Morgunblaðið - 20.12.2019, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 20.12.2019, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 um síðan á þar sem við sátum saman við eldhúsborðið, svona þegar hann var ekki að brasa í bílskúrnum. Ógleymanlegar stundir eins og söngæfingar á fimmtudagskvöldum, grjóna- grautur á laugardögum, skötu- boð, jólaboð og gamlársboð, allt hjá ömmu og afa í Hvassaleitinu, líða seint úr minni. Afi átti alltaf eitthvert góðgæti fyrir okkur til að laumast í yfir vídeóspólum og það klikkaði aldrei að senda Arn- ar Heimi yngsta frænda minn til þess að biðja afa um eitthvað gott handa okkur, því hann bara gat ekki sagt nei við hann. Sennilega hefði hann aldrei sagt nei við neitt okkar. Þegar ég eignaðist síðan mann frá Ísafirði, þá var afi nú heldur betur ánægður með það. Ekki síður að hann væri ættaður af Hornströndum. Hann sagði mér að börnin okkar myndu nú græða á því, bara þeir sterkustu hefðu lifað af á Ströndunum. Það var svo gaman síðan á síðustu árum að fara með afa til Ísafjarðar og heyra hvar hann hafði unnið, hvaða hús hann hafði smíðað, hvaða innréttingar og allskonar skemmtilegar og fræknar sögur. Hann var óskaplega mikill Vest- firðingur og var alltaf tilbúinn til þess að dásama bæði Ísafjörð og Bolungarvík. Afi smíðaði fallegustu hús- gögnin, var húsvörður í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og gerði við dúkkurnar mínar þegar þær biluðu. Hann söng manna best og hæst, söng meira að segja í Heimskórnum og með Pavarotti sem okkur þótti mjög merkilegt. Hann var mikið fyrir jólin og þá sérstaklega jólaskraut og var svakalegur barnakall. Svo var hann stríðinn og fyndinn. En um- fram allt þá var hann hlýr og góð- ur, sýndi okkur öllum áhuga og hvatti okkur til dáða í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Aldrei gátum við fundið að við gerðum eitthvað sem honum þætti skrítið eða óviðeigandi. Hann afi Rúrik var besti afi í heimi og ég er gríðarlega þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hann í mínu lífi. Rúrik Pétur sonur minn sagði mér að langafi væri farinn í Stjörnuna sína, en börn hafa oft lag á að útskýra hluti á einfaldan og fallegan hátt. Ég veit að afi Rúrik vakir yfir okkur þar og fylgist spenntur með því sem við tökum okkur fyrir hendur. Von- andi frískur og glaður í faðmi fjalla blárra. Þuríður Pétursdóttir. Elsku afi. Nú þegar við systkinin kveðj- um þig í hinsta sinn þá er það gert með hlýhug og þakklæti fyr- ir allt sem þú hefur gert fyrir okkur í gegnum tíðina og kennt okkur. Þú varst alltaf léttur í lundu, blístrandi eða syngjandi, brosandi, hlæjandi og til í að rök- ræða við okkur um pólitík og mál- efni líðandi stundar við eldhús- borðið heima. Við höfum alltaf geta treyst á þig vegna alls þess sem við höfum haft á okkar könnu, allt frá því að keyra okkur í tómstundir, safna með okkur flöskum í Fjölbraut í Breiðholti, smíða alls kyns hús og hluti, gagnlega sem ekki, leigja vídeóspólur, laga húsgögn fyrir okkur og ramma inn ófáar mynd- ir. Það er okkur minnisstætt í þau ófáu skipti sem við komum í Hvassaleitið að það var hægt að treysta á það að þú værir að bar- dúsa eitthvað í skúrnum þar sem venjulega gekk maður bara á ten- órröddina sem ómaði langt út á bílastæði. Þar var hægt að sitja löngum stundum og aðstoða þig við hitt og þetta og syngja með þér við eitthvað af íslenskum klassíker- um eða einhverri Pavarotti-óper- unni. Við kveðjum þig með miklum söknuði, elsku afi. Guðrún og Rúrik. ✝ Sólveig Þór-hildur Helga- dóttir fæddist 25. júní 1928 á Hval- eyri í Hafnarfirði. