Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 26

Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 þáttarins koma og peningamask- ínu hans, en þau fóru samt með mér, sem segir mikið um trygg- lyndið. Að þátttöku lokinni sagði ég við frænda að ekki yrði ég rík- ur í dag og hann tók undir með þeim orðum að gæfan væri nú ansi fallvölt þarna. Oft lagði hann okkur lið í stóru og smáu sem ég vil þakka fyrir á kveðjustundu, sendi okkur bækur sínar og gamansögur sem við höf- um notið mjög. Frásagnir hans og skrif voru mikill yndislestur. Á suðurferðum var alltaf litið inn hjá þeim hjónum og alltaf sama hlýjan, einlægnin og gestrisnin, trygg frændrækni sem við metum öll mjög mikils. Við munum sakna hans mjög. Blessuð sé minning Helga frænda. Innilegar samúðarkveðj- ur sendi ég til elsku Hönnu og fjölskyldunnar allrar. Guð blessi ykkur öll. Stefán Friðrik Stefánsson. Heiðursmaðurinn Helgi Seljan Friðriksson andaðist 10. desem- ber sl. Helgi fór kornungur í fóst- ur vegna veikinda móður sinnar, tekinn úr stórum systkinahópi sem grét þegar litli bróðir þeirra fór. Helgi fékk gott og ástríkt upp- eldi eins og hann sjálfur hefur lýst, bæði í ræðu og riti, hjá því sómafólki sem hann ólst upp hjá. En það voru hjónin sem bjuggu í Seljateigi í Reyðarfirði. Ég var ekki búin að þekkja Þorlák tilvon- andi eiginmann minn lengi þegar hann sagði mér frá litla bróður sínum sem hann fékk í afmælis- gjöf á 7 ára afmælisdegi sínum. Milli þeirra bræðra ríkti einlæg virðing og vinátta enda margt líkt í fari beggja. Báðir höfðu fengið það í vöggugjöf að hafa ánægju af því að gleðja aðra, hvor á sinn hátt. Fallegu textarnir hans Helga við ljúf lög bróður hans komu út á geisladiski sem heitir Ljósbrot fyrir nokkrum árum. Þessi samvinna bræðranna lýsir best þeim næmleika sem ríkti á milli þeirra. Ég kynntist Helga þegar hann var þingmaður okkar Austfirð- inga. Við hjónin vorum í hópi þeirra fjölmörgu sem leituðu til hans til að reyna að fá leiðréttingu mála þegar framleiðsluréttur var tekinn af búum manna. Á ferðum sínum um kjördæmið kom Helgi gjarnan við hjá okkur á Skorra- stað og oft með fleira fólk með sér sem gaman var að tala við og kynnast. Seinna hittum við þau hjón við ýmis tækifæri og nutum gestrisni þeirra og félagsskapar bæði heima hjá þeim og víðar. Til Reykjavíkur fórum við hjónin aldrei svo að við færum ekki í heimsókn til Jóhönnu og Helga. Með þeim áttum við marg- ar góðar og uppbyggjandi stundir á yndislegu og hlýju heimili þeirra þar. Þar fann maður sig alltaf innilega velkominn. Á síðastliðnu sumri hittum við, ég og dóttir mín, Helga heima í Seljateigi. Okkur duldist ekki að honum var mjög brugðið en glettnin var þó ekki langt undan. Ég vil að lokum þakka Helga mági mínum fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur fjölskylduna, fyrir vináttu hans og hjálpsemi. Nöfnu minni og fjöl- skyldu þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Maður eins og Helgi skilur eftir sig stórt skarð. Ég bið Guð að blessa minningu Helga Seljan og að styrkja eftirlif- andi eiginkonu hans og fjölskyldu þeirra alla. Jóhanna Ármann. Helgi Seljan, sem hér er kvadd- ur, var löngu orðinn landsþekktur fyrir skrif minningargreina og þegar ég frétti af andláti hans hugsaði ég: „Hvað er ég að vilja upp á dekk með minningargrein um Helga Seljan?