Morgunblaðið - 27.12.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019
Gleðileg ól
577-5757 www.gamafelagid.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Endurskoða þarf löggjöf á Íslandi
þar sem helstu innviðir samfélagsins
eru greindir og staða þeirra tryggð
með tilliti til þjóðaröryggis. Vegir,
brýr, virkjanir, flugvellir og fjar-
skipti gætu fallið
undir þessa lög-
gjöf og síðast en
ekki síst flutn-
ingskerfi raforku.
Þetta segir Njáll
Trausti Frið-
bertsson, þing-
maður Sjálfstæð-
isflokksins í
Norðausturkjör-
dæmi, sem eftir
nýárið ætlar að
óska eftir skýrslu frá stjórnvöldum
um stöðu þessara mála. Sé ástæða til
megi leggja fram lagafrumvarp um
málið.
„Við Íslendingar erum langt á eft-
ir nágrannaþjóðunum varðandi lög-
gjöf sem snýr að grunninnviðum og
helstu öryggishagsmunum sem
tengjast þeim. Ég hef lengi talað fyr-
ir því að koma slíkri löggjöf á hér á
landi. Eðlilegt væri að skoða slíka
löggjöf í samhengi við landskipulag,“
segir Njáll Trausti í samtali við
Morgunblaðið.
Hagsmunir fjöldans ráði
Rafmagnsleysi í byggðum á Norð-
urlandi sólarhringum saman í óveðr-
inu fyrr í þessum mánuði hefur skap-
að umræður um öryggismál. Ljóst
þykir að styrkja þarf veika hlekki í
kerfinu, en bent hefur verið á að oft
gangi slíkt hægt vegna sjónarmiða
um umhverfisvernd. Kærur tefji mál
og réttur landeigenda sem ekki vilji
mannvirki í sínu landi sé býsna
sterkur. Þetta segir þingmaðurinn
nauðsynlegt að skoða, þannig að
hagsmunir fjöldans séu ráðandi þeg-
ar koma þarf upp mannvirkjum sem
tryggja skulu öryggi og lífsgæði al-
mennings. Lúti þetta að raforku-
mannvirkjum en ekkert síður gerð
nýrra vega, sem eru mikilvægir með
tilliti til byggðasjónarmiða, umferð-
aröryggis og slíks.
„Framkvæmdir við nýja línu milli
Fljótsdalsstöðvar og Kröfluvirkjun-
ar hófust nýlega. Næst er svo að
styrkja Byggðalínuhringinn á milli
Kröflu og Blönduvirkjunar. Því
fylgir að leggja þarf nýja línu frá
Blöndu til Akureyrar, en raforkumál
í Eyjafirði hafa í meira en áratug
verið í miklum ólestri. Framboð á
raforku í Eyjafirði hefur verið mjög
takmarkað sem hamlar atvinnuupp-
byggingu,“ segir Njáll Trausti.
Leggur hann áherslu á að þessum
framkvæmdum verði flýtt enda hafi
fjármunir til slíks verið tryggðir. Í
óveðrinu á dögunum hafi Byggðal-
ínan svokallaða laskast, það er bæði
á Austurlandi og í Skagafirði. Á
tímabili hafi íshlaðin Kröflulína 1 ein
tryggt raforkuflutninga til Akureyr-
ar og á tímabili hafi staðan verið tví-
sýn.
Byggðalínan sé styrkt
Njáll Trausti bendir á að stefna
núverandi ríkisstjórnar sé að nýta
með hagkvæmni þá orku sem þegar
hefur verið virkjuð. Í þeim tilgangi
þurfi að treysta flutnings- og dreifi-
kerfin. Hamfarirnar á dögunum og
umræða í kjölfar þeirra hafi komið
málunum á dagskrá.
„Nú þarf að skoða vel hvað hægt
sé að gera til að styrkja flutnings-
kerfi raforku út frá byggðalínunni.
Stjórnendum Landsnets og RARIK
kom á óvart hversu illa Dalvíkurl-
ínan fór í óveðrinu, enda sterk. Við
getum ekki annað en brugðist við
þegar stór byggðarlög eins og Dal-
vík verða rafmagnslaus í langan
tíma. Sama gæti gerst víða um landið
svo þetta þarf allt að skoða heild-
stætt með öryggi að leiðarljósi,“ seg-
ir þingmaðurinn.
Þjóðaröryggi í orku-
málum verði tryggt
Lög um innviði verði endurskoðuð Staðan var tvísýn
Morgunblaðið/Eggert
Hamfarir Háspennulínan til Dalvíkur skemmdist mikið í óveðrinu fyrr í
mánuðinum. Rafmagnsleysið hefur kallað á umræðu og aðgerða er krafist.
Njáll Trausti
Friðbertsson
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Mikið var um að vera á skíðasvæð-
um landsins á öðrum degi jóla í gær
enda jólahefð hjá mörgum lands-
mönnum að renna sér á skíðum yfir
hátíðarnar.
