Morgunblaðið - 20.12.2019, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019
✝ Jón Björns-son, Nonni,
fæddist á Ísafirði
7. september
1960. Hann lést á
heimili sínu í
Kópavogi 11. des-
ember 2019.
Nonni var sonur
hjónanna Björns
Magnúsar Egils-
sonar og Kristínar
Jónsdóttur. Systk-
ini hans eru Rannveig Björns-
dóttir, maki Hrafn Snorrason,
og Egill Kristján Björnsson,
maki Helga Lísa Jónsdóttir.
Eftirlifandi eiginkona Nonna
er Jóhanna Agnes Logadóttir,
Hanna, foreldrar Hönnu eru
Logi Magnússon og Árný Þóra
Hallvarðsdóttir.
Synir Nonna og Hönnu eru
æfði hann skíðagöngu og var á
hillu með þeim bestu. Þá fékk
hann að þrífa bíla yfirmanna
og vinna önnur auðveldari
störf og þeir leyfðu Nonna síð-
an að æfa í vinnutímanum þeg-
ar viðraði.
Nonni lærði til málara hjá
Hans Georg Bæringssyni, mál-
arameistara á Ísafirði, og út-
skrifaðist frá Iðnskólanum á
Ísafirði 1985.
Nonni og Hanna fluttu til
Reykjavíkur 1985 þar sem
hann vann fyrst hjá Ingvari Á.
Guðmundssyni málarameistara
en stofnaði síðar Málning-
arþjónustu Reykjavíkur í félagi
við Arnar Óskarson og Samúel
Kárason.
Nonni og Arnar slitu sam-
starfinu eftir andlát Samúels
og eftir það starfaði Nonni
sjálfstætt.
Útför hans fer fram frá Ví-
dalínskirkju í Garðabæ í dag,
20. desember 2019, klukkan 13.
Arnór Gauti Jóns-
son, sambýliskona
Björk Jónsdóttir,
sonur þeirra er
Styrmir Nói Gauta-
son, og Atli Fannar
Jónsson, sambýlis-
kona María Rós
Gústavsdóttir.
Eins og önnur
börn byrjaði Nonni
ungur að vinna,
hann tíndi ber heilu
dagana á haustin til að selja
gömlu konunum, hjálpaði
rækjuköllunum við uppskipun
og fékk fisk í staðinn sem hann
fór með heim og til vina, strax
byrjaður að draga björg í bú.
12 ára fór hann að vinna hálfan
daginn í rækjuverksmiðjunni,
síðan tók Íshúsið við. Þegar
Nonni var að vinna í Íshúsinu
Í dag verður bróðir minn, Jón
Björnsson, jarðsettur. Hann varð
bráðkvaddur heima hjá sér 11.
des. Ég vil nota tækifærið og
kveðja hann á minn hátt og geri
það með þessu ljóði sem ég samdi.
Bróðurkveðja
Kæri bróðir, í dag fékk ég þær fréttir að
þú værir dáinn
Það voru ótímabærar fréttir
Ekki strax ekki þú
Nei
Losti og doði eru orðin
Hvað get ég sagt?
Ekkert eins og er
Ég er eins og aðrir sár og sorgmæddur
Þú varst stóri bróðir minn
Hjálpaðir mér og studdir
Stríddir og meiddir
En þú varst bróðir minn
Við tengdumst bróðurböndum
Þau bönd voru órjúfanleg
Saman gátum við verið í þögninni
Það var alveg nóg
Nú eru böndin rofin
Þú ert farinn þína leið
Ég mun halda áfram hér
Þannig er lífið
Kæri bróðir nú kveð ég þig
Því miður alltof fljótt
Ég mun sakna þín
Þú lifir í minningu minni
Far vel, kæri bróðir
Egill Kristján Björnsson.
Fallin er frá fyrir aldur fram
elsku bróðir minn Jón Björnsson.
Höggið er þungt og sorgin er mik-
il. Við sem eftir sitjum minnumst
góðs manns.
Uppvaxtarárin okkar á Ísafirði
eru lituð af útiveru og leik og eng-
in lognmolla kringum elsku
Nonna. Endalausar minningar
koma upp í hugann um bernsku-
brek sem kalla fram bros og hlýju
til fjörkálfsins Nonna. Við vorum
náin en hann hafði einstaklega
gaman af að stríða systur sinni og
ég skal alveg viðurkenna að stund-
um var mér um og ó.
