Morgunblaðið - 20.12.2019, Page 24

Morgunblaðið - 20.12.2019, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 ✝ Helgi Seljanfæddist á Eskifirði 15.1. 1934. Hann lést á Landspítala, Foss- vogi, 10.12. 2019. Foreldrar: El- ínborg Kristín Þorláksdóttir hús- móðir á Eskifirði, f. 21.9. 1891, d. 11.1. 1945, og Friðrik Árnason verkamaður og hreppstjóri, f. 7.5. 1896, d. 25.7. 1990. Fóstur- foreldrar: Jóhanna Helga Bene- diktsdóttir, f. 14.4. 1908, d. 13.5. 1989, og Jóhann Björnsson, f. 12.9. 1897, d. 1.12. 1892, bænd- ur í Seljateigi við Reyðarfjörð. Öll alsystkini eru látin en þau voru í aldursröð: Halldór, f. 1918, Margrét, f. 1920, Kristinn, f. 1922, Þorvaldur, f. 1923, Helga, f. 1925, Þorlákur, f. 1927, Guðni, 1930, Árný, f. 1932. Hálfsystir samfeðra er Vilborg, f. 4.10. 1946. Fóst- ursystir er Guðrún Ása Jó- hannsdóttir, f. 31.5. 1937. Eftirlifandi eiginkona Helga er Jóhanna Þóroddsdóttir, f. 11.1. 1934 í Víkurgerði í Fá- skrúðsfirði. Foreldrar hennar voru Anna Hildur Runólfsdóttir húsmóðir, f. 12.7. 1900, d. 12.10. 1985 og Þóroddur Magnússon Helgi kenndi tvo vetur á Búðum í Fáskrúðsfirði og sjö vetur við Barna- og unglingaskóla Reyð- arfjarðar. Helgi var skólastjóri á Reyðarfirði frá 1962 til 1971 og sat í hreppsnefnd Reyð- arfjarðarhrepps 1962-1966 og 1970-1978. Árið 1958, þegar Helgi var 22 ára gamall, fór hann fyrst inn á Alþingi og varð síðan þingmaður Alþýðu- bandalagsins í 16 ár frá 1971 til 1987. Helgi var forseti Efri deildar í fjögur ár og fjögur ár fyrsti varaforseti Sameinaðs Al- þingis. Helgi var félagsmála- fulltrúi og ritstjóri fréttablaðs Öryrkjabandalags Íslands 1988 og síðan framkvæmdastjóri þess til 2001. Helgi sat í banka- ráði Búnaðarbankans frá 1973 til 1986. Helgi var virkur í fé- lagsmálum. Hann stofnaði Barnastúkur á Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði og var formaður Sambands bindindisfélaga í skólum 1952-1953, formaður Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar í 1958-1966, sat í stjórn Leik- félags Reyðarfjarðar 1959-1968 og í stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga 1968-1974, þar af tvö ár sem formaður. Þá starfaði Helgi ötullega fyrir félag eldri borgara í Reykjavík. Helgi gaf út bæði ljóðabækur og bækur um gamanmál og skrifaði ótal greinar í blöð og tímarit. Útför hans fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 20. desem- ber 2019, klukkan 13. útvegsbóndi, f. 6.11. 1895, d. 17.8. 1956. Börn Helga og Jó- hönnu eru 1) Helga Björk, f. 11.9. 1955. Synir með Herberti Harðarsyni: Hörður Seljan og Hannes Rúnar, barnabörnin tvö. 2) Þóroddur, f. 8.9. 1956, giftur Hildi Magnúsdóttur. Börn: Jóhanna Selj- an, móðir: Inga Margrét Árna- dóttir, Snær Seljan og Hjördís Helga Seljan, barnabörnin sex. 3) Jóhann Sæberg Seljan, 11.10. 1957, giftur Ingunni Karítas Indriðadóttur. Synir Helgi Selj- an og Hákon Unnar Seljan, barnabörnin þrjú. 4) Magnús Hilmar, f. 27.12. 1958, giftur Sólveigu Baldursdóttur. Börn: Stella Sigurbjörg, Baldur Seljan og Magnús Guðlaugur, barna- barn eitt. 5) Anna Árdís, f. 28.11. 