“ Þetta var seint um kvöld, ég gat ekki sofnað og fór að skrifa. Og nú hefur minn kæri vinur til langs tíma fengið hvíldina, sem ég veit, að hann var farinn að þrá eftir langa og erfiða sjúk- dómslegu. Söknuður er mér sannarlega efstur í huga við að skrifa þessi fátæklegu minning- arorð um hann. Jafnframt get ég ekki annað en glaðst fyrir hönd míns góða vinar, að þessu skuli nú lokið. Við Helgi kynntumst fljótlega eftir að ég náði í mína góðu konu, Kristínu, sem lést fyrir rúmu ári. Þau voru skyld og áttu bæði heima á Reyðarfirði. Vel á minnst, minningarorð! Þau eru nokkuð sem segja má að Helgi hafi sjálfur verið sérfræð- ingur í. Hann hafði lengi verið ötull við að skrifa um látið fólk, bæði honum skylt og vandalaust og tókst jafnan að gera það mjög fallega. Að vísu fór sú saga á kreik að Reyðfirðingar þyrðu ekki orðið að deyja, vegna þess að Helgi Seljan myndi skrifa um þá. Mig grunaði þó alltaf að hann ætti sjálfur einhvern þátt í þeirri sögu, enda vantaði hann aldeilis ekki húmorinn. Alþjóð veit hver afburðamaður hann var í texta- smíð, bæði í bundnu og óbundnu máli. Sjálfur á ég margar bækur, sem hann hafði sent frá sér og gefið okkur. Hér verð ég nú að viðurkenna örlítinn öfundarvott í hans garð, á ég þar við danshæfileika hans. Hann þótti mjög góður dans- maður sem engan veginn á við um mig og ég naut góðs af þegar við fórum með þeim hjónum á skemmtanir og hann dansaði við konur okkar til skiptis. Mín kona hafði mjög gaman af að dansa og kannski býð ég henni upp þegar við hittumst uppi. Hanna kona Helga er alveg einstök kona. Hér er lítil vísa um hana. Lengi höfum við Hönnu þekkt og höldum fram í þakklætisskyni að okkur þyki ómetanlegt að eiga slíka konu að vini. Helgi kunni sannarlega að meta sína góðu konu og í bókum hans er margt fallegt að finna sem hann gerði til hennar. Hanna er ekki síðri húmoristi en Helgi var og langar mig því til að enda þetta með vísu um þau hjónin. Þau fengu sér nýjan bíl, höfðu átt grænan en skiptu yfir í gráan. Að hugsa um vínsins vafasöm gæði varla sem templari má hann, samt eru bindindishjónin bæði búin að fá sér einn gráan! Þau fyrirgáfu mér bæði og að endingu kveð ég vin minn með kærri þökk fyrir allt, sem við höfum haft saman að sælda. Hönnu og öllum þeirra afkom- endum votta ég einlæga samúð mína og allra minna. Blessuð sé minning Helga Seljan. Sigurður Jónsson tannlæknir Rætur jafnaðarstefnunnar liggja víða í íslensku samfélagi: í þorpum, verkalýðsfélögum, bindindissamtökum, leikfélög- um, hreppsnefndum og barna- skólum; í flóru mannlífs sem skóp byggðarlögin. Helgi Seljan sameinaði í per- sónu sinni og ævistarfi það besta úr þessari arfleifð; var í reynd mótaður af öllum slíkum rótum: kjörinn í hreppsnefndina, kenn- ari í barnaskólanum, formaður í verkalýðsfélaginu, virkur í stúk- unni og leikfélaginu; hrókur alls fagnaðar og baráttumaður fyrir betra samfélagi. Kosningin til Alþingis var rökrétt afleiðing þess margháttaða trúnaðar sem fólkið í austfirskum fjörðum sýndi honum. Í flokknum á landsvísu var hann virtur af öllum og áhrifa- menn úr öðrum vígstöðvum sótt- ust eftir liðsinni hans þegar góð mál voru í húfi. Svo var hann líka kvæðamaður, orti og skemmti; svo marghamur að ýmsum fannst hann fjarri staðalmynd af stjórn- málamanni. Helgi Seljan var í raun engum líkur; ávallt hann sjálfur; sannur og heill. Kannski