Morgunblaðið - 18.12.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019
✝ Jónas Guð-laugsson fædd-
ist á Eyrarbakka
22. júlí 1929. Hann
lést á heimili sínu
29. nóvember 2019.
Foreldrar Jónasar
voru þau Ingibjörg
Jónasdóttir, hús-
móðir, f. 22.3. 1905,
d. 4.11. 1984, og
Guðlaugur Pálsson
kaupmaður, f. 20.2.
1896, d. 16.12. 1993. Systkini
Jónasar eru: Guðrún, Ingveldur,
látin, Haukur, Páll, Steinunn og
Guðleif. Eiginkona Jónasar var
Oddný Sigríður Nicolaidóttir, f.
2.12. 1930, d. 5.3. 2014. Börn
Jónasar og Oddnýjar eru 1)
Ingibjörg, f. 1950, maki Gísli
Ólafsson, f. 1946, þeirra börn
Lilja, Aðalheiður og Ólafur, 2)
og hóf nám í rafvirkjun hjá
móðurbróður sínum Kristni og
vann við rafstöðina á Eyrar-
bakka sem Kristinn rak. Jónas
flutti til Reykjavíkur á 17. ári og
hélt áfram námi hjá Segli, raf-
vélaverkstæði. Hann kvæntist
eiginkonu sinni, Oddnýju Sig-
ríði Nicolaidóttur, 19. apríl
1951.
Jónas var um tíma á sjó sem
vélstjóri á dagróðrabátum sem
gerðir voru út frá Reykjavík.
Hann byrjaði eigin rekstur í bíl-
skúr á Lindargötunni, stækkaði
við sig með aðstöðu í Skipholt-
inu og flutti fyrirtækið þaðan í
Dugguvoginn. Árið 1964 flutti
fjölskyldan á Sauðárkrók þar
sem hann rak fyrirtækið í 4 ár.
Hóf rekstur Vélsmiðju Jónasar
Guðlaugssonar að nýju í Reykja-
vík og rak hana til dauðadags.
Útför Jónasar fer fram frá
Fella- og Hólakirkju í dag, 18.
desember 2019, og hefst athöfn-
in kl. 13.
Garðar, f. 1951, d.
1955, 3) Nicolai, f.
1954, maki Ásta
Bjarney Péturs-
dóttir, f. 1955,
þeirra börn Dagný
Rós og Bjarni
Garðar, 4) Jónas
Garðar, f. 1959,
maki Jóhanna V.
Gísladóttir, f. 1962,
þeirra börn Hanna
Lilja og Matthías,
5) Guðlaugur, f. 1960, maki Guð-
rún Axelsdóttir, f. 1962, þeirra
börn Jónas, Þórir, Fannar og
Sindri, 6) Sigurður, f. 1966,
maki Bjarnþóra María Páls-
dóttir, f. 1971, börn Sigurðar,
Ísak Aron, Sigríður Agnes og
Oddný Soffía. Börn Bjarnþóru,
Páll Axel og Ásdís María.
Jónas ólst upp á Eyrarbakka
Pabbi, smiður þúsund þjala,
þessi þrjú orð lýsa honum svo
vel. Í blaðaviðtali árið 1961 sagði
hann: „Þegar mig vantar eitt-
hvað, þá smíða ég það sjálfur.“
Blaðamaðurinn var orðlaus yfir
öllum hugmyndunum sem hann
fékk og framkvæmdi, svo fáein
dæmi séu tekin: búsáhöld, skó-
horn, hilluberar fyrir hansahill-
ur, rafmagnsdósir í allt Bakka-
hverfið í Breiðholtinu,
fánastangir, kolur og síðustu 20
ár meðal annars vegstikufætur
og skiltafestingar fyrir Vega-
gerðina. Auk þess smíðaði hann
stóran hluta þeirra véla og
stansa sem þurfti fyrir fram-
leiðsluna. Árið 1965, í öðru blaða-
viðtali norður á Sauðárkróki,
spurði blaðamaðurinn hvaða
menntun hann hefði, hvort hann
hefði engin tæknileg próf sem
gerðu honum kleift að smíða all-
ar þessar vélar og framleiða
flókna hluti, svaraði hann: „Ég
hef bara bílpróf.“ Já, pabbi var
hugvitsmaður af Guðs náð og
þúsundþjalasmiður. Hann rak
eigið verkstæði í Reykjavík í
upphafi, byrjaði í litlum skúr á
Lindargötunni, stækkaði við sig
með aðstöðu í Skipholtinu og
flutti verkstæðið þaðan í Duggu-
voginn. Árið 1964 flutti fjölskyld-
an á Sauðárkrók þar sem hann
rak fyrirtækið í 4 ár og veitti
fjölda manns atvinnu. Þá söðlaði
hann um, seldi fyrirtækið til Kr.
