Morgunblaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019
Gæðavörur
í umhverfisvænum
umbúðum
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com,
kajaorganic@gmail.com
Hollt, bragðgott og þæginlegt
Vegan - Keto - Pascaterian - Glutenlaust
Sölustaðir: Hagkaup, Melabúð, Fjarðarkaup og Matarbúr Kaju Akranes
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þetta eru bækur fyrir þá sem hafa
áhuga á myndlist, ekki bara fyrir
innvígða í heimi samtímamynd-
listar,“ segir Jón B.K. Ransu, mynd-
listarmaður, myndlistarkennari og
rithöfundur, um bækurnar þrjár
sem hann hefur skrifað með það að
markmiði að „efla þekkingu á list-
gildi samtímans,“ eins og hann segir.
Þetta eru meðfærilegar bækur í litlu
broti og sú nýjasta kom út í liðinni
viku; Hreinn hryllingur: Form og
formleysur í samtímalist, nefnist
hún og fjallar um formgerð sem
Ransu segir vera áberandi, jafnvel
ríkjandi, í listum samtímans. Hann
segir að við stöndum í auknum mæli
frammi fyrir þeirri undarlegu þver-
sögn að laðast að listaverkum sem
virka í senn óþægileg, andstyggileg
og jafnvel ógnandi.
Í kynningu á bókinni segist hann
skoða formfræðileg einkenni slíkra
listaverka í tengslum við ótal kvik-
myndaminni og kenningar um eðli
hryllings. Leiðarstefið í bókinni er
hið kunna málverk Ópið eftir norska
listmálarann Edvard Munch, en
Ransu segir það snerta „merkilega
marga þætti hryllingsins, til dæmis
skynvillur, blendingsform, form-
leysur, úrkast, óhugnaðarkennd og
líkamshrylling.“
„Ég hugsa þetta sem upplýsinga-
rit. Það er lítið skrifað af bókum um
samtímalist og ég reyni að hafa bæk-
urnar aðgengilegar. Ég ákvað mark-
visst að bera saman formfræði
myndlistar og kvikmynda, en fólk
þekkir þann miðil betur. Þegar
fjallað er um myrkur, til að mynda í
verki eftir Harald Jónsson, þá skilur
lesendinn vel hvað átt er við þegar
það er borið saman við myrkuratriði
í kvikmyndinni The Silence of the
Lambs.“
Áhugi á hryllingstaugunum
Ransu segir að eins og í fyrri bók-
um raðarinnar, Listgildi samtímans
– handbók um samtímalist á Íslandi
og Málverkið sem slapp út úr ramm-
anum, þá tengist skrifin í senn hans
eigin listsköpun og því að hann hafi
mikið fengist við að kenna, bæði
fræðileg námskeið og handverk.
„Þegar ég var að kenna fræði-
legan áfanga um samtímalist í
Listaháskólanum, þá hjó ég eftir því
en nemendur voru iðulega áhuga-
samastir í umræðu sem snerti á
hryllingstaugunum. Það tengdist
þáttum sem ég fór um svipað leyti að
skoða í minni eigin myndlist en bæk-
urnar þrjár hafa allar tengst því sem
ég hef verið að fást við í myndlist-
inni. Bókin á undan þessari, Mál-
verkið sem slapp út úr rammanum,
er þannig tengd pælingum um eigin
málverk sem ég kallaði „Tómt“. Þar
vann ég flötinn út úr rammanum og
tæmdi hreinlega miðjuflötinn; lét
málverkið vera rammann. Út frá
þeim verkum gerði ég tilraun sem
snerist um tilfinningaleg áhrif þess
að horfa á það sem kalla má tómt.
Ég bjóst við að útkoman yrði andleg
ró en þess í stað hallaðist það að
hryllingstilfinningu yfir því að hafa
ekkert að horfa á.“
Skissar með skrifum
Ransu segir nýju bókina hafa tek-
ið að mótast þegar hann fór að velta
fyrir sér hugmyndum um hrylling-
inn í eigin list. „Í raun skissa ég fyrir
málverk með því að lesa og skrifa,“
segir hann. „Ég sanka að mér upp-
lýsingum og fer þannig að móta hvað
ég geri í myndlistinni. Upplýsing-
arnar hafa síðan orðið það yfirgrips-
miklar að ég hef unnið bækurnar út
frá þeim.“ Og Ransu hefur sett upp
sýningar út frá hryllingspæling-
unum. Hann kallaði þær Óp og mátti
meðal annars sjá í Listasafninu á
Akureyri og í Gerðarsafni.
„Mikilvægur útgangspunktur var
þegar ég fór til Noregs að sjá sýn-
ingu sem sett var upp á verkum
Munchs í tilefni af 150 ára afmæli
málarans. Út frá því ákvað ég að
vinna verk verk í tengslum við Ópið.
Ég fór að skoða hvað væri óp og ým-
islegt dróst inn í þær pælingar.“
Óp Munchs, það erkióp, varð því
að leiðarstefi í skrifunum.
