Morgunblaðið - 20.12.2019, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 20.12.2019, Qupperneq 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 Nína óskastjarna og ævintýrið á Álf- hóli heitir barnabók eftir Helgu Arnardóttur sem kom út fyrir stuttu. Í bókinni segir frá telpunni Nínu sem hefur alltaf verið kölluð óskastjarna því hún trúir því að ef maður óskar sér einhvers nógu heitt og vill það nógu mikið þá getur óskin ræst. Helga segir að sagan af Nínu hafi komið áreynslulaust til sín. „Mér fannst heillandi að skrifa um stelpu sem gat breytt einhverju og haft áhrif. Börn eru svo áhrifagjörn, vilja oft hjálpa og gera heiminn betri eða þannig var ég þegar ég var yngri og það var það sem ég reyndi að beisla við skrifin á þessari sögu. Svo kom hugmyndin að því að gera þetta að bók með fallegum myndum sem Ylfa Rún Jörundsdóttir náin frænka mín teiknaði svo vel.“ – Þú tileinkar bókina Margréti Júlíu dóttur þinni, er Nína byggð að henni að einhverju leyti? „Dóttir mín hefur svo sannarlega verið mér innblástur við skrifin því hún er skemmtilegur karakter en sagan fæddist engu að síður á undan henni svo hefur hún þróast með ár- unum með aðstoð Margrétar Júlíu.“ – Bókin snýst um baráttu gegn verktökum sem vilja bylta öllu og eins gráðugri bæjarstjórn – eru um- hverfismál þér hugleikin? „Já, ég bjó við Elliðavatn um nokkurra ára skeið sem er með því fallegra sem maður hefur séð. Eftir hrun var landið umhverfis vatnið ekki svipur hjá sjón, ókláraðir hús- grunnar og byggingakranar allt um kring samhliða fallegum eldri bæj- um og sumarhúsum við vatnið. Það hafði mikil áhrif á mig. Svo var mik- ið rætt um byggingarstefnu bæj- arins á sama tíma og hversu langt hún ætlaði að ganga þannig að það fæddist lítil saga í kjölfarið á öllu þessu.“ – Ertu með frekari skrif í undir- búningi? „Ég er búin að skrifa aðrar sögur af Nínu óskastjörnu sem væri gam- an að gefa út en svo langar mig að helga mig skrifum enn frekar. Ég er að skrifa handrit að barnamynd og sjónvarpshandrit að sakamála- þætti þar sem ég hef mikið fengist við glæpamál á mínum frétta- mannsferli. Ég vonast til að geta helgað mig þessum verkefnum á næstu misserum og fengið að gera meira af því. Auk þess á ég von á barni sem er sett á 1. janúar þannig að ég verð með nóg á minni könnu næstu misserin.“ arnim@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umhverfismál Sagan af Nínu óskastjörnu kom áreynslulaust til Helgu. Langar að helga mig skrifum  Umhverfismál eru áberandi í nýrri barnabók Helgu Arnardóttur Sænska tón- skáldið Karin Rehnqvist hlaut í vikunni ein virt- ustu tónlistar- verðlaun heima- lands síns, Järn- åker-verðlaunin sem á frummál- inu heita Järnå- kerstipendiet, fyrir verkið Blodhov, sem á ís- lensku útleggst Blóðhófnir en inn- blásturinn sótti hún í samnefndan ljóðabálk Gerðar Kristnýjar sem hún byggði á fornu Eddukvæði. Rehnqvist hlýtur að launum hundrað þúsund sænskar krónur, jafnvirði um 1,35 milljóna króna. Eru þetta merkustu verðlaun sem veitt eru fyrir kammerverk í Sví- þjóð, að því er fram kemur á frétta- vefnum mynewsdesk. Hlaut verðlaun fyrir Blóðhófni Karin Rehnqvist Jóladjass verður fluttur á Kex host- eli í hádeginu í dag frá kl. 12 til 13.15. Karl Olgeirsson og félagar hans munu flytja jóladjass af plöt- unni Svöl jól sem hljómsveitin Jóla- kettir gaf út fyrir rúmum tuttugu árum. Segir í tilkynningu að sú plata sé fyrir löngu orðin „költ“ jólaplata hjá landsmönnum. Karl leikur á Rhodes píanó og með honum verða Gunnar Hrafns- son á kontrabassa og Snorri Sig- urðarson sem leikur á trompet en þeir voru allir í fyrrnefndri sveit, Jólaköttunum. Erik Qvick mun einnig leika á trommur. Jólalegt Það verður hugguleg jólastemning í hádeginu í dag á Kex hosteli. Jóladjass í hádeginu á Kex hosteli Hólmfríður Jóhannesdóttir messósópran, Victoria Ta- revskaia selló- leikari og Julian Hewlett píanó- leikari flytja ís- lensk og amer- ísk jólalög á tónleikum sem hefjast kl. 12 í dag í Dómkirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir verða um 35 mín- útur að lengd og miðaverð er 1.500 kr. Yfirskrift tónleikanna er „Glitrandi miðbær“. Þríeykið hef- ur á síðustu árum haldið fjölda tónleika hér á landi og þá meðal annars í Dómkirkjunni í Reykja- vík. Flytja íslensk og amerísk jólalög Hólmfríður Jóhannesdóttir PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.