Kristjánssonar og gerðist verk-
smiðjustjóri þar um tíma. Hann
hóf fljótlega sjálfstæðan rekstur
að nýju og rak Vélsmiðju Jón-
asar Guðlaugssonar þar til yfir
lauk, 28. nóvember sl. Stærsta
sorgin í lífi pabba var barnsmiss-
ir. Það á enginn að þurfa að jarða
barnið sitt, en frammi fyrir þeirri
skelfilegu staðreynd stóðu for-
eldrar mínir árið 1955 þegar
Garðar bróðir lést eftir snörp
veikindi tæplega fjögurra ára.
Það er ekki hægt að gera sér í
hugarlund hvernig ungum for-
eldrum líður að standa við gröf
litla barnsins síns. Pabbi gat
aldrei sætt sig við andlát Garð-
ars. Og sorgin og söknuðurinn
settu aftur djúpt mark sitt á
pabba þegar mamma féll frá eftir
erfið veikindi árið 2014. Missir
hans var mikill og hann átti erfitt
með að sætta sig við fráfall henn-
ar. Mamma var hans besti vinur
og félagi, og hún gætti þess að
pabbi fengi allt það besta atlæti í
mat og drykk og öllu sem til
þurfti. Þau bjuggu sér fallegt
heimili í Hólaberginu, áttu gott
líf saman og nutu efri áranna og
afraksturs ævistarfsins. Pabbi
naut aðdáunar samferðafólks
fyrir vandaða framleiðslu, hug-
vitssemi og snilli í hönnun og alls
kyns úrlausnum flókinna verk-
efna. Söknuður og þakklæti fyllir
nú huga minn. Ég sakna þess að
koma ekki í hverri viku og hella á
könnuna, ég sakna þess að heyra
ekki gleðina í röddinni hans þeg-
ar ég hringi: „Sæl og blessuð,
Björgin mín“ og ég sakna þess að
finna ekki lengur hlýja kveðjuf-
aðmlagið hans. En ég er þakklát
fyrir allar yndislegu minningarn-
ar, þakklát fyrir allar samveru-
stundirnar í gegnum tíðina.
Pabbi fann að þrek hans dvínaði
og hann sagði stundum: „Ég er
alveg tilbúinn að fara, ég hlakka
svo til að hitta hana Addý mína.“
Hann kvaddi þetta jarðlíf með
reisn, búinn að skila sínu lífs-
starfi, sjálfstæður og engum háð-
ur og nú er hinsta ósk hans upp-
fyllt og þau mamma sameinuð á
ný.
Ingibjörg.
Í dag kveð ég hann pabba
minn, Jónas Guðlaugsson frá
Eyrarbakka.
Síðustu ár eða allt frá því
mamma dó 2014 efldist vinskap-
ur og tengsl okkar pabba mikið
en það síðasta sem ég hvíslaði að
mömmu er hún lá banaleguna
var að nú væri henni óhætt að
fara, við myndum hugsa vel um
pabba.
Ég er þakklátur fyrir allar
þær góðu stundir sem við áttum
síðustu árin hans, en við hjónin
lögðum okkur fram um að veita
honum sem mesta samveru því
einmanaleikinn knúði dyra hjá
pabba eftir að mamma kvaddi.
