Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 25

Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 margir, að lífsskoðanir þeirra stönguðust á. Þess vegna tókust þeir eðlilega oft á, og gáfu ekki afslátt af eigin sannfæringu, en komust þó oft að sameiginlegri niðurstöðu. En þeir voru líka samstarfsmenn hans og félagar. Þessi eiginleiki afa hafði ekk- ert með það að gera hversu hart hann sótti sín hjartans mál. Aldr- ei. Og það sem meira var, hvernig hann sótti annarra manna hjart- ans mál. Málefni sem oft voru langt í frá líkleg til vinsælda, að minnsta kosti þá og þegar hann tók þátt í að koma þeim á dag- skrá. Réttindamál samkyn- hneigðra, bættur aðbúnaður fanga og barátta hans fyrir því að Íslendingar létu af þeim hrotta- skap að fangelsa og þannig pynta geðsjúkt fólk. Ég hálfskammað- ist mín fyrir að hafa ekki löngu lesið yfir þingmálalista afa míns, þegar ég gerði það nýlega. Því ekki var hann mikið að rifja hana upp sjálfur. Var enda oft upp- teknari af því hverju hann hefði viljað hafa þokað lengra, en því að hafa þó fært það á dagskrá. Það þótti honum ekki sérstök ástæða til að stæra sig af. Það fylgdi því einfaldlega að „gera rétt“ alveg óháð því hvort í öðrum málum menn vildu svo telja sig til vinstri eða hægri. Það hefði verið og var ef til vill einhvern tímann freistandi fyrir krumpaðan og baldinn ungling að snúa því upp í ógurlega kvöl og pínu að vera skírður í höfuðið á þessum stóra manni. Hvílíkum skugga sem hann varpaði. En það var einfaldlega ekki hægt. Þannig maður var hann afi minn. Afi minn var enda fyrst og síðast vinur minn. Það væri vanþakklátt að þakka ekki þessi fjörutíu ár okkar saman, heldur að einblína á hversu lítinn tíma börnin mín fengu með þér. Jóhann Bessi son- ur minn var kannski ekki skírður, svona eins og flestir vildu að það hefði verið. En var það samt. Daginn sem þú straukst honum nýfæddum um ennið og sagðir stundarhátt: „Sæll Jóhann Bessi“ var það einfaldega ákveðið hvaða nafn drengurinn skyldi fá. Hvorugt okkar hafði rætt það áð- ur. Og það þurfti ekkert að ræða það. Takk fyrir okkur afi minn, Þinn nafni, Helgi Seljan. Meira: mbl.is/andlat Með sorg í hjarta kveð ég þig, elsku afi. Það sem ég er heppin að hafa fengið að eiga þig að sem afa. Að fá að koma til ykkar ömmu á Kleppsveginn og tala við ykkur um allt milli himins og jarðar var toppurinn. Ég heillað- ist af því hvernig þú talaðir um þjóðmálin, þú smitaðir mig af pólitík. Svo komst þú alltaf með pening sem þú laumaðir að mér svo að enginn myndi sjá, nema auðvitað sáu það allir. Alltaf þegar ég talaði við þig í síma þá fannst þér mikilvægt að heyra í börnunum mínum, þó svo að þú hafir varla skilið orð, sér- staklega hjá Hildi Ynju sem er málglöð eins og við. Það sem þú ljómaðir alltaf þegar við komum í heimsókn og hafðir svo gaman af því að spila við Sigurbjörn Leó. Mikið er ég þakklát fyrir heim- sóknina til mín á Reyðarfjörð í sumar, þegar Hildur Ynja sat hjá þér heillengi og þið sunguð sam- an. Bestu afmælisgjafirnar voru frá ykkur ömmu. Að fá send ljóð frá ykkur sem þú hafðir samið var það besta og þessi ljóð munu fylgja mér. Þess vegna fannst mér ekki annað koma til greina en að kveðja þig með ljóði þó svo að ég hafi tærnar langt frá hæl- unum þínum í kveðskap. Minningar birtast í huga mér, afi minn, ég vil þakka þér. Eltumst við pólitík, okkar sýn, ávallt lít ég upp til þín. Kennt mér ótal margt þú hefur. Mér hlýju í hjarta ætíð gefur. Elsku amma mín, við höldum áfram að eiga okkar einstöku samtöl þar sem við munum skiptast á sögum um afa. Þín Hjördís Helga Seljan. Elsku afi. Fáein kveðjuorð nú þegar minnigarnar merla í huga mér, ljúfar og fallegar. Ég var svo heppinn að eiga þig fyrir afa og fá að búa við hliðina á þér alla tíð, fyrst austur á