Morgunblaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019
Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
19.990
3
LITIRÞÚ VELUREINN:)
VERÐ ÁÐ
UR
21.980
JÓLA
TILBOÐLENOVO TAB M7Höggvarin 7” spjaldtölva
og þráðlaus heyrnartól
FRÍTT
SENDUM
ALLAR VÖR
UR
ALLT AÐ 10
kg
ALLA DAGATIL JÓLA
OPIÐ10-19
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Tveir menn slösuðust um borð í hrað-
skreiðum léttbáti nýja Herjólfs 17. júlí
í sumar. Í skýrslu rannsóknarnefndar
samgönguslysa, siglingasviðs, segir
um atvikið að slysið megi rekja til
skorts á viðeigandi þekkingu báts-
verja og þjálfunarleysis á bátnum, auk
þess sem siglingahraði hafi verið of
mikill miðað við aðstæður.
Atvikum er lýst þannig að þegar
ferjan var fyrir utan höfnina hafi verið
ákveðið að tveir starfsmenn útgerðar-
innar, sem erindi áttu í land, yrðu
fluttir þangað með hraðskreiðum létt-
báti skipsins sem einnig var verið að
framkvæma prófanir á. Á leiðinni í
land fór báturinn, sem var með þrýsti-
drifi, fram af báru með þeim afleið-
ingum að starfsmennirnir tveir slös-
uðust.
Annar enn frá vinnu
Annar mannanna fékk brot í
hryggjarlið og samfallna tvo hryggj-
arliði, en hinn fékk samfallsbrot,
brjósklos og rófubein brotnaði.
Samkvæmt upplýsingum frá Guð-
bjarti Ellert Jónssyni, framkvæmda-
stjóra Herjólfs, er annar mannanna
enn að glíma við eftirköst slyssins og
hefur ekki snúið aftur til starfa. Hinn
maðurinn meiddist minna og missti
ekkert úr vinnu.
Skýrsla RNS var afgreidd á fundi
síðasta föstudag og segir í henni að við
rannsókn hafi komið fram að skip-
verjar Herjólfs hafi verið að prófa
bátinn og sjósetja hann í fyrsta skipti.
Fjórir skipverjar af Herjólfi og tveir
starfsmenn útgerðarinnar voru
fremst í léttbátnum og skall annar
þeirra sem slösuðust með höfuðið í
málmstykki fremst á léttbátnum og
féll síðan í botninn á honum. Hinn sat
á botninum þegar báturinn sigldi
fram af bárunni.
Enginn af áhöfn léttbátsins hafði
hlotið sérstaka þjálfun í notkun á
hraðskreiðum léttbátum en Slysa-
varnaskóli sjómanna býður upp á
námskeið í notkun þeirra. Í skýrsl-
unni er bent á að samkvæmt SOLAS-
samþykkt um öryggi mannslífa á haf-
inu eigi að lágmarki tveir skipverjar
að vera í áhöfn sem hafa hlotið þjálfun
í meðferð hraðskreiðra léttbáta og
stunda reglulegar æfingar á þannig
bátum. Vindur var 4-5 metrar af aust-
norðaustri og ölduhæð einn metri
þegar óhappið varð.
Fram kemur í skýrslunni að sam-
kvæmt upplýsingum frá skipstjóra
hefur hluti áhafnar lokið námskeiði
bæði fyrir líf- og léttbáta og hrað-
skreiða léttbáta eftir atvikið en til
stendur að senda fleiri. Í áhöfn Herj-
ólfs voru 10 skipverjar í þessari ferð
en aðeins fjórir þeirra voru lögskráð-
ir. Skýringar fengust ekki á því.
Siglingar hafa gengið vel
Aðspurður segir Guðbjartur að
siglingar Herjólfs í Landeyjahöfn
hafi gengið mjög vel í vetur. Í heildina
hafi veður og sjólag verið hagstætt
frá því að nýja ferjan var tekin í notk-
un 25. júlí og dýpið við höfnina ekki
takmarkað siglingar. Á þessu tímabili
segir Guðbjartur að ferðir í Land-
eyjahöfn hafi fallið niður í 20 daga,
fyrst og fremst vegna lagfæringa á
nýju ferjunni og uppsetningar á raf-
búnaði og tengingum. Hluta þess
tíma hafi gamli Herjólfur ekki getað
siglt í Landeyjahöfn vegna veðurs.