Þau voru ófá kvöldin sem við sát-
um í Hólaberginu, borðuðum
góðan mat, dreyptum stundum á
obbolitlu hvítvíni og ræddum
málin. Skemmtilegar frásagnir
pabba af strákapörum þeirra
bræðra, hans og Hauks, eru
ógleymanlegar. Lýsingar á sjó-
slysum í briminu á Eyrarbakka
þegar sjómenn fórust á róðrar-
bátum og engin leið að bjarga
þeim, vinnunni hans í rafstöðinni,
fyrstu árunum í Reykjavík, frá-
sagnir af hernáminu og svo
mætti lengi telja. Þetta og margt
fleira fór hann yfir með mér í
löngu símtali sem við áttum seint
að kvöldi þess 27. nóvember, lið-
lega sólarhring áður en hann
kvaddi þessa jarðvist. „Mundu
þetta vel Sigurður minn,“ sagði
hann og bætti svo við því sem
hann gjarnan sagði:
Ég er grimmur eins og ljón og
fastheldinn eins og krabbi. Oft-
ast var þetta nú sagt í léttari tón
en með alvarlegu ívafi.
Hann var stoltur af dagsverk-
inu, stóð sína plikt á verkstæðinu
sínu hvern einasta dag allt þar til
yfir lauk. Ætlaði raunar að vinna
til 100 ára aldurs og skemmta sér
svo næstu fimm árin þar á eftir.
Hann var nákvæmur og vand-
virkur hugverksmaður og járn-
smiður svo eftir var tekið. Út-
sjónarsamur og úrræðagóður,
alltaf tilbúinn að aðstoða og rétta
hjálparhönd.
Lífshlaup pabba var ekki dans
á rósum. Hann reyndi margt sem
við hin vildum ekki þurfa að tak-
ast á við. Barnsmissir markaði
djúp sár í sálina, sorg og reiði
sem pabbi vann aldrei úr. Hann
barðist alltaf áfram af ótrúlegri
þrautseigju og síðari ár uppskar
hann loks árangur erfiðis síns.
Eftir standa ljúfar og góðar
minningar um einstakan mann.
Það er við hæfi að enda þessi
skrif á ljóði eftir uppáhaldsskáld
pabba míns, Bólu-Hjálmar.
Mér er orðið stirt um stef
og stílvopn laust í höndum,
í langnættinu lítið sef,
ljós í myrkri ekkert hef,
kaldur titra, krepptur gigtar böndum.
Húmar að mér hinsta kvöld,
horfi eg fram á veginn,
gröfin móti gapir köld,
gref ég á minn vonarskjöld
rúnir þær er ráðast hinumegin.
Hvíl í friði elsku besti.
Þinn
Sigurður.
Með þakklæti og hlýju kveð ég
í dag elskulegan tengdapabba
minn.
Margir minnast þín fyrir verk-
og hugvit þitt en þú komst mér
fyrst og fremst fyrir sjónir sem
stoltur, réttsýnn og góður mað-
ur. Þú þurftir að hafa fyrir þínu,
lífið færði þér margvíslega erf-
iðleika en líka gjafir og uppskeru
erfiðis þíns. Þú varst stoltur af
ævistarfinu, verkstæðið þitt átti
hug þinn allan en þú varst líka
svo stoltur af lífsgöngunni ykkar
Oddnýjar, saman í næstum 65 ár,
börnunum ykkar og afkomend-
um öllum.
Þú varst mér meira en tengda-
pabbi, við urðum líka vinir þegar
ég dvaldi reglulega í Hóló en
vegna vinnu minnar þurfti ég að
dvelja talsvert í Reykjavík. Þú
vildir ekki heyra á annað minnst
en að ég dveldi hjá þér, nóg væri
plássið, eina skilyrðið sem þú
settir var að við myndum borða
saman sem oftast. Það æxlaðist
því þannig að ég kom iðulega
með eitthvað í gogginn eftir
vinnu, við settumst niður, borð-
uðum saman, þú deildir með mér
dagsverkinu þínu á verkstæðinu,
stundum yfir obbolitlu hvítvín-
stári, og ef sá gállinn var á okkur
settumst við inn í arinstofu,
kveiktum upp, hlustuðum á góða
tónlist og spjölluðum saman.