eignast íslensk stjórnmál aldrei aftur slíkan sómamann sem ætíð leit á starf sitt sem þjónustu við þá sem kusu hann til forystu – en líka þjónustu við alla hina sem kosið höfðu aðra. Það var honum líkt að gerast við lok þingsetu baráttumaður og fulltrúi þeirra sem mest eiga á brattann að sækja og lýsa vanda þeirra og erfiði í ótal blaðagrein- um. Minna svo í stuttum pistlum oft á mikilvægi bindindisreglu; varði málstað sem hefur verið lítt í tísku á síðari tímum. Ætíð trúr sinni hugsjón. Á kveðjustundu ber að þakka langa samfylgd, samræður og ráðin heil, innsýn og yfirvegun; hollustu við hugsjónir sem gert hafa Ísland að betri byggð. Það var gæfa okkar margra að verða samstarfsmenn og baráttu- félagar Helga Seljan og nándin við hann varð okkur ætíð til góðs. Í hofi íslenskra jafnaðarmanna og hinnar róttæku hreyfingar mun Helgi Seljan ávallt skipa heiðurssess. Frá fjarlægri álfu sendi ég fjölskyldu hans og vinafjöld ein- lægar samúðarkveðjur. Ólafur Ragnar Grímsson. Margt leitar á hugann þegar Helgi Seljan, félagi og vinur til áratuga, hefur lokið sinni lífs- göngu. Kynni okkar ná vel fjöru- tíu ár til baka og eftir fjögur ár saman á Alþingi og í þingflokki höfðu traust bönd myndast sem héldu æ síðan. Helgi Seljan var enda þeirrar gerðar að mönnum mátti vera verulega áfátt í mann- legum samskiptum ef þeir rákust á hann á lífsleiðinni og komust hjá því að eignast hann að góðum kunningja eða vini. Fyrstu árin mín á þingi voru einn samfelldur stjórnmálaskóli og vantaði ekki kennarana. Einn þeirra var Helgi Seljan. Ógleym- anlegar eru ferðir með honum austur þegar hann tók nýliðann með sér og var allt í senn, verk- legur skóli í kjördæmavinnu, fræðsluferð um staðhætti, menn og málefni, en þó fyrst og síðast verulega skemmtileg samvera. Þeir voru einnig áhugavert tvíeyki með að ferðast Helgi og Hjörleifur. Ólíkir um margt, Hjörleifur með sína annáluðu ná- kvæmni og skipulag á hlutunum, en Helgi spilaði meira af fingrum fram. Helgi tók mig einnig á nám- skeið í skemmtanabransanum þegar ég var sem nýr þingmaður beðinn um að hafa uppi gaman- mál á einhverri kvöldsamkomu. þar var Helgi á heimavelli, þaul- vanur að koma fram og fara með kveðskap og gamanmál. Hann taldi mikilvægt að lesa rétt í sam- komuna og haga sér eftir því. Það heilræði sem ég man best eftir, hljóðaði á þessa leið; „svo eru vissar samkomur, Steingrímur minn, þar sem langbesta reglan er að passa sig á að segja ekki orð af viti“. Í sínum störfum sem stjórn- málamaður brann Helgi fyrir hugsjónum sínum um bætt kjör þeirra sem á hallar í lífsbarátt- unni. Framfaramál kjördæmisins og landsbyggðarinnar áttu einnig hug hans allan svo ekki sé nú minnst á óbilandi elju hans þegar kom að áfengis- og vímuvarna- málum. Helgi Seljan var ekki maður sem afrækti hugsjónir sín- ar þó að formlegri stjórnmála- þátttöku lyki. Öryrkjabandalagið varð starfsvettvangur hans um langt árabil eftir að þingmennsku lauk og þar vann hann ómetan- legt starf sem gladdi okkur báða, mig og Odd Ólafsson sem höfðum kvatt hann til að taka að sér það verkefni. Eftir að formlegum starfsdegi lauk hélt Helgi áfram og allt fram undir hið síðasta að berjast fyrir hugðarefnum sínum. Ófáar voru blaðagreinarnar og pistlarnir sem hann sendi frá sér og yfir- leitt fólu í sér hófstillta en einarða hvatningu til ráðamanna að gera