Morgunblaðið - 27.12.2019, Side 14

Morgunblaðið - 27.12.2019, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Vinnuþjarkurinn Ankarsrum Assistent er mættur í Kokku. Sænsk gæðaframleiðsla í nær 80 ár Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Urmas Peiker sem settu Funder- beam á laggirnar: Ruusalepp hafði áður stýrt Nasdaq-kauphöllinni í Tallinn og Peiker m.a. starfað um árabil hjá eistneska fjármálaeftirlit- inu. Rünno segir vandséð að nokkur annar hefði getað gert álíka hugmynd að veruleika enda kom snemma í ljós að nálgun Funderbeam var svo bylt- ingarkennd að hún féll ekki alltaf með góðu móti að reglum um fjármögnun fyrirtækja. „Funderbeam fékk hins vegar nægilegt svigrúm til að starfa í Eistlandi og þar tókst að sýna vel fram á að þjónustan virkaði vel. Í framhaldinu fékk fyrirtækið starfs- leyfi í Bretlandi og með því leyfi til að starfa um alla Evrópu,“ útskýrir Rünno og bætir við að það hafi verið allt annað en létt verk að ryðja braut í gegnum reglugerðafrumskóginn og lögfræðingar unnið að því baki brotnu allt frá fyrsta degi. „Bæði sprotar og fjárfestar í Eistlandi voru himinlif- andi með árangurinn þar sem fram- boð af fjármagni til sprotaverkefna hafði fram að því verið af mjög skorn- um skammti.“ Virkja fjöldann Kalla mætti Funderbeam einfald- aðan hlutabréfamarkað og fjáröflun- arloturnar þar á margan hátt svip- aðar frumútboðum en ferlið ódýrara og ekki eins þungt í vöfum. Rík áhersla er lögð á gagnsæi og upplýs- ingagjöf en á sama tíma er tillit tekið til þess að um sprotamarkað er að ræða og fyrirtækin á Funderbeam í allt annars konar rekstri en fullsköp- uð hlutafélög í kauphöll. „Það t.d. ekki skylda að skila ársfjórðungsupp- gjöri en við hvetjum fyrirtækin til að gefa fjárfestum reglulega upplýsing- ar um hvernig gengur,“ segir Rünno og bætir við að hluthafar taki oft virk- an þátt í að liðsinna sprotunum: „Í gegnum Funderbeam er hægt að virkja kraft fjöldans og með góðri upplýsingagjöf má kalla fram úr fjár- festahópnum hugmyndir að nýjum lausnum eða ábendingum um vannýtt tækifæri.“ Áhugasamir sprotar gefa sig fram við Funderbeam sem rýnir í rekst- urinn og lætur eigin sérfræðinga gera drög að fjármögnunarherferð. Fund- erbeam og sprotarnir leiða síðan sam- an hentuga fjárfesta og sjóði, og í framhaldinu er almenningi leyft að taka þátt á sömu kjörum. Allir sem leggja í púkkið fjárfesta sem ein heild en einn lykilfjárfestir er valinn sem tengiliður við sprotann. Góður stökkpallur Rünno segir ekki mega líta svo á að Funderbeam sé í samkeppni við hefð- bundnar kauphallir eða nýsköpunar- sjóði. Hann segir nýsköpunarsjóði þvert á móti geta nýtt Funderbeam til að efla og bæta gæði fjárfestinga sinna en að markaður Funderbeam sé – a.m.k. enn sem komið er – of smár í sniðum til að geta komið í stað hefðbundins hlutafjárútboðs. „Þó að skráning hjá Funderbeam sé á marg- an hátt þægilegri fyrir stjórnendur og stofnendur en skráning í kauphöll þá getum við hreinlega ekki keppt við getu kauphallanna þegar kemur að verkefnum sem kalla á fjármögnun upp á tugi eða hundruð milljóna evra,“ segir hann. Tekjur sínar fær Funderbeam í gegnum 1.000 evra umsóknargjald, og 2.500 evra um- sjónargjald sem aðeins er rukkað ef fjármögnun sprotans lukkast, auk 5% þóknunar sem tekin er af því fé sem safnast. Þar er um leið kominn hluti af svarinu við spurningunni um hvers konar sprotar eiga erindi við Fund- erbeam: „Þeir sprotar standa best að vígi sem eru komnir af hugmynd- astigi og búnir að fá einhverja upp- hafsfjármögnun. Jafnvel ef sprotar eru ekki nógu langt komnir vísum við þeim ekki frá heldur reynum að veita þeim gagnlega leiðsögn með það fyrir augum að þeir leiti fjármögnunar hjá okkur á síðari stigum. Það boðar gott fyrir framhaldið ef sprotinn býr að sterku teymi stofnenda og stjórnenda og oft er upplagt að nota Funder- beam til að fjármagna útrás fyrir- tækja á nýja markaði þegar þau hafa þegar sýnt sig og sannað á heima- markaði,“ útskýrir Rünno. „Aftur á móti fara fyrirtæki að verða of stór fyrir okkur, a.m.k. miðað við stærð Funderbeam-hagkerfisins í dag, ef þau þurfa að afla sér meira en 5 eða 10 milljóna evra í einu lagi.“ Þar sem sprotarnir hafa rakað inn tugum milljóna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Möguleikar Rünno segir Funderbeam m.a. henta vel sprotum og smáum fyrirtækjum sem hafa þegar sannað sig á heimamarkaði og hyggja á útrás.  