Morgunblaðið - 20.12.2019, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019
Jólagleði Jólasveinn lék á harmóníku og skemmti þessum stúlkum í Kringlunni í gær. Jólastemningin er orðin allsráðandi enda aðeins fjórir dagar til jóla.
Eggert
Það er vel í lagt að
ræða fjármál á jóla-
föstu þegar margir eru
búnir að spenna boga
sinn til hins ýtrasta á
jólaföstu. Það er hægt
að tala með óvirðingu
um fjármál og láta sem
þau varði mann í engu.
Málið er alls ekki svo
einfalt þegar á reynir.
Og á það reyndi í októ-
ber 2008 þegar íslenskt fjár-
málakerfi hrundi. Þegar bankakerf-
ið hrundi þurfti að stofna embætti
Sérstaks saksóknara, með rann-
sóknarheimildum, til að vinna úr af-
leiðingum hruns bankakerfisins.
Refsiramminn var reiddur hátt til
höggs en minna lagt upp úr því að
leita að þeim peningum sem hurfu.
Full ástæða er til þess að rifja upp
atburði fortíðarinnar, þó ekki til
annars en að læra af fortíðinni.
Glæpavæðing og heimska
Íslenska bankakerfið var glæpa-
vætt við einkavæðingu þess. Heið-
arlegt íhaldssamt bankakerfi í rík-
iseigu var einkavætt og með
einkavæðingu hvarf allt eigið fé úr
kerfinu vegna beinna lána og inn-
byrðis lána til kaupa á hlutafé í
bönkunum. Saklaus almenningur
vildi eiga örlítið í sínum banka og
borgaði með sínum peningum fyrir
sitt hlutafé, og lífeyrissjóðirnir, sem
eru sameign sjóðsfélaga. Þeir, sem
höfðu forystu í glæpavæðingunni,
lögðu ekkert fram, en uppskáru
ríkulega ef þeir komust að kötlunum
þar sem kaupaukum
var dreift, vegna
„frammistöðu“.
Frammistaðan var
aldrei annað en sjón-
hverfing.
Eftirlitsaðilar hlut-
hafa, endurskoðunar-
fyrirtæki, greiddu
kröfuhöfum bætur, „án
þess að viðurkenna
sök“, en skjólstæðingar
endurskoðunar-
fyrirtækjanna, hlut-
hafar, hafa engar bæt-
ur fengið frá þeim.
Í hinum þremur stóru og kerf-
islega mikilvægu bönkum hefur ver-
ið dæmt í málum, sem varða mark-
aðsmisnotkun í viðskiptum með
hlutabréf í bönkunum. Í einu máli
var þó ekki dæmt, þar sem lá fyrir
játning stjórnarmanna í Glitni um
markaðsmisnotkun þegar hlutabréf í
bankanum voru keypt af fráfarandi
forstjóra á yfirverði. Í héraðsdómi
segir:
„Dómurinn hafnar þeirri máls-
ástæðu stefndu, að ef stjórnin hefði
ekki gengið að kaupum á hlut
Bjarna á yfirgengi þá hefði hann sett
bréfin í sölumeðferð sem hefði leitt
til offramboðs bréfa með þeim af-
leiðingum að gengi bréfanna hefði
lækkað. Að mati dómsins er hér um
hreinar getgátur að ræða og ekki
trúverðugar. Engin rök eru fyrir
þessari málsástæðu og er hún hald-
laus.“
Réttlæting fyrir kaupunum var að
koma í veg fyrir að hlutabréf í Glitni
færu á markað og yllu offramboði!
Það er skýr markaðsmisnotkun.
Í viðskiptum með stofnfjár-
skírteini í sparisjóðum var því á ann-
an veg farið. Þar dugði stjórnar-
mönnum að lýsa heimsku sinni og
vanþekkingu til að fá sýknu í málum
þar sem markaðsmisnotkun var aug-
ljós. Sennilega hófst glæpavæðing í
sparisjóðunum fyrr en bönkum.
Hana má rekja allt til ársins 1996.
Viðbrögð við hruni
Öll viðbrögð við hruni íslensku
fjármálafyrirtækjanna hafa haft það
að markmiði að koma í veg fyrir ann-
að hrun og að vandamál fyrirtækj-
anna lentu á skattgreiðendum. Að
auki er talið æskilegt að vernda
grandalausa sparifjáreigendur. Á
það skal einnig minnt að nauðsyn-
legt er að vernda bankainnistæður
fyrirtækja til að fyrirtæki geti greitt
starfsfólki laun. Ekki dugar að nota
aðferð WOW og gera út á Ábyrgðar-
sjóð launa.
