Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 43

Morgunblaðið - 20.12.2019, Side 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 2019 Z-brautir & gluggatjöld Opið mán.-fös. 10-18, lau. 11-15 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Falleg gluggatjöld fyrir falleg heimili Absúrdismi í íslenskumskáldskap er vandfundinní nútímanum. Því er gleði-legt og hressandi að rek- ast á einkenni hans, sem gjarnan eru tengd við leiklist en sóma sér einnig ákaflega vel í skáldskap, í Hugvill- ingi. Bókin er einhvers konar yfirnátt- úruleg spennusaga sem inniheldur þó frásagnir af atburðum sem gætu nokkurn veginn átt sér stað í nútím- anum eða náinni framtíð. Það má jafnvel segja að Hugvillingur sé dystópía sem fjallar um möguleika tækninnar til að skyggnast inn í líf mannfólks og yfirtaka þau ef henni þóknast svo. Í Hugvillingi birtist veruleiki þar sem ríkisaf- skipti eru gífurleg og framkvæmd með hjálp tækn- innar. Þessi veru- leiki minnir um margt á fréttir sem berast frá Rússlandi og meginlandi Kína um inngrip ríkisvaldsins í líf venjulegs fólks. Sá veruleiki er ýktur og færður inn í íslenskt samfélag og verður hann um leið örlítið afkáraleg- ur, skondinn og ógnvænlegur sam- tímis. Höfundur gerir heiðarlega tilraun til þess að láta söguna virðast raun- verulega. Íslenskur veruleiki er sam- ofinn hinum tilbúna veruleika, mikið er rætt um Hrunið með stóru H-i, staði og þá helst bekki í Reykjavík og tekur sögumaður sérstaklega fram að hann ætli sér ekki að nefna ráða- mennina sem hann skrifar um á nafn, svo þeir verði ekki hafðir að háði og spotti. Sum samtöl á milli persóna og at- burðir í sögunni sveipa Hugvilling blæ absúrdismans. Spurningar og svör passa illa saman, undarlegum orðum er bætt inn í samtöl svo orðin virðast týnd innan samhengisins, fólk bregst undarlega við eðlilegustu að- stæðum eins og símhringingum og eina konan í allri sögunni ber karl- mannsnafn. „Kannski er einhver annar með sama númer og þú,“ stakk ég uppá. Hann horfði á mig opinmynntur, tók við göngustafnum, sagði og liðaðist í burtu: „Það er röng fullyrðing að allir fæðist jafnir.“ Sagan er spennandi og í henni birt- ast áhugaverðar kenningar um mögu- leika tækninnar að ógleymdum hinum sjaldfengna absúrdisma. Á tíðum verður sagan þó örlítið langdregin og spurning hvort kafa hefði mátt dýpra í hin tæknilegu inngrip og áhrif þeirra á þeim 216 blaðsíðum sem Hugvill- ingur breiðir sig yfir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Absúrd „Sagan er spennandi og í henni birtast áhugaverðar kenningar um möguleika tækninnar að ógleymdum hinum sjaldfengna absúrdisma,“ segir meðal annars í gagnrýni um skáldsögu Úlfars Þormóðssonar, Hugvillingur. Ógnvænleg ríkisafskipti Skáldsaga Hugvillingur bbbmn Eftir Úlfar Þormóðsson. Veröld, 2019. Innbundin, 216 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Í upphafi ekkert og svo sprenging Þannig hefst fyrsta ljóðabók Brynju Hjálmsdóttur, Okfruman, með lýsingu á okfrumu að verða til, frumfrumunni að nýjum ein- staklingi:„ein + ein = ein“, eins og segir á næstu síðu og „svo verður ein tvær / tvær fjórar / fjóra átta“ og fjöldi frumnanna tvöfaldast sífellt við skiptinguna, þær „hrannast upp / eins og maðkar“. Frumuskiptingin í nýjum ein- staklingi er rétt að hefjast og Þegar barnið kemur út úr kviðnum halda frumurnar áfram að hrannast upp hætta því aldrei það þarf stöðugt