-12. Hádegismatur kl. 11.30. Jólaball með jólasveini og börnum af leikskólanum JÖRFA kl. 13.30. Sungið og dansað kringum jólatréð í borðsalnum. Heitt súkkulaði og smákökur í boði hússins. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790 Félagsmiðstöðin Vitatorgi Minigolf kl. 10. Tölvu- og snjallsíma- aðstoð kl. 10.30. Kvikmyndasýning kl. 12.45. Frjáls spilamennska kl. 13-16.30. Hádegismatur frá kl. 11.30-12.30 alla daga vikunnar og kaffi frá kl. 14.30-15.30 alla virka daga. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Verið öll velkomin. Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 7.10/7.50/15.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 9.30. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 10.30. Jólafrí stólajóga, Jólafrí zumba. Gerðuberg 3-5 111 Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Qigong kl. 10-11. Leikfimi Helgu Ben kl. 11- 11.30. Útskurður /pPappamódel með leiðbeinanda kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Döff félag heyrnarlausra kl. 12.30-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 félagsvist. Guðríðarkirkja Litlu jólin félagsstarf eldri borgara miðvikudaginn 18. desember kl. 13:10. Helgistund í kirkjunni og syngjum jólasálma. Páll Benedikt kemur í heimsókn og les upp úr bók sinni um síldar- árin. Heitt súkkulaði og meðlæti 700 kr. Gullsmári Myndlist kl. 9. Gönguhópur kl. 10.30. Postulínsmálun, kvennabrids og silfursmíði kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Botsía kl. 10–11. Útskurður með leiðbeinanda, kl. 9-12, 500 kr. skiptið, allir velkomnir. Opin handavinna kl. 9–14. Hádegismatur kl. 11.30. Hraunsel Ganga í Kaplakrika alla daga frá kl. 8-12. Kl 11 línudans, kl. 13 bingó, kl. 13 handverk. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Zumba með Carynu kl. 12.30. Frjáls spilamennska kl. 13. Handavinnuhópur kl. 13-16. Korpúlfar Ganga kl. 10 í dag í Egilshöll og gengið frá Borgum, keila í Egilshöll kl. 10 í dag, frjáls spilamennska og qigong með Þóru Hall- dórsdóttur kl. 16.30 í dag í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, opin lista- smiðja, morgunleikfimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10.30-12, upplestur kl.11, félagsvist kl.13.30, heimildarmyndasýning kl. 16. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Gler / bræðsla kl. 9 og 13 á neðri hæð félagsheimilis- ins. Leir Skólaraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13. Í dag kl. 14.30 verður söngur og súkkulaði í salnum á Skólabraut. Samverustund í aðdraganda jóla. Nemendur úr Tónlistarskólanum, söngur og upplestur. Allir hjartanlega velkomnir ásamt gestum. Stangarhylur 4, Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10, kaffi og rúnnstykki eftir göngu. Vantar þig hjólbarða? FINNA.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á mbl.is alltaf - allstaðar ✝ GuðmundurViggó Sverr- isson fæddist á Setbergi á Skógar- strönd 4. október 1938. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. des- ember 2019. Foreldrar hans voru Sverrir Guð- mundsson, f. 1910, d. 1986, og Ólöf Guðrún Guðbjörnsdóttir, f. 1915, d. 2003. Systkini Guð- mundar eru: Jón Ingiberg, f. 1934, d. 2000. Ólafur, f. 1940. Gunnar Guðbjörn, f. 1943, d. 2002. Hulda, f. 1945. Þórdís Ingibjörg, f. 1946, d. 2011. Bjarnfríður, f. 1952. Guðmundur giftist 9. júní 1973 eftirlifandi eiginkonu sinni Ástu Angelu Grímsdótt- ur, f. 25. nóvember 1950. For- eldrar hennar voru Grímur Hallgrímsson, f. 1919, d. 1984, og Elínrós Eiðsdóttir, f. 1919, d. 1957. Saman eiga þau fjögur börn, þau eru: 1. Matthildur Ólöf, f. 1974, gift Skúla Péturs- syni, f. 1971. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. 2. Fanney Elínrós, f. 1976, gift Gunnari Ellertssyni, f. 1974, þau eiga sex börn, þar af eitt látið, og tvö barna- börn. 3. Pálmi Grímur, f. 1977, í sambúð með Bjarneyju Katrínu, f. 1980, eiga þau tvær dætur og á Pálmi tvö börn af fyrra sam- bandi, þar af eitt látið. 4. Guð- mundur Eiður, f. 1982, d. 2006. Guðmundur átti einn son, Sverri, f. 1968, af fyrra sam- bandi með Sigríði Jóhanns- dóttur. Guðmundur og Ásta bjuggu í Stóra-Langadal til ársins 1978, síðan í Hrísey til ársins 1981. Fluttu þá í Stykkishólm og voru þar til ársins 1986. Fluttu þá til Hafnarfjarðar þar sem þau hafa búið síðan. Útför Guðmundar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag, 18. desember 2019, klukkan 15. Elsku pabbi minn, hvað get ég sagt? 13. desember fékkstu hvíld- ina sem þú varst búinn að bíða eft- ir lengi miðað við þín veikindi. Varst löngu búinn að fá nóg og varst hvíldinni feginn og þvílíkur friður yfir þér. Ég veit að þér líður betur núna en eftir sitjum við hin með sorgina. Takk fyrir öll 43 árin sem þú gafst mér, elsku pabbi, án þín væri ég ekki hér. Nú kveð ég að sinni sjáumst síðar, pabbi minn. Elska þig endalaust Lát opnast himins hlið, þá héðan burt ég fer, mitt andlát vertu við og veit mér frið hjá þér. Þá augun ekkert sjá og eyrun heyra’ ei meir og tungan mæla’ ei má, þá mitt þú andvarp heyr. (V. Briem ) Þín dóttir Fanney Elínrós. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Hvíl þú í friði, elsku pabbi minn, og takk fyrir allt. Þín dóttir, Matthildur Ólöf. Guðmundur Viggó Sverrisson Minningarvefur á mbl.is Minningar og andlát Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að- gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.         þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber       ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina. www.mbl.is/andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.