Reyðarfirði og síðustu 19 árin hér á Kleppsvegi 14, þar sem ég keypti mér íbúð í sama stigagangi og þið amma. Þú varst mér mikill styrkur, klett- urinn í hafinu, sem alltaf var hægt að leita til. Það var mér því mikil gleði að fá að aðstoða þig við að tölvuvæðast. Ég minnist þess að þér fannst það hégómi hjá mér að vera sífellt að kaupa eitthvað nýtt í tölvuna, en eftir að tölvu- náminu lauk eftirlét ég þér tölv- una mína og þú varst fljótur að tileinka þér tæknina og hættir al- veg að tala um hégómann í mér. Mér er minnisstætt að eftir að- eins einn mánuð varst þú búinn að skrifa meira inn í tölvuna en ég á öllum mínu námsárum. Skemmtilegustu minningarnar mínar eru þegar ég var með þér sem lítill strákur í Seljateigi í sauðburði, heyskap og réttum, þar varstu í essinu þínu. Hér á Kleppsvegi 14 hefur alla tíð verið hálfgerð umferðarmiðstöð, þar sem ættingjarnir koma saman og ég naut þess að hitta þar alla, þar sem ég var daglegur gestur á heimili ykkar ömmu. Ég hef alla tíð litið mikið upp til þín og það er svo margt sem við eigum sameiginlegt. Við erum til dæmis báðir harðir bindindis- menn og aðhyllumst sömu póli- tísku stefnuna. Já, það er margt sem ég hef lært af þér, til dæmis hvernig koma á fram við aðra og vera ætíð tilbúinn að leggja öðr- um lið ef hægt er. Það er mikið tómarúm í lífi mínu núna, að vita ekki af þér hér í íbúðinni fyrir neðan með ömmu og með heitt á könnunni. En það síðasta sem þú villt er að ég legg- ist í eitthvert volæði og því ætla ég að horfa björtum augum fram á veginn, þannig minnist ég þín best. Bestu þakkir fyrir allar samverustundirnar þær eru mér óendanlega dýrmætar og verða mér hvatning til góðra verka. Hörður Seljan, dóttursonur. Elsku hjartans afi minn. Minningarnar streyma og erf- itt er að fanga alla þá ást og væntumþykju sem ég mun alltaf bera til þín. Hildrið mitt og ljúfan mín og dúfan voru þín gælunöfn yfir mig. Þú hafðir að bera ein- stakan karakter, sýndir sam- ferðafólki þínu ómælda hlýju og barðist af alefli fyrir lítilmagn- ann. Þú varst svo margt í augum svo margra, en fyrir mér varstu einfaldlega afi. Þegar ég var tíu ára fluttum við sex manna fjölskyldan inn á ykkur ömmu. Þetta voru forrétt- indi, ekki kvöð. Alltaf varstu boð- inn og búinn að hjálpa með hvað sem var. Sast yfir heimanáminu með mér, kenndir mér á kross- gátur, höfuðstafi og stuðla, þuldir upp skrýtlur og spilaðir ólsen ól- sen og veiðimann með mér, en þú varst heldur ekki að skafa af því ef ég missteig mig og fyrir það er ég þakklát. Við fjölskyldan flutt- um svo á hæðina fyrir neðan ykk- ur ömmu og bjuggum þar í þrjú ár og þvílík lukka sem það var að vera svo nærri ykkur ömmu. Þótt við flyttum síðan í burtu var aldr- ei langt á Kleppsveginn, og þar er nafli alheimsins hjá ykkar afkom- endum. Þegar Bjarni minn, eða séra Bjarni eins og þú kallaðir hann, kom í heiminn hófst lofsöngur mikill. Þú mærðir hann svo að meira að segja ég fór hjá mér. Þú misstir einnig bæði sjón og heyrn þegar hann gerði einhver prakk- arastrik. Þegar ég kynntist svo eiginmanni mínum og fékk bón- usdóttur í kaupbæti tókstu þeim strax opnum örmum og dásam- aðir þau í mín eyru. Í hverri viku hringdir þú, í hverri einustu viku, bara til að spyrja frétta. Þú varst búinn að tala um að þú værir nú að fara að deyja í mörg ár, en símtalið sem kom skömmu fyrir sex ára af- mælið hans Bjarna mun seint gleymast. Þegar þú byrjaðir eina ferðina enn að tala um að þetta yrði seinasta afmælið sem þú kæmist í brast röddin og það kom þögn. Svo sagðir þú fremur hljóð- lega: „Æ, Hildrið mitt, mikið vildi ég geta séð hann Bjarna vaxa úr grasi.