1964, gift Indriða Indr- iðasyni. Börn: Hildur Seljan, Steinunn Díana, Arnar Freyr og Indriði Freyr, barnabörnin fjög- ur. Helgi ólst upp í Seljateigi við Reyðarfjörð og gekk í Barna- skóla Reyðarfjarðar. Hann tók landspróf frá Alþýðuskólanum á Eiðum 1950 og kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1953. Þegar við kveðjum pabba er þakklæti efst í huga. Þakklæti fyrir hvatningu, rökræður, sögur, vísur og fyrir að vera ætíð til staðar. Minningar leita á huga frá bernskuárum er við snérumst um lambféð og kýrnar með pabba og hjálpuðum við heyskap. Við fjög- ur komum á fjórum árum og bjuggum í sveitinni þar til við fór- um út í bæ þar sem Anna bættist í hópinn. Pabbi var kátur, hress og lét dæluna ganga. Eitt sinn var hann að gera við dekk á Rússanum og krossbölvaði. Við bentum á að ekki mætti blóta, alin upp í guðs- ótta og góðum siðum hjá ömmu. „Ég var 10 ára þegar ég blótaði fyrst, var að eltast við kindur, mér brá svo mikið að ég snar- stansaði“, sagði hann. Við sem höfum smalað með honum vitum að hann bætti hratt upp árin 10. Pabbi var félagslyndur og kom víða fram, flutti gamanmál og ræður. Ungur varð hann skóla- stjóri með mikinn metnað fyrir hönd barnanna og stóð ásamt kennurum fyrir skemmtunum og leikritum. Hann lék sjálfur og söng í leikritum og á þorrablót- um, oft með Þóri, Ingólfi og Arn- þóri. Í eðli sínu var hann samt heimakær. Afi og amma bjuggu hjá okkur og svo bjó systir pabba með fjölskyldu í næsta húsi. Allt- af var pabbi fyrstur að borða, rauk í uppvaskið og þá var gott að vera fljótur að klára því annars tók hann af þér diskinn. Hann elskaði söng og dans og ófá skipt- in dönsuðu foreldrar okkar við fjöruga tónlist í eldhúsinu. Oft var gripið í spil og alltaf keppni. Ef leggja þurfti saman talnarun- ur taldi pabbi. Eitt sinn sögðumst við ætla að telja, við værum fljót- ari, „Fljótari, komum í kapp“, sagði hann. Hann sá ekki að með smáu letri höfðum við skrifað hálfleikstölur. Við vorum á undan með fyrstu tvær, en þá sá hann tölurnar og stökk upp „þið svindl- ið“. Já, það var erfitt að keppa við hann, sérstaklega ef reyndi á minni og hraða. Pabbi var hugsjónamaður, ein- lægur vinstri maður sem barðist fyrir hag þeirra sem minna máttu sín. Hann var þingmaður í 16 ár og nýtti hverja stund til að fara um kjördæmið, sækja hugmyndir til fólksins. Í lok þingferils flutti fjölskyldan á Kleppsveginn og sem fyrr var heimilið öllum opið. Barnabörnin hafa búið þar og heilu íþróttahóparnir gist. Hann var virkur í félagslífi með Ör- yrkjabandalaginu og eldri borg- urum og sá þar um söngvökur ásamt Sigurði Jónssyni. Pabbi las mikið og fylgdist vel með fréttum. Iðulega hafði hann sterka skoðun og reifst við sjón- varpið, „hvaða endemis vitleysa“, „varst þú eitthvað betri?“, en stoppaði þegar mamma sagði, „jæja Helgi, hættu nú“. Pabbi og mamma voru sem eitt og það var yndislegt að fá að sofna við hláturinn í þeim þegar gist var. Pabbi kom oft með smellnar athugasemdir, þá síð- ustu heyrðum við er hann lá veik- ur. Það var verið að hagræða honum og hjúkkan bað um kodda til að styðja við bakið. „Þessi er alltof þunnur“, sagði hún og þá gall við í bindindismanninum: „Ég hef aldrei verið þunnur“. Nú þegar jólaljósin loga á Seljateigi, minnumst við pabba með gleði og þakklæti í huga. Guð styrki þig elsku mamma og þakk- ir færum við starfsfólki Landspít- alans fyrir góða umönnun. Helga Björk, Þóroddur, Jóhann Sæberg Seljan og Magnús Hilmar. Elsku pabbi hefur nú kvatt okkur. Mikil fyrirmynd í öllu mínu lífi og starfi og betri pabba hefði ég ekki getað óskað mér. Ég er yngst af systkinunum