Morgunblaðið - 20.12.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.12.2019, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 0. D E S E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  299. tölublað  107. árgangur  STÆRSTA FJÁRFESTING LANDSBJARGAR RAPPARAR, LEYNDARMÁL OG BRÆKUR LÉT DRAUMINN RÆTAST OG FÓR Í TRÉSMÍÐANÁM BARNABÆKUR 41 EYJÓLFUR Í AXIS 14-15200 MÍLUR 40 SÍÐUR Gluggagægir kemur í kvöld 4 dagartil jóla jolamjolk.is Betolvex Fæst án lyfseðils 1mg (cyanocobalamin) filmuhúðaðar töflur Betolvex inniheldur 1 mg af cyanocobalamin (B12-vítamíni). Betolvex er gefið við B12-vítamínskorti og þegar hætta er á slíkum skorti. Viðhaldsskammtar/ fyrirbyggjandi meðferð: Venjulega 1 tafla á dag. Töflurnar skal helst taka á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfja- fræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upp- lýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is B-12 A c ta v is 9 1 4 0 3 2  Ný skip sem komið hafa til lands- ins á árinu og eru væntanleg á næstu vikum kosta alls um 13 milljarða króna tilbúin á veiðar. Þar vega þyngst smíðar á sjö systurskipum í Noregi, en skipin hafa komið hvert af öðru frá því um miðjan júlí. Síð- asta skipið í þessu raðsmíðaverkefni er Þinganes SF sem er væntanlegt til Hafnar í Hornafirði á morgun. Í smíðum eru tvö stór uppsjávar- skip og samið hefur verið um smíði á frystitogara fyrir Nesfisk í Garði. Samanlagt kosta þessi þrjú skip um 13 milljarða. Óljóst er hvort nýtt stórt frystiskip Brims hf. kemur til Íslands eða verður selt til Græn- lands. Samherji áformar að taka nýtt og fullkomið fiskiðjuver á Dalvík í notk- un síðari hluta vetrar. Brim hyggst gera miklar endurbætur á fiskiðju- veri sínu á Norðurgarði næsta sum- ar og Skinney-Þinganes heldur áfram breytingum og endurbótum í vinnslunni. »200 mílur 28-29 Ljósmynd/Brunes Foto/Vard Reynslusigling Þinganes er á heimleið. Miklar fjárfestingar í sjávarútveginum  Ökumaður bifreiðar ók inn í snjó- flóð sem hafði fallið þvert á hring- veginn í Ljósavatnsskarði við Ljósavatn rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki. Ökumaðurinn ók inn í flóðið að austanverðu. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu er líklegt að hann hafi ekki séð flóðið sökum slæms skyggnis og lélegrar færðar. Veginum var lokað frá Krossi að Grenivíkurafleggjara. Að sögn lög- reglu hefur snjósöfnun verið tals- verð í gær og undanfarna daga og snjóflóðahætta víða. Ók inn í snjóflóð í Ljósavatnsskarði Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Alexander Bridde, sem rekur járn- smíðaverkstæðið Prófílstál, smíð- aði á dögunum einstakt 180 sentí- metra hátt jólatré úr járni fyrir eiginkonu sína, Ingibjörgu, sem þjáist af hvimleiðu ofnæmi fyrir greni. Alexander segir Ingibjörgu hafa verið fljóta að samþykkja nýja tréð þrátt fyrir að þetta væri í fyrsta skipti í 37 ár sem fjölskyldan væri ekki með lifandi jólatré. Jólatréð prýðir nú heimili þeirra hjóna, hangandi úr loftinu, barna- börnunum til mikillar gleði. Sonur Alexanders, Guðni Bridde, sem einnig er járnsmiður á verkstæði föður síns, smíðaði stjörnuna sem trónir á toppi járn- trésins. Alexander er enginn nýgræð- ingur í hönnun og smíði skraut- muna en hann segist smíða flestar gjafir sem hann gefur sjálfur úr járni. „Ég er náttúrlega járnsmiður og smíða gríðarlega mikið af alla vega hlutum og gjöfum. Ég er frjór í þessu, eins og maður segir, og hef smíðað minni tré með serí- um í hundraðavís,“ segir Alexand- er í samtali við Morgunblaðið. Hann fullyrðir þó að nýtt járn- jólatré fjölskyldunnar sé stærsta jólatré sem hann hafi smíðað. »12 Smíðaði jólatré úr járni Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólatré Járnjólatré Alexanders er einstakt og veldur ekki ofnæmi.  Gjöf til eiginkonunnar sem þjáist af greniofnæmi Skálmöld kveikti í mannskapnum á fyrstu af þrennum kveðjutónleikum sveitarinnar í Gamla bíói í gærkvöldi. Meðlimirnir, sem hafa ákveðið að fara í pásu frá áramótum í óákveðinn tíma, stóðu við loforðið að kveðja með hvelli. Fólk á öllum aldri sótti tónleikana, að sögn Orra Páls Ormarssonar blaðamanns sem var meðal tón- leikagesta. „Málmhjörtun slá í þéttum takti,“ sagði hann um stemninguna á tónleikunum. Morgunblaðið/Eggert Kvöddu með hvelli Gunnlaugur Snær Ólafsson Höskuldur Daði Magnússon Hvorugt skipa Landhelgisgæslunnar var við eftirlit á sjó hluta þess tíma sem varðskipið Þór var við bryggju á Dalvík og sá byggðarlaginu fyrir raf- magni í kjölfar ofsaveðursins í sein- ustu viku. Þór var rafstöð Dalvíkinga í 140 klukkustundir en var aftengdur síðastliðið miðvikudagskvöld. Georg Kr. Ólafsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir í viðtali í 200 mílum, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútvegsmál, að áhöfnin á Þór og sérfræðingar hafi unnið þrek- virki þegar tókst að sjá Dalvík og nærliggjandi byggðarlögum fyrir rafmagni. Áhöfnin á Tý var í fríi Spurður hvort nokkurt skip hafi sinnt eftirliti á meðan segir Georg: „Landhelgisgæslan gerir út tvö varð- skip og tvær áhafnir. Það þýðir að yf- ir vetrarmánuðina er siglingaáætlun Landhelgisgæslunnar þannig að ann- að skipið er þrjár vikur á sjó á meðan hitt er þrjár vikur í höfn. Æskilegast væri að hafa þrjár áhafnir til að geta haft tvö skip á sjó stóran hluta ársins en það kostar fjármuni sem við eigum ekki. Fyrstu dagana á meðan varð- skipið Þór var bundið við bryggju á Dalvík var fasta áhöfnin á Tý í fríi. Ráðstafanir voru gerðar til þess að manna Tý ef mikið hefði legið við.“ Að sögn Georgs gerir þarfagrein- ing og áhættumat Landhelgisgæsl- unnar ráð fyrir að ætíð séu tvö varð- skip á sjó hverju sinni með sambæri- lega getu og Þór. Eins og staðan er í dag sé annað varðskipið á sjó hverju sinni en æskilegast væri að þau væru tvö á sjó stærstan hluta ársins. „Til að svo gæti orðið þyrfti að hafa þrjú varðskip í rekstri auk þriggja áhafna,“ segir hann. Á næstu árum sé fyrirséð að endurnýja þurfi varð- skipaflota Landhelgisgæslunnar. Ekkert skip var við eftirlit  Þór var rafstöð á Dalvík í 140 klst.  „Unnu þrekvirki“  Áhættumat gerir ráð fyrir að ætíð séu tvö varðskip á sjó  „Fyrirséð að endurnýja þurfi varðskipaflota“ M„Árið annasamt …“ »200 mílur, 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.