betur í málefnum öryrkja eða annarra sem á hallar í lífsbarátt- unni. Einnig stóð hann dyggilega vaktina og var óþreytandi við að minna á það böl og mannlegu harmleiki sem fylgja misnotkun áfengis og vímuefna. Að leiðarlokum þakka ég Helga Seljan fyrir vináttu og langa pólitíska samfylgd. Ís- lenskt samfélag er nú einum önd- vegismanninum fátækara en verk hans eru þeim sem áfram halda hvatning og gott fordæmi. Eftirlifandi eiginkonu hans og stoð og styttu, Jóhönnu, börnum og allri fjölskyldu votta ég samúð mína og fjölskyldu minnar, kveð minn vin með söknuði en er þó þakklæti efst í huga. Steingrímur J. Sigfússon. Helgi Seljan, fyrrverandi al- þingismaður er látinn. Við þá frétt leitar hugurinn til þess tíma sem við vorum í senn samstarfs- menn og keppinautar í stjórnmál- um á Austurlandi sem þingmenn Austurlands. Ég kynntist honum fyrst árið 1978 eftir herfilegann ósigur í kosningum þar sem flokkur hans varð stærri en Framsóknarflokkurinn á Ausur- landi eftir áralanga velgengni okkar. Nú er farið að fækka til mikilla muna í þeim hópi sem tókst á í stjórnmálum á Austur- landi á þessum árum. Helgi var ætíð áberandi í stjórnmálunum meðan hann var á þeim vettvangi, og ég varð strax þess áskynja hvað hann var ötull í persónulegum samskiptum við fólkið, og hafði ýmsa hæfi- leika sem hjálpuðu honum til þess. Hann var í fyrsta lagi mjög duglegur að ferðast um og hitta fólk að máli, og var áhugasamur um að leysa úr vandamálum ein- staklinga. Hann beitti sér í ýms- um málum sem varðaði fatlað fólk og þá sem minna máttu sín, enda fór hann að starfa á þeim vettvangi þegar þingmennsku lauk. Þar að auki var hann skáld- mæltur og góður söngmaður og uppstandari og það voru dýr- mætir hæfileikar í stjórnmála- baráttunni. Þó að við Helgi Seljan værum á öndverðum meiði í stjórnmál- um áttum við þó ýmislegt sam- eiginlegt, ekki síst áhuga á því að vinna fyrir kjördæmið okkar. Auk starfa á Alþingi voru gerðar miklar kröfur til alþingismann- anna að vera á ferðinni, og þá voru haldnir framboðsfundir fyr- ir kosningar fjórtán að tölu. Haust- og vetrarkosningar út- heimtu erfið ferðalög á sjó og á landi og í lofti og ýmis samskipti önnur. Ég varð þess var sérstak- lega seinni árin að ferðalögin voru Helga oft á tíðum erfið vegna þess að hann var veill í baki. Við Helgi vorum ekki saman á Alþingi sem aðalmenn nema eitt kjörtímabil, en eftir að hann var kominn til starfa hjá fötluðum áttum við margvísleg samskipti og voru þau öll með ágætum. Við leiðarlok hjá honum er komið að því að þakka samstarfið og góð kynni og votta fjölskyldu Helga innilega samúð. Jón Kristjánsson. Með Helga Seljan kveður óvenju ötull baráttumaður á vett- vangi félags- og stjórnmála. Að- eins 19 ára að aldri var hann orð- inn fullveðja kennari á Fáskrúðsfirði og flutti sig þaðan með Jóhönnu eiginkonu sinni yfir í heimabyggðina Reyðarfjörð þar sem hann kenndi og stýrði skóla um 15 ára skeið. Fyrr en varði var Helgi orðinn þar formaður verkalýðsfélagsins, sveitar- stjórnarfulltrúi og driffjöður í leikfélagi staðarins. Þá eignuðust þau hjón á innan við áratug fimm börn sem öll eru þekkt af farsæl- um störfum hvert á sínu sviði. Fósturforeldrar Helga í Selja- teigi voru traustur bakhjarl fjöl- skyldunnar. Þangað sótti Helgi í senn víðsýni í stjórnmálum og kynni af landbúnaði sem hann stundaði í