og naut þess í ríkum mæli.Var frá fyrstu tíð pakkað inn í bómull af öllum á heimilinu, fékk sérfæði hjá mömmu og oft sögu með svo að ég borðaði fiskinn. Svo gott og elskuríkt uppeldi sem ég fékk er ekki sjálfgefið og ber að þakka einlæglega fyrir það. Pabbi um- vafði mig með elsku sinni og eðl- islegri glettni. Hann las fyrir mig, lét mig á stofuborðið og dansaði við mig, gaf mér bláan ópal sem var uppáhaldið hans, leiðbeindi mér, faðmaði mig og kyssti í tíma og ótíma og dekraði mig í hvívetna. Ég hlustaði á hann æfa sig á ræðum og gam- anvísum, fylgdist með eldhús- dagsumræðum á Alþingi til að sjá honum bregða fyrir á skjánum og var ætíð stolt og montin af fað- erninu. Þegar ég var sjö ára samdi pabbi vísu um mig. Þar sem pabbi stóð í ströngu við að semja gamanvísur fyrir þorra- blótið kom ég og heimtaði vísu um mig. Hann semdi vísur um alla nema mig. Pabbi var þolin- móður í fyrstu, bað mig bíða, vís- an kæmi seinna, en ég þráaðist við og suðaði í honum. Á endan- um henti hann til mín blaði og sagði: Hérna færðu vísu og leyfðu mér að klára í friði. Vísan var svona: Þú ert ljót og leiðigjörn, liggur oft í fýlu. Á þér ættu að taka törn, tröllabörnin Grýlu. Ég rauk inn í herbergi í fýlu og sannaði þar með a.m.k. hluta vís- unnar. En stuttu seinna kom pabbi, faðmaði mig og sagði: Ljúfan mín og dúfan, ekki ergja þig yfir vísunni, hér er komin ný. Sú vísa var hlaðin lofi en henni hef ég alveg gleymt. Síðan þá hef ég fengið margar vísurnar frá pabba sem allar einkennast af lofi og hóli um mig og mína og aldrei var mér hótað Grýlu gömlu aftur. Allar kveðjur frá pabba í dagleg- um símtölum og í bréfum frá ung- lingsárum enduðu á elsku hjartað mitt eða ljúfan mín og dúfan. Ást hans og umhyggja alltaf til staðar og vís hjálparhönd ef eitthvað bar út af. Við áttum einstakt og náið samband og allar minningar eru ljúfar. Pabbi var einkar duglegur að fylgjast með öllu sem mér við- kom og aldrei hef ég fengið betri kennslu í stjórnun en frá honum. Vertu fyrirmynd og sýndu öllum störfum virðingu. Vertu sam- starfmönnum þínum jafningi. Þið vinnið öll að sama markmiði og verðið að gera það saman og í sátt. Hnitmiðuð en gullvægin heilræði sem hann setti fram þegar ég var að stíga mín fyrstu skref sem stjórnandi. Ég vona að ég hafi tileinkað mér þetta í mín- um störfum. Gleði pabba var fölskvalaus þegar við fluttum loksins til Reykjavíkur í fyrra- sumar. Þá hittumst við nánast á hverjum degi, faðmlög og kossar í hverri heimsókn og oft beðið um nudd fyrir laskað bak. Komið er að kveðjustund eftir erfið veikindi og ég er enn að átta mig á því að leiðir hafa skilið. Söknuðurinn er mikill og sú stað- reynd að við sjáumst aldrei meir er þyngri en tárum taki. Hafðu þökk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig og mína. Elsku þinni, nærveru, umhyggju og kærleiks- ríkum orðum þínum mun ég aldr- ei gleyma. Þín dóttir, Anna Árdís. Elsku afi. Eitt af því allra bezta sem kemur upp í hugann þegar leitað er í minningabanka okkar systk- ina eru heimsóknirnar á Klepps- veginn til ykkar ömmu. Samband okkar einkenndist af óendanlegri væntumþykju, örlæti og ein- skærri gleði. Við hittumst kannski ekki daglega en alltaf var jafn gott og gaman að hittast. Gestagangurinn hefur ávallt verið mikill á Kleppsveginum og þið amma tekið konunglega á móti ættingjum og