Morgunblaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 25
Væri draumur að næla í bikar Nú þegar gert verður hlé á Olísdeild karla fram í febrúar sitja Haukar í toppsæti deildarinnar með 23 stig eftir fjórtán umferðir. Gunnar er því skilj- anlega ánægður með spilamennsku liðsins fram að þessu. „Ég vil kveðja á góðum nótum eins og ég segi og við erum í baráttu um alla titla í vetur. Auðvitað væri alger draumur að ná í titil á síðasta tímabilinu hjá Haukum. Við höfum spilað vel fyrir jól,“ sagði Gunnar en hvernig skýrir hann þann stöðugleika sem Haukar náðu í leik sínum strax í haust? „Liðsheildin er öflug og hefur verið okkar sterkasta vopn. Um þessar mundir er verið að velja einhver úrvalslið fyrir jól og við eigum ekki neina leikmenn þar. Okkar styrkleiki hefur því verið hversu margir hjálpast að og hversu margir taka af skarið. Við erum með góða blöndu leik- manna. Annars vegar unga og efnilega leikmenn en einnig eldri leikmenn með mikla reynslu og leiðtogahæfni. Þegar meiðsli hafa gert vart við sig hefur tekist að leysa það án þess að tapa stig- um.“ Deildin enn jafnari eftir áramót Í síðustu umferð fyrir hlé töpuðu Haukar fyrir Stjörnunni í Garðabænum en höfðu ekki þurft að sætta sig við tap í fyrstu þrettán leikjunum. Garðbæingar eru jafntefliskóngar í vetur og eru í 8. sæti með 11 stig. Í þeim úrslitum kristallast væntanlega hversu sterk deildin er? „Jú, deildin er afar sterk og þess vegna er ég hrikalega ánægður með að fara í jólafrí með öll þessi stig. Ef þú skoðar til dæmis lið Stjörnunnar þá eru þeir feikilega vel mannaðir með góða menn í öllum stöðum. Stjarnan hefur verið á mik- illi uppleið og er í dag eitt besta lið landsins. Svo mættum við í TM-höllina og náðum ekki fram okkar besta leik. Þá fer illa gegn jafn góðu liði og Stjörnunni. Deildin er mjög jöfn og ég held að hún verði bara jafnari ef eitthvað er eftir áramót. Allir geta unnið alla og þannig verður það áfram. Þótt við séum á toppnum vitum við að mikið er eftir af deildakeppninni og við eigum eftir að spila við öll liðin sem eru nærri okkur í stigatöflunni.“ Hreint ekki verra að bregða sér af bæ Gunnar er aðstoðarþjálfari landsliðsins sem keppir á EM karla í janúar. Hann er ekki óvanur því að fara með landsliðinu á stórmót. Er ekki svolítið snúið fyrir þjálfara félagsliðs að fara frá á miðju tímabili? „Auðvitað verður maður að hafa góða aðstoð- armenn. Ég er með Maksim aðstoðarþjálfara og Fannar Karvel styrktarþjálfara auk þess sem Einar Jónsson (þjálfari 3. flokks karla) er í félag- inu. Liðið er því í góðum höndum. Ég hef farið á ansi mörg stórmót og yfirleitt hefur það komið betur út en ekki. Leikmenn fá smá frí frá mér og ég frá þeim. Maður hefur verið ferskari í febrúar. Ef ég horfi á gengi liðsins undanfarin ár þá hefur gengi liðsins verið verst þegar ég hef ekki farið á stórmót í janúar. Auk þess vinnur maður þetta með sínum mönnum þótt maður sé staddur í öðru landi. En það eru aðrir á gólfinu á meðan og ég óttast það ekki,“ sagði Gunnar Magnússon í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Gunnari ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019  Helena Sverrisdóttir, landsliðs- kona í körfuknattleik og lykilmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, kveðst leika á ný með liðinu frá byrj- un janúar en hún hefur misst af síð- ustu leikjum Valskvenna. Helena skýrði frá þessu á samfélagsmiðlum og kvaðst þar vilja „hreinsa upp mál- in fyrir slúðurbera, þáttastjórnendur og aðra,“ og taka fram að hún væri ekki á leið í eða úr aðgerð og sé ekki ólétt. Helena verður ekki með Val í lokaumferð ársins í Dominos-deild kvenna í kvöld þegar Hlíðarendaliðið tekur á móti hennar gamla félagi, Haukum.  