Skemmtilegust voru kvöldin
þegar þú sagðir mér sögur frá
æskuárunum á Eyrarbakka:
prakkarastrikunum sem þið
Haukur gerðuð, fyrstu árunum í
Reykjavík sem ungur maður,
þegar þú kynntist ástinni þinni
henni Oddnýju sem skrifaði þér
ástarbréfið góða og þú sagðir
mér svo glaður frá, ferðalögum
ykkar hjóna um víða veröld, þig
langaði mikið að upplifa eina sigl-
ingu enn. Draumurinn rættist
þegar við hjónin fórum með þér í
siglingu vorið 2015, ógleymanleg
ferð og þú manna hressastur 86
ára.
Við ræddum líka lífið og til-
veruna; sorgina þegar þið hjónin
misstuð drenginn ykkar tæplega
fjögurra ára gamlan. Þann mikla
harm, óuppgerða sorgina og van-
máttinn sem í hjarta þér bjó og
minnti reglulega á sig áratugum
síðar.
Að missa Oddnýju reyndist
þér líka afar erfitt, en þú varst
þakklátur fyrir öll árin ykkar og
minntist hennar með mikilli
hlýju og kærleika. Ég er þakklát
fyrir að hafa getað léð þér eyra
og vináttu þegar sorgin knúði
dyra.
Þú óttaðist ekki dauðann, velt-
ir því oft fyrir þér hvað tæki við
og hvort þú myndir hitta fólkið
þitt aftur. Við gerðum samning
eitt kvöldið; það okkar sem færi
á undan lofaði að láta hitt vita
hvernig væri umhorfs þarna hin-
um megin, svo hlógum við.
Já margs er að minnast: þegar
þú varst að reyna að kenna mér
að dansa, þegar ég var að reyna
að láta þig smakka alls konar
framandi mat, þegar við fórum á
Hereford, hugurinn reikar,
minningarnar lifa.
Síðasta veislan okkar var viku
fyrir andlát þitt. Hefðbundinn
uppáhaldsréttur nr. 35 á boðstól-
um, obbolítið hvítvínstár, arin-
eldur og falleg tónlist. Ég bakaði
jólasmákökur og kryddbrauðið
góða og húsið fylltist af jólailm
og gleði. Ég held að þú hafir vit-
að að það var stutt í brottfar-
ardaginn þinn. Orð þín þetta
kvöld báru þess merki. Þið
Oddný eruð nú sameinuð á ný.
Takk fyrir samfylgdina og vin-
áttu elsku Jónas.
Þín tengdadóttir,
Bjarnþóra María
Pálsdóttir.
Afi kvaddi okkur rúmlega 90
ára að aldri og naut þeirra for-
réttinda að vinna fram á síðasta
dag eins og hann óskaði heitast.
Hann ætlaði reyndar að verða
105 og hætta að vinna 100 en það
plan breyttist og í staðinn lagði
hann af stað í ferðalagið sitt rétt
fyrir afmæli ömmu, þannig að við
yljuðum okkur við að nú héldu
þau saman upp á daginn hennar.
Að vera fullorðinn og eiga afa
eru líka forréttindi. Að fá að
heyra sögurnar hvernig lífið var,
hvernig hann horfði á hlutina og
spekúleraði var mjög áhugavert
og fræðandi.
Afi var með endalausar hug-
myndir og lausnir að hinum
ýmsu verkefnum og gat allt sem
hann ætlaði sér nánast fram á
síðasta dag.
Efst í huga okkar er þakklæti
- minning þín lifir elsku afi.
Lilja, Aðalheiður og
Ólafur.