Við lærðum fljótt að elska nátt-
úruna í kringum okkur og þá bakt-
eríu fengum við frá pabba. Stuttar
ferðir til fjalla, upp að Nónvatni,
inn í skóg og í berjamó.
Nonni heillaðist ungur af skíð-
um og brölti upp í Stórurð og
skíðaði þar á svigskíðum. Um 12
ára aldur fór hann með pabba að
fylgjast með gönguskíðamóti inn í
Tungudal og fékk lánuð stóru
skíðin hans pabba og skellti sér
einn hring og þar kviknaði áhug-
inn á gönguskíðum og átti hann
farsælan gönguskíðaferil. Knatt-
spyrnan var heldur ekki langt
undan og spilaði hann með Vestra
og ÍBÍ í einhver ár.
Nonni lærði málaraiðn hjá
Georgi Bæringssyni á Ísafirði og
starfaði alla tíð sem málarameist-
ari. Hann var góður í sínu fagi og
hjálpsamur sínum þegar kom að
því að fá aðstoð við málum, málaði
loftin hjá mér eins og ekkert væri í
einu hádegishléinu.
Hönnu sinni kynntist hann ung-
ur og var lífshlaup þeirra saman
orðið hátt í fjörtíu ár. Elsku
Hanna það er sárt að kveðja lífs-
förunaut sinn og ástvin til margra
ára. Þau eignuðust gullmolana
sína tvo, Gauta og Atla, og gleðin
mikil þegar fjölskyldan stækkaði
og eru tryggðaböndin sterk milli
fjölskyldna okkar. Nonni hafði
yndi af því að veita og elda góðan
mat og eigum við margar yndis-
legar minningar úr bústað for-
eldra minna og þeirra og á heim-
ilum okkar. Fjölskylda mín og
foreldrar okkar áttum alltaf griða-
stað á heimili þeirra í suðurferðum
okkar þegar á þurfti að halda, þar
var alltaf pláss og upp í hugann
koma myndir af ótal samveru-
stundum, jólum, afmælum, bú-
staðaferðum og ekki þurftum við
mikinn undirbúning, vera saman
og gleðjast.
Nonni var náttúrubarn og elsk-
aði vestfirsku fjöllin, rjúpnaferðir
og Mjóafjörðinn sinn í fallega
djúpinu. Gönguferðir og útivera
með hundunum sínum átti einnig
vel við hann.
Líttu til fjalls þar fjallabunur
fannhvítar leika ár og síð.
Heyrast í fjarska fossadunur
í fagurlaufgaðri skógarhlíð.
Hverju vorblærinn hvíslar að
heyrist svo glöggt á þessum stað.
(Páll Ólafsson)
Elsku Hanna, Gauti, Björk,
afagullið Styrmir Nói, Atli og
María, missir ykkar er mikill og
hugur minn og minna er hjá ykk-
ur. Við minnumst elsku Nonna
með sorg í hjarta, en jafnframt
hlýju og þakklæti fyrir allar góðu
stundirnar. Guð veri með ykkur.
Þín systir,
Rannveig.
Hann Nonni okkar, kletturinn
og gleðigjafinn sem hugsaði svo
vel um fólkið sitt, er látinn.
Við fjölskyldan hittum hann
fyrst á Ísafirði þar sem hann var
með börnum Agnesar systur í leik.
Það voru mikil hlátrasköll og ég
spurði Agnesi; hver er þetta?
Þetta er hann Jón Björnsson. Ég
spyr hann; „Hvað starfar þú?“
„Ég vinn í fiski.“ Ég svara í gríni:
„Ef þú ætlar að líta eitthvað á
dóttur mína þá þarftu að læra eitt-
hvað.“ Ári seinna var Hanna að
snatta með bræðrunum Harald,
Hallvarði og Nonna í Reykjavík.