hjáverkum. Þegar í alþingiskosningunum 1956 skipaði Helgi sæti á fram- boðslista Alþýðubandalagsins í Suður-Múlasýslu og kom inn sem varaþingmaður 1958 og aftur haustið 1969. Hann var því eng- inn nýgræðingur þegar hann var kjörinn þingmaður vorið 1971. Alþingi varð síðan vettvangur hans um 16 ára skeið og á þeim tíma varð hann brátt þjóðþekkt- ur af störfum sínum og fram- göngu. Kynni okkar Helga hófust fljótlega eftir að við Kristín sett- umst að í Neskaupstað 1963. Al- þýðubandalagið var þá að festast í sessi og á árunum 1965-1966 átt- um við hlut að stofnun félagsein- inga og kjördæmisráðs AB á Austurlandi. Þegar kom að fram- boði til Alþingis 1967 bárust böndin að okkur Helga að skipa sæti á eftir Lúðvík. Hvorugur vildi taka 2. sætið, Helgi vegna starfa síns sem skólastjóri og ég með önnur áform í huga. Helgi sættist loks á þetta gegn því að ég fylgdi á eftir. Í kosningunum 1971 bættist Sigurður Blöndal í hópinn. Við vorum kröfuhörð við þá félaga að sýna sig á fundum, einnig í þinghléum um hávetur. Leiddi þetta samspil ásamt öðru til þess að Alþýðubandalagið varð stærsti flokkur í kjördæminu í þingkosningunum vorið 1978 með þrjá kjörna þingmenn. Haustið 1979 tók Helgi við for- ystusæti á framboðslista AB eystra. Við fylgdumst síðan að á þingi til 1987 með Svein Jónsson sem varaþingmann. Aldrei bar skugga á okkar samstarf þessi ár eða síðar. Við héldum uppteknum hætti að heimsækja byggðarlög í kjördæminu, halda opna fundi og settum markið við að a.m.k. þrír heimamenn sýndu sig. Þetta brást aðeins einu sinni. Helgi varð ókyrr og við fórum heim. Þá kom í ljós að 15 voru mættir klukkutíma of seint að sveitarsið! Daginn eftir hringdi Helgi á flesta bæi í sveitinni til að gera gott úr þessu. Ákvörðun Helga 1987 að hætta þingmennsku þótti okkur liðs- mönnum AB miður, en þó skilj- anleg eftir 16 ára ötult starf hans á Alþingi. Hann átti lengi við veilu í baki að stríða og því reynd- ust lýjandi ferðalög honum mót- dræg. Styrkur Helga fólst ekki síst í áhuga hans á hag hvers ein- staklings og einlægum vilja til að rétta hjálparhönd. Léttleiki hans og glettni í og utan ræðustólsins greiddu götu hans að áheyrend- um. Á það reyndi áfram þegar ný og krefjandi viðfangsefni tóku við af þingstörfum. Aðeins fáir ná að skila slíku dagsverki. Jóhönnu og afkomendum sendum við Kristín samúðar- kveðjur. Hjörleifur Guttormsson. „Þeir drukku, en ekki við,“ út- skýrði gamall samherji Helga Seljan þegar ég spurði hvers vegna sósíalistar hefðu notið miklu meira trausts en kratar á Austurlandi. Það var þó ekki fyrr en ég kynntist Helga sjálfum að ég gerði mér grein fyrir hve mik- ið vit var í þessari stjórnmála- fræði. Hjá honum var reglusemi og ráðvendni órofa þáttur í bar- áttunni fyrir betra og fegurra mannlífi, arfur hins gamla ung- mennafélagsanda þar sem saman fóru félagshyggja og virðing fyrir kristnum gildum. Í þjóðfélags- málum skyldi hver maður byrja á sjálfum sér. Þeirri lífsreglu fylgdi Helgi Seljan. Undir lok síðustu aldar varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa náið með Helga á fámennri skrif- stofu Öryrkjabandalags Íslands. Liðlega fimmtugur hafði hann lokið löngu og farsælu starfi í stjórnmálum þar sem hann sakir ljúfmennsku sinnar og mann- kosta naut virðingar hjá öllum, jafnt samherjum sem andstæð- ingum. Í stað þess að þiggja ein- hvern