Ein af fyrstu minningum okk-
ar Jónasar var sú að við veikt-
umst báðir af berklum. Kennar-
inn í barnaskólanum greindist
með berkla og sömuleiðis bak-
arinn. Lúðvík læknir kom næst-
um daglega til okkar meðan
reynt var að vinna bug á sjúk-
dómnum. Móðir okkar, Ingibjörg
Jónasdóttir, sat oft við rúmin
okkar sem voru hlið við hlið og
fór með bænir með okkur á
kvöldin. Á endanum komumst
við á fætur, þökk sé Lúðvík
lækni, mömmu og almættinu.
Jónas taldi það ætíð skyldu sína
að gæta mín fyrir kaupfélagsbíl-
unum sem æddu framhjá heimili
okkar daglega. Móðurbróðir
okkar, Kristinn Jónasson, var
organisti í Eyrarbakkakirkju og
átti einnig og rak rafstöðina á
Eyrarbakka. Hann byrjaði að
kenna mér á píanó og að kenna
Jónasi rafvirkjun. Kristinn átti
forláta rennibekk og þar fékk hin
mikla smíðanáttúra Jónasar út-
rás. Hagleikurinn var mikill í
ættinni, allir bræður mömmu
smíðuðu og hún líka. Einn
bræðra hennar, Gunnar Jónas-
son, fór upp úr 1930 til Þýska-
lands að læra flugvirkjun og stóð
sig vel. Ég spurði hann eitt sinn
hvort Eyrbekkingar hefðu ekki
verið gáttaðir á því þegar hann í
upphafi kreppunnar fór að læra
flugvirkjun. Hann svaraði: Það
þurfti ekki Eyrbekkinga til! Þótt
Jónas og Kristinn frændi okkar
hafi ekki alltaf átt skap saman, þá
lofaði Kristinn mjög verk Jónas-
ar. Jónas átti einstaklega gott
með að finna út úr flóknum hlut-
um og fann undireins út hvernig
hægt var að lagfæra og betrum-
bæta. Þegar hann hóf ævistarf
sitt lánaði Kristinn honum renni-
bekkinn dýrmæta. Jónas hóf
snemma sjálfstæðan rekstur við
að framleiða alls konar hluti, svo
sem grútartýru og ýmsa aðra
þjóðlega minjagripi. Fyrir þessa
framleiðslu smíðaði hann marg-
víslega stansa. Hugmyndaauðgi
Jónasar voru lítil takmörk sett og
stöðugt komu frá honum nýjar og
nýjar uppfinningar, sem hafa ver-
ið ómetanlegar fyrir íslenskt at-
vinnulíf og þróun þess. Þrátt fyrir
mikla hæfileika og dyggan stuðn-
ing eiginkonu sinnar, Oddnýjar
Nicolaidóttur, var lífið honum oft
erfitt. Þau Oddný eignuðust sex
einstaklega vel gerð börn, ákaf-
lega hæfileikarík. Stóra sorgin
var þegar sonur þeirra, Garðar,
lést á fjórða ári. Slíkt áfall getur
enginn skilið, nema sá sem reynt
hefur.
Ég man þegar ég kom eitt sinn
að utan, þar sem ég stundaði
nám, þá var Jónas með verkstæði
sitt í bílskúr við íbúð þeirra á
Lindargötunni. Er ég kom inn á
verkstæðið til hans varð mér litið
upp á einn vegginn og þar kom ég
auga á mynd af fallegum ungum
dreng og var hún af Garðari litla,
sem var burt kallaður svo
snemma. Nú trúi ég því að þau
séu öll saman, ungi sonurinn og
foreldrar hans, umvafin tónlist og
björtu ljósi. Jónas naut tónlistar á
sinn hátt, hlustaði og naut þess að
heyra dóttur sína, Ingibjörgu,
leika Til Elísu eftir Beethoven.
Svo man ég það, að áður en hann
fór á þjóðhátíð í Vestmannaeyj-
um, þá 16 ára, söng hann með
innlifun Tondeleyo á meðan hann
pressaði sparifötin sín.
Jónasar verður sárt saknað.