Þá hittir Nonni móðursystur sína
og tekur um herðarnar á Hönnu
og segir við Nönnu frænku: „Þetta
verður konan mín“. Stuttu seinna
kom fyrsti kossinn og Nonni
hringdi í mig um svipað leiti og
sagði mér að hann væri komin á
samning. „Það er gott og hvað
ertu að læra?“ „Að verða málari.“
Ég var ánægð með það. Hanna
Jón giftu sig nokkru síðar og gift-
ingardagurinn 17. september 1983
var fallegur dagur. Hjónin eignuð-
ust tvo glæsilega drengi, þá Arnór
Gauta og Atla Fannar, sem létu þó
bíða eftir sér.
Þegar Hanna var í námi á Bif-
röst kom Nonni einn daginn í
heimsókn til okkar Loga og sýndi
okkur auglýsingu um að Djúp-
mannabúð við Mjóafjörð væri til
sölu, hann sagðist hafa áhuga að
kaupa en vildi ekki taka af skarið
nema við myndum samþykkja að
styðja við þau í rekstrinum. Við
gerðum það og störfum bæði hjón-
in með þeim í tvö sumur, sem voru
strembin en dásamleg í senn.
Djúpmannabúð hefur verið sælu-
reitur fjölskyldunnar síðan.
Eftir að Hanna lauk masters-
náminu á Bifröst ákváðu þau að
flytja á neðri hæðina á Álfhólsveg-
inum í sama húsi og við Logi búum
í. Það sambýli hefur verið einstak-
lega farsælt og ánægjuleg sam-
vinna með gagnkvæmri virðingu.
Það verður mikill og sár söknuður
af Jóni í okkar litla samfélagi.
Takk fyrir samveruna, elsku
Nonni okkar.
Árný Þóra Hallvarðsdóttir
og Logi Magnússon.
Skaparinn var ekki sparsamur
þegar hann úthlutaði ungviðinu á
Ísafirði vaskleik á sjötta og sjö-
unda áratug síðustu aldrar. Slíkur
var fjöldi afreksmanna. Á veturna
voru það skíðin, sundið, að
ógleymdu náminu og á sumrin var
það fótboltinn samhliða strembinni
sumarvinnu. Þeir fjölhæfustu létu
sig ekki muna um að skara fram úr
á flestum þessum sviðum. Í þeim
hópi var Jón Björnsson.
Nonni ólst upp í efri enda þeirr-
ar merkilegu götu Fjarðarstrætis,
sem tilheyrði bæði neðri og efri
bæ. Hann var því efribæjarpúki og
talsvert fyrirferðarmikill sem slík-
ur. Vestrapúki í þokkabót. Skipaði
sér í fremstu röð hvort sem hann
skæddist skíða- eða fótboltaskóm.
Skíðagöngumenn á Ísafirði eru
þeirrar gerðar að þeir eldast ekki
og eru, í það minnsta að eigin sögn,
upp á sitt besta alla ævi. Sem
göngumaður var Nonni því löngum
í hópi sér miklu eldri manna og tók
þar margan slaginn. Á landsvísu
atti hann meðal annars kappi um
árabil við þá Konráðssyni frá
Ólafsfirði, Jón og Gottlieb. Þær
keppnir skiluðu honum í landsliðið.
Undir lok áttunda áratugarins
voru knattspyrnumenn á Ísafirði
að nálgast fremstu röð og þar mun-
aði svo sannarlega um Nonna.
Hann var einn af lykilmönnum liðs
ÍBÍ sem vann sæti í efstu deild
haustið 1981 og lék þar árin 1982
og 1983. Hann var traustur varn-
armaður. Hvort sigurleikurinn við
Fram á Laugardagsvellinum
haustið 1982 var hans besti leikur
skal ósagt látið en mikið óskaplega
lék hann vel þann daginn.
Í félagsskap skar hann sig úr.
Þar fór spaugarinn fremstur.
Hnyttnin einstök og ógleymanleg.
Slíkir hæfileikar eru nauðsynlegir
og hollir hverjum keppnishópi,
hvort sem vel gengur eða illa. En
hann var líka djúpur og alvörugef-
inn, sem tók hlutverk sitt mjög al-
varlega. Stríðnispúki sem þrátt
fyrir allt mátti ekkert aumt sjá.
Íþróttum fylgja skrítnir dómar
og furðulegar skiptingar. Það er
með öllu óbærilegt að Nonni
Björns hafi lokið leik. Seinni hálf-
leikur rétt hafinn. Eftir situr minn-
ingin um traustan og góðan félaga.
