Morgunblaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019
✝ Hilmir Þor-varðarson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 26.
september 1934.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 7.
desember 2019.
Foreldrar Hilmis
voru Elín Jóns-
dóttir frá Ólafs-
húsum í Vest-
mannaeyjum, f. 6. ágúst 1910,
d. 6. mars 1993, og Þorvarður
Ingvarsson frá Stokkseyri, f.
28. júní 1906, d. 31. janúar
1942. Stjúpfaðir Hilmis var
Þórður Sveinsson frá Eyrar-
bakka, f. 3. október 1902, d. 19.
apríl 1967. Systkini Hilmis eru:
Jórunn Erla Þorvarðardóttir, f.
2. nóvember 1929, og Ríkarður
Ingvar Þorvarðarson, f. 29. maí
1931, d. 5. júní 1932. Hálfsystk-
ini eru: Þorvarður Þórðarson, f.
13. janúar 1946, og Sigríður
son. 2) Jón Bergur, f. 19. maí
1971, maki Sigríður Árný Júl-
íusdóttir. Barn þeirra er Æs-
gerður Elín, maki Kristján Árni
Jónsson.
Hilmir fæddist og ólst upp í
Vestmannaeyjum og fór oft á
sumrin í sveit að Presthúsum í
Reynishverfi. Hann kynntist
Ragnhildi á síldarvertíð á Seyð-
isfirði 1962 og flutti í framhald-
inu með henni upp á land 1963.
Gengu þau í hjónaband 3. júní
sama ár. Hilmir starfaði sem
bílamálari og sjómaður, lengst
af sem kokkur. Hann stofnaði
árið 1973 bílamálunarfyrirtæki
á heimili þeirra, Meðalbraut 18,
sem var kallað Seðill meðal
vina. Hilmir og Ragnhildur
stofnuðu leikfangaverslunina
Leikborg árið 1980 og árið
1988 stofnaði hann ásamt
Kjartani syni sínum Lakkhúsið.
Stuttu síðar kom Jón Bergur
sonur hans inn í fyrirtækið og
er það enn starfandi í eigu
hans. Starfsorku hélt hann
fram á síðasta dag og átti ný-
sköpun hug hans allan.
Útför Hilmis fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 18. des-
ember 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Sveinbjörg Þórð-
ardóttir, f. 4. júní
1954.
Hilmir kvæntist
Ragnhildi Kjart-
ansdóttur frá
Kópavogi, f. 30.
júlí 1939. Foreldr-
ar hennar voru
Kjartan Tómasson
frá Árbæjarhjá-
leigu í Rangár-
vallasýslu, f. 11.
desember 1899, d. 9. mars 1986,
og Lilja Ólafsdóttir frá Vík í
Mýrdal, f. 5. júní 1912, d. 26.
janúar 2006. Börn Hilmis og
Ragnhildar eru: 1) Kjartan, f.
21. maí 1964, maki Elísabet
Stefánsdóttir. Börn Kjartans
eru a) Ragnhildur Anna, maki
Árni Böðvar Barkarson, b)
Kristbjörn Hilmir, maki Jenný
Kristín Sigurðardóttir, c) Þor-
varður Bergmann, maki Alína
Vilhjálmsdóttir og d) Bergdís
Lind, maki Kristján Arnfinns-
Í dag er til moldar borinn
Hilmir Þorvarðarson, ástkær
faðir minn og afi barnanna
minna.
Ég var ekki nema 12 ára þeg-
ar ég fékk að hjálpa til á verk-
stæðinu hans. Ég veit ekki
hversu mikið gagn ég gerði en ég
fékk að vera með. Þessi sam-
vinna okkar átti eftir að vera
langvinn. Er ég fullorðnaðist
stofnuðum við Bílamálunina
Lakkhúsið og unnum þar saman
í nærri 20 ár. Samvinnan var ná-
in og mun þessi tími, sem mér
þykir óendanlega vænt um, lifa
með mér þar til við hittumst aft-
ur.
Margar góðar stundir áttum
við í vinnunni og margar eftir-
minnilegar uppákomur. Sérlega
skemmtileg var sú hefð er komst
á að gamlir félagar pabba vöndu
komur sínar á verkstæðið og
drukku saman kaffi á morgnana.
Þar voru heimsmálin rædd,
landsmálin ekki síður og oftar en
ekki leyst. Gamlar sögur úr Vest-
mannaeyjum undantekningar-
laust skeggræddar og endur-
sagðar reglulega, enda stærstur
hluti þessa stóra og skemmtilega
hóps ættaður og uppalinn í Eyj-
um.