Stofnendur Funderbeam voru í einstaklega góðri stöðu til að synda á móti straumnum og setja á laggirnar nýja fjármögnunarleið fyrir sprotafyrirtæki VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Árangur íslenskra sprotafyrirtækja á fjármögnunarmarkaði Funder- beam hefur vakið verðskuldaða at- hygli. Flow, sem framleiðir hug- leiðsluhugbúnað fyrir sýndar- veruleika, reið á vaðið og aflaði sér jafnvirði um 16 milljóna króna snemma í vor. Næst kom matvæla- framleiðandinn Lava Cheese sem fékk fjárfesta til að leggja tæplega 100 milljónir króna að veði. Nú síðast sótti jurtalyfjafyrirtækið Florealis hálfa milljón evra, eða tæpar 68 milljónir króna, í gegnum Funder- beam en áhugi fjárfesta var langt umfram það mark sem sett hafði verið. Heyra má á Rünno Allikivi, sem stýrir starfsemi Funderbeam í Skandinavíu, að hann telji fleiri ung íslensk fyrirtæki eiga erindi við Funderbeam. Fyrirtækið var upp- haflega stofnað í Eistlandi en er núna með höfuðstöðvar sínar í Lond- on. Funderbeam leiðir saman fag- fjárfesta, einstaklinga og sprota í ferli sem kalla mætti bræðing af hlutafjárútboði og fjárfestingarlotu. „Í byrjun lýstum við starfseminni þannig að Funderbeam væri eins og ef Nasdaq, Bloomberg og [sprota- kynningarvefurinn] AngelList eign- uðust afkvæmi,“ segir Rünno. „Í stuttu máli má segja að Funderbeam sé vettvangur þar sem hópar ein- staklinga fjárfesta í óskráðum fé- lögum með gagnsæjum hætti og með sömu kjörum og fagfjárfestar. Funderbeam er líka markaðstorg þar sem þátttakendur geta keypt og selt hluti sín á milli.“ Rétt fólk á réttum stað Funderbeam var stofnað árið 2015 en fyrsta fjármögnunarverkefnið fór í loftið árið 2017. Síðan þá hefur tek- ist að ljúka 56 fjáröflunarlotum sem samtals hafa aflað 21,9 milljóna evra. Viðskipti með eignarhluti á fjár- mögnunarmarkaði Funderbeam nema í dag um 4,2 milljónum evra og eru skráðir notendur um 13.500 tals- ins. Það voru Kaidi Ruusalepp og 27. desember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.83 122.41 122.12 Sterlingspund 158.23 158.99 158.61 Kanadadalur 92.61 93.15 92.88 Dönsk króna 18.068 18.174 18.121 Norsk króna 13.594 13.674 13.634 Sænsk króna 12.928 13.004 12.966 Svissn. franki 124.17 124.87 124.52 Japanskt jen 1.1131 1.1197 1.1164 SDR 167.64 168.64 168.14 Evra 135.02 135.78 135.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.545 Hrávöruverð Gull 1490.85 ($/únsa) Ál 1790.0 ($/tonn) LME Hráolía 66.44 ($/fatið) Brent ● Samkvæmt mælingum Mastercard tókst bandarískum neytendum að slá nýtt netverslunarmet þessi jólin. Af allri jólaverslun þetta árið myndaði sala yfir netið um 14,6% og er það aukning um tæplega fimmtung frá síðasta ári. Heilt á litið jókst jólaverslun, bæði á netinu og í hefðbundnum búðum, um 3,4% milli ára miðað við gögn Mastercard. Var jólaverslunartímabilið þó viku styttra í ár en í fyrra enda þakkar- gjörðarhátíðin seint á ferðinni. Gjöful jólavertíð í ár þykir endur- spegla gott ástand á bandarískum vinnumarkaði og hækkun launa þar í landi. ai@mbl.is Bandarísk netverslun sló met þessi jólin Hátíð Fólk skoðar varninginn í New York. Travis Kalanick, stofnandi og fyrr- verandi forstjóri skutlveitunnar Uber, hefur sagt sig úr stjórn fyrir- tækisins og selt alla hluti sína. Reu- ters greinir frá þessu og hefur eftir talsmanni Kalanicks en áætlað er að hlutur hans í félaginu hafi verið um þriggja milljarða dala virði. Eins og Morgunblaðið fjallaði um á sínum tíma var Kalanick gert að segja af sér sem forstjóri árið 2017 vegna ýmissa uppákoma í rekstri fyrirtækisins. Kalanick þótti mjög litríkur og djarfur stjórnandi og var óhræddur við að láta Uber þeysa inn á markaði í trássi við lög og reglur um leigubílaþjónustu en skapaði um leið eitraða menningu á vinnustaðnum sem leiddi á end- anum til uppreisnar annarra hlut- hafa gegn honum. Hyggst Kalanick núna einbeita sér að þróun svk. „drauga-eldhúsa“ (e. ghost kitchen) sem matreiða rétti af öllu mögulegu tagi til heim- sendingar. Fer sá rekstur fram undir merkjum CloudKitchens og hefur félagið þegar tryggt sér um 400 milljóna dala framlag frá rík- isfjárfestingasjóði Sádi-Arabíu auk nokkurra hundraða milljóna dala frá Kalanick sjálfum. ai@mbl.is Kalanick far- inn frá Uber með öllu Óstöðvandi Travis Kalanick ætlar að hella sér út í veitingarekstur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.