Um 2.000 manns sóttu skíðasvæð-
ið í Bláfjöllum í gær, 750-800 manns
skíðuðu í Hlíðarfjalli á Akureyri og
yfir 150 í Skarðsdal á Siglufirði. Var
veðurblíða allan daginn í Hlíðarfjalli
og í Skarðsdal og fyrri part dags í
Bláfjöllum en að sögn Einars
Bjarnasonar, rekstrarstjóra í Blá-
fjöllum, versnaði veðrið verulega
eftir klukkan tvö.
Þrátt fyrir það segir Einar fólk
hafa verið jákvætt og að fáir hafi lát-
ið veðrið stoppa sig.
„Það er ótrúlegt hvað fólk er búið
að vera úti með börnin sín í þessu
veðri. Það er magnað að sjá þessi
litlu börn, hvað þau eru grimm,“
segir Einar.
Margir keyptu vetrarkort
Guðmundur Karl Jónsson, for-
stöðumaður skíðasvæðisins í Hlíð-
arfjalli, segir daginn hafa verið með
besta móti.
„Það var margt fólk, gott skíða-
færi og allir í jólastemningu,“ segir
hann. Segir hann að vetrarkortasala
hafi gengið sérstaklega vel í gær.
„Ég held að fólk sé bjartsýnt á að
þetta verði góður vetur þannig að
margir eru að kaupa sér vetrar-
kort,“ segir hann.
Egill Rögnvaldsson, forstöðu-
maður skíðasvæðisins í Skarðsdal,
tekur undir með Guðmundi og segir
daginn hafa verið frábæran.
„Það var logn og heiðskírt og
tveggja stiga frost. Þurr og flottur
snjór,“ segir Egill.
Jólastemning
á skíðasvæðum
Fjölmargir sóttu
helstu skíðasvæði
landsins í gær
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skíðajól Mörg börn fengu að
spreyta sig á skíðum í gær.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Árið 2018 voru skráð fleiri umferðar-
lagabrot á höfuðborgarsvæðinu en
nokkurn tímann áður, eða frá því að
samræmdar skráningar hófust hjá
lögreglu árið 1999.
Brotin voru samtals 44.878 talsins
og fjölgaði þeim um tæp 15 prósent á
milli ára. Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu um afbrot á höfuðborgarsvæð-
inu árið 2018.
Hraðakstur var orsök langflestra
brotanna og voru hraðakstursbrot
35.000 talsins. Metfjöldi umferðar-
lagabrota var einnig skráður árið 2017
en þá voru brotin rúmlega 39 þúsund
talsins.
23% fjölgun kynferðisbrota
Fleiri sérrefsilagabrot hafa sömu-
leiðis aldrei verið skráð á höfuðborgar-
svæðinu og árið 2018. Um það bil
helmingur þeirra var vegna brota á
áfengislögum og/eða fíkniefnabrot.
1.630 fíkniefnabrot voru skráð á
höfuðborgarsvæðinu árið 2018. Þeim
fjölgaði lítillega á milli ára en stór-
felldum fíkniefnabrotum fækkaði.
Stór hluti brotanna kom upp í
tengslum við önnur mál, til dæmis
akstur undir áhrifum fíkniefna.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
í mars síðastliðnum hefur akstur undir
áhrifum ávana- og fíkniefna aukist
mikið síðustu ár.
Að meðaltali barst lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu 31 tilkynning
mánaðarlega vegna kynferðisbrota ár-
ið 2018 en tilkynningarnar voru alls
370 talsins.
Þeim fjölgaði um 23% á milli ára og
um 42% miðað við meðaltal áranna
2009 til 2017.
Tæpur helmingur allra tilkynntra
kynferðisbrota var tilkynningar um
nauðgun.
Afbrotum á höfuðborgarsvæðinu
fjölgaði hlutfallslega mest á milli ára á
svæði Mosfellsbæjar, Kjalarness og
Kjósar, eða um 10,5%. Brotum fækk-
aði einungis í Vesturbæ eða um 3,8%.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Eftirlit Í skýrslunni kemur fram að til þess að bregðast við auknum umferðar-
lagabrotum hafi sektir hækkað og önnur viðurlög vegna brotanna verið hert.
Aldrei skráð fleiri
umferðarlagabrot
Innbrotum fjölgar
» Lögreglunni bárust 9.597
tilkynningar um hegningar-
lagabrot árið 2018. Það jafn-
gildir 424 brotum á hverja
10.000 íbúa.
» Tæpur helmingur hegning-
arlagabrota var auðgunarbrot
sem flest voru tilkynnt vegna
þjófnaðar.
» Skráðum innbrotum fjölgaði
um 27% á milli ára en skráð til-
vik um þjófnaði hafa þó ekki
verið eins fá síðan 2007.