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði 7. desember 2019. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Ólafsdóttir, f. 1895, d. 1930, og Helgi Þórðarson, f. 1893, d. 1976. Eftir andlát móður henn- ar ólst Sólveig fyrst upp með föður sínum og móðurömmu til sex ára aldurs, þegar móður- amma hennar lést. Upp frá því með föður sínum og uppeldis- móður, Margréti Einarsdóttur, f. 1897, d. 1991. Alsystkini Sólveigar: Gíslína Ragna, f. 1925, d. 1946, og elliheimilinu„ í Hafnarfirði, Reykjalundi, Sjómannastofunni í Reykjavík, Hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi, St. Jósefsspítala og Fjölbrautaskólanum Flens- borg. Sólveig og Einar eignuðust tvo syni: 1) Marínó, f. 3. desem- ber 1961, d. 26. janúar 2011. 2) Rögnvaldur Guðbjörn, f. 21. júní 1966, giftur Elísabetu Jón- asdóttur, f. 1968. Þau eiga þrjú börn: 1) Sonja Rut, f. 1987, sambýlismaður hennar er Borja Alcober. 2) Einar Bragi, f. 1989, sambýliskona hans er Hrafnhildur Sigurðardóttir, sonur þeirra er Úlfur Ari, f. 2018. 3) Sólveig Lilja, f. 1998, unnusti hennar er Ari Ólafsson. Sólveig kynntist Jónasi Jóns- syni í september 1994 og voru þau lífsförunautar fram að andláti Jónasar í september á þessu ári. Lengst af bjuggu þau á Arnarhrauni í Hafnarfirði og síðan saman á hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Útför Sólveigar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 20. desember 2019, kl. 13. Árni, f. 1926, d. 2013. Systir Sólveigar samfeðra: Guð- björg, f. 1940, bú- sett í Hafnarfirði. Uppeldissystkini Sólveigar: Sigríður Ólafía Sigurðar- dóttir, f. 1925, d. 2013, María Erna Hjálmarsdóttir, f. 1930, d. 1999, Ein- ar Sigurðsson, f. 1945, d. 1913. Eiginmaður Sólveigar var Einar Jóhannsson frá Skálum á Langanesi, f. 1926, d. 1989. Þau gengu í hjónaband árið 1959. Sambýlismaður Sólveigar frá 1994 var Jónas Jónsson, f. 1925, d. 2019. Sólveig starfaði við umönnun og þjónustustörf, m.a. „Gamla Það er komið að ferðalokum, elsku mamma, okkar vegferð endaði á hjúkrunarheimilinu Sólvangi þar sem við kvödd- umst, sem á vel við því þaðan hófum við vegferðina saman, á fæðingardeildinni sem þá var. Konan sem þerraði tárin mín sú sama og græddi öll sárin mín. Lífið fór hrjúfum höndum um mömmu í fyrstu, þegar hún var tveggja ára varð móðir hennar bráðkvödd og tók amma hennar við sem húsfreyja, hún lést þegar mamma var sex ára er naut stangaði hana. Mamma fékk berkla og dvaldi á Vífils- stöðum í um tvö ár og náði heilsu, við þetta flosnaði hún upp úr frekara námi og hún fór að sinna þjónustustörfum sem hún vann síðar við. Mamma kynntist pabba þeg- ar hún starfaði á Sjómannastof- unni í Rvk, hann var sjómaður frá Skálum á Langanesi, þau giftu sig 1959. Hófu þau búskap á Laugavegi 74, síðar á Skúla- skeiði 16 í Hafnarfirð og eign- uðust Marínó í desember 1961. Síðar flutti fjölskyldan upp á Öldugötu 46, pabbi lést 1989 og fáum árum seinna flutti mamma á Arnahraun þar sem hún bjó síðustu árin. Konan sem eldaði matinn minn og hélt mér í örmum sér, fyrst um sinn. Í uppvextinum hélt mamma þeirri möntru að mér að ég væri fæddur undir happ- astjörnu og gæti flest, svo oft að þetta seytlaði inn í sjálfsvit- undina og þykir mér það hafa styrkt mig og mótað mitt líf til góðs. Bara einu sinni man ég eftir að hafa verið skammaður, þá staddur á heimili vinar míns, mamma hringdi og sagði