Morgunblaðið - 27.12.2019, Side 16
Nú er tími til að
etja mannbrodda
á skóna þína
Eigum mikið úrval
Við erum hér til að aðstoða þig! -
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
-
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER 2019
Vetrarsól er umboðsaðili
40 ár
á Íslandi
Sláttuvélar
Snjóblásarar
Sláttutraktorar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
Þúsundir komu saman á Péturs-
torginu í Róm á jóladag til að hlýða
á jólaávarp Frans páfa, Urbi et
orbi.
Páfi gerði að umtalsefni sínu
hlutskipti flóttafólks og þeirra sem
yrðu fyrir ofsóknum vegna trúar.
„Óréttlæti verður til þess að fólk
þarf að ferðast yfir eyðimerkur og
sjó, sem síðar verða að grafreit-
um,“ sagði Frans páfi.
Hann sagði að ekki þyrfti að leita
langt yfir skammt til að leiðrétta
óréttlæti. Allir gætu haft áhrif í
sinni heimabyggð og unnið að því
að lina „þjáningar ættingja okkar
úr fjölskyldu manna“.
Þá bað hann fyrir íbúum hins
helga lands, Venesúela, Jemens og
fleiri ríkja sem enn biðu friðar, ör-
yggis og velmegunar.
Ávarp páfa, Urbi et orbi (Til
borgarinnar [Rómar] og heimsins),
er að jafnaði flutt tvisvar á ári, á
jóla- og páskadag, en það á rætur
að rekja til Gregors páfa X., á 13.
öld. alexander@mbl.is
Páfi ávarp-
aði heims-
byggðina
AFP
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Þegar sagnfræðingar framtíðarinn-
ar líta um öxl mun árið 2019 standa
upp úr sem ár mótmælanna og skipa
sér stöðu með ártölum á borð við
1848, 1917 og 1989. Þetta segir
Gideon Rachman, blaðamaður og
stjórnmálaskýrandi Financial Tim-
es.
Fjöldamótmæli hafa sett svip sinn
á fréttaflutning víða um heim, en
óvíða með jafnafgerandi hætti og í
Hong Kong. Kveikjan að þeim var
frumvarp héraðsstjórnarinnar sem
hefði, ef það hefði verið samþykkt,
opnað á framsal fanga til megin-
lands Kína og Taívans.
Þrátt fyrir að hafa dregið frum-
varpið til baka í september hefur
héraðsstjóranum, Carrie Lam, ekki
tekist að lægja öldurnar, en mót-
mælendur krefjast þess meðal ann-
ars að hún segi af sér embætti.
Segja þeir frumvarpið lið í þvinguðu
aðlögunarferli Hong Kong að
stjórnarkerfi alþýðulýðveldisins sem
sé svik við fyrirheit sem gefin voru
um að Hong Kong fengi að viðhalda
eigin stjórn, og lögum í 50 ár frá því
að héraðið komst undir kínverska
stjórn árið 1997.
Sjálf þykir Lam milli steins og
sleggju, mótmælenda í Hong Kong
annars vegar og kommúnistastjórn-
arinnar í Kína hins vegar.
Leiðtogaleysi tímanna tákn
Af öðrum þýðingarmiklum mót-
mælum má nefna mótmæli gulvest-
unga í Frakklandi og sjálfstæðis-
sinna í Katalóníu, auk mótmæla í
Rússlandi, ýmsum Suður-Ameríku-
ríkjum, Alsír, Íran, Líbanon og Súd-
an.
Að sögn Rachman er það tímanna
tákn að þau mótmæli sem um ræðir
séu flest án vel skilgreinds leiðtoga.
Samfélagsmiðlar hafi reynst öflugt
tól til að virkja fólk um heim allan,
hjálpa til við skipulagningu og
breiða út boðskap, slagorð og kröf-
ur. Þannig læri mótmælendur hver
af öðrum og nýti sér aðferðir sem
hafi virkað annars staðar, segir
Rachman og nefnir sem dæmi kata-
lónska mótmælendur sem hafi veif-
að fána Hong Kong og lagt undir sig
flugvelli að þeirra fyrirmynd.
Hvatvísi geti þó snúist í höndum
mótmælenda, og þótt „hashtögg“ og
„meme“ séu vel til þess fallin að fá
fólk út á götur, geti mótmæli liðið
fyrir skort á skipulagi og leiðtoga.