þægilegan bitling tók hann þá ákvörðun að helga sig mann- réttindabaráttu öryrkja. Fyrir ungan formann var ómetanlegt að hafa sér við hlið svo hollráðan atgervismann sem Helgi var. Enn þann dag í dag er mér ráð- gáta hvernig hann komst yfir öll þau vandasömu verkefni sem leysa þurfti, að viðbættri rit- stjórn efnisríks tímarits, setu í ráðum og nefndum, að ekki sé minnst á allan þann fjölda sem til hans leitaði, oft um sín viðkvæm- ustu mál. Það verður seint metið til fulls hve mikið lán það var fyrir Ör- yrkjabandalagið að fá til liðs þann drengskaparmann sem Helgi var, mann sem með nær- veru sinni einni gat glatt og hug- hreyst hvern þann sem til hans leitaði, hvort heldur það voru áhyggjufullir samstarfsmenn eða skjólstæðingar í sárri neyð. Þeg- ar upp er staðið voru það þessi hlýja og ljúfmennska sem alla tíð munu sitja eftir í huga okkar sem vorum svo lánsöm að eignast Helga Seljan að vini. Blessuð sé minning hans. Garðar Sverrisson. Suður-Múlasýsla var eitt sterkasta vígi Sósíalistaflokksins um miðja síðustu öld. Það gerði fylgið í Neskaupstað. Í kosning- um 1949 var sýslan þriðja sterk- asta kjördæmi flokksins utan Reykjavíkur með 651 atkvæði. Í kosningunum 1953 voru atkvæð- in 614 og Framsókn hirti báða þingmenn kjördæmisins. En 1956 sveiflast fylgið í 771. Þá er kominn til sögunnar kornungur frambjóðandi frá Reyðarfirði, Helgi Seljan, 22 ára. Sá hafði áð- ur unglingurinn tengst Þjóðvarn- arflokknum og 1956 bauð Al- þýðubandalagið fram í fyrsta sinn. Þar með hófst vegferð sem stóð yfir í 31 ár; Helgi Seljan lét af þingmennsku 1987. Kom fyrst inn á þing sem varamaður Lúð- víks Jósepssonar á útmánuðum 1958. Fyrsta þingmálið var til- laga til þingsályktunar um skipa- ferðir frá Austfjörðum til út- landa. Síðasta þingmál Helga vorið 1987 var „Tillaga til þings- ályktunar um endurskoðun af- markaðra þátta tryggingalög- gjafarinnar. Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að endur- skoða þau ákvæði almannatrygg- ingalaga sérstaklega sem lúta að greiðslum vegna umönnunar aldraðra, svo og heimilisuppbótar til þeirra öldruðu er vilja sem lengst búa að sínu. Hið sama verði athugað varðandi samsvar- andi greiðslur tryggingabóta til fatlaðra.“ Alltaf á vaktinni og þegar Helgi lét af þingmennsku varð hann einn af forystumönn- um Öryrkjabandalagsins. Alþýðubandalagið varð til sem verkalýðsflokkur. Formaður Dagsbrúnar var lengst af í þing- flokki Sósíalistaflokksins og Al- þýðubandalagsins. Þegar sam- tökum fatlaðra óx fiskur um hrygg þá var það í samræmi við stefnuna að sinna samtökum þeirra sérstaklega. Þegar við vorum aðilar að ríkisstjórnum eins og þegar ég var félagsmála- ráðherra þá var Helgi trúnaðar- maður minn númer eitt um allt sem laut að hagsmunum öryrkja. Áhrif hans komu fram í alls konar löggjöf og stjórnvaldsákvörðun- um. Hann sat í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra 1979-1983 og 1988 og í tryggingaráði 1989- 1991. Helgi var líka maðurinn í bindindishreyfingunni, flutti anda hennar inn í þingflokkinn þar sem við reyndum að standa okkur eins og best við gátum. Þar var Helgi okkar bakhjarl. Fyrir allt þetta er ég þakklátur. Í minningargreinum um stjórnmálamenn er oft sagt að þeir hafi alltaf tekið málstaðinn fram yfir sjálfa sig. Það er því Helgi Seljan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.