Tveir menn slösuðust um
borð í léttbáti Herjólfs
Siglt of hratt
Þekkingu skorti
Ljósmynd/Frá RNS
Slys Léttbáturinn siglir fram af bárunni við Landeyjahöfn.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Ásmundur Friðriksson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur sent for-
seta Evrópuráðsþingsins erindi þar
sem vakin er athygli á því að
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þing-
maður Pírata, hafi gerst brotleg við
siðareglur fyrir alþingismenn, fyrst
þingmanna. Bréfið var sent 9. des-
ember sl. og stílað á Liliane Maury
Pasquier, forseta þingsins.
„Mér finnst mikilvægt að gera við-
vart um þessi brot þingmannsins.
Þórhildur Sunna rækti ekki störf sín
af ábyrgð, heilindum og heiðarleika
samkvæmt áliti forsætisnefndar og
siðanefndar,“ segir Ásmundur í sam-
tali við Morgunblaðið og bætir við að
Evrópuráðsþingið ætti nú að íhuga
aðgerðir gagnvart þingmanninum í
ljósi þessa, en Þórhildur Sunna er
varaformaður Íslandsdeildar Evr-
ópuráðsþingsins og formaður laga-
og mannréttindanefndar Evrópu-
ráðsþingsins.
„Evrópuráðsþingið hefur ítrekað
lagt mikla áherslu á það við aðildar-
ríki sín að þau setji siðareglur fyrir
alþingismenn sem feli jafnframt í sér
viðurlög. Þá hefur Evrópuráðsþingið
sjálft sett sér siðareglur þar sem
kveðið er á um viðurlög við brotum,
til dæmis skerðingu réttinda innan
þingsins,“ segir Ásmundur.
Þá bendir hann einnig á að
Evrópuráðsþingið hafi áður látið
sig varða skipan Íslandsdeildar. Í
samræmi við það ætti þingið nú
einnig að láta sig það varða þegar
Íslandsdeildin skipar þingmann
sem gerst hefur brotlegur við siða-
reglur alþingismanna.
Skaðaði ímynd Alþingis
Umrædd ummæli Þórhildar
Sunnu féllu í viðtali í Silfrinu 25.
febrúar 2018. Komst hún svo að
orði að uppi væri „rökstuddur
grunur“ um að Ásmundur Frið-
riksson hefði „dregið sér fé, al-
mannafé“ þegar rætt var um akst-
ursgreiðslur til Ásmundar. Að mati
siðanefndar voru ummæli Þórhild-
ar Sunnu til þess fallin að kasta
rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess.
Á þetta mat nefndarinnar er meðal
annars bent í bréfinu til Evrópu-
ráðsþingsins.
Vekur athygli á
broti Þórhildar
Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir
Ásmundur
Friðriksson
Evrópuráðsþingið íhugi aðgerðir
„Við ætlum að telja niður 500 bestu
lögin frá áttunda, níunda og tíunda
áratugunum á Retró milli jóla og
nýárs. Þetta er heljarinnar verk-
efni og unnið myrkranna á milli við
að koma saman listanum, sem er
reiknaður út frá alls konar formúl-
um og breytum.“ Þetta segir Sig-
urður Þorri Gunnarsson, dagskrár-
og tónlistarstjóri útvarpsstöðvanna
K100 og Retró 89,5. Hann situr nú
langt fram á nætur og raðar saman
vinsælustu lögum umræddra ára-
tuga.
„Þetta er gert til þess að endur-
ræsa Retró, sem hefur verið jóla-
stöð núna í aðdraganda jóla. Stöðin
spilar alla jafna bestu tónlistina frá
1970 til 2000 en hefur undanfarið
helgað sig jólalögunum,“ segir Sig-
urður.
Retró hefur verið að sækja mjög í
sig veðrið í hlustun á þessu ári og
það er greinilegt að það er hljóm-
grunnur fyrir þessum gömlu og
góðu. „Við ætlum að fara enn
lengra á nýju ári með stöðina og
þessi listi er liður í að vekja enn
meiri athygli á henni,“ segir Sig-
urður.