Það kunni að skýra hve fá mótmæli
hafi skilað raunverulegum breyting-
um, enn sem komið er.
Ekki er þó svo að skilja að mót-
mæli ársins hafi engan árangur bor-
ið. Verkfallsaðgerðir og fjöldamót-
mæli í Bólivíu neyddu hinn
þaulsetna forseta landsins, Evo
Morales, til að segja af sér embætti í
síðasta mánuði, og sömu sögu er að
segja af forsætisráðherra Líbanon,
Saad al-Hariri sem sagði af sér í
október.
Þá er of snemmt að segja til um
áhrif mótmæla í Katalóníu, Hong
Kong og víðar. Þótt árið 2019 hafi
þegar tryggt sess sinn í sögubókum
sé mögulegt að 2020 verði árið sem
mótmælin beri áþreifanlegan ávöxt.
2019 var ár mótmælanna
Samfélagsmiðlar breiða út boðskapinn á ógnarhraða Fá fjöldamótmæli borið
áþreifanlegan árangur en ógjörningur að segja til um endanleg áhrif
AFP
Jólamótmæli Mótmæli hafa verið daglegt brauð í Hong Kong frá í mars.
Leiðtogakjör
Liduk-flokksins,
flokks Benjamíns
Netanyahu, for-
sætisráðherra
Ísraels, fór fram í
gær, á öðrum
degi jóla.
Gideon Saar,
fyrrverandi inn-
anríkisráðherra
Ísrael, bauð sig fram í embættið
gegn Netanyahu, sitjandi formanni.
Saar þykir eilítið hægrisinnaðri en
forsætisráðherrann og hefur hann
meðal annars kallað eftir enn harð-
ari stefnu í garð Palestínumanna.
Úrslit verða tilkynnt í dag en ekki
er gert ráð fyrir öðru en að Net-
anyahu hljóti örugga kosningu þrátt
fyrir að sæta ákærum fyrir spillingu
og mútuþægni.
Ekkert hefur gengið að mynda
ríkisstjórn í landinu þrátt fyrir
tvennar þingkosningar á árinu, og
hefur þegar verið boðað til þriðju
kosninganna 2. mars á nýju ári.
Eru vandræðin meðal annars til-
komin vegna viljaleysis annarra
hægriflokka til að starfa með Liduk-
flokknum undir stjórn Netanyahus.
Komi til þess að Netanyahu verði
sakfelldur verður hann, lögum sam-
kvæmt, að segja af sér embætti, en
AFP hefur eftir bandamanni Saar að
valið standi á milli ríkisstjórnarsetu
flokksins undir forystu Saar eða
stjórnarandstöðu undir forystu Net-
anyahu. alexander@mbl.is
Formanns-
kjör í flokki
Netanyahu
Gideon Saar
Sautján almennir borgarar, þar af
tólf eþíópískir innflytjendur, létu
lífið í árás á Al-Raqw-markaðinn í
norðurhluta Jemens í gær. Er þetta
þriðja mannskæða árásin á mark-
aðnum á rúmum mánuði. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Sameinuðu
þjóðunum hafa 89 látið lífið eða
slasast í árásum á markaðnum á
þessu ári.
Norðurhluti Jemens hefur verið
á valdi Huthi-uppreisnarmanna frá
árinu 2015 og berjast þeir við her-
sveitir undir stjórn Sádi-Araba sem
reyna að ná völdum á ný.
JEMEN
AFP
Blóðugt Borgarastríð hefur geisað í
landinu frá árinu 2015.
Sautján drepnir
í árás á markað
Sextán hið minnsta eru látnir eftir
að fellibylur gekk yfir miðhluta
Filippseyja á jóladag. Hinir látnu
bjuggu í þorpum og bæjum á eyjum
Visayas-eyjaklasans.
Vindhraði bylsins, sem ber nafnið
Phanfone, náði yfir 200 metrum á
sekúndu og hreif hann með sér hús-
þök og rafmagnsstaura.
Um 60.000 manns höfðu verið
fluttir á brott áður en fellibylurinn
reið yfir en um 15.000 manns urðu
eftir við strendur eyjanna eftir að
ferjuflutningum var hætt vegna
veðurs.
Sextán létust
í fellibyl á jóladag
Phanfone Vindhraði náði 200 m/s.
FILIPPSEYJAR
AFP