Morgunblaðið - 20.12.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.12.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 VERÐ ÁÐ UR 63.990 JÓLA TILBOÐ 54.990 PS4 PRO 1TB Pro útgáfan af þessari vinsælu leikjatölvu FRÍTT SENDUM ALLAR VÖR UR ALLT AÐ 10 kg ALLA DAGATIL JÓLA OPIÐ10-19 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Búast má við stöðugri NA-átt á landinu næstu sólarhringa með snjókomu norðanlands og austan. Morgunblaðið leit inn á Veðurstofu Íslands í gær þar sem Teitur Arason veð- urfræðingur greindi stöðuna. „Áhugi almennings á veðri er alltaf mikill fyrir jólin, rétt eins og fyrir ferðahelgar á sumrin. Hin rómantíska hug- mynd margra um jólaveðrið er hægviðri og lítilsháttar snjókoma. Ég útiloka ekki að þannig viðri einhvers staðar á landinu á aðfangadagskvöld,“ segir Teitur. Þessa stundina er djúp og víðáttumikil lægð sunnan við landið og hreyfist lítið enda er mótstaða af hæð yfir Græn- landi. „Á Þorláksmessu gefa þessi veðrakerfi eftir svo vindur gengur niður. Því mun viðra ágætlega til ferðalaga, en margir fara landshorna á milli fyrir jólin. Á aðfangadag rofar til fyrir norðan og austan en sunnanlands og vestan gæti ýmist snjóað eða rignt, þótt í litlum mæli verði. Á jóladag og dagana þar á eftir gæti svo hlýnað með sunnan- átt og rigningu. Spár fyrir þá daga eru þó enn ótryggar,“ segir Teitur Annasamt hefur verið á Veðurstofunni að undanförnu og er þar skemmst að minnast óveðursins í síðustu viku. „Spár fyrir óveðrið mikla í síðustu viku urðu ekki áreiðan- legar fyrr en um tveimur sólarhringum áður en það skall á. Þar kemur til að lægðin sem þessu olli bókstaflega myndaðist og dýpkaði yfir landinu,“ segir Teitur. Hann bætir við að á óveðursdögum að undanförnu hafi mann- skap á spávöktum verið fjölgað, enda hafi verið kallað eftir upplýsingum og öruggum spám víða að. sbs@mbl.is Rómantík ekki útilokuð  Norðanátt næstu daga  Snjóað gæti á aðfangadagskvöld Morgunblaðið/Sigurður Bogi Veðurfræðingur Teitur Arason á vaktinni í gærdag. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Allar dagdvalir heilabilaðra á land- inu eru lokaðar yfir jól og áramót og veldur það aðstandendum áhyggjum. Lokanirnar eru tilkomnar vegna þess að Sjúkratryggingar Íslands greiða bara ákveðinn fjölda komu- daga á ári og eru helgar og hátíðis- dagar ekki inni í þeim komudögum. Þetta segir Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ. Þar verður einnig lokað 27. og 28. desember svo hægt sé að sinna viðhaldi. „Við gætum gert þetta miklu bet- ur ef við hefðum meira fjármagn. Það væri frábært ef við gætum haft opið hérna um helgar og þessa stórhátíðardaga og gætum þá haft meiri samfellu.“ Hrönn segir að dagdvöl fyrir heilabilaða sé mikilvægt og hlut- fallslega ódýrt úrræði sem styður við áframhald- andi búsetu heilabilaðra á eigin vegum. „Það er ljóst að þeim sem þurfa á þjónustu dagdvalar að halda mun halda áfram að fjölga. Það er því ein- kennileg og ómarkviss forgangsröðun hjá stjórnvöldum að draga úr fjármagni til rekstrarins.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigð- isráðherra birti pistil í Morgun- blaðinu í gær þar sem hún tók m.a. fram að þjónusta við heilabilaða yrði „að vera óslitin allt frá grein- ingu sjúkdómsins“. Í samtali við blaðamann segir Svandís að hún þekki ekki til skertrar þjónustu dagdvala yfir há- tíðirnar. Æskilegast sé þó að þjón- ustan sé óslitin eins og kostur er. Loka mikilvægri þjónustu yfir jólin Hrönn Ljótsdóttir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ofsaveðrið og rafmagnsleysið á Norðurlandi í síð- ustu viku hafði áhrif á margar matvöruverslanir. Guðrún Erna Rúdólfsdóttir, verslunarstjóri Kjörbúðarinnar á Dalvík, sagði að tjón þar vegna rafmagnsleysis væri áætlað á aðra milljón. „Það var kæli- og frystivara sem skemmdist. Ís, kjötvörur, pakkað álegg og fleira viðkvæmt sem þoldi ekki að missa kælinguna. Maður tekur ekki neina áhættu með það,“ sagði Guðrún. Rafmagnið fór snemma að morgni miðvikudags 11. desember og kom ekki aftur fyrr en aðfaranótt föstudags 13. desember. Verslunin var því lokuð í tvo daga. Þau fengu lánaðan dísilknúinn frystivagn frá GS Frakt ehf. „Við náðum að bjarga öllu jólakjötinu og miklu af frystivöru,“ sagði Guðrún. Þau fylltu Sæplasts- kör af kælivöru eins og kældu kjöti og ostum, lok- uðu þeim og settu aftast í tengivagninn þar sem varan hélst köld. „Þetta fór miklu betur en það hefði getað farið,“ sagði Guðrún. Mokuðu út úr búðinni og svo aftur inn Arna María Sigurbjargardóttir, verslunarstjóri Kjörbúðarinnar á Blönduósi, var ein í vinnunni eftir að óveðrið brast á þriðjudaginn 10. desember og lokaði klukkan 16.00. Venjulega er opið til kl. ég rosalega buguð og það runnu tár.