mér að koma heim í mat, þegar ég möglaði man ég að röddin hækkaði og miðnafnið mitt var nefnt – þá var rétt að skottast heim! Mamma var hæglát en oft ákveðin, í eina skiptið sem ég var kallaður til skólastjóra fyrir strákapör sem ég neitaði að hafa gert, fékk ég tvo kosti; að viðurkenna brot eða að hringt yrði í mömmu. Það var auðvelt val – sat ég á móti skólastjór- anum meðan samtalið varaði og fann smá til með honum, ég fékk að fara út strax að símtal- inu loknu – án áminningar. Þetta er konan sem kenndi mér flest er ég kann elsku mamma mín sem ætíð ég ann. Eftir andlát pabba kynnist mamma Jónasi Jónssyni. Hann bjó á Arnahrauni 7 og mamma á Arnahraun 9, á milli húsanna er Sléttahraun, sem þau köll- uðu Ástarbrautina, áttu þau gott og innihaldsríkt líf saman. Fyrir um tveimur árum fór heilsu Jónasar hrakandi og annaðist mamma hann eins vel og hún gat þar til hann fékk vistun á Sólvangi. Fyrir ári fór svo heilsu mömmu að hraka, flutti hún þá fyrst á Vífilsstaði og síðar til Jónasar á Sólvang. Í september fluttu þau svo sam- an yfir á nýjan og glæsilegan Sólvang, þar náði Jónas fáum nóttum á nýjum stað og lést í september. Sú eina kona sem fram á þennan dag hugsar frekar um minn en sinn eigin hag. Mamma var yndisleg amma og átti þá ósk heitasta að verða langamma áður en dagur yrði að kveldi kominn, þá ósk fékk hún uppfyllta á síðasta ári þeg- ar Úlfur Ari fæddist. Elsku mamma ég kveð þig með miklum söknuði, þú varst einstök, þín verður sárt saknað, minningar um góða konu mun lifa með okkur um ókomna tíð. Því þó í lífinu slái ég fullt af feilnótum þá kenndir þú mér að ganga á þessum fótum. Þinn sonur, Rögnvaldur. Elsku amma Veiga hefur nú lokið sinni vegferð og ljósið sem tendrað var fyrir 91 ári slokknað. Veit ég að hún var hvíldinni fegin og skildi sátt við. Amma var fastur punktur í tilverunni og óraunverulegt til þess að hugsa að hennar muni ekki lengur njóta við. Amma var hæglát og nægju- söm kona sem lét ekki mikið á sér bera en átti stóran stað í hjarta okkar sem stóðum henni næst. Það var stutt í húmorinn hjá henni og hún tók sjálfa sig ekki of hátíðlega. Heimsóknir til ömmu voru ljúfar, móttök- urnar innilegar og hún lagði mikið upp úr því að eiga alltaf eitthvað gott með kaffinu. Við barnabörnin vorum hér um bil fullkomin í augum ömmu og sama hverju við tókum upp á eða hversu misgáfulegar ákvarðanir við tókum hafði hún aldrei neitt út á það að setja. Hún tók bara undir vitleysuna og sagði „já, auðvitað!“ án þess að blikna. Haustið 2017 bjó ég tíma- bundið í íbúðinni hennar ömmu, en hún hélt þá til hjá Jónasi hinum megin við götuna. Hófst dagurinn þá iðulega á því að rölta yfir til þeirra í kaffisopa og spjall. Í lok dags var svo ómissandi að líta aftur inn og ræða helstu atburði dagsins yf- ir rjómaís með súkkulaðisósu. Stundum var gripið í spil og hent í einn ólsen ólsen – sem að sjálfsögðu var spilaður sam- kvæmt Hvaleyrarreglum, þótt þær ættu það reyndar til að vera svolítið breytilegar. Þetta voru notalegar stundir sem ég hef saknað æ síðan og mun varðveita í minningunni um ókomna tíð. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ömmu Veigu kveð ég með miklum söknuði og hjartans þökk fyrir allt og allt. Sonja Rut Rögnvaldsdóttir. Komið er að kveðjustund. Mín kæra Veiga systir er fallin frá eftir erfið veikindi síðustu misseri. Veiga var stóra systir mín og ég hafði stundum á orði að hún væri svolítið eins og mamma mín en um leið var hún afar kær og traust vinkona. Okkar samskipti voru ljúf og góð alla tíð og gott var að eiga Veigu að í uppvextinum; hún bjargaði litlu systur úr ýmsum vandræð- um og setti ofan í við mig þegar henni fannst þess þurfa. Geðprýði var hennar aðals- merki og hún sagði aldrei styggðaryrði um neinn eða við neinn. Skaplaus var hún þó ekki og hafði skoðanir á hlut- unum. Lífsbaráttan á árum áður var hörð, við sáum á eftir systur okkar, Gíslínu Rögnu, sem dó úr berklum. Veiga veiktist líka af berklum og þrátt fyrir að fá væga útgáfu af þessum sjúk- dómi þurfti hún að dvelja á Víf- ilsstöðum í tvö ár. Það var erf- itt fyrir unglingsstúlku að þurfa að yfirgefa heimilið og fermingu hennar var frestað í tvö ár vegna þessa. Þegar Veiga náði heilsu, sextán ára, þá var ekkert annað í kortunum en að fara að vinna. Veiga fór í vist til föðurbróður okkar, bjó þar og sinnti heimilinu. Nokkru síðar lá leið hennar og Öddu systur á elliheimili í Hafnarfirði þar sem þær systur réðu sig til starfa og fengu herbergi að búa í. Við Veiga áttum það sameig- inlegt að vera Hafnfirðingar í húð og hár. Veiga bjó þó ekki alla tíð í Firðinum en hún og eiginmaður hennar, Einar Jó- hannsson, bjuggu um hríð á Laugavegi í Reykjavík. Ég var þá ung kona og vandi komur mínar til þeirra enda mátti allt- af búast við skemmtilegri stund. Þessar heimsóknir voru jafnframt mín gæfa því í eitt skiptið á Laugaveginum kynnt- ist ég Sverri Ingólfssyni, sem átti eftir að verða eiginmaður minn. Veiga varð ekkja árið 1989 þegar Einar féll frá. Þau áttu tvo syni, Rögnvald og Marinó, sem lést árið 2011. Fimm árum síðar kynntist hún Jónasi Jónssyni sem varð lífsförunautur hennar næsta aldarfjórðunginn. Veiga og Jón- as gengu ekki í hjónaband en voru alla tíð mikið fyrirmynd- arpar. Þau bjuggu lengst af á Arnarhrauninu en á þessu ári saman á Sólvangi í Hafnarfirði. Jónas andaðist í lok september á þessu ári. Við Sverrir eigum margar góðar minningar frá ferðalög- um með Veigu og Jónasi. Við fórum í nokkur skipti út fyrir landsteinana og ferðuðumst um Portúgal og Spán. Ekki voru bíltúrarnir síðri, gjarna á sunnudögum, og var ekið víða og margt rætt í þess- um ferðum. Ævinlega voru þetta ljúfar og góðar stundir. Veiga var þeirrar náttúru að vera heimakær en líka fé- lagslynd. Hún hafði gaman af mannamótum og það var gam- an að skemmta sér með henni. Ég þakka systur minni sam- fylgdina - megi hún hvíla í friði. Guðbjörg og Sverrir. Við kveðjum í dag Sólveigu, sem í aldarfjórðung var sam- ferðakona pabba okkar, Jónas- ar Jónssonar. Bæði höfðu þau misst maka sína þegar þau kynntust. Þau felldu hugi sam- an og áttu samleið alla tíð, þó svo þau vildu aldrei formlega gifta sig. „Ást á áttræðisaldri“ var yf- irskrift viðtals sem tekið var við þau og birtist í Morgun- blaðinu í febrúar 1999. Þar lýstu þau einlæglega sínum fyrstu kynnum. Rómantíkin var komin inn í líf þeirra á ný og þau náðu vel saman. Þau lýsa tilhugalífinu og tilfinningunum, en þau höfðu bæði einhverja sektarkennd í byrjun. Synir og tengdadætur tóku hins vegar tildragelsi áttræðu unglinganna af stóískri ró og sagði Jónas þegar hann rifjaði það upp síð- ar að það hefði komið sér á óvart. Bæði voru nokkuð vanaföst og tóku ekki í mál að rugla saman reytum, heldur voru þau til skiptis hvort hjá öðru í Ból- staðarhlíðinni eða Hafnarfirði. Síðar fluttu þau svo bæði í Arn- arhraunið í Hafnarfirði, en í sitthvora íbúðina. Sólveig í nr. 9 en Jónas í nr. 7, þannig að að- eins Sléttahraunið skildi