Haukur og Grímhildur.
Elsku Jónas bróðir minn er dá-
inn. Ég sakna hans mjög mikið.
Hann var góður bróðir, ég held að
við höfum verið mjög lík.
Ég minnist bara gleði þegar
við Magni vorum að ferðast út
um allan heim með Jónasi bróður
og Oddnýju, hans góðu konu. Ég
taldi mig svo örugga með þeim
og Magna. Það var alltaf gaman
hjá okkur. Við byrjuðum að
ferðast saman 1962. Svo voru
ótal siglingar um Karíbahafið,
Miðjarðarhafið og Atlantshafið.
Við höfðum mikið yndi af að vera
á sjó, enda fædd og alin upp á
Eyrarbakka. Haukur, bróðir
okkar, og Jónas syntu þar í ís-
köldum sjónum. Ég man að ég
var svo hrædd um stóru bræður
mína, en þeir vippuðu sér upp á
bryggju, blóðrisa á lærunum, al-
sælir. En ég grét að sjá þá koma,
svo fegin var ég. Jónas var mjög
líkur móðurfjölskyldu okkar úr
Garðhúsum á Eyrarbakka. Þar
voru miklir snillingar og Jónas
bróðir erfði það, og heitir í höf-
uðið á afa okkar.
Mamma mín sagði einu sinni
við mig: „Ef Haukur er listamað-
ur, þá er Jónas ekki síðri.“ Jónas
var svo líkur mömmu, en hann
mátti þola að missa son sem dó í
höndum hans, tæpra fjögurra
ára gamall. Jónas var með gömul
sár. Hann vann aldrei úr þeim,
mjög tilfinninganæmur. En fal-
leg tónlist var honum mjög kær.
Hann vann fram á síðasta dag og
allt varð að vera rétt upp á milli-
metra.
Jónas var svo mikill hugsuður
eins og mamma okkar. Hann var
uppfinningamaður, smíðaði vélar
og stansa. Það sem hann var bú-
inn að hugsa sér að búa til – var
ótrúlegt hvað hann gat látið sér
detta í hug að láta þessar vélar
gera, en allir þessir hlutir, bæði
stórir og smáir, eru smíðaðir af
mikilli fagmennsku.
Í okkar fyrstu siglingu um
Karíbahafið kom í ljós að skip-
stjórinn hafði einu sinni komið
með þetta stóra skip til Íslands.
Þegar við sögðum honum að Jón-
as hefði á yngri árum verið vél-
stjóri á bátum á Íslandi var hann
svo elskulegur að bjóða Jónasi og
Magna mínum að skoða vélar-
rúm þessa 70 þúsund tonna
skips. Vakti það undrun skip-
stjórans, og þeirra sem sýndu
honum vélarrýmið, hve þekking
Jónasar á vélunum var mikil.
Þessi skoðunarferð var Jónasi
ógleymanleg.
Jónas átti mjög dugleg og góð
börn, tengdabörn, barnabörn og
langafabörn, allt hið efnilegasta
fólk. Við Magni vottum þeim öll-
um hjartans samúð. Ég kveð þig,
elsku bróðir minn.
Þín systir,
Steinunn Guðlaugsdóttir.
Jónas Guðlaugsson
Elsku Guðrún, þú varst ótrúlega góð
frænka, hugsaðir alltaf til okkar og vildir allt-
af tala við okkur líka þegar þú hringdir í
mömmu á facetime. Það var ótrúlega gaman
að heimsækja þig í sumar og við elskuðum
hvað þú varst alltaf fyndin og stríðin. Þú
gafst þér tíma fyrir okkur þegar þú komst í
heimsókn og við fundum hvað þér þótti vænt
um okkur. Við munum að eilífu sakna þín.
Þínir litlu frændur,
Darri, Birkir og Ýmir.
Guðrún María
Gunnarsdóttir
✝ Guðrún María Gunnarsdóttir fæddist17. maí 1992. Hún lést 29. október 2019.
Útförin fór fram 13. nóvember 2019.