Pabbi og mamma voru ein-
staklega samtaka í öllu sem þau
tóku sér fyrir hendur og veit ég
að missir mömmu er mikill. Þau
voru og eru ekta sálufélagar.
Saman byggðu þau æskuheimili
mitt Meðalbraut 18 og lögðu sjálf
með eigin hendi ófáar stundirnar
í þá uppbyggingu, hvort sem það
var við naglhreinsun eða annað. Í
þá daga þótti ekki óeðlilegt að
byggja eftir efnum og ástæðum.
Svo fyrst var svefnherbergisálm-
an gerð íbúðarhæf og bráða-
birgðaeldhúsi komið upp svo
hægt væri að flytja sem fyrst inn.
Þau sátu aldrei auðum hönd-
um og gerðu til að mynda upp
sumarbústað í Möðruvallalandi í
Kjós. Hann keyptu þau í bygg-
ingu.
Vandamál hafði komið upp við
byggingu hans hjá fyrri eigend-
um, því undir hann rann lækur
sem skekkti undirstöðurnar
hvern vetur. Pabbi færði lækj-
arfarveginn strax framhjá bú-
staðnum og að því loknu hóf
hann að tjakka upp bústaðinn og
rétta af undirstöður.
Næstu helgar næstu árin og
öll sumarfrí fóru í að gera þenn-
an bústað að sannkallaðri para-
dís. Skipti þá ekki máli hvernig
viðraði, þótt allt væri á kafi í snjó
og ófært alla leið að bústaðnum.
Var þá bara farið með timbur og
annað sem til þurfti á sleða sem
þau drógu með handafli. Eljan og
vinnusemin var aðdáunarverð.
Ekki liðu mörg ár eftir að bú-
staðurinn var tilbúinn að hann
var seldur.
Það var ekki eins gaman að
vera þar eftir að vinnu lauk. Þau
elskuðu að vinna saman.
Pabbi var mikill fjölskyldu-
maður og var honum mikilvægt
að allt gengi vel hjá öllum, var
hjálpað um leið ef þess þurfti.
Afa- og ömmubörnin voru enda
oft í heimsókn. Alltaf svo gott og
nærandi að koma til þeirra. Ég
vil sérstaklega þakka fyrir þenn-
an dásamlega tíma og er sökn-
uðurinn mikill. Manni finnst lífið
vera alltof stutt. En minningin
lifir.
Pabbi minn, ég sakna þín svo
mikið. Þú varst mín stoð og
stytta í öllu sem við tókum okkur
fyrir hendur. Ég veit þú tekur á
móti mér er minn tími kemur.
Kjartan Hilmisson.
Nú þegar jólaundirbúningur-
inn stendur sem hæst kveður
þetta jarðlíf einn af mínum bestu
vinum gegnum lífið. Við ólumst
upp í Vestmannaeyjum og var
stutt milli heimila okkar. Hilmir
eða Himmi eins og hann var allt-
af kallaður byrjaði snemma til
sjós og varð strax eftirsóttur
vegna dugnaðar og ósérhlífni og
get ég sagt með sanni að hann
var duglegasti og áhugasamasti
sjómaður sem ég hef verið með
til sjós.
Himmi lærði snemma mat-
reiðslu og eftir það var hann
matsveinn á aflahæstu skipum
landsins í mörg ár.
Seinna snéri hann sér að bif-
reiðamálun og réttingum, fyrst í
kjallara einbýlishúss hans í
Kópavogi, síðan þegar synir hans
urðu réttindamenn í faginu
stofnuðu þeir verkstæðið Lakk-
húsið í Kópavogi sem Jón Bergur
sonur hans rekur í dag.
Einhvern tíma hitti ég Himma
í frosti og þá sagði hann: nú er
blessuð hálkan komin og nóg að
gera.
Viku seinna hitti ég Himma og
var bíllinn þá klesstur að framan.
Ég spurði: Hvað kom fyrir?
Himmi svaraði: Helvítis hálk-
an, strákurinn var á bílnum og
lenti á svelli.
Himmi brýndi nýtni og spar-
semi fyrir sonum sínum og eitt af
því var að nýta sandpappírinn
vel, því sandpappírinn væri pen-
ingar, sagði hann.