Spurður hvað einkenni 500 vin-
sælustu lögin segir Sigurður að
sumt komi á óvart, annað ekki.
„Það er samt alveg klárt að það
verða ekki allir sammála um hvaða
lög eigi að vera efst á listanum. Ég
hlakka alla vega til að hlusta. Þetta
verður mjög skemmtilegt og um að
gera að hafa útvarpið í gangi milli
jóla og nýárs. Við hefjum leik
klukkan átta föstudagsmorguninn
27. desember. Niðurtalningunni
lýkur klukkan 18 mánudaginn 30.
desember. Við munum telja niður
alla dagana fram að því yfir dag-
inn.“ Hlustendur eru hvattir til að
senda inn sína tillögu að lagi á
heimasíðunni retro895.is.
Vinsælustu lög allra tíma á Retró
Sigurður Þorri Velur 500 lög.
Jólahlé var gert á fundum Alþingis í gær og var
þingfundum frestað til 20. janúar 2010. Þingið
samþykkti í gær að lengja fæðingarorlof úr níu
mánuðum í tólf. Það verður gert í tveimur skref-
um. Það fyrra vegna barna sem fæðast, eru ætt-
leidd eða tekin í varanlegt fóstur á næsta ári og
það síðara vegna barna sem fæðast, eru ættleidd
eða tekin í fóstur 1. janúar 2021 eða síðar. Alþingi
samþykkti m.a. lög um tímabundnar endur-
greiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, lög
um sviðslistir, lög um skráningu raunverulegra
eigenda, lög um landlækni og lýðheilsu, lög um
stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar o.fl. og
lög um kynrænt sjálfræði. Einnig veitti Alþingi 24
einstaklingum íslenskan ríkisborgararétt.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fór
yfir gang mála á haustþinginu í ávarpi í gær.
Hann sagði að þingið hefði verið starfsamt. Nú
hefði verið afgreiddur mesti fjöldi mála fyrir ára-
mót frá 120. þingi árið 1995. Framlögð stjórnar-
frumvörp voru 64 og stjórnartillögur 19 talsins.
Fjöldi þingmannamála var lagður fram eða 93
frumvörp og 99 tillögur. Auk þess lögðu nefndir
fram níu mál. Af þessum fjölda urðu 30 stjórn-
arfrumvörp að lögum og 15 stjórnartillögur voru
samþykktar. Þá urðu tvö þingmannafrumvörp og
níu nefndafrumvörp að lögum. Fimm þingmanna-
tillögur voru samþykktar.
„Það er sérstakt ánægjuefni og er til fyrirmynd-
ar hversu tímanlega Alþingi tókst að afgreiða fjár-
lög og var afgreiðsla þeirra að fullu í samræmi við
starfsáætlun. Sama gildir um flest fjárlagatengd
mál. Samþykkt fjárlaga 27. nóvember sl. var í
reynd tímamótaviðburður því fjárlög komandi árs
hafa ekki áður verið samþykkt svo snemma,“ sagði
forseti Alþingis. Hann sagði það hafa verið nokkur
vonbrigði hvað mörg frumvörp frá ríkisstjórn
komu seint fram og seinna en þingmálaskrá gerði
ráð fyrir. gudni@mbl.is
Mesti fjöldi mála frá 1995
Jólahlé var gert á fundum Alþingis í gær Fæðingarorlof lengt í áföngum
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Þingmenn kvöddust fyrir jólafrí í gær.
„Þetta var ekk-
ert venjulegt
veður en það
breytir því ekki
að við verðum að
vera undirbúin
og þetta minnir
okkur á hvar við
búum,“ sagði
Katrín Jakobs-
dóttir í gær þeg-
ar hún flutti
munnlega skýrslu á Alþingi um af-
leiðingar óveðursins í síðustu viku.
Hún sagði m.a. að horfa þyrfti aftur
til ársins 1973 til að finna álíka
norðanveður. Katrín sagði skelfi-
legt þegar ofsaveður ylli mann-
skaða. Slíkt tjón yrði aldrei bætt.
Hún nefndi veraldlegt tjón og
sérstaklega rafmagnsleysið sem
hefði haft ótrúlega mikil áhrif.
johann@mbl.is, gudni@mbl.is
„Þetta var ekkert
venjulegt veður“
Katrín
Jakobsdóttir