vinum. Þakk- læti er efst í huga þegar við hugs- um um þig, elsku afi. Við eigum óteljandi minningar sem við getum ornað okkar við um ókomna tíð. Það er hægara sagt en gert að finna nógu sterk lýsingarorð yfir þig sem persónu. Þú varst einstakur maður og svo miklu meira en bara afi okkar. Skáldagáfur þínar slógu ætíð í gegn og það hve fyndinn og hnyttinn þú gast verið. Það sem var kannski merkilegast við þig er sú staðreynd að þú settir alltaf aðra í forgang og varst hvetjandi á sama tíma. Þér fannst alltaf mikilvægt að vita hvernig okkur gekk í lífinu og hvernig okkur leið. Fréttatíminn var heilög stund fyrir þér og óborganlegt var að horfa á Útsvarið með þér. Þú kepptist við að svara spurn- ingum þáttarins og bölvaðir hressilega þegar þú vissir ekki svarið. Bíóferðir eða ferð í Hús- dýragarðinn var nánast fastur liður og þú kættir okkur með ýmsum gjöfum og dýrmætum persónutöfrum þínum. Seljateigur mun aldrei verða eins án þín, en við vitum að þú munt vakta óðalið af himnum of- an. Þú undir þér ávallt bezt í sveitinni með henni Hönnu þinni og afkomendunum. Þú sýndir okkur gott fordæmi um hve mik- ilvægt er að sýna fram á vænt- umþykju og kærleik. Ást þín á Hönnu ömmu skein skært í augum þínum og þú fannst alltaf tækifæri til að koma því til skila. Sú ást mun aldrei dvína né fölna. Þið voruð jafn ást- fangin undir það síðasta og þegar þið kynntust fyrst. Þú sagðir sjálfur að þú hefðir unnið í lottó- inu þegar kom að makavali sem er hárrétt hjá þér. Það sýndi sig í 64 ára farsælu hjónabandi ykkar. Því var vitagagnslaust fyrir þig að kaupa lottómiða þegar þú áttir allt sem þú þráðir að eiga. Þegar við sitjum hér og hugs- um til baka er svo margt sem við getum verið þér þakklát fyrir. Hver sem málefnin voru þá endaði umræðan næstum alltaf með brosi eða hlátri. Það er sagt að með ellinni fylgi oft elliglöp en það á þó engan veginn við um þig. Hugur þinn bjó yfir betra minni heldur en nýjasti tölvubúnaður Apple hefur upp á að bjóða. Óhemju hreinskilinn karakter að eðlisfari og það gladdi oftar en ekki mannskapinn. Þú varst rödd lítilmagnans og þér fannst mik- ilvægur boðskapur að allir ættu skilið sömu tækifæri í lífinu, óháð fátækt eða almennt slæmum að- stæðum. Þið amma hafið alið upp fimm eðaleinstaklinga sem þið getið svo sannarlega verið stolt af. Traust, jákvæð og með geysileg- an metnað frá ykkur báðum. Við pössum svo auðvitað upp á hana Hönnu þína sem þér og okkur þykir svo vænt um. Þín verður sárt saknað og minnst með hlý- hug og virðingu. Takk fyrir allt, afi. Stella Sigurbjörg , Baldur Seljan og Magnús Guðlaugur. Elskulegur tengdafaðir minn, nokkur fátækleg orð sem lýsa ljúfum myndum sem koma upp. Seljateigur, heyskapur, fá að kynnast sveitarlífi, veran í Sand- hólum, þar sem allt iðaði af lífi, hjá ykkur Hönnu. Helgi og Hanna, tvö nöfn sem eru svo hljómþýð að þau verða vart að- greind, minningar sem eru gull- korn æsku minnar. Sárt er að kveðja einstakan sómamann, sem gaf svo mikið, vildi hvers manns götu greiða. Það er ekki ofsögum sagt að gæfa mín var að kynnast dóttur ykkar. Fyrir börnin okkar að eiga þig sem afa, að eiga ykkur að og kynnast svo einstöku sóma- fólki er nokkuð sem þau munu búa að alla ævi. Að kynnast ykk- ur sómahjónum var mér mikil gæfa. Ef yfirfara þurfti texta, fá tækifærisljóð sent þegar þörf var á. Yndislegu