Morgunblaðið - 20.12.2019, Síða 40

Morgunblaðið - 20.12.2019, Síða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Húsið í september heitir ný skáld- saga eftir Hilmar Örn Óskarsson sem Björt bókaútgáfa gaf út fyrir stuttu. Í bókinni segir frá ungri stúlku, Áróru, sem býr í bæ á afskekktri eyju og þráir ekkert heitar en að komast burt þaðan. Eyjan vill aftur á móti ekki sleppa henni. Andinn í bókinni er myrkur, ógn í aðsigi og mikil átök framundan. Fram til þessa hefur Hilmar skrifað meinlausari bækur, en segir að sig hafi langað til að glíma við dimmari og þyngri hluti en hann hafi gert í fyrri bókum. „Ég hef alltaf verið hrif- inn af hryllingi og langaði að hleypa þeirri ástríðu aðeins inn í eigin verk. Það er gaman að vera fyndinn fyrir 8-12 ára börn en allt öðruvísi gaman að leika sér með myrkur og hryll- ing.“ – Hvernig varð þessi bók til, hvort kom á undan Áróra eða húsið í sept- ember? „Þessi bók byrjaði með Áróru, söguhetjunni. Hún er nautsterk kvenpersóna – eins og reyndar Ka- milla Vindmylla, söguhetjan í sam- nefndum bókum. Hugmyndin um húsið kom síðan skömmu síðar og sagan varð til á meðan ég tengdi þessar tvær hugmyndir. Hugmyndir ala af sér hugmyndir. Maður má bara ekki þvælast of mikið fyrir því ferli.“ – Það má flokka bókina þína með því sem gjarnan er kallað furðusög- ur, í undirflokkinn gufupönk. Það hefur verið mikil gróska í slíkum bókum hér á landi undanfarin ár, hvað veldur? „Ég held að það sé fyrst og fremst skorturinn á góðum bókum af þessu tagi. Bæði það og að höfundar eru orðnir djarfari að prófa sig áfram með nýja hluti. Það er svaka gaman að leika sér í furðusagnaheimi. Ung- mennabækur þurfa ekki endilega að vera félagslega raunsæislegar og troðfullar af lífslexíum til að vera góðar.“ – Tími kemur við sögu í bókinni og á óvenjulegan hátt. Þetta er þó bók um meira en tíma og hrylling, hún er líka um vináttu og móðurást sem af- skræmist af örvæntingu. „Það er rétt, ég leik mér með tíma í bókinni enda alltaf verið jafn hug- fanginn af svoleiðis fikti í bókum og kvikmyndum eins og hryllingnum. Maður þarf líka ekki að teygja sig mjög langt til að skilja „illmennin“ í Húsinu í september þótt hörmung- arnar sem þau valda séu and- styggilegar. Vináttan er líka áber- andi í bókinni eins og þú segir og ég kann líka að meta hvernig Áróra átt- ar sig á að það er ekki endilega til marks um styrk að standa ein og óstudd. Móðurástin sem afskræmist af örvæntingu – skemmtilega orðað – er áberandi í bókinni og mér finnst gaman að velta fyrir mér varðandi hana og fleira í bókinni hvar mörkin á milli manneskju og ófreskju liggja.“ – Hvað er svo fram undan? „Ég er með tvö verkefni á teikni- borðinu. Annars vegar þar sem ég feta mig áfram í þessum myrka heimi þar sem Húsið í september á sér stað og hins vegar verkefni sem liggur kannski mitt á milli bókanna um Kamillu vindmyllu og Hússins í sept- ember – eitthvað létt og skemmtilegt en samt þannig að maður geti stung- ið sig á oddum hér og þar.