Þeir tóku hann á orðinu
klipptu sandpappír í peninga-
stærð og laumuðu í veskið hans
áður en hann fór í bakaríið að
kaupa með kaffinu. Auðvitað
kom hann tómhentur til baka og
ávítaði hann strákana fyrir þetta,
en þeir sögðu: Pabbi, þú sagðir
að sandpappírinn væri peningar
og málið var útrætt.
Himmi hafði mikið hugmynda-
flug og var snjall að finna upp
lausnir til að létta störf eða gera
hluti þægilegri og auðveldari og
kallaði ég hann oft uppfinninga-
manninn, sem hann var nú ekki
ánægður með.
Fyrir áratugum fékk Himmi
gamla Eyjamenn til að mæta í
morgunkaffi og spjall á verk-
stæðinu, síðan fjölgaði í hópnum
svo að flutt var um set í bakarí
Reynis í Kópavogi og þar mætir
flesta daga dágóður hópur Eyja-
manna í kaffi og rökræður um líf-
ið og tilveruna.
Himmi hefur átt við vanheilsu
að stríða um nokkurt skeið, en
hann hefur ekki látið það stöðva
sig að mæta í Eyjakaffið á hverj-
um morgni og síðast þegar hann
mætti var hann keyrður heim
fársjúkur.
Fyrir nokkrum árum fór
Himmi til Eyja að fylgja gömlum
vini okkar.
Þegar hann kom til baka sagði
hann við mig: Nú þarf ég ekki að
fylgja þér þegar þú verður jarð-
aður. Af hverju? spurði ég. Hann
svaraði: Líkræðan hjá prestinum
var að mestu leyti sögur af þér,
svo að það var eins og verið væri
að jarða þig.
Því miður urðu þetta ekki orð
að sönnu þannig að það verður
ég sem fylgi Himma síðasta
áfangann, en við eigum ábyggi-
lega eftir að hittast hinum megin
og halda áfram að gera það sem
við lukum ekki við.
Ég vil að endingu þakka
Himma fyrir sanna vináttu um
leið og ég votta Lillu og Kjartani,
Jóni Bergi og fjölskyldum
dýpstu samúð.
Jón Berg Halldórsson
Nú er góður og heiðarlegur
drengur fallinn frá.
Við kynntumst Himma fyrir
litlum 48 árum, þegar við rákum
bílaverkstæði í Kópavogi, en á
sama tíma var Himmi með sitt
fyrirtæki í bílasprautun og áttum
við afar góð og farsæl viðskipti í
fjölda ára. Samhliða viðskiptun-
um skapaðist einlægt vinasam-
band milli okkar, margar góðar
ferðir, jafnt utanlands sem inn-
an, og fjöldi góðra stunda þess á
milli.
Himmi var einstaklega geð-
góður og skipti aldrei skapi, hann
bjó yfir sagnagleði sem gladdi,
oft á tíðum Vestmannaeyjasögur
sem voru oft ansi sérstakar.
Sem dæmi um okkar einstaka
vinskap ákváðum við nokkrir fé-
lagar að kaupa heila götu saman
og byggðum okkur raðhús þar.
Því vorum við svo lánsöm að geta
notið margra sunnudagsmorgna
með þeim hjónum, Himma og
Lillu. Þetta voru dýrmætar
stundir sem við erum þakklát
fyrir.
Skál fyrir öllu því smávægilega,
því sem er gleymt og grafið,
því sem tók ekki að nefna,
því sem gaf þó lífinu lit.
Elsku Lilla okkar og fjöl-
skylda, við sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
syrgjum góðan vin.
Viktoria og Örn.
Hilmir
Þorvarðarson
Elsku amma mín.
Það er skrýtin og
óraunveruleg til-
finning að sitja og
skrifa kveðjuorð til
þín, þú sem hefur verið risastór
partur af mínu lífi síðan ég man
eftir mér.
Allir sem þekkja fjölskylduna
og þekktu þig vissu að ég átti
hörðustu og svölustu ömmu í
heiminum.
Ása Bjarnadóttir
✝ Ása Bjarna-dóttir fæddist
10. ágúst 1927. Hún
lést 30. nóvember
2019.
Útförin fór fram
13. desember 2019.
Óeigingjarnari og
tryggari manneskju
hef ég aldrei kynnst,
fjölskyldan var allt-
af númer eitt og þú
varst dyggasti
stuðningsmaðurinn
okkar allra alveg til
enda. Það kemur því
engum á óvart að
pabbi er alveg eins
tryggur og traustur
og þú en hann var
eins og óhaggandi klettur þér við
hlið alveg til endaloka.