“ Í gær var allt að komast í samt lag í Kjörbúðinni á Blöndu- ósi. Ljósavél fékkst lánuð og bjargaði öllu „Ég slapp alveg, sem betur fer, en þetta mátti engu muna,“ sagði Ásgeir Björgvin Einarsson, kaupmaður og eigandi hverfisverslunarinnar Hlíðarkaups ehf. á Sauðárkróki. Það hvað þetta fór vel þakkar hann ljósavél sem hann fékk lánaða. „Ég keyrði á ljósavélinni síðasta sólarhringinn, annars hefði ég orðið fyrir stórtjóni, ég hugsa upp á 5-6 milljónir,“ sagði Ásgeir. Rafmagnið fór af um kl. 13.30 á þriðjudeginum 10. desember. Ásgeir fékk rafmagn kl. 5.30 morg- uninn eftir í 1-1,5 klukkustundir. Hann sagðist hafa hringt aftur í Rarik klukkan 10.30 og beðið um að fá aftur rafmagn. „Ég hringdi á þriggja tíma fresti í Rarik og bað um rafmagn og þeir ætl- uðu að koma því til skila. Ég var að missa frystana ofan í -13 gráður. Ísinn þolir ekki mikið minna frost því þá fer hann að skemmast. Ég fékk engin viðbrögð. Þá gafst ég upp og fékk mér þessa vél,“ sagði Einar. Hann hafði samband við rafverk- stæðið Tengil sem útvegaði ljósavélina að láni frá steypustöðinni á staðnum. Vararafstöðin var tengd við búðina á miðvikudeginum og keyrð al- veg til kl. 14 á föstudeginum Veiturafmagnið kom aftur um kl. 18 á fimmtudeginum. Búðir urðu fyrir tjóni  Rafmagnsleysið fyrir norðan olli því að kæling fór af matvörum í verslunum  Sumir þurftu að henda öllum ís  Aðrir gátu bjargað sér með lánstækjum Guðrún Erna Rúdólfsdóttir 18.00. Daginn eftir var ekki opnað fyrr en 12.30. „Björgunarsveitin kom og mokaði mig út um fimmleytið á þriðjudeginum og ók mér heim. Svo sóttu þeir mig daginn eftir og mokuðu mig inn í búðina,“ sagði Arna María. Rafmagn var mjög óstöðugt aðfaranótt miðvikudags. Kælipressur búðarinnar duttu út vegna rafmagnstruflana og fóru ekki sjálfkrafa aftur í gang. Af því hlaust tölu- vert tjón. „Ég þurfti að farga miklu af ís og smávegis af kjötvöru,“ sagði Arna María. „Ég var búin að hugsa um að búa um mig hér á búðargólfinu og vera hér um nóttina. Þessi verslun er eins og barn- ið mitt. En björgunarsveitin vildi ekki leyfa mér að sofa hér. Ef ég hefði verið hér hefði ég getað gert einhverjar ráðstafanir. Ég viðurkenni það að þegar ég kom hingað á miðvikudagsmorgun var Ásgeir Björgvin Einarsson Arna María Sigurbjargardóttir Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum. Fyrsti áfanginn tekur gildi 1. janúar næstkomandi þegar almenn komugjöld lækka úr 1.200 krónum í 700. Þetta er á með- al þess sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti á fundi í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Kynningin sneri að áformum um ráðstöfun 1,1 milljarðs króna á næstu tveimur árum til að minnka greiðsluþátttöku sjúklinga. Auk niðurfellingar komugjalda er áætlað að auka niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknis- þjónustu, lyf og hjálpartæki. Einnig verða reglur um ferðakostnað rýmk- aðar. Hluti aðgerðanna kemur til fram- kvæmda 1. janúar næstkomandi. Í fjármálaáætlun stjórnvalda eru 3,5 milljarðar króna ætlaðir til að draga úr kostnaði sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu til ársins 2024. Fella niður komugjöld í heilsugæslu Svandís Svavarsdóttir Fjöldi grágæsa við Tjörnina í Reykjavík brá sér upp á tjarnarbakkann í vetrarblíðunni í vikunni og þyrptist í kringum gangandi vegafarendur og varnaði þeim leið- ar, ugglaust í von um að fá brauðmola. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hingað og ekki lengra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.