“ Ég reyndi að slá á létta strengi og sagði að þú skyldir ekki voga þér að fara strax. En það varð samt svo að þetta var seinasta afmælisveislan sem þú sóttir. Þú varst svo góðhjartaður og réttsýnn, og þú stóðst alltaf með mér í öllu. Þú varst afi; afi sem ortir heilu bálkana af ljóðum og skrifaðir ótal sögur og leikrit, afi sem gat tuðað í ömmu en samið henni ljúfustu ástarljóðin, afi sem var einnig svo ótrúlega svartsýnn nema á framtíð afkomenda sinna, veðurhræddur með eindæmum og reifst við sjónvarpsfréttirnar. Þegar ég var að fletta í gegn- um ljóðin þín núna í vikunni stoppaði ég af einhverjum ástæð- um við ljóð sem bar engan titil annan en „Gamalt ljóð frá 1951“. Þú varst sautján ára þegar þú ortir þetta en í orðunum þínum les ég ferðalagið sem þú ert núna búinn að leggja í: Nú lifnar yfir lundu, mig langar til að fljúga til lindarinnar tæru, þar sem blómálfarnir búa. Þar skal ég kveða ljúflingslag, þá losna böndin þungu og ljóðin kvikna í brjósti mér síkátu og ungu. Takk fyrir allt það liðna, elsku afi. Þar til við hittumst hjá bló- málfunum. Þín dótturdóttir, Hildur Seljan. Þegar manni er ljóst að góður vinur er horfinn á braut er sem allt hljóðni um stund og tíminn nemi staðar. Fram streyma dýr- mætar myndir og minningar lið- innar tíðar, söknuður gagntekur huga og hjarta og tilfinningar sem ekki verður við ráðið brjót- ast fram. Síðan gagntekur mann einlægt þakklæti fyrir að hafa kynnst og átt samfylgd með traustum og gefandi vini. Helgi Seljan Friðriksson, hef- ur kvatt þetta. Lífsgöngu þess mæta og góða drengs er lokið. Hann skilur eftir sig sjóði minn- inga sem bera þess merki að miklu var afkastað en ekki síður afrekað á lífsferlinum. Helgi var maður annríkra ævidaga og unni sér sjaldan hvíldar. Erillinn sem fylgdi lífsstarfi hans og fjöl- breyttu félagsstarfi varð sem ófrávíkjanlegur lífsmáti. Aldrei að segja nei – aldrei skorast und- an að leggja lið. Það voru hans meðfæddu eiginleikar að vera ætíð reiðubúinn að leggja sitt að mörkum og þá ekki síst í annarra þágu. Í lífi sínu átti Helgi láni að fagna þar sem var lífsförunautur hans, hún Hanna. Yfirvegun hennar og æðruleysi var og er einstakt. Gagnkvæm virðing þeirra, umhyggja og vinátta var afl sem fleytti þeim yfir magra flúðina. Helgi fæddist á Eskifirði og var yngstur níu alsystkina. Með andláti hans hafa þau öll kvatt þennan heim en eftirlifandi er hálfsystir. Samleið Helga og systkinanna var ekki löng. Hann fór kornungur í fóstur til frænku sinnar og eiginmanns hennar og ólst upp í skjóli þeirra í Seljateigi Reyðarfirði. Þrátt fyrir þessa til- högun örlaganna lá sterkur þráð- ur milli systkinanna og styrktist eftir því á ævina leið. Sterkt svip- mót og eðlislægur vilji til að láta gott af sér leiða einkenndi systk- inahópinn. Öll höfðu þau ríka þörf fyrir þátttöku í félagslegu starfi s.s. á sviði leiklistar, söngs og hljóðfæraleiks. Helgi gekk skref- inu lengra og tókst á við ljóða-, sögu-, og leikritagerð af mikilli snilld og atorku. Minnast menn heilu söngleikjanna og græsku- lauss gamanmáls sem Helgi samdi og flutti á ýmsum mann- fundum. Ljóð hans hafa komið út á prenti og víða ratað fólki til ánægju. Á kveðjustund þökkum við Helga við alla hlýju og hugulsemi í okkar garð. Á vináttu okkar bar aldrei skugga. Áhrif hans á ævi- starf okkar beggja sem kennara eru ótvíræð. Undir hans stjórn og handleiðslu stigum við okkar fyrstu spor á kennslubrautinni. Kæra Hanna. Við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð vegna fráfalls Helga. Sá missir er mikill í ljósi langrar, farsællar samfylgdar ykkar. Megi kærleikur Guðs umvefja ykkur og ljúfar minningar lina söknuð ykkar. Kæri Helgi. Far þú í friði friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þegar pabbi, Þorvaldur Frið- riksson, lést árið 1996 samdi Helgi minningarljóð til bróður síns. Eitt erinda ljóðsins fellur einkar vel að minningu þeirra bræðra. Með þessu erindi kveðj- um við Helga