Morgunblaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.12.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019 Sími 534 1500 | kiddi@kambstal.is | Íshellu 1, 221 Hafnarfirði Klippt & beygt kambstál fyrir minni og stærri verk Reynsla | gæði | þjónusta Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Heildarmagn úrgangs sem borist hefur SORPU bs. í ár hefur dregist saman um 12% síðan í fyrra ef marka má bráðabirgðaáætlun SORPU fyrir árið. Útlit er fyrir að um 231 þúsund tonn af úrgangi hafi borist til SORPU um áramótin sem er töluvert minna en á sama tíma í fyrra þegar úrgangurinn var 263 þúsund tonn. Er þetta í fyrsta sinn sem magn úrgangs til SORPU hefur dregist saman síðan 2013. Þetta staðfestir Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri SORPU bs., í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður segir hann að rekja megi samdráttinn mestmegnis til efnahagsástandsins í landinu en bætir við að einnig sé hluti skýr- ingarinnar sá að SORPA hafi tekið við úrgangi frá Suðurlandi í fyrra en ekki í ár. Heimsóknum fækkar Segir Björn samdrátt á endur- vinnslustöðvum SORPU á fyrstu 11 mánuðum ársins 2019 vera upp á 3,6% og segir jafnframt að dregið hafi úr heimsóknum á stöðvarnar um 0,9% á sama tíma. Þess má geta að árið 2018 fjölgaði heim- sóknum um 5% og tekið var á móti 8,4% meira magni en árið 2017 samkvæmt ársskýrslu SORPU 2018. „Það er almennt efnahags- ástandið sem ræður mestu um þetta. Svo er líka heilmikil umfjöll- un um endurnotkun og endurnýt- ingu þó að ég hafi minni trú á því að það hafi einhver afgerandi áhrif. Ég held að þetta sé meira bara hvað er að gerast í samfélaginu,“ segir Björn. Umhverfismálin hafi lítil áhrif „Það sýnir sig að það er ansi þétt samband milli vísitölu einka- neyslu og vísitölumagns á endur- vinnslustöðvunum. Það er nánast línulegt samband. Það segir manni að það er meira veskið sem ræður heldur en endilega umhverfismálin, þó að þau hafi einhver áhrif,“ segir hann. Björn segir magn úrgangs úr gráu tunnunum einnig hafa minnk- að töluvert á árinu þó að enn sé ekki hægt að staðfesta hversu mik- ill samdrátturinn þar sé. Segir hann þetta þó benda til þess að fólk sé frekar að fara með úrgang á endurvinnslustöðvar og setja hann í aðra farvegi. 12% samdráttur í úrgangi  Efnahagsástandið mesti áhrifavald- urinn, segir framkvæmdastjóri SORPU Heildarmagn úrgangs til SORPU 2001 til 2019* Þúsundir tonna 12% er áætlað að magn úrgangs minnki frá 2018 *Áætlun fyrir 2019. Heimild: SORPA. 234 152 143 167 181 210 233 263 231* 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 250 200 150 100 50 0 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Jólin í ár eru sannkölluð spilajól hjá Aroni Heiðari Steinssyni og fjöl- skyldu en hann og kærasta hans, Gunndís Eva Baldursdóttir, prent- uðu út og handmáluðu borðspilið Landnemana á Catan í þrívídd fyrir hátíðina. Spila mikið yfir jólin „Fjölskyldan er mjög dugleg að spila. Við spilum mikið yfir jólin og páskana og þetta spil, Catan, hefur staðið upp úr í gegnum árin,“ segir Aron í samtali við Morgunblaðið en hann fékk grunnspilið af Landnem- unum á Catan fyrst í jólagjöf árið 2005. Aron segir að verkið hafa verið nokkuð tímafrekt en hann prentaði alla 93 reiti spilsins með þrívíddar- prentara sem hann á heima og tók prentunin samtals 372 klukkutíma; 240 klukkutíma í landreitina og 132 klukkutíma í sjávarreitina. Ofan á það eyddi parið um 48 klukkutímum í að handmála allt spilið en reitirnir koma hvítir að lit úr prentaranum. Tilbúið rétt fyrir aðfangadag „Gunndís var yfir málningardeild- inni. Hún er fær með pensilinn þann- ig að hún sá um að mála. Ég sá bara um að mála grunnlitina en hún var með öll smáatriðin. Þar kom hún mjög sterk inn,“ segir hann. Aron segir að spilið, sem saman- stendur af grunnspili Landnemanna á Catan ásamt tveimur aukapökk- um, hafi verið tilbúið rétt fyrir að- fangadag. Fjölskyldan hefur þó ekki enn fengið tækifæri til að spila spilið en stefnir á að verja bróðurhluta dagsins 29. desember í að prufu- keyra það. Býst Aron við að 6-8 manns muni taka þátt í spilinu þann daginn og spáir því að spilið muni taka um þrjá tíma. „Systur mínar eru mjög spenntar fyrir þessu. Þær eru mjög þakklátar fyrir að við séum búin að eyða öllum þessum tíma í þetta,“ bætir hann við. Aron segir að fjölskyldan tengi borðspilamennsku við hátíðardaga. „Við erum öll dálítið upptekin í okkar starfi, vinnum duglega svo við gefum okkur góðan tíma á hátíðar- dögum og spilum,“ segir hann. Catan Borðspilið samanstendur af 92 handmáluðum reitum í þrívídd. Gerðu heimagert Catan fyrir jólin  Samtals tók 420 tíma að gera spilið Ljósmynd/Aron Heiðar Steinsson Spilajól Aron og Gunndís eyddu miklum tíma í að klára spilið. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Lögreglan handtók í fyrradag karl- mann á sextugsaldri vegna gruns um að hann hefði svipt unga konu frels- inu og reynt að nauðga henni. Karl Steinar Valsson, yfirlög- regluþjónn miðlægrar rannsóknar- deildar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, staðfestir þetta. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann mun sitja í varðhaldi fram á sunnudag. RÚV greindi frá því í kvöldfrétt- um sínum í gærkvöldi að maðurinn hefði haldið konunni nauðugri í minnst tíu daga á heimili sínu í Vesturbænum. Gaf konunni eiturlyf Á þeim tíma gaf maðurinn kon- unni, sem er 25 ára gömul, eiturlyf og misnotaði hana kynferðislega, samkvæmt frétt RÚV. Konan var flutt á bráðamóttöku á aðfangadag. Karl Steinar segir að hann haldi ekki að maðurinn eigi brotaferil að baki. Karl Steinar vill ekkert segja um það hvort maðurinn hafi í gegn- um tíðina gegnt ábyrgðarstöðum innan stjórnsýslunnar, eins og sagt var í frétt RÚV. Svipti unga konu frelsi  Grunaður um frelsissviptingu og tilraun til nauðgunar Morgunblaðið/Eggert Lögreglan Maðurinn er í varðhaldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.