Morgunblaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019
Opið virka daga kl. 11-18, laugardag og sunnudag kl. 13-17, Þorláksmessu kl. 11-19, lokað aðfangadag.Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
S
Versluninni lokað
30% afsláttur af öllum vörum
Washington, AFP. | Þingmenn stóru
flokkanna beggja í Bandaríkjunum
bjuggu sig undir hörð átök í full-
trúadeildinni í dag, þegar ákæra til
embættismissis á hendur Donald
Trump Bandaríkjaforseta verður
lögð fyrir deildina.
Talið er nær öruggt að ákæran,
sem er í tveimur liðum, verði sam-
þykkt í deildinni, sér í lagi eftir að
nokkrir demókratar, sem sitja í
þingsætum sem hallast til hægri,
lýstu yfir stuðningi við ákæruferlið,
þrátt fyrir að þeir eigi á hættu að
missa þingsæti sín í kosningunum á
næsta ári. Demókratar eru með 233
þingsæti af 435 í deildinni, en ein-
ungis þarf einfaldan meirihluta á
þessu stigi, eða 218 atkvæði, til þess
að Trump verði þriðji forsetinn í
sögunni til að vera ákærður til emb-
ættismissis. Aðeins tveir demókrat-
ar eru taldir íhuga að greiða at-
kvæði gegn ákærunum.
Afar ólíklegt er talið að öldunga-
deildin muni sakfella Trump, þó að
hann verði ákærður í dag, en til
þess þarf aukinn meirihluta þing-
manna efri deildar, eða 67 manns.
Til þess að svo megi verða þurfa 20
af 53 repúblíkönum að styðja sak-
fellinguna, ásamt öllum 45 þing-
mönnum demókrata og tveimur
óháðum. Nokkrir þingmenn repú-
blíkana í efri deildinni hafa þegar
lýst því yfir að þeir muni sýkna for-
setann, og segja ákærurnar upp-
spuna frá rótum.
Línur skerpast á þinginu
Fulltrúa-
deildin greiðir
atkvæði í dag
Formleg rannsókn gegn Donald Trump
Bandaríkjaforseta tekin upp
Þingnefndir rannsaka ásakanir
og leiða fram vitni í heyranda hljóði
Dómsmálanefnd fulltrúadeildar
semur ákæru og afgreiðir
Nei
Ákærur áfram til fulltrúadeildarRannsókn lýkur
Já
Trump áfram í embætti
Ákæruferli til
embættismissis
í Bandaríkjunum
Já
Fulltrúadeildin öll ræðir og kýs
um ákærurnar á hendur Trump Ef einfaldur meirihluti (51%) samþykkir ákærurnar
Trump áfram í embætti
Trump áfram í embætti
Nei
Ef fellt í atkvæðagreiðslu
Öldungadeildin réttar yfir forsetanum
og greiðir atkvæði um sekt eða sýknu
Trump er ákærður,
en ekki sviptur embætti
JáNei
Trump sviptur embætti
Pence varaforseti tekur við
Færri en 67 vilja sakfella Aukinn meirihluta, 67 atkvæði,
þarf til að sakfella forsetann
Þinghús Bandaríkjanna
í Washington-borg
AFP Photo/Saul Loeb
1
2
3
4
Demókratar eru með meirihluta
í fulltrúadeildinni
Repúblíkanar eru með meirihluta
í öldungadeildinni
Tvær ákærur úr nefnd 10. des:
Misbeiting valds og hindrun á
framgangi réttvísinnar
Hershöfðinginn
Pervez Mushar-
raf, fyrrverandi
forseti Pakistans,
var í gær dæmd-
ur til dauða fyrir
landráð. Er þetta
í fyrsta sinn sem
dómstólar í Pak-
istan dæma fyrr-
verandi yfirmann
pakistanska hers-
ins fyrir landráð og sendu leiðtogar
hersins frá sér í gær tilkynningu þar
sem úrskurður dómsins var for-
dæmdur.
Sagði í tilkynningu hersins að
glæstur ferill Musharrafs í þágu
hers, lands og þjóðar í meira en 40
ár hlyti að tákna að hann gæti ekki
verið föðurlandssvikari.
Réttarhöldin yfir hinum 76 ára
gamla Musharraf hófust árið 2013,
en þau fóru mestmegnis fram að
honum fjarverandi. Hann hefur ver-
ið í sjálfskipaðri útlegð frá árinu
2016, þegar hann fékk að yfirgefa
landið til þess að sækja sér lækn-
ismeðferð.
Snerust réttarhöldin einkum um
þá ákvörðun hans árið 2007 að setja
á herlög eftir umdeildar forseta-
kosningar þar sem hann var kosinn í
þriðja sinn. Lögfræðingur Musharr-
afs sagði að hann væri veikur og í
Dúbaí. Ekki væri ákveðið hvort
dómnum yrði áfrýjað.
Musharraf
dæmdur
til dauða
Pakistanski herinn
fordæmir dóminn
Pervez
Musharraf