að endurnýja … en barnið sem eldist og breytist er samt óbreytt í „mynd af barni sem lifir að eilífu / skorðað í ramm- ann / á náttborðinu hennar mömmu“. Ljóð eftir Brynju hafa áður birst í tímaritum og safnbókum en hún starfar sem bóksali, jafnframt því að skrifa reglulega um kvikmyndir í Morgunblaðið. Okfruman er for- vitnilegt og vel lukkað byrjendaverk og sýnir fín tök á ljóðmáli og per- sónulegri myndasmíð. Þá er bókin heilsteypt og má tala um vel sam- felldan og samhangandi bálk sem ónefnd ljóðin mynda, með sterkan ljóðmælanda að baki. Í einu fyrstu ljóðanna les pabbinn „ævintýri fyrir litlu rófuna“ – barnið sem okfruman var upphafið að – og það er ævintýrið um hinn brögðótta Grámann í Garðshorni sem verður einskonar ógnandi leiðarstef gegn- um bókina og tengist uppgötvunum ljóðmælandans. Til að mynda þegar stúlkan vaknar skelfingu lostin um nótt og sér „að hún hefur gjört í rúmið blóð / úti um allt skilur allt / í einu auðvitað kom Grámann / með rauðgraut í dálítilli skjólu og lét / drjúpa á rekkjuvoðirnar …“ Önnur skepna sem gerir vart við sig er svartur hundur, það þekkta tákn þunglyndis, sem ljóðmæland- inn berst við sann- færa sig um að sé ekki á staðnum, slíkum skepnum hafi verið útrýmt. En okfrumur skjóta aftur upp kollinum og það eftir að dauðinn hefur verið upp- götvaður, og mikið af dauða – „jarð- arfarirnar hrannast upp“, dauða sem að lokum er sýndur með krossum sem fylla heila opnu bókarinnar. Ok- fruman þarf samt ekki að vera ávís- un á líf og hvað það varðar má finna fyrir harmi í ljóðum, sum fóstur verða ekki að barni: Okfruma er ekki ávísun á líf heldur fáránlegur gúmmítékki fyrsta fruman fyrsta okið ráshnappur (tikk takk tikk takk) við erum öll tíma bundin Okfruma er boðskort í hólmgöngu barist upp á líf og dauða okfruma er rauðgrautur í klósetti okfruma er undanfari bálfarar okfruma er innsiglaður samningur um að allt springi í loft upp Í bókarlok má finna fyrir ein- manakennd og vissum trega, auk innlits í höfuðhvel svo minnir á eldri ljóðabækur Gyrðis Elíassonar. Ljóð- mælandinn flettir þar gegnum göm- ul blöð, rekst á orð og minningar, og í áhrifaríku lokaljóði „lítur hún til baka / og sér / móta fyrir mjúku dýri / sem / gengur / þungum / skrefum / um heilabúið // hverfur sjónum áður en hún nær að klappa því / skilur ekkert eftir sig / nema torræð fót- spor // stöku hárlufsur / fjúka til og frá í sandrokinu …“ Bókin er skreytt með níu hring- formum í gráskala, teikningum eftir skáldið sem minna á léttleikandi hátt á frumur; aftast brosir ein þeirra til okkar – okfruman? Við uppsetningu bókarinnar hefur letur ljóðanna verið gert bagalega smátt. Við lesturinn sótti þessi mið- aldra rýnir sér í fyrsta skipti stækk- unargler til að ljóðlínurnar nytu sín sómasamlega fyrir augum hans. Hlýtur það að skrifast á reynsluleysi hjá ungri útgáfu, því markmiðið við uppsetningu texta hlýtur að vera að sjá til þess að hann, og þar með verkið, njóti sín sem best. En þetta er fyrirtaks byrjun hjá ungu skáldi, býsna persónulegt, frumlegt og agað verk. Hrannast upp eins og maðkar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skáldið „Okfruman er forvitnilegt og vel lukkað byrjendaverk,“ segir um ljóðabók Brynju Hjálmsdóttur, „persónulegt, frumlegt og agað verk“. Ljóð Okfruman bbbbn Eftir Brynju Hjálmsdóttur. Una útgáfuhús, 2019. Kilja, 79 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.