Morgunblaðið - 20.12.2019, Page 34
34 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Notaðu nú tækifærið og jafnaðu
ágreining þinn við gamlan vin. Reyndu að
fljóta með straumnum og forðastu að
styggja nokkurn.
20. apríl - 20. maí
Naut Vertu þakklátur þeim sem hjálpuðu
þér og leiðbeindu í æsku. Þér verður færð
gjöf sem gleður þig meira en allt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Kynntu þér framfarir á sviðum
sem þú þekkir ekki. Láttu ekki deigan síga
í baráttunni fyrir betri heilsu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú færð óvenjulega hugmynd um
hvernig hægt er að græða peninga. Sæktu
um vinnu sem er líka áhugamál þitt, það
er galdurinn til að halda gleðinni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Eitthvað verður til þess að þú ferð að
hugsa um hvað það er sem mestu máli
skiptir í lífinu. Bjartir og fallegir hlutir
höfða sérstaklega til þín.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ef þú ert að kikna undan byrðunum
skaltu leita svara við því hver bjó þær til.
Láttu þetta samt ekki heltaka þig því allt
hefur sinn tíma.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú færð mikið út úr því að fást við ná-
kvæmnisvinnu. Reyndu að ganga frá laus-
um endum áður en þú ræðst í eitthvað
nýtt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú munt njóta þess að fara í
stutta ferð í dag. Þú laðar að þér ýmsa
skrítna fugla, en það finnst þér einmitt svo
skemmtilegt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Sýndu varfærni á öllum svið-
um ekki síst í peningamálunum því það
tekur oft skamma stund að gera afdrifarík
mistök á því sviði. Láttu ekki freistast af
tilboðum um skjótfenginn stundargróða.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Viljirðu ná málum fram af ein-
hverju viti þarftu að vera mjög þolinmóð/
ur. Einhver vefur þér um fingur sér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú finnur fyrir mikilli innri
spennu í dag og finnst að þér séu allar
leiðir lokaðar. Ekki skreyta þig með stoln-
um fjöðrum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu ekki fljótfærnina ná tökum á
þér. Taktu við því sem að þér er rétt, jafn-
vel þótt það sé ekki það sem þú helst
vildir.
75 ára Högni ólst upp á
Bessastöðum í Miðfirði,
V-Húnavatnssýslu, en
býr í Kópavogi. Hann er
lærður bifvélavirki og
lögreglumaður og tók
endurmenntun í stjórn-
un. Högni var rann-
sóknarlögreglumaður hjá RLR og síðan
lögreglufulltrúi hjá Ríkislögreglustjóra.
Maki: Guðbjörg Ester Einarsdóttir, f.
1946, fv. skrifstofumaður.
Börn: Einar Loftur, f. 1967, Bryndís
Hrund, f. 1971, og Högni Þór, f. 1979.
Barnabörnin eru níu og barnabarna-
börnin eru tvö.
Foreldrar: Einar Friðgeir Björnsson, f.
1897, d. 1990, og Helga Sigríður Þórs-
dóttir, f. 1915, d. 2011, bændur á Bessa-
stöðum.
Högni Ófeigur Einarsson
fólki sem skipaði þingflokkinn á
þessum tíma. Ég var í þessu starfi
fram á árið 1992 og fór þá að smíða.“
Með smíðum var Flosi svo í bæj-
armálum og flokkstarfi, sat í fram-
kvæmdastjórn Samfylkingarinnar
og fleira. Hann fór svo í nám með
vinnu í Háskólann í Reykjavík og út-
skrifaðist sem viðskiptafræðingur
þaðan 2006. Þá fór hann að vinna hjá
KPMG, á fyrirtækjasviði við marg-
víslega ráðgjöf, þar vann hann til
2010, síðast með sérstaka áherslu á
tengsl og viðskiptaþróun. Þaðan fór
Flosi til Íslandsstofu sem verkefna-
stjóri, að styðja við fyrirtæki í út-
flutningi. Hann var síðan ráðinn
framkvæmdastjóri Starfsgreina-
sambands Íslands í desember 2018.
„Það er gríðarlega áhugavert og
fjölbreytt starf með góðu fólki. Strax
á fyrstu vikunum var ég kominn á
kaf í kjaraviðræður og Björn for-
maður og aðrir hafa sýnt mér mikið
traust og trúnað.
Eftir að ég hætti í bæjarstjórn tók
ég mér svolítið hlé frá félags-
lagsins, flokkurinn var þá í ríkis-
stjórn, Ólafur Ragnar fjármála-
ráðherra og mikið að gerast í
stjórnmálum. Það var mikil reynsla
fyrir ungan mann að sitja þing-
flokksfundi á þessum tíma með því
F
losi Eiríksson er fæddur
20. desember 2019 á
Landspítalanum í
Reykjavík en foreldrar
hans bjuggu í Kópa-
vogi. Þau byggðu hús í vestur-
bænum í Kópavogi 1950, þar sem
þau bjuggu alla tíð.
Flosi gekk í Kársnesskóla og síð-
an í Þinghólsskóla, á gagnfræðastigi.
Þaðan fór hann í Menntaskólann í
Kópavogi og útskrifaðist sem stúd-
ent þaðan 1989. „Ég var virkur í fé-
lagslífi í menntaskóla, var meðal
annars formaður nemendafélagsins í
þriðja bekk. Ég keppti með félögum
mínum í Gettu betur, spurninga-
keppni framhaldsskólanna, og unn-
um við keppnina 1989. Núna er ein-
mitt verið að endursýna gamlar
viðureignir sem er aðeins ógn-
vekjandi.