“ Ljósmynd/Sigurður Unnar Ragnarsson Dimmari Fram til þessa hefur Hilmar skrifað meinlausari bækur, en segir að sig hafi langað til að glíma við dimmari og þyngri hluti. Gaman að leika sér í furðusagnaheimi  Í Húsinu í september er spenna og fullt af hryllingi, enda hefur höfundur bókarinnar dálæti á hryllingssögum Nornasaga – Hrekkjavak-an er fyrsta verk í þrí-leik höfundar og ekkihægt að segja annað en að upphafið lofi góðu. Sagan fjallar um forynju úr fornöld, Gullveigu að nafni sem ryðst inn í heim manna í gegnum galdragátt sem aðalper- sónan Katla opnar fyrir slysni á hrekkjavökunni. Eftir það er fjand- inn laus því Gullveig reynist frama- gjörn galdranorn sem ætlar sér að leggja mannaheima undir sig og beitir ýmsum meðölum til þess. Sögusviðið er Reykjavík, einkum Skólavörðuholtið þar sem þekktar byggingar spila lykilhlutverk. Per- sónusköpun er nokkuð góð og aðal- söguhetjan Katla tilheyrir nútíma- fjölskyldu. Hún er skondin unglings- stúlka með nokkuð afgerandi per- sónueinkenni en að öðrum persónum ólöstuðum er hin forna Heiður máluð í skemmti- legum litum. Litir og myndskreyt- ing bókarinnar er mergjuð og þar skín stjarna Kristínar skært. Þetta er ein af flottustu bókarkápunum í ár. Höfundur sækir í menningararf- inn og tvinnar saman goðheima, Völuspá, skrímslakort Guðbrands biskups Þorlákssonar frá 16. öld af Íslandi svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er gert á skemmtilegan og frjóan hátt þar sem andstæðir heimar mætast; íslenskur raunveruleiki sem knúinn er áfram af sjálfhverfum, neyslu- frekum og tæknivæddum Íslend- ingum endurspeglast í forynjum og goðum sem eru kannski knúin áfram af sömu kenndum og við hin. Sagan er æsispennandi, skemmtileg og fróðleg eins og níu ára dóttir rýnis komst að orði enda bókin lesin í ein- um rykk. Verkið stendur vel eitt og sér en spennandi verður að fylgjast með Kötlu í næstu tveimur og gaman að sjá hvort hún fái svör við spurn- ingum sínum eða þurfi mögulega að stíga inn í annan heim til þess. Morgunblaðið/Hari Mergjuð „Litir og myndskreyting bókarinnar er mergjuð og þar skín stjarna Kristínar skært,“ segir m.a. í gagnrýni um bók Kristínar Rögnu. Spennandi, fróðleg og skemmtileg Barnabók Nornasaga — Hrekkjavakan bbbbm Eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Bókabeitan, 2019. 208 bls. innb. ÞÓRUNN KRISTJÁNSDÓTTIR BÆKUR Sögur af ofurhetjunni Spider-Man, Kóngulóarmanninum í íslenskri þýðingu, eru nú aftur fáanlegar á íslensku en slíkar sögur voru gefn- ar út af Siglufjarðar- prentsmiðjunni lengi vel á síðustu öld. Nú er það fyrirtækið DP-in hetjumyndasögur sem gefur út og út komin bók 1 um hinn ótrúlega Spider-Man. Í bókinni er upprunasaga hetj- unnar rakin, sagan af mennta- skólanemanum Pétri Parker sem bitinn er af geislavirkri kónguló og öðlast í kjölfarið krafta kóngulóar. „Þessar sögur eru fyrir löngu orðnar sígildar og af mörg- um taldar bera af öðrum ofurhetjumyndasögum,“ segir í til- kynningu vegna útgáfunnar og að í bókinni megi finna fyrstu fjögur tölublöðin sem þeir Stan Lee og Steve Ditko unnu að saman árið 1962. Þessar sögur hafi verið end- ursagðar í sjónvarpsþáttum, teiknimyndum og fjórum kvik- myndaseríum. Einnig megi finna í bókinni Amazing Fantasy-sögur þeirra Kurt Busiek og Paul lee sem hafi aldrei áður verið gefnar út í einni bók. Bókin er prentuð hjá Ísafoldar- prentsmiðju og er svansvottuð. DP-in hetjumyndasögur hafa áður gefið út bækur um Hulk og X-Men og á næsta ári er væntanleg bók um Þór og önnur bók í X-Men syrpunni. Þýðendur eru Hrafn Jó- hann Þórarinsson og Íris Björk Árnadóttir og grafískir hönnuðir Kristján Ingólfsson og Gísli Dan. Kóngulóarmaðurinn gefinn út á íslensku Endurkoma Kóngulóarmaðurinn kemur út á íslensku eftir langt hlé.  Upprunasaga og Amazing Fantasy

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.