„Málverkið Ópið leiddi mig í ýms-
ar pælingar um hrylling. Ég tek fyr-
ir þætti í málverkum á borð við lík-
amshrylling sem er nátengdur
mannlingnum skrítna sem stendur
fremst í málverki Munchs. Í mann-
lingnum í Ópinu má sjá kvíða, ótta
og örvæntingu en sjálf ógnin sem
Munch birtir okkur er blóðrauður og
bylgjandi himinninn. Í tengslum við
hana kviknar kaflinn í bókinni sem
helgaður er þeim óþægindum sem
við köllum skynvillu. Sem dæmi um
það má nefna op-list, sem spilar á
það hvernig við vinnum úr upplýs-
ingum lita og forma.“
Þá segir Ransu að fólk laðist iðu-
lega að verkum sem virka and-
styggileg og jafnvel ógnandi og
fjallar hann um það í einum kafl-
anum. Það er einmitt þverstæða
hryllingsins að fólk sæki til dæmis í
hrollvekjumyndir „Þá skiptir ímynd-
unaraflið miklu máli; hluti af hryll-
ingslist er skrímslaformunin og þar
fær ímyndunaraflið að leika lausum
hala. Okkur finnst frjótt ímyndunar-
afl aðlaðandi, þótt það geti verið
óþægilegt og ógnandi.“
Líkamlegt úrkast
Stundum heyrist sagt að almenn-
ingur hreinlega óttist samtíma-
myndlist en eigi mun auðveldara
með að tengja sig við kvikmyndir.
„Samtímamyndlist í heild er gríð-
arlga vítt fyrirbæri, á meðan kvik-
myndaformið er innan ákveðnari
ramma, sem auðveldara er að skil-
greina. Formfræðilegur bakgrunn-
urinn er samt áþekkur en engu að
síður setjum við okkur í aðrar stell-
ingar fyrir samtímalist,“ segir
Ransu. Hann bætir við að þó sé
tungumál myndlistar alls ekki jafn
flókið og það kannski virðist vera,
eins og fólk sé fljótt að átta sig á sem
byrji að skoða og tileinka sér mynd-
málið. „Þessi nýja bók mín fjallar
þannig mikið um formfræði sem er
raðandi í samtímalist. Það er til að
mynda blendingsform, sem er tengt
hryllingsmyndinni. Skrímsli, vél-
verur og varúlfar eru allt blendings-
form, og sú formfræðihugsun er
mjög sterk í myndlist í dag. Endur-
speglast í formrænni samsetningu
en líka í því hvernig til dæmis mál-
verk og skúlptúr getur verið blend-
ingsform þar sem mörkin þeirra á
milli eru orðin óskýr. Blendingsform
er bara samruni ólíkra forma.
Ég skrifa líka um fyrirbæri eins
og formleysur og úrkast, þar sem í
listsköpun er fjallað um það sem er
inni í líkamanum, blóðið og allt ógeð-
ið, og það dregið út á yfirborðið“
segir hann og glottir. „Fólk sér
kannski myndlistarverk þar sem
listamaður vinnur með vessa og blóð
og það þykir ógeðsleg, en svo fer
þetta sama fólk í bíó á splattermynd
þar sem persónur eru afhausaðar og
vessar og blóð flæðir. Þá er það ekki
lengur óskiljanleg list heldur
skemmtun - í báðum tilvikum er þó
unnið með líkamlegt úrkast og hryll-
inginn sem því fylgir.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Uppfræðari „Þetta eru bækur fyrir þá sem hafa áhuga á myndlist, ekki bara fyrir innvígða,“ segir Jón B.K. Ransu.
„Ýmsar pælingar um hrylling“
Myndlistarmaðurinn Jón B.K. Ransu sendir frá sér þriðju bókina um samtímamyndlist
„Okkur finnst frjótt ímyndunarafl aðlaðandi, þótt það geti verið óþægilegt og ógnandi,“ segir hann
Stuttlistar níu verðlaunaflokka
Óskarsverðlaunanna 2020 voru
birtir í gær og er Hildur Guðna-
dóttir meðal þeirra tónskálda sem
komast á lista fyrir bestu frum-
sömdu tónlist. Hildur samdi tónlist-
ina við kvikmyndina Joker sem
hlotið hefur mikla athygli og lof.
Fríða Aradóttir og Heba Þórisdótt-
ir eru á stuttlista fyrir hár og förð-
un, Fríða fyrir Little Women og
Heba fyrir Once Upon a Time in ...
Hollywood. Allar gætu þær hlotið
tilnefningu til Óskarsverðlauna en
tilnefningar verða kynntar 13. jan-
úar. Þess má geta að Hildur keppir
um tilnefningu við þekkt tónskáld,
þ.á m. John Williams, Alexandre
Desplat og Alan Silvestri.
Aðrar kvikmyndir á lista yfir
bestu frumsömdu tónlist eru Aven-
gers: Endgame, Bombshell, The
Farewell, Ford v Ferrari, Frozen
II, Jojo Rabbit, The King, Little Wo-
men, Marriage Story, Motherless
Brooklyn, 1917, Pain and Glory,
Star Wars: The Rise of Skywalker
og Us.
Stuttlisti yfir þær kvikmyndir
sem koma til greina sem sú besta
erlenda hefur einnig verið birtur
og er Hvítur, hvítur dagur ekki
þeirra á meðal en hún var framlag
Íslands til verðlaunanna. Mynd-
irnar á þeim lista eru The Painted
Bird frá Tékklandi, Les Misérables
frá Frakklandi, Atlantics frá Sene-
gal, Parasite frá Suður-Kóreu og
Dolor y gloría frá Spáni.
Óskarsverðlaunin verða afhent 9.
febrúar.
Hildur, Fríða og
Heba á stuttlistum
Níu verðlaunaflokkar Óskarsins
Spennandi Hildur Guðnadóttir
gæti hlotið tilnefningu til Ósk-
arsverðlauna á næsta ári.