Faðir minn var brúarsmiður og
mamma var ráðskona í flokknum, ég
var með þeim á sumrin og fór svo í
sveit, fyrst til ömmu minnar sem bjó
í Fossgerði í Berufirði og síðan
lengst af hjá móðurbróður mínum,
Sigurði, á Karlsstöðum sem var
næsti bær. þar var afar gott og lær-
dómsríkt að vera. Ég vann síðan í
brúarvinnu mörg sumur og var á
samningi hjá pabba.“ Flosi fór svo í
Iðnskólann eftir stúdentspróf og tók
sveinspróf í húsasmíði 1993. Hann
starfaði svo sem smiður hjá ýmsum
verktökum og fyrirtækjum hér á
höfuðborgarsvæðinu.
„Í menntaskóla gekk ég í Æsku-
lýðsfylkinguna og Alþýðubandalagið
í Kópavogi og fór á kaf í það starf,
m.a. sem formaður félagsins. Ég var
fyrst á framboðslista til bæjarstjórn-
arkosninga 1990 og tók sæti í nefnd
hjá bænum, 1994 var ég í 3. sæti og
var varabæjarfulltrúi það tímabil.
1998 var ég síðan oddviti sameig-
inlegs framboðs, Kópavogslistans,
við fengum fjóra fulltrúa og ég tók
sæti í bæjarráði og fjölmörgum
nefndum bæjarins. Ég sat síðan í
bæjarstjórn til 2010. Á þessum árum
var ég í fjölmörgum nefndum og
stjórnum, m.a. varaformaður stjórn-
ar Almenningsvagna bs. Haustið
1990 var ég ráðinn, óvænt, sem
framkvæmdastjóri Alþýðubanda-
störfum, fyrir utan að vera formaður
skólanefndar MK, míns gamla skóla.
Börnin mín voru svo að æfa fótbolta
með Breiðabliki og ég tók sæti í
stjórn knattspyrnudeildar Breiða-
bliks í byrjun árs 2017. Mér finnst
gaman að vera með fólki!
Ég les mjög mikið og alls konar
efni, hef afar gaman af alls konar
útibrölti, skotveiðum með félögum
mínum og hef undanfarin ár farið á
hreindýraveiðar. Það er sérstaklega
gaman að vera í útibröltinu fyrir
austan en við systkin og móðursystir
okkar eigum saman Fossgerði þar
sem ég var í sveit og reynum að
halda því þannig að það sé okkur öll-
um til sóma.“
Fjölskylda
Eiginkona Flosa var Nína Björk
Sigurðardóttir, f. 19. ágúst 1972, d.
30. október 2013, viðskiptafræð-
ingur. Foreldrar hennar eru hjónin
Sigurður Ólafur Kjartansson, f. 9.2.
1946, byggingarfræðingur og Eyrún
Gunnarsdóttir, f. 19.2. 1947, hús-
móðir. Þau eru bús. í Kópavogi.
Sonur Flosa og Katrínar Júlíus-
dóttur er Júlíus Flosason, f. 1.3.
1999. Börn Flosa og Nínu Bjarkar
eru Eyrún Flosadóttir, f. 11.3. 2003,
Kári Flosason, f. 5.10. 2005, og
Eiríkur Flosason, f. 7.8. 2007.
Systkini Flosa eru Gísli Eiríksson,
f. 12.9. 1950, verkfræðingur hjá
Vegagerðinni, bús. á Ísafirði; Björg
Eiríksdóttir, f. 20.12. 1953, kennari,
bús. í Kópavogi; Þorleifur Eiríksson,
f. 24.3. 1956, doktor í dýrafræði, bús.
í Reykjavík; Ívar Eiríksson, f. 13.9.
1963, forritari, bús. í Kópavogi; Elín
Eiríksdóttir, f. 20.12. 1969, bóka-
safns- og upplýsingafræðingur, bús.
í Kópavogi. „Við Elín erum tvíburar,
eins og sjá má á dagsetningum. Það
eru forréttindi að hafa frá fyrstu tíð
leikfélaga og vin, sem getur leiðrétt
æskuminningar nú eða munað það
sem maður vill helst gleyma.“
Foreldrar Flosa voru hjónin
Eiríkur Jónas Gíslason, f. 9.8. 1920,
d. 20.4. 1997, húsasmíðameistari og
brúarsmiður hjá Vegagerð ríkisins,
og Þorgerður Þorleifsdóttir, f. 28.6.
1928, d. 26.2. 2014, húsmóðir, ráðs-
kona og dagmamma.
Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands – 50 ára
Með börnunum Frá vinstri: Eiríkur, Flosi, Kári, Eyrún og Júlíus.
Gaman að vera með fólki
Í ræðustól Flosi á þingi SGS.
40 ára Eyþór ólst
upp í Hrísateigi í
Reykjahverfi, S-
Þingeyjarsýslu, en
býr í Kópavogi. Hann
er matreiðslumaður
að mennt og er yfir-
kokkur í Múlakaffi.
Eyþór var í kokkalandsliðinu í mörg ár
og var sjónvarpskokkur á Stöð 2.
Maki: Sigríður Helga Árnadóttir, f.
1982, lögfræðingur hjá Sjóvá.
Börn: Aron Leó Eyþórsson, f. 2010,
og Eva Lind Eyþórsdóttir, f. 2013.
Foreldrar: Rúnar Óskarsson, f. 1956,
og Hulda Jóna Jónasdóttir, f. 1958,
eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins
Fjallasýnar. Þau eru búsett í Hrísa-
teigi.
Eyþór Rúnarsson
Til hamingju með daginn
Vestmannaeyjar Ólína
Edda Brynjarsdóttir
fæddist 8. september
2019 kl. 8.43. Hún vó
4.180 g og var 53 cm
löng. Foreldrar hennar
eru Ragnheiður Lind
Geirsdóttir og Brynjar
Ólafsson.
Nýr borgari