Morgunblaðið - 27.12.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
n hefst á mántsala uda
Óskum viðskiptavinum okkar
GLEÐILEGS ÁRS
og þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða.
Söfnum í neyðarmatar-
sjóð fyrir jólin til matarkaupa
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
Guð blessi ykkur öll
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Umhverfisstofnun hefur kynnt til-
lögu að friðlýsingarskilmálum fyrir
Búrfell, Búrfellsgjá og Selgjá í
Garðabæ ásamt tillögu að mörkum
svæðisins. Umhverfis- og auðlind-
aráðherra hefur ákveðið að tillögu
Garðabæjar og Umhverfisstofnunar
að friðlýsa þetta svæði sem nátt-
úruvætti. Svæðið hefur verið vinsælt
til útivistar. Hið friðlýsta svæði er 3,4
ferkílómetrar að stærð.
Samstarfshópur, skipaður fulltrú-
um frá Garðabæ, Umhverfisstofnun,
umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
Ríkiseignum, Minjastofnun Íslands
og landeigendum hefur undanfarið
unnið að undirbúningi friðlýsing-
arinnar.
Markmið hennar er að vernda
jarðmyndanir, eldhraun, eldstöð og
hraunhella sem myndast hafa eftir að
jökull hvarf af landinu á síðjökultíma.
Einnig að varðveita náttúrulegt gróð-
ur- og dýralíf svæðisins. Loks að auð-
velda almenningi aðgengi og kynni af
náttúruminjum þar sem svæðið er að-
gengilegt og tilvalið til fræðslu og úti-
vistar vegna nálægðar við
höfuðborgarsvæðið.
Verndargildið er hátt
Verndargildi svæðisins felst fyrst
og fremst í jarðfræðinni og jarð-
myndunum þess, segir í frétt á
heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Svæðið er mjög gott dæmi um
jarðmyndanir sem eru sérstakar á
landsvísu og hafa hátt vísinda- og
fræðslugildi. Búrfell og hrauntraðir
frá gígnum, gjárnar og misgengi eru
mjög áberandi í landi. Búrfell er stak-
ur gjall- og klepragígur sem tilheyrir
eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Snemma
á nútíma, fyrir um 8.100 árum, rann
úr Búrfelli Búrfellshraun sem hefur
breytilega ásýnd eftir svæðum. Næst
upptökunum í Búrfelli er hraunið
slétt helluhraun með hrauntröðum
eða hraunrásum með hellum. Fjær
upptökunum er það klumpahraun.
Helstu vistgerðir innan svæðisins
eru birkiskógur. Þar er einnig að
finna hraunlendi þar sem er fyrst og
fremst um að ræða mosahraunavist,
en einnig lynghraunavist á milli og á
stöku stað eyðihraunavist. Á skjól-
góðum svæðum, sem liggja lægra í
landi, er að finna lyngmóavist og
grasmóavist.
Innan svæðisins er talsvert af
menningarminjum s.s. fjárskjól og
seljarústir sem telja má einstakar í
sinni röð, byggðar við gjárbarmana
með baðstofum, eldhúsi, kvíum og
stekkjum.
Undirbúningur friðlýsingar svæð-
isins er liður í stjórnarsáttmála rík-
isstjórnarinnar um átak í friðlýs-
ingum.
Tillagan er komin til kynningar á
heimasíðu Umhverfisstofnunar,
www.ust.is. Frestur til að gera at-
hugasemdir við tillöguna er til og með
23. mars 2020.
Jarðmyndanir sérstakar á
landsvísu verða friðlýstar
Búrfell og nágrenni þess varðveitt Vinsælt útivistarsvæði í Garðabæ
Ljósmynd/Umhverfisstofnun
Friðlýsing Búrfell og hrauntraðir frá gígnum, gjárnar og misgengi eru mjög áberandi í landi, segir í kynningunni.
Búrfell, Búrfellsgjá og Selgjá
Tillaga að friðlýsingu
Kortagrunnur: OpenStreetMap
Mörk friðlýsingar
Alls 3,4 km2
Búrfell
Urriðavöllur
HAFNARFJÖRÐUR
Urriðaholt
GARÐABÆR KÓPAVOGUR
Urriðavatn
Hvaleyrarvatn
Vatnsendi
Heiðmörk
Búrfellsgjá
Selgjá
Víghóll
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu
heilbrigðisráðherra um undirbúning
tilraunaverkefnis um notkun sjúkra-
þyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í
landinu og veita þannig bráðveikum
og slösuðum sérhæfða þjónustu með
sem skjótustum leiðum. Þetta kemur
fram á vef stjórnarráðs Íslands en
mbl.is greindi frá þessu í gær.
Lagt er til að þyrlan verði staðsett
á suðvesturhorni landsins þar sem
útköll vegna slysa og bráðra veik-
inda eru tíð og hafi fjölgað mikið á
síðustu árum á svæðinu, sérstaklega
á Suðurlandi þar sem straumur
ferðamanna hefur verið vaxandi.
Horft er til þess að með þyrlunni og
áhöfn hennar megi stytta viðbragðs-
tíma í útköllun umtalsvert og draga
út fjarveru sjúkrabíla og lækna úr
héraði. Auk þessi myndi þyrlan bæta
sjúkraflutninga til Vestmannaeyja.
Tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu samþykkt
Morgunblaðið/Hari
Sjúkraþyrla Þyrlan og áhöfn hennar myndi
bæta viðbragðstíma í útköllun umtalsvert.
Lögreglan rannsakar stuld á flug-
eldum frá Hjálparsveit skáta í
Kópavogi nú um jólin, þar sem
lásar á gám sem stóð fyrir utan
bækistöð sveitarinnar á Kársnesi
voru skornir upp með slípirokk.
Aðalsteinn Maack, formaður sveit-
arinnar, áætlar í samtali við
Morgunblaðið að skaðann megi
virða á um tvær milljónir króna,
en tekið var eitt bretti af flug-
eldum og sennilega notaður sendi-
bíll til að flytja þýfið á brott.
Skotkökur með 50 ára afmælis
merki hjálparsveitarinnar voru
meðal þess sem stolið var, en inn-
brotið uppgötvaðist fyrst í gær-
morgun. Á Þorláksmessu hafði
fólk verið á staðnum við að koma
flugeldunum fyrir í gámum fyrir
söluna sem hefst á laugardaginn.
„Fyrst og fremst er þetta sorg-
legt,“ segir Aðalsteinn um málið
og bætir við að flugeldasalan sé
afar mikilvæg tekjulind fyrir
hjálparsveitina og alla starfsemi
hennar. sbs@mbl.is
Flugeldum
var stolið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Innbrot Hengilásar skornir í sundur.
Brotist var inn í bílaþvottastöð-
ina Löður við Fiskislóð í Reykja-
vík nokkrum dögum fyrir jól og
úr peningaskáp þar meðal annars
stolið nokkrum 12 skipta klippi-
kortum sem gilda fyrir bíla í
þrif. Kortin hafa nú verið gerð
óvirk. Löður getur fylgst með
öllum útgefnum kortum sínum
sem jafnframt eru númeruð. Í til-
kynningu varar lögreglan fólk
við að kaupa þessi þvottakort og
óskar upplýsinga frá þeim sem
kunna að hafa verið boðin þau til
kaups.
Brotist inn á bíla-
þvottastöð Löðurs