Hollenski miðjumaðurin Giorgino Wijnaldum leikur ekki með Liverpool í dag þegar liðið mætir Monterrey frá Mexíkó í undanúrslitum heimsbikars félagsliða í fótbolta í Doha í Katar. Wijnaldum glímir við meiðsli aftan í læri og tilkynnt var í gær að hann væri ekki leikfær. Vegna meiðsla í hópnum hefur Jürgen Klopp bætt þremur leikmönnum við fyrir seinni leikinn í Katar á sunnudaginn þegar liðið leikur um gull eða brons. Þeir Sepp van den Berg, Ki-Jana Hoever og Harvey Elliott léku með Liverpool gegn Aston Villa í deildabikarnum í gærkvöld en héldu síðan af stað til móts við aðalliðið í Doha.  Ekki er ljóst hvort Gylfi Þór Sig- urðsson spilar með Everton gegn Leicester í enska deildabikarnum í fótbolta í kvöld. Hann missti af leikn- um við Manchester United á sunnu- daginn vegna veikinda og Duncan Ferguson bráðabirgðastjóri Everton sagðist vonast eftir því að Gylfi gæti spilað en það myndi ekki skýrast fyrr en á síðustu stundu.  Elvar Már Friðriksson hélt góðri spilamennsku sinni í sænsku úrvals- deildinni í körfubolta áfram í gær. Hann skoraði 10 stig, gaf 9 stoðsend- ingar og tók 3 fráköst fyrir Borås í 83:73-útisigri á Norrköping. Borås hefur unnið fjóra leiki í röð og er í toppsætinu með 26 stig eftir 16 leiki. Elvar hefur skorað 17 stig og gefið 8 stoðsendingar að meðaltali í vetur.  Arnari Gunnarssyni hefur verið sagt upp störfum hjá þýska hand- boltafélaginu Krefeld. Arnar tók við þjálfun Krefeld fyrir tímabilið, en gat aðeins einu sinni fagnað sigri í sex- tán leikjum í B-deildinni.  Þýska knattspyrnufélagið RB Leip- zig staðfesti við Kicker í gær að það hefði gert Erling Haaland, hinum 19 ára gamla markaskorara Salzburg í Austurríki, tilboð. Íþróttastjóri félags- ins, Markus Krosche, sagði að nú vissi Haaland hvað væri í boði hjá Leipzig og hvaða hlutverk honum sé ætlað í liðinu, og boltinn sé hjá hon- um. Haaland hefur verið sterk- lega orð- aður við Man- ches- ter United en hann hefur skorað 28 mörk í 22 leikj- um fyrir Salz- burg á árinu, átta þeirra í Meist- aradeild Evrópu. Eitt ogannað Yngsta byrjunarliðið í sögu Liver- pool fékk skell gegn Aston Villa í undanúrslitum enska deildabikars- ins í fótbolta í gærkvöldi, en loka- tölur urðu 5:0. Meðalaldur leikmanna Liverpool var aðeins 19 ár og 182 dagar, en liðið var rúmlega tveimur árum yngra en það sem mætti Plymouth í enska bikarnum fyrir tveimur ár- um. Fimm leikmenn léku sinn fyrsta leik, en aðallið Liverpool er mætt til Katar í heimsbikar fé- lagsliða. Aston Villa nýtti sér það og vann afar öruggan sigur. Liðið er komið í undanúrslit keppninnar í fyrsta skipti síðan 2013, er það fór alla leið í úrslit. Liverpool er enn í fínum málum á leiktíðinni og á möguleika á að vinna fjórfalt; ensku úrvalsdeildina, heimsbikar félagsliða, enska bik- arinn og Meistaradeild Evrópu. AFP Skellur Aston Villa átti ekki í vandræðum með að vinna ungt lið Liverpool. Táningarnir fengu skell Ekkert saknæmt átti sér stað er ÍR og Tindastóll mætt- ust í Dominos-deild karla í körfubolta í síðustu viku. Grunur lék á að leikmenn Tindastóls hafi hagrætt úrslit- unum, þar sem mikil breyting varð á stuðlum á veð- málasíðum skömmu fyrir leik. ÍR vann leikinn 92:82. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði í yfirlýsingu í gær að leikurinn hafi verið rannsakaður ítarlega og nið- urstaðan væri sú að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað í Seljaskóla. „Allar líkur eru á að þegar það verður á allra vitorði að Tindastóll hafði ferðast í rútu í nokkra klukkutíma til að komast í leikinn og að leiktíma hafi verið breytt úr 19:15 í 20:00 örfáum klukkutímum fyrir leik að þá hafi nokkrir tipparar talið að ferðalagið myndi sitja í liðsmönnum Tindastóls og að sigurlíkur ÍR hefðu þar að leiðandi aukist. Viðkomandi tipparar hafi því tippað á forgjöf- ina á erlendum vefsíðum. Ekki þarf umtalsverðar fjárhæðir til að stuðl- arnir breytist á þann hátt sem reyndin varð,“ segir m.a í yfirlýsingunni. Engin hagræðing í Breiðholti Hannes S. Jónsson Knattspyrnusamband Íslands stað- festi í gær að A-landslið karla myndi mæta Pólverjum í vináttu- landsleik í Poznan næsta sumar. Leikurinn fer fram þriðjudaginn 9. júní, viku áður en Ísland mætir Portúgal í fyrsta leiknum á EM í Búdapest, fari svo að íslenska liðið komist í gegnum umspilið í mars og í lokakeppnina. Ísland hefur fimm sinnum tapað fyrir Pólverjum, síð- ast 4:2 í Póllandi 2015, og einu sinni gert jafntefli, 1:1 á Laugardalsvell- inum í ágúst 2001. Mæta Pólverj- um í Poznan Ljósmynd/Foto Olimpik Júní Ragnar Sigurðsson mætir Robert Lewandowski í Poznan. Haukur Þrastarson, Selfossi ................... 109/11 Ásbjörn Friðriksson, FH .......................... 107/24 Guðmundur Á. Ólafsson, Aftureld ........... 94/33 Kristján Örn Kristjánsson, ÍBV................. 93/0 Anton Rúnarsson, Val ............................... 89/46 Hergeir Grímsson, Selfossi ...................... 88/36 Breki Dagsson, Fjölni ................................ 86/27 Kristján Orri Jóhannsson, ÍR .................... 81/0 Birkir Benediktsson, Aftureld................... 81/0 Leó Snær Pétursson, Stjörnunni .............. 77/30 Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni......... 76/0 Sturla Ásgeirsson, ÍR ................................ 75/35 Hákon Daði Styrmisson, ÍBV ..................... 75/31 Þorgrímur S. Ólafsson, Fram .................... 70/7 Þorsteinn G. Hjálmarsson, Aftureld ........ 68/0 Dagur Gautason, KA.................................. 67/6 Hafþór Már Vignisson, ÍR ......................... 66/0 Magnús Óli Magnússon, Val ..................... 65/5 Björgvin Þór Hólmgeirsson, ÍR ................. 62/2 Mörk/vítaköst, byggt á hbstatz.is Markahæstir Sigurður Ingiberg Ólafsson, ÍR ...... 178 35,0% Arnór Freyr Stefánsson, Aftureld .. 155 32,3% Lárus Helgi Ólafsson, Fram............ 150 33,6% Davíð H. Svansson, HK.................... 147 32,1% Phil Döhler, FH ................................ 144 32,5% Jovan Kukobat, KA........................... 131 28,1% Grétar Ari Guðjónsson, Haukum .... 121 36,0% Daníel Freyr Andrésson, Val ........... 121 36,6% Bjarki Snær Jónsson, Fjölni ............. 96 27,4% Varin skot/hlutfall varinna skota, byggt á hbstatz.is Markvarslan Haukur Þrastarson, Selfossi .......................... 80 Hafþór Már Vignisson, ÍR ................................ 56 Breki Dagsson, Fjölni ...................................... 54 Tumi Steinn Rúnarsson, Aftureldingu ........... 54 Einar Rafn Eiðsson, FH .................................... 51 Ásbjörn Friðriksson, FH .................................. 50 Atli Már Báruson, Haukum ............................. 48 Þorgrímur S. Ólafsson, Fram .......................... 45 Tjörvi Þorgeirsson, Haukum........................... 44 Patrekur Stefánsson, KA ................................ 43 Dagur Arnarsson, ÍBV ..................................... 42 Magnús Óli Magnússon, Val............................ 36 Aki Egilsnes, KA............................................... 35 Fannar Þór Friðgeirsson, ÍBV .......................... 35 Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni ............... 35 Árni Steinn Steinþórsson, Selfossi ................ 32 Kristján Örn Kristjánsson, ÍBV ....................... 32 Andri H. Friðriksson, Fram .............................. 32 Birkir Benediktsson, Aftureldingu.................. 31 Byggt á hbstatz.is Stoðsendingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.