Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 11

Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarka hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í fyrir jólin Guð blessi ykkur öll Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur JÓLASÖFNUN Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Marktæk og neikvæð tengsl eru milli félagslegra tengsla og ein- manaleika hjá öldruðum ef marka má niðurstöður rannsóknar Mar- grétar Petru Ragnarsdóttur. Nið- urstöður rannsóknarinnar koma fram í meistararitgerð Margrétar í félagsráðgjöf um tengsl einmana- leika meðal aldraðra á Íslandi. Nið- urstöður benda jafnframt til þess að félagsleg staða og þunglyndi hafi forspárgildi um einmanaleika og að neysla áfengis og annarra vímuefna verði meiri eftir því sem þunglyndi og kvíði mælist meiri. Vill varpa ljósi á líðan aldraðra Í ritgerðinni skoðaði Margrét tengsl einmanaleika meðal fólks á aldrinum 60-90 ára á landinu út frá kyni, aldri, hjúskaparstöðu, félags- legri stöðu, þunglyndi og kvíða auk neyslu áfengis og annarra vímuefna. Var rannsóknin unnin með fyr- irliggjandi gögnum úr stærri rann- sókn þar sem sjálfsmatslistar voru lagðir fyrir einstaklinga á þessu ald- ursbili. „Mér finnst mikilvægt að skoða þessa þætti svo hægt sé að varpa ljósi á líðan aldraðra á Íslandi og sjá hvort einmanaleiki sé útbreiddur meðal hópsins. Hlúa þarf að velferð aldraðra þar sem þjóðin eldist hratt en talið er að frá árinu 2047 verði hópurinn fjölmennari en ein- staklingar undir tvítugu,“ segir Margrét í útdrætti sínum úr ritgerð- inni. Í samtali við Morgunblaðið segist Margrét hafa starfað mikið með eldri borgurum í gegnum tíðina og það hafi haft hvetjandi áhrif á rann- sóknina. Segist hún hafa valið við- fangsefnið meðal annars í ljósi þess að hópur þunglyndra eldri borgara virðist vera að stækka. „Ég held að þetta sé lítið rann- sakað. Mig langaði að koma með eitthvað nýtt í umræðuna. Þetta er meira í umræðunni í dag, það er að aukast,“ segir Margrét og vísar í ný- samþykkta þingsályktun Ágústs Ólafs Ágústssonar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara. Í útdrætti Margrétar kemur fram að geðræn vandkvæði eins og þung- lyndi og kvíði fari oft saman við mis- notkun áfengis og vímuefna. Margrét bendir á að talið sé að þunglyndi, einmanaleiki og lítill fé- lagslegur stuðningur séu líklegustu ástæður fyrir neyslu áfengis hjá öldruðum. „Baby-boomers“ í áhættuhópi Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að fylgni sé milli þunglyndis/kvíða og neyslu áfengis og annarra vímuefna sem bendir til þess að neysla vímuefna verði meiri eftir því sem þunglyndi og kvíði mælist meiri. Margrét bendir jafnframt á að ’68-kynslóðin svokallaða eða „baby-- boomers“, einstaklingar fæddir á ár- unum 1940-1964, séu í sérstökum áhættuhópi varðandi ofneyslu áfeng- is og vímuefna. Kynslóðin sé líklegri til að hafa prófað ólögleg vímuefni á yngri árum og því sé með öldrun hennar búist við aukinni þörf fyrir fjölbreyttari meðferðarúrræði. Þunglyndi mikill áhrifaþáttur Ekki mældist marktækt samband milli neyslu og einmanaleika í rann- sókninni en þegar áhrif þunglyndis og kvíða voru könnuð komu í ljós já- kvæð tengsl neyslu við einmana- leika. Þetta bendir til þess að sam- band neyslu og einmanaleika sé félagslegs eðlis. Túlka má niðurstöð- urnar þannig að neysla áfengis og annarra vímuefna geti haft jákvæð áhrif á einmanaleika þeirra sem sýna einkenni þunglyndis og kvíða séu þeir í góðri félagslegri stöðu. Neysla áfengis og vímuefna sé þó líklegri til að hafa neikvæð áhrif á einmanaleika þeirra sem sýna meiri einkenni þunglyndis og kvíða og eru ekki í góðri félagslegri stöðu. Þannig kemur skýrt fram að þunglyndi er mikill áhrifaþáttur í samspili ein- manaleika og neyslu áfengis og ann- arra vímuefna hjá öldruðum.  Rannsókn bendir til að þunglyndi aldr- aðra hafi forspárgildi um einmanaleika Morgunblaðið/Golli Þunglyndi Tengsl virðast vera á milli félagslegra tengsla og einmanaleika hjá fólki á aldrinum 60-90 ára. Vanlíðan aldraðra lítið rannsökuð „Þunglyndi eldri borgara er helmingi meira en hjá öðr- um aldurshópum og um leið sjáum við að fjöldi eldri borgara er að vaxa,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við Morgun- blaðið en hann er fyrsti flutningsmaður nýsamþykktrar þingsályktunar um rannsóknir og aðgerðir gegn þung- lyndi eldri borgara sem verður á dagskrá Alþingis eftir áramót. Segir hann þingmálið marka ákveðin tímamót sem hann vonar að muni stuðla að