Jóhönnu, strákunum þeirra, for-
eldrum hans, ættingjum og vinum
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
F.h. fótboltapúka á Ísafirði,
Halldór Jónsson.
Við bræðurnir kynntumst Ís-
firðingnum og afreksmanninum í
skíðagöngu og fótbolta, Jóni
Björnssyni, þegar við vorum átta
og fimmtán ára gamlir þegar
Hanna systir okkar trúlofast
Nonna. Síðan eru liðin mörg ár.
Við og Nonni höfum margt
brallað saman í gegnum árin, það
er sárt að hugsa til þess að ekki
bætist frekar í minningasafnið.
Hanna og Nonni bjuggu framan af
á Ísafirði en fluttu síðar suður þar
sem Jón haslaði sér völl sem mál-
arameistari við góðan orðstír þar
sem hann þjónustaði sömu stóru
viðskiptavinina áratugum saman.
Nonni var stórhuga og kraftmikill
og vann hratt og ákveðið og við
bræðurnir tókum oft í pensil með
málarameistaranum og af Nonna
lærðum margt um líf og starf sem
gagnast hefur okkur alla tíð. Jón
kom nefnilega úr allt öðru um-
hverfi, úr sjávarplássi, þar sem líf-
ið byrjaði miklu fyrr og með meiri
þunga og ábyrgð en hjá okkur
bræðrunum af mölinni fyrir sunn-
an.
Vestfirðir höfðu sterk ítök í
Nonna alla tíð og hann leitaði mik-
ið til fjölskyldunnar sinnar en ekki
síður í náttúruna við djúp. Þegar
greiðasölustaðurinn Djúpmanna-
búð í Mjóafirði var settur í sölu
fyrir allnokkrum árum stukku Jón
og Hanna til og keyptu þennan
einstaka stað og ráku með vinnu
og námi í nokkur sumur en hafa á
seinni árum haft þetta sem orlofs-
og griðastað. Þetta skemmtilega
ævintýri varð til þess að við bræð-
urnir og fjölskyldur fengum að
kynnast einstakri náttúrufegurð
djúpsins bæði að vetri og sumri.
Það eru ómetanlegar minningar
tengdar kjarri vöxnum Mjóafirð-
inum þar sem fuglalíf og friðsæld
er alltumlykjandi. Frá þessum
stað á stórfjölskyldan margar góð-
ar minningar.
Fátt var Hönnu og Nonna bet-
ur lagið en að gleðja í gegnum
munn og maga, Nonni var alltaf
höfðingi heim að sækja og það var
alltaf veitt vel í mat og drykk og
gleði ríkjandi. Jón var mikill bú-
maður og það var alltaf matur í
kistunni á heimilinu og sumt af því
veitt af honum annað kom víða að,
eins og jólahangikjötið úr Svans-
vík.
Hann var alinn upp við skot-
veiðar af Bjössa föður sínum sem
ungur maður og síðar sótti Nonni
alltaf í fjöllin þegar haustaði með
hund sér við hlið.
Nonni var mikill dýravinur og
hundarnir hans voru óaðskiljan-
legur hluti af honum. Hundateg-
undin írskur setter fangaði hjarta
hans og Vaskur lifir nú eiganda
sinn. Þeir tveir voru miklir félagar
og iðulega þegar komið var í heim-
sókn til Hönnu og Nonna sat hann
í stólnum sínum með hundinn í
fanginu. Nonna var annt um smá-
dýrin sem urðu á vegi hans, allir
matarafgangar voru settir út í
garð fyrir þau. Hvert sem hann
fór hændi hann að sér dýr því
ávallt átti hann eitthvað gott fyrir
þau að borða.
Nú er þessi góði drengur fallinn
frá, við sem eftir sitjum eigum
fjölda góðra minninga um hugum-
stóran og vandaðan Ísfirðing
Örn Logason og Hallvarður
Einar Logason.
Hvernig getur maður skrifað
minningargrein um mann sem
fellur frá á besta aldri þegar dauð-
inn virðist víðsfjarri?