jólakortin þar sem iðulega fylgdi fallegt ljóð. Símtöl, þegar fjarlægðin var mikil, að skynja og upplifa elsku þína á þínu fólki og hvað þú barst hag þeirra allra fyrir brjósti. Geta leitað til þín þegar ritgerðarsmíð hafði dregist þegar námið var orðið fulltímafrekt. Stundirnar á Kleppsveginum, njóta ljúffengra veitinga sem Hanna bar fram af kostgæfni, að horfa saman á fréttir, keppa við þig þegar Út- svarið var í sjónvarpinu, ræða um bókmenntir, hvort sem var Ís- lendingasögur eða ljóð, alltaf varstu tilbúinn að hlusta. Minn- ingin um ferðalag okkar vestur á Snæfellsnesi. Þú að flytja hug- vekju í kirkjunni, algjörlega fum- laust, textinn svo dásamlega samansettur og flutningur þinn svo magnaður. Líklega besta ræðunámskeið sem ég hef fengið og þegar ég innti þig eftir því hvernig þú færir að þessu var svarað: „Það er nú einfalt, ég bara æfi mig.“ Að spjalla um liðna tíma og stjórnmál, ég alltaf smá til hægri, en þú vinstri, loks skildi ég að stjórnmál snúast ekki um hægri eða vinstri, a.m.k. gerðir þú ekki greinarmun á því, aðalatriðið að láta gott af sér leiða, vera með gott hjartalag. Þegar við Anna höfum ferðast erlendis kom Hanna iðulega með og þú kvaddir mig alltaf með sömu orðunum: „Þú kemur svo með þær heilar heim.“ Svolítið óþægilegt, en alltaf gott að geta staðið við þá bón. Nú er komið að leiðarlokum, sárt er að kveðja en ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Þinn tengdasonur, Indriði Indriðason. Ég er svo lánsamur að hafa átt þig fyrir afa. Þú hefur alltaf sýnt mér einlægan áhuga á öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hend- ur og verið okkur fjölskyldunni innan handar í blíðu og stríðu. Afi minn var ekki bara alþing- ismaður sem barðist fyrir þeim sem minna máttu sín, heldur var hann einnig mikill kennari, ljóð- skáld, sögumaður og skemmti- kraftur með eindæmum. Hann var mikill gleðigjafi sem átti auð- velt með halda uppi léttleika í kringum sig með jákvæðum og góðum hætti. Hann var mér mikil fyrirmynd sem hefur svo sann- arlega átt sinn hlut í því að móta mig að þeim manni sem ég er í dag. Hann var óhræddur við að ýta mér út fyrir þægindahringinn og mér er minnisstætt þegar ég var lítill og vildi verða ljóðskáld eins og hann afi minn. Þá sat ég við eldhúsborðið hjá ömmu og afa, og glímdi við mikla og djúpa ljóðagerð. Eftir að hafa skrifað niður fáeinar línur, þá var ég fljótur að fara frá þessu verkefni og fást við annan leik. Stuttu seinna kallar afi mig á tal og rétt- ir mér dagblaðið með opnuna á Barna-DV og viti menn þá var afi minn búinn að senda ljóðið mitt í prent. Ljóðið hljómar svona: Ég sá rós Ég sá rós fyrir framan mig Ég sá hana mörg þúsund sinnum Þegar hún var í góðu skapi eða vondu. Mig mun dreyma hana ævilangt. Það er sennilega best að láta afa minn um ljóðagerðina. Við fjölskyldan erum þakklát að langafabarn hans, hann Þór- halli, hafi fengið það tækifæri að þekkja langafa sinn. Það er okk- ur fjölskyldunni einnig dýrmætt að hafa fengið að njóta samveru afa á okkar gleðistundum, eins og þegar amma og afi sáu sér fært að ferðast til Danmerkur til að mæta á útskrift mína eða þegar við Berta giftum okkur. Þá sá hann afi minn um að færa okkur kveðskap og hvatningarræður sem við munum minnast og geyma í hjörtum okkar ævilangt. Elsku afi minn, við hugsum vel um ömmu, takk fyrir