Þetta hefur ekki verið auðvelt
líf þegar þú varst ein með tvo
stráka á sínum tíma. Lífsbarátt-
an var harkaleg en þú gast þetta
og vel það. Þvílíkur nagli sem þú
varst elsku amma mín og fyrir-
mynd fyrir mig í dag.
Ég er þakklát fyrir minning-
arnar og tilfinningarnar sem
fylgja þeim. Ég fann alltaf að ég
gat treyst þér og að alveg sama
hvað, þá værirðu með mér í liði.
Ég man hlýjuna þegar við sát-
um bara tvær í Þórufellinu og
vorum að horfa á sjónvarp eða
spjalla saman. Ég man hvað mér
leið vel með þér, við skildum hvor
aðra á einhvern sérstakan hátt og
það var einstök tilfinning sem ég
tengi ekki við neinn annan en þig.
Það kom mér því skemmtilega
á óvart (en samt ekki) þegar
pabbi talaði um það hvað við vær-
um líkar, með sama svarta húm-
orinn og karaktereinkenni. Ég er
þakklát fyrir það því nú veit ég að
þú býrð í mér alltaf.
Alzheimerinn setti strik í lífs-
reikninginn eins og við var að bú-
ast. Ég viðurkenni alveg að ég
hræddist stundum að hitta þig
því mér fannst erfitt að þú gætir
mögulega ekki munað eftir mér.
En ég man líka hvað mér hlýn-
aði þegar þú horfðir á mig og
sagðir: „Nei, ert þetta þú, Erla
mín!“
Ég elska þig og sakna mikið og
þakka þér dýpst úr hjartarótum
fyrir allt það sem þú gafst og
kenndir mér.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Þín
Erla Stefánsdóttir.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð
vegna andláts og útfarar okkar ástkæru
móður, tengdamóður, ömmu, langömmu
og langalangömmu,
SVÖVU ÞÓRDÍSAR BALDVINSDÓTTUR,
Siglufirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss
Siglufjarðar fyrir góða umönnun.
Baldvin Júlíusson Margrét Sveinbergsdóttir
Theodór Júlíusson Guðrún Stefánsdóttir
Hörður Júlíusson Sigurlaug J. Hauksdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Með okkar bestu þökkum fyrir vináttu, stuðning og allan ykkar
hlýhug við fráfall föður okkar, sonar, bróður, mágs, frænda og
vinar,
MARGEIRS DIRE SIGURÐARSONAR.
Mía og Nói Margeirs Ásrúnarbörn
Halla Stefánsdóttir
Sigurður Gestsson og Kristín Kristjánsdóttir
Stefán Sigurðsson, Harpa Hlín Þórðardóttir og börn
Friðfinnur Sigurðsson, Saadia Auður Dhour og dætur,
Antonía Hölludóttir og Elmar Freyr Aðalheiðarson,
Ana Karen Jiménez Barba
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HREFNA JÓNSDÓTTIR,
Birkimörk 10, Hveragerði,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
7. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Jón Grétar Kristjánsson Barbara Formella
Kristín Kristjánsdóttir Ari Lárusson
Hrafnhildur Kristjánsdóttir Gunnar Grétar Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Við veraldleg
leiðarlok er margs
að minnast. Þau
óteljandi skipti sem pabbi
skutlaði mér upp á flugvöll og
sótti mig þangað eru aðeins
toppurinn á þeim ísjaka. Frá
honum hef ég ferðaáhugann og
ekki hefði ég fengið að sjá
nema brot af því sem ég hef
fengið að sjá ef ekki hefði verið
fyrir allan stuðninginn frá hon-
um og mömmu. Ég hefði bara
Þorvaldur Kristján
Sverrisson
✝ ÞorvaldurKristján Sverr-
isson fæddist 4.
ágúst 1954. Hann
lést 16. nóvember
2019.
Útför Þorvalds
fór fram 28. nóv-
ember 2019.
viljað óska þess að
pabbi hefði fengið
sömu tækifæri og
ég til að sjá heim-
inn en víða fór
hann þó samt og
naut þess í botn.
Nú hefur pabbi
fengið frið frá
veikindum sínum
og getur flakkað
um án fyrirhafnar
auk þess að synda
og hjóla eins og honum þótti
svo ljúft áður en veikindin
ágerðust. Aldrei mun ég
gleyma honum og alltaf minn-
ast hans með þakklæti fyrir allt
sem hann gaf mér og gerði fyr-
ir mig en fyrst og síðast fyrir
að vera sá faðir sem ég vildi
óska að öll börn ættu.
Baldur.