þau að, en þá götu kölluðu þau Ást- arbrautina sín á milli. Jónas setti eftir flutning þeirra á Arn- arhraunið saman þessa vísu: Flestar rósir falla í dá fái þær ekki hlýju. Ein þó lifir ágæt á Arnarhrauni 9. Umhyggja, hlýja og gagn- kvæmur stuðningur eru þau orð sem koma upp í hugann þegar sambandi þeirra tveggja er lýst. Vissulega rammað inn af nokkurri vanafestu og þrjósku sem þau hentu stund- um gaman að sjálf. Synirnir sáu nú reyndar ekki alltaf húm- orinn í því. Styrkur hvors þeirra lá á misjöfnu sviði, en saman voru þau sterk og ef þau höfðu tekið ákvörðun var það geirnegling sem fátt náði að hagga. Þau nutu samverunnar og með árunum ílengdist Jónas hjá Sólveigu og bjuggu þau í raun saman. Þau fóru víða sam- an, í flestar útréttingar og tóku þátt í ferðum með eldri borg- urum. Sólveig tók vel á móti gestum og var kaffibrauð iðu- lega á borðum. Síðustu árin þeirra saman einkenndust því miður af veik- indum. Jónas fékk heilablóðfall og bjó við skerta heilsu eftir það. Við komuna heim af spít- alanum tók Sólveig ekki annað í mál en að vera hjá Jónasi sín- um og steig þá inn að meiri festu en við höfðum áður upp- lifað. Þannig kom fram styrkur annars þeirra þegar hitt varð veikara fyrir. Mótlætið undir það síðasta dró mjög skýrt fram hve sam- rýnd þau voru orðin. Ef fjar- vera á spítala skildi þau að þá var iðulega spurt hvað væri að frétta af hinu og þegar þau svo hittust á ný var sem sól ljómaði í heiði og þau tóku gleði sína á ný. Jónas fékk um síðir pláss á Sólvangi og eftir veikindi Sól- veigar á þessu ári fékk hún einnig þar inni. Þau náðu þar að sameinast á ný, þökk sé lip- urð starfsfólks á Sólvangi. Við sendum fjölskyldu Sól- veigar okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Gylfi, Jón Halldór og Þórir Jónassynir og fjölskyldur. Sólveig Þórhildur Helgadóttir Hún Svava Bald. á Siglufirði er látin eftir langt og við- burðaríkt líf. Á með- an við kveðjum hana birtast minningar um kynni okkar Svövu. Það var seint í júlí 1961 að áætlunarbíll frá Reykjavík rann í hlað á Sigló og úr honum steig m.a. ungt par með litlu stelpu, all- ir þreyttir eftir 12 tíma hoss á slæmum vegum. Maðurinn kominn beint úr námi erlendis og Rafveita Siglu- fjarðar var hans fyrsti vinnustað- ur í heimalandi sínu. Með honum voru eiginkona og 2ja ára dóttir, báðar uppaldar í Þýskalandi. Allt var framandi: Miðnætur- sólin, fólk seint úti á kvöldin á rúntinum, snjór á fjöllum um mitt sumar, götur ekki malbikaðar Svava Þórdís Baldvinsdóttir ✝ Svava ÞórdísBaldvinsdóttir fæddist 19. mars 1929. Hún lést 4. desember 2019. Útför Svövu fór fram 14. desember 2019. nema ein. Og stelp- an og ég alveg mál- lausar. Hvernig átti það að ganga upp? En bjargvættur- inn var ekki langt undan! Við vorum rétt stigin inn á nýja heimilið okkar á Laugaveginum þeg- ar nágrannakonan birtist og faðmaði okkur innilega, bauð okkur velkomin sem og alla að- stoð í hvað sem væri. Konan var hún Svava og við urðum strax vinkonur og um leið var hún minn aðal-íslenskukennari. Það er Svövu að þakka að við ílentumst og að við mæðgur gátum gert okkur skiljanlegar á íslensku á skömmum tíma. Við fluttum suð- ur 5 árum síðar en sambandið slitnaði aldrei. Mig langar með þessum örfáu orðum að þakka Svövu allt sem hún gerði fyrir mig og sendi um leið innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunn- ar allrar. Megi Svava hvíla í friði. Siglinde Sigurbjarnarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.