Jón Björnsson var liðlega tví-
tugur þegar hann réðst til fyrir-
tækis okkar, Pensilsins á Ísafirði,
snemma á níunda áratugnum til
að læra málaraiðn hjá undirrituð-
um. Þau ár eru uppfull af góðum
minningum, gleði og gamni með
góðum samstarfsfélögum og vin-
um. Jón vann hjá fyrirtækinu og
lauk sveinsprófi með sóma, hann
var vandvirkur, fylgdist vel með
nýjungum, var góður fagmaður og
fljótur að taka ákvarðanir. Hann
vann hjá fyrirtækinu þar til hann
fluttist til Reykjavíkur og stofnaði
síðar Málningarþjónustu Reykja-
víkur ásamt góðum vini okkar
allra, Samúel Kárasyni fyrrver-
andi starfsmanni Pensilsins, sem
féll líka frá langt fyrir aldur fram.
Jón var drengur góður og brást
ekki vinum sínum þegar á reyndi.
Við kveðjum hann með söknuði
og eigum eftir að sakna góðra
stunda með honum fyrr og síðar.
Okkar dýpstu samúð sendum
við Hönnu og börnum þeirra og
fjölskyldunni allri og þökkum fyr-
ir samveru og samstarf liðinna
ára.
Georg, Lóa og fjölskylda.
Jón Björnsson
✝ Jakob PálmiHólm Her-
mannsson fæddist
26. desember 1929
á Hruna í Nausta-
hvammi á Neskaup-
stað. Hann lést á
Grund í Reykjavík
29. nóvember 2019.
Foreldrar hans
voru Hermann
Jónsson frá Auðn-
um í Sæmund-
arhlíð, f. 22. nóvember 1897, d.
31. ágúst 1991, og Jóhanna Hjör-
leifsdóttir frá Naustahvammi, f.
25. október 1903, d. 29. desem-
ber 1993. Systkini Jakobs eru
Magnús Halldór, f. 27. júní 1926,
d. 29. nóvember 2001, og Mar-
grét Guðbjörg, f. 24. júlí 1937.
Kjörsystir Jakobs er Hjördís
Þóra Hólm, f. 13.4. 1956.
Jakob kvæntist Ástu Garð-
arsdóttur 20. októ-
ber 1951. Hún er
fædd 6. mars 1931 á
Fáskrúðsfirði. For-
eldrar hennar voru
Garðar Krist-
jánsson frá Kirkju-
bóli í Stöðvarfirði,
f. 27. september
1909, d. 6. febrúar
1964, og Guðbjörg
Erlín Guðmunds-
dóttir frá Búðum,
Fáskrúðsfirði, f. 15. júlí 1911, d.
24. mars 2003.
Börn Jakobs og Ástu eru: 1)
Jóhanna Jakobsdóttir, f. 16. nóv-
ember 1952, gift Dennis Mag-
ditch. 2) Björg Hólm Jak-
obsdóttir, f. 13. mars 1954, gift
Ómari Eyfjörð Friðrikssyni. 3)
Hjörleifur Þór Jakobsson, f. 7.
apríl 1957, kvæntur Hjördísi Ás-
berg. 4) Herdís Hólm Jak-
obsdóttir, f. 14. ágúst 1961.
Barnabörn Jakobs og Ástu,
beint og á ská, eru átján og
barnabarnabörnin tuttugu og
sex.
Jakob ólst upp á Norðfirði.
Þar voru hans rætur og var
hann virkur í félagslífi þar í bæ.
Jakob hóf nám í vélvirkjun árið
1948 í Iðnskólanum á Norðfirði
og lauk sveinsprófi þaðan árið
1952 og síðar meistaraprófi í
sömu grein. Vélvirkjun átti hug
hans allan en hann þurfti að
hætta í þeirri vinnu vegna liða-
gigtar. Í framhaldinu vann Jak-
ob hjá Sparisjóðnum á Norðfirði
í stuttan tíma en þau hjónin
fluttu síðan með börnin til
Reykjavíkur 1963 þar sem Jakob
starfaði sem fulltrúi hjá Einari J.
Skúlasyni og síðar sem skrif-
stofustjóri hjá Jóni Loftssyni.
Eftir að Jakob og Ásta hættu
að vinna byggðu þau sum-
arbústað í Skorradal.
Jakob dvaldi síðasta rúma ár-
ið á Grund þar sem hann lést.
Útför hans fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 20. desember
2019, klukkan 11.