Frá því að fjármálakerfið hrundi
hefur lögum um fjármálafyrirtæki
verið breytt 39 sinnum. Flestar
breytingarnar hafa hert á starfsemi
fjármálafyrirtækja, til að koma í veg
fyrir hrun fjármálafyrirtækja af því
tagi sem varð 2008. Þó er alls óljóst
að næsta hrun verði eins og síðasta
hrun.
Á meðal ákvæða sem komið hafa
inn í lögin eru skýr ákvæði um að
fjármálafyrirtæki mega aðeins reka
fjármálastarfsemi en ekki aðra
starfsemi. Einnig að eign fjármála-
fyrirtækis í öðru fjármálafyrirtæki
eða slík eign, sem er undirliggjandi
að veði, skal dregin frá eigin fé, enda
telst sú eign til eignfjár annars fjár-
málafyrirtækis. Með því er tryggt að
samanlagt eigið fé fjármálafyrir-
tækja sé til staðar en þurrkist ekki
út þegar eitt fjármálafyrirtæki fer í
þrot.
Á það skal einnig minnt að Fjár-
málaeftirlitið hefur verið eflt veru-
lega, að ekki sé talað um eftirlit með
fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka
Íslands.
Nýtt rekstrarlíkan
Þær lagabreytingar, sem vísað er
til hér að framan, leiða óhjákvæmi-
lega til þess að rekstrarlíkön fjár-
málafyrirtækja verða á annan veg
en áður. Það er eðli fjármálafyrir-
tækja, að þau eru skuldsettari en
önnur fyrirtæki.
Áður var gert ráð fyrir að reiknað
eigið fé fjármálafyrirtækja væri að
minnsta kosti 8% auk álags vegna
erlendra eigna, sem geta breytt nið-
urstöðutölum efnahagsreiknings
vegna breytinga á gengi íslensku
krónu.
Nú eru eiginfjárkröfur íslenskra
fjármálafyrirtækja um 20% með öll-
um eiginfjáraukum. Greinarhöfundi
er ekki alveg ljóst hverjar eru eig-
infjárkröfur fjármálafyrirtækja í
Evrópu nú um stundir.
Þegar krafa um eigið fé er hækk-
uð úr 10% í 20% og kröfur um laust
fé breytast á þann veg að til lausa-
fjár teljast ekki ónotaðar afturkall-
anlegar yfirdráttarheimildir er aug-
ljóst að ekki er hægt að gera sömu
kröfur til arðsemi og áður. Nema
með því að auka vaxtamun.
Þá er rekstrarvandi fjármálafyr-
irtækja kominn í fangið á viðskipta-
vininum, sem þá er orðinn að féþúfu
eigenda fjármálafyrirtækisins. Að
því var ekki stefnt þegar kröfur voru
hertar um starfsemi fjármála-
fyrirtækja.
Fjármálafyrirtækið verður þá
ekki lengur kerfislega mikilvægt,
heldur byrði á því samfélagi sem það
starfar í. Til þess að létta þessa
byrði á samfélaginu vaknar sú
spurning hvort ekki megi nú lækka
þessar háu kröfur um eigið fé í þeirri
trú að nokkurt gagn verði af samein-
ingu Fjármálaeftirlitsins og Seðla-
bankans.
Hvít bók
Það var fyrirhafnarinnar virði að
taka saman upplýsingar um íslensk
fjármálafyrirtæki, eins og gert var í
skýrslu, „Hvítbók“ sem kom út fyrir
réttu ári.
Þar kom margt fram en sitthvað
vantaði. Hugleiðingar um nýtt
rekstrarlíkan var ekki að finna og
það var alls ekki reynt að greina
ástæður og leita svara fyrir því að
ekki var eftirspurn eftir íslenskum
fjármálafyrirtækjum.
Gull
Ef til vill er það svo að íslensk
fjármálafyrirtæki eru í eðli sínu ekki
ekta. Það er víst svo að gull er ekki
til. Allt gull er í eðli sínu óekta.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Flestar breyting-
arnar hafa hert á
starfsemi fjármála-
fyrirtækja til að koma í
veg fyrir hrun fjármála-
fyrirtækja af því tagi
sem varð 2008.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Hve langt á að ganga í hina áttina?