allt. Hannes Rúnar Herbertsson. Á Kleppsveginum gekk maður inn í aðra veröld. Aldrei hávaði eða læti en alltaf fjör og fullt af ættingjum sem fengu góðgæti, notalegt spjall og heilræði hjá afa og ömmu. Yndislega andrúms- loftið hjá þeim sem fékk mann til að gleyma hverdagslegu amstri og einskis verðum hlutum. Ást og umhyggja alltaf í fyrirrúmi. Hvatning til góðra verka og til að verða góður einstaklingur í lífinu með heiðarleika og jákvæðni að leiðarljósi. Við fjölskyldan bjugg- um á Kleppsveginum í fjögur ár og fyrsta árið bjuggum við hjá þeim. Aldrei var hægt að finna að það væri kvöð fyrir þau að fá inn á sig sex manna fjölskyldu og við krakkarnir tókum endalaust vin- ina með heim og allir voru vel- komnir. Það var yndislegt að geta skriðið upp í rúm til ömmu og afa þegar vondir draumar sóttu á, því bræður mínir voru vanalega á undan mér upp í rúmið til mömmu og pabba. Afi minn var einstakur maður, nærvera hans og hlýja fyllti hjarta mitt og alltaf var mér mætt með skilningi og hvatningu ef eitthvað var að. Hann hjálpaði til við heimanám, leiðrétti málfarið, horfði á leikrit- in sem við settum upp heima og hafði einhvern veginn alltaf tíma fyrir hvern og einn. Seinna í framhaldsskóla mátti alltaf koma eða hringja til að fá hjálp og leið- beiningar. Hann hringdi alltaf vikulega til að spyrja frétta og hvernig mér liði. Í þessum fátæk- legu orðum til meistara mælsku og ritlistar verður aldrei hægt að lýsa allt umvefjandi áhrifum hans á líf mitt og tilveru. Enginn sem kallar mig lengur litla lambið sitt og faðmar mig eins afi gerði. Nú er ekki von á fleiri símtölum og söknuðurinn er mikill. Það er erf- itt að hugsa sér lífið án afa, en amma og Kleppsvegurinn er enn þá griðastaður og ég get þakkað fyrir það. Tilveran verður aldrei söm eftir að þú ert horfinn af heimi, elsku afi minn. Farðu í friði, ég mun geyma og virða minningu þína. Þín dótturdóttir, Steinunn Díana. „Maður á alltaf að gera rétt, líka þegar það er erfitt.“ Ég get ómögulega munað hvort afi minn og nafni las þessa hendingu upp fyrir mig eða hvort hún er ein- faldlega frá honum sjálfum kom- inn. Hún hefur hins vegar sótt á mig síðustu vikur. Og einhvern veginn rammar hún inn fyrir mig það sem veganesti sem þau afi minn og amma læddu í vasa okk- ar barnabarnanna á leið okkar út í lífið. Rétt eins og þegar afi laumaði til okkar aur, eins og hann kallaði það. Ég hef ekki verið nema nokk- urra ára þegar ég fór að fara austur með afa á sumrin. Í flugi. Opal og brenni. Nóg af því. Stundum of mikið jafnvel. Hann svona reffilegur alltaf og sífellt að spjalla við menn og konur. Það voru ekki mörg leikskólabörn sem eyddu starfsdögunum í kaffi- stofu Alþingis um miðjan níunda áratuginn. En það þótti afa lítið mál. Ég gerði mér grein fyrir því að afi átti að tilheyra einhverju ákveðnu liði á þessum vinnustað. En ég gat ómögulega áttað mig á hverjir væru í óvinaliðinu. Mættu þeir kannski aldrei? Allir voru vinir hans. Sjálfur fékk ég dálæti á Steingrími Hermannssyni. Taldi fram eftir öllu að þeir væru samflokksmenn, hann og afi. Seinna áttaði ég mig á því að það fólk sem ég hafði mest af að segja eftir þessa starfskynningu mína í þinginu, átti allt að heita svarnir andstæðingar hans. Og voru það vissulega á þann hátt Helgi Seljan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.