Hann pabbi er dáinn. Hann átti
27 daga í nírætt þegar hann dó.
Heilsan hafði ekki verið góð und-
anfarin ár en samt kom þetta okk-
ur á óvart. Hugsun hans var mjög
skýr, minnið óbrigðult og húmor-
inn beittur. Maður gat ennþá tal-
að við kallinn um alla hluti og og
við héldum að hann ætti mörg ár
eftir. Sennilega var það bara af-
neitun; lífsviljinn var horfinn,
pabbi ágætlega sáttur við sitt lífs-
verk og tilbúinn að kveðja.
Pabbi var vel af guði gerður og
átti góða æsku. Hann var virkur í
félagsstarfi, spilaði á mandólín,
söng í kór og var áhugaljósmynd-
ari. Hann fór í vélvirkjun því að
nákvæmnisvinna hentaði honum
vel og dúxaði öll árin í iðnnáminu.
Pabbi kynntist mömmu ungur og
þau stofnuðu heimili á Norðfirði
og börnin komu eitt af öðru.
Pabbi þurfti að hætta í vél-
virkjun vegna handameina og
ungu hjónin fluttu í bæinn þar
sem pabba bauðst starf hjá Einari
J. Skúlasyni (EJS). Starfið fólst í
því að vera fulltrúi Einars, sjá um
innkaup, starfsmannamál og
rekstur verkstæðis. Lífið gekk
vel á mölinni. Pabbi vann hjá Ein-
ari í mörg ár og færði sig svo yfir
til Jóns Loftssonar sem
skrifstofustjóri. Strax um haustið
6́4 keyptu þau hálfbyggt hús í
Kópavoginum og tveimur árum
seinna fluttum við þar inn, allt
fullklárað og teppi út í horn.
Pabbi var mjög ánægður að koma
fjölskyldunni í öruggt umhverfi.
Hann sagði okkur að Heddý litla
hefði strax hlaupið út á götu og
stappað í jörðina og sagt „hér má
ég leika“ en slíkt var illa hægt á
Hverfisgötunni. Kópavogurinn
varð okkar heimili, þar eignuð-
umst við okkar vini og þarna eru
ræturnar.
Fyrir sunnan tók pabbi upp
önnur áhugamál; hann fór að
keppa í skotfimi, æfði júdó og síð-
an hafði hann mikinn áhuga á fót-
bolta og sat í stjórn knattspyrnu-
deildar Breiðabliks í mörg ár.
Hann var mikill bílaáhugamaður
og átti alltaf flotta bíla sem hann
var óspar að lána börnum sínum
þegar þau fengu bílpróf.
Pabbi hætti að vinna aðeins 54
ára gamall. Pabbi fékk tinnitus
sem er stöðugt ýl fyrir eyrunum.
Hann leitaði sér lækninga víða;
fór til Þýskalands og Bandaríkj-
anna en náði ekki bata. Þetta er
sjúkdómur sem sést ekki utan á
fólki og erfitt er að mæla og
ómögulegt að höndla.
Honum leið oft illa vegna þess
og fékk sjaldan hvíld. Þegar mað-
ur spurði hann hvernig hann hefði
það þá kom svarið oftast í desíbel-
um.
Þegar pabbi hætti að vinna
stóðu þau mamma vel; áttu húsið
skuldlaust og pabbi með ágætis
lífeyrisréttindi. Þau byggðu sér
sumarhús í Skorradalnum og
undu hag sínum vel þar næstu 15
árin og þaðan eiga barnabörnin
góðar minningar.
Pabba var umhugað um fjöl-
skylduna og studdi okkur krakk-
ana í öllu sem við gerðum án þess
að vera ofan í öllum hlutum. Ef
við þurftum hjálp gátum við alltaf
leitað til pabba en að öðru leyti
vildi hann að við værum sem sjálf-
stæðust. Ekkert okkar systkin-
anna man nokkurn tíma eftir því
að pabbi hafi skammað okkur eða
reiðst. Það var bara ekki hans
stíll.
Pabbi gaf okkur gott veganesti
út í lífið og sem við vissum að var
hans aðalmarkmið. Við erum stolt
af pabba og munum ávallt sakna
hans.
Jóhanna, Björg, Hjörleifur
og Herdís.
Jakob Pálmi Hólm
Hermannsson