hinstu kveðju. Öll hans gjörð um ævidaga ágæt mjög og góð hans saga. Honum fylgi hlýjust þökk. Horfinn er til ljóssins landa ljúfum Drottni felum anda. Hinzta kveðjan hugumklökk. (HS) Ellert Borgar og Erna. Margs er að minnast við andlát Helga Seljan, móðurbróður míns. Hann var mikill mannvinur og heilsteyptur sómamaður. Ég minnist hans með hlýju og þakk- læti fyrir notaleg samskipti og mikla frændrækni hans í gegnum árin. Hann fylgdist jafnan vel með fjölskyldu minni og hafði oft samband. Þegar faðir minn lést á síðasta ári sendi Helgi hlýja kveðju á erfiðri stund sem ég mat mjög mikils. Þannig var Helgi frændi – tryggðin uppmáluð. Þó pólitískar hugsjónir okkar væru mjög ólíkar voru umræður okkar um stjórnmál alltaf svo uppbyggilegar og öfgalausar. Lærði margt af honum í þeim efnum. Málefnalegur og réttsýnn í allri framgöngu sinni, og upp- skar líka eftir því í bæði pólitísku starfi sínu og ötulum félagsstörf- um alla tíð. Dáðist jafnan mjög að elju hans og málafylgju í baráttu með virkum skrifum í blöð og ým- is rit langt fram eftir aldri. Stóð vörð um hugsjónir sínar og mál- efnin sem honum voru kær með svo miklum sóma. Helgi var sagnamaður mikill, hrein unun var að hlusta á frænda í frásagnagír sínum, ljóð hans fimlega ort og sýndi ein- lægni hans, hlýju og mannlega réttsýni hvort sem um var að ræða léttar tækifærisvísur eða ádeilu á málefni samfélagsins í mjög ólíkum myndum. Hann var mikill mannvinur í gegnum alla sína framgöngu í ræðu og riti. Í huga mínum lifir notaleg minning þegar Helgi og Hanna héldu upp á sextugsafmælið hér á mínum slóðum. Móðir mín bauð bæði þeim og nokkrum afkom- endum til matarveislu á Dalvík af því tilefni sem var mjög eftir- minnileg. Önnur eftirminnileg minning er þegar ég fór í spurn- ingaþáttinn Viltu vinna milljón fyrir tæpum 20 árum. Þá dvaldi ég hjá þeim heiðurshjónum í borginni og þau fóru með mér sem gestir í þáttinn. Ekki komst ég í aðalstólinn og lítið um millj- ónaglamur, sem betur fer hugsa ég. Hef oft hugsað um að frænda mínum hafi líklega þótt lítið til SJÁ SÍÐU 26 Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför okkar kæra, RIKKA ÞÓRS VALSSONAR, Hafnarbraut 2b, Dalvík. Guðrún Þóra Friðriksdóttir Yannick Wærge Þóra Sigrún Friðriksdóttir Valur Harðarson Ásdís Ósk Valsdóttir Íris Dögg Valsdóttir Atli Mar Gunnarsson Hörður Hermann Valsson Katrín María Ipaz og systkinabörn hins látna Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, GUÐGEIR ELLERT MAGNÚSSON frá Lágu-Kotey, Meðallandi, lést á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði 24. nóvember. Útför fór fram í kyrrþey. Systkini og fjölskyldur þeirra Hjartans þakkir fyrir vináttu, stuðning og hlýhug við fráfall eiginmanns míns og besta vinar, föður okkar og sonar, PÁLS HEIMIS PÁLSSONAR. Bryndís Skaftadóttir Unnur Aníta Stefán Birgir Benedikt Arnar Hrafn Jökull Regína Gréta Páll Jökull Páll Friðriksson Faðir minn, JÓHANN EYFELLS, myndlistarmaður og prófessor, lést á hjúkrunarheimili í Fredericksburg, Texas, þriðjudaginn 3. desember. Útför fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 27. desember klukkan 15. Ingólfur Eyfells og aðrir aðstandendur Okkur elskulega systir, FRIÐRIKA GUÐRÚN KARLSDÓTTIR, Ytra-Hóli, Fnjóskadal, lést 14. desember. Útför hennar fer fram frá Draflastaðakirkju laugardaginn 4. janúar klukkan 14. Þökkum starfsfólki Lögmannshlíðar sérstaklega góða umönnun og hlýhug. Benedikt Karlsson og Unnur Kristín Karlsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES RAGNARSSON, Jörfa, Víðidal, andaðist á sjúkrahúsinu Hvammstanga mánudaginn 16. desember. Útförin verður auglýst síðar. Hjalti Jóhannesson Ingunn Lena Bender Guðmundur Jóhannesson Goretty Dias Ægir jóhannesson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.