aðgerðum gegn vaxandi þunglyndi eldri borgara. Ágúst segir að þunglyndi aldraðra geti verið afar frá- brugðið þunglyndi annarra einstaklinga. „Þetta getur verið fólk sem er að glíma við einmana- leika, verkefnaleysi, breyttar aðstæður, makamissi eftir langt hjónaband, heilsubrest og svo framvegis. Það er alveg ömurlegt að eldri borgurunum okkar líði mörgum hverjum mjög illa,“ segir hann. Ágúst bendir á að vís- bendingar séu um að sjálfsvíg séu einnig á uppleið hjá öldruðum sem sé mikið áhyggjuefni. Hann bætir við að Íslendingar eigi heimsmet í notkun þunglyndis- og kvíðastillandi lyfja. „Það er augljós vísbending um að mörgum í sam- félaginu líður illa. Maður er manns gaman, við erum félagsverur og ég held að það sé mikilvægt að við hug- um að nærumhverfi okkar. Að við sinnum eldri borgurunum í lífi okkar og brúum jafnvel bilið milli kynslóða. Ég held að yngri kynslóðir njóti ekki síst góðs af því,“ segir Ágúst. „Ég held að þessi vandi hafi verið hunsaður, ógreindur og falinn. Hjá sumum er það feimnismál að viður- kenna að þeir glími við þunglyndi eða einmanaleika,“ segir hann. „Þetta snertir líka félagslega stöðu eldri borgara. Sumir hafa ekki efni á því að leita sér aðstoðar hjá sál- fræðingi og öðrum sérfræðistéttum. Svo geta sumir verið tregari að leita sér aðstoðar vegna andlegrar van- líðunar, þetta getur verið kynslóðamál. Maður verður að finna leiðir til að bregðast við þessu,“ segir Ágúst. „Ég bind miklar vonir við að þetta mál muni einfald- lega bæta líðan fólks og hugsanlega bjarga lífi ein- hverra. Þunglyndi getur verið lífshættulegur sjúkdómur en það er alltaf hægt að ráða einhverja bót á honum.“ RANNSÓKN Á ÞUNGLYNDI ALDRAÐRA Á DAGSKRÁ ALÞINGIS Ágúst Ólafur Ágústsson Þunglyndi aldraðra helmingi meira en annarra Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Yfir 90% þeirra sem voru á biðlista eftir brennsluaðgerð á hjarta í byrj- un október höfðu beðið lengur en þrjá mánuði eftir aðgerð og miðgildi biðtíma á tímabilinu var 42 vikur. Viðmiðunarmörk embættis land- læknis um ásættanlegan biðtíma eft- ir aðgerð eru 90 dagar og er miðað við að 80% komist í aðgerð innan þess tíma. Því er ljóst að bið eftir þessari tegund aðgerða, sem og fleiri að- gerða, er langt umfram viðmiðunar- mörk um ásættanlegan biðtíma. Þetta kemur fram í greinargerð embættis landlæknis um stöðu á biðlistum eftir völdum skurðaðgerð- um. Bið eftir fleiri aðgerðum er ekki ásættanleg, samkvæmt greinargerð- inni, en af þeim 16 aðgerðum sem teknar eru fyrir í henni er biðin ein- ungis ásættanleg í þremur tilfellum. Athygli vekur að biðlistar á einka- reknum stofum blikna verulega í samanburði við biðlista eftir aðgerð- um á Landspítalanum. Þær þrjár aðgerðir sem hafa verið hluti af biðlistaátaki, skurðaðgerðir á augasteini, valdar aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna og brottnám legs voru allar með bið sem var lengri en ásættanlegt er. 60% kvenna bíða of lengi Biðlistar eftir skurðaðgerðum á augasteinum hafa þó styst verulega frá upphafi átaksins sem hófst árið 2016, þó höfðu 36% beðið lengur en í þrjá mánuði í byrjun október, 326 á Landspítala, þrír á Sjúkrahúsinu á Akureyri en enginn á LaserSjón. Sex af hverjum 10 konum sem biðu eftir völdum aðgerðum á grind- arholslíffærum sínum höfðu beðið lengur en í þrjá mánuði. Fjórar af hverjum 10 konum á biðlista eftir legnámi höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Biðtími stórs hluta kvenna sem fóru í aðgerð á Landspítala á tímabilinu 1. október 2018 til 30. september 2019 var þó innan ásættanlegra marka, að því er fram kemur í skýrslunni. Biðtími eftir skurðaðgerð á maga vegna offitu hefur aukist mikið þrátt fyrir að aðgerðum hafi fjölgað. 51% þeirra 140 sem biðu eftir slíkri að- gerð í byrjun október hafði beðið lengur en í þrjá mánuði. Í grein- argerðinni er tekið fram að of feitum Íslendingum sé að fjölga og offita geti auk annarra fylgikvilla valdið álagi á liði og aukið þörf fyrir lið- skipti. Umfjöllun um liðskiptaaðgerðir var ekki hluti af greinargerðinni en umfjöllun um þær verður birt síðar. Í opnu bréfi til heilbrigðisráð- herra sem birtist í blaðinu í dag lýsir Kjartan Halldór Antonsson veru- leika þeirra sem kljást við íslenska heilbrigðiskerfið í von um liðskipti. Biðtíminn of langur  13 af 16 aðgerðum með óviðunandi biðtíma  Bíða eftir hjartaaðgerð í 42 vikur  Eftirspurn eftir offituaðgerð eykst Morgunblaðið